Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.10.1957, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 07.10.1957, Blaðsíða 5
Mánudagur 7. október 1957 MáNUDAGSSLABIÐ ' P' r,| Margir líta á spilaspádóma sem lítið meira en dægrastyttingu eða skemmtilegan og fróðlegan leik. Eri svo eru aðrir sem lika leggja miklu meira upp úr þeim. í flest- um leikjum, þar sem spil eru brúkuð, er ásinn hæsta spilið. Svo kemur kóngurinn og þar á eftir drottningin, gosinn, tían, nían, áttan og sjöið. Þegar spáð er í spil, eru þetta yfirleitt einu spiíin, sem notuð eru, þ. e. átta Spil í hverjum lit eru tekin úr hverjum stokk — alls 32. Til að ákvarða, hvort spil snúi rétt eða öfugt, er gott að merkja þau með blýantsstryki er sýni, hvort sé efri partur þess. Mismunandi gildi hinna ýmsu lita er sem hér segir: Fyrst kemur lauf, því það boðar oft- ast hamingju; og það skiptir engu máli hve mörg laufin eru eða hvaða annar litur fylgir með — það veit sjaldan eða aldrei á illt. Næst kemur hjai-ta, sem vinju- Iega merkir gleði, vinsæld, eða gott skap; aftur á móti táknar tígull tafir, rifrildi og leiðindi; og spaði — langversti liturinn — Sorg, veikindi og peningatap. Lauf táknar líka. framtak og ffrægð, hjörtu ást og hamingju, tíguil peninga og vexti, og spaffi hatur og ógæfu. Ennfremur tákn- ar tígull æsku, lauf manndóms- árin, hjöríu íullorðinsárin og spaði elli. Þetta var nu um litlna í víðtæk- ctstu merkinu, þvi oft breytir inn- byrðisafstaða algjörlega þýðingu þeirra og getur þá eitt spil táknað alkt annað en það gerir eitt fyrir sig. Til dæmis merkja hjartakóng urinn, hjartanían og laufanían hvert um sig: örlátan mann, gleði og heppni í ástum; en breyt ið afstöðu þeirra með því að getja kónginn milli níanna og þá lesið þið úr spilunum, að mað- ur, sem nú er ríkur og hamingju samur, verði innan skamms hnepþtur i fangelsi. Nú skal gera grein fyrir þýð- jngu þessara 32 spila, ef hvert er skoðað út af fyrir sig: Laufás — merkir gleði, auð- æfi, eða góðar fréttir; ef hann snýr öfugt, verður gleðin skamm vinn. Laufkóngrur — Einarðan, örlát- an, ástúðlegan, tryggan og traust an mann, sem gaman hefur af að liðsinna vinum sinum; öfugur: hann verður fyrir vonbrigðum. Laufadrottning: Elskuleg kona, en örgeðja, og dálítið ásthneigð, sem lætur blíðu sína í té gjöful- um elskhuga, hamingjusöm og ástúðleg, og á eftir að giftast; öfug: aíbrýðisöm og illgjörn. Laufagosi: Gáfaður, ungur maður, greiðugur og einlægur; öfugur: meinlaus kvennagosi og smjaðrari. Laufatía: Mikil auðæfi, frami, og frægð; öfug merkir hún ó- heppni í einhverju lítilsháttar máli. Laufania: Óvæntur gróði eða arfur; öfugt: einhver lítilsháttar gjöf; eða: Þé rvaldið vinum yð- ar óánægju. Laufátta: Merkir ástir dökk- hærðs manns eða konu; ef þér endurgjaldið ástina, verður það upphaf mikillar velgengni; öf- ug: ástir ómerkilegrar persónu, sem veldur yður ógæfu, ef þér endurgjaldið hana. Laufasjö: Þýðir glæsiíegan frama eða að þér fáið óvænt greidda skuld; öfugt: litilfjörleg skuld endurgreidd. Iljartaás: Ástarbréf, eða þægi- leg frétt; öfugt: heimsókn vinar. Hjartakóngur: Göfuglyndur mað ur, bjartur yfirlitum; öfugur: verður fyrir vonbrigðum. Hjartadrottning: Blíðlynd, elskuleg kona, mjög fögur; öfug: hefur verið svikin í ástum. Hjartagosi: Kátur ungur pip- arsveinn, sem dreymir aðeins um skemmtanir, hefur gaman af veð málum; öfugur: óánægður stirð- lyndur. Hjartatia: Merkir Iiamingju, sigur; öfúg: lítilsháttar áhyggj- ur. Hjartanía: Gleði, ánægja, vel- gengni; öfug: eitthvað veldur yður gremju, sem fljótt líður hjá. Hjartaátta: Ástir ljóshærðar per- sónu; öfug: tómlæti af þeirra hálfu. Hjartasjö: Giftist vel, ánægju- legar hugsanir, friður; öfug: lifs- leiði, þreyta. Tíg-ulás: Sýnir manr* sem gam Jkb SpÁ í Spíl an hefur af útiíþróttum, líka garðyrkju. Merkir líka, að þér fáið bráðum bréf og ef spilið snýr öfugt, að bréfið innihaídi slæmar fréttir. Tigulkóngur: Bjarthærðuf mað ur, kappsamur, en bæði slægur og hættulegur; öfugt táknar spil- ið yfirvofandi hættu, sem stafar af vélabrögðum þessa manns. Tíguldrottning: Ula uppalin kona, sem hefur ánægju af hneykslissögum, óstaðföst; ef spilið er öfugt ber mjög að óttast hana. Tígulgosi: Lausmáll eða otrúr vinur; öfugt: veldur illindum og óhamingju. Tig-ultía: Merkir hjón og mikið ríkidæmi. mörg born; ferðalag eða bústaðaskipti; öfugt veit það ekki á gott. Tigulnía: Óþægindi, töf; öfugt: fj ölskyldu eða elskendarifrildi. Tígulátta: Ástleitni; öfug: mis- heppnuð. Tigulsjö: Þýðir að yður muni líða bezt upp í sveit og' lifa þar óslitnar sælustundir; öfugt: flæk ist í heimskulegt hnevkslismál. Spaffaás: Ánægja; öfugur: slæmar fréttir, sorg. Spaffakóngur: Öfundsjúkur maður, óvinur, eða óheiðarlegur lögfræðingur, sem ber að óttast; öfugur: máttlaus illgirni. Spaðadrottningin: Elskandi ekkja; öfugt: hættuleg og illgjörn kona. Spaffagosi: Dökkhærður, illa uppalinn, ungur maður; öfugur: hann er að brugga einhver vél- ráð. Spaðatía: Þetta spil boðar illt. Tár, fangelsi; öfugt: skammvinn veikindi. Spaðanía: Mannslát; öfugl: það er einhver náskyldur yður. Spaðaátta: Mesta óhappaspilið í stokknum. Ýfirvofandi veik- indi; öfugt: uppleyst hjónaband eða hryggbrot. Spaffasjö: Smáóþægindi; vinar- missir; öfugt: fávísleg vélabrögð. Mannspilin í hjarta og tigli merkja venjulega persónur, sem bjartar eru yfirlitum; lauf og spaði hið gagnstæða. Fjórir ásar, saman, eða hver á eftir öðrum, boða hættu, verzl- unarólán, og stundum fangelsun, Ef einn eða fleiri af þeim snúa öfugt, minnkar hættan, en það er líka allt og sumt. Þrír ásar, sem koma á sama hátt: góðar fréttir; öfugir merkja þeir gabb, Tveir ásar: Samsæri, öfugir: það mistekst. Fjórir kóngar: verðlaun, heið- ursmerki, sóma; öfugir: sóminn ekki eins mikill,- en kemur fyrr. Þrír kóngar: Fundur um áríð- andi kaupskipti, og verður árang urinn mjög ánægjulegur; öfugir: árangur vafasamur. Tveir kóngar: Þér hefjið við- skipti í féíagi með einhverjum; öfugir: félagsskapurinn leystur upp. Stundum merkir þetta ein- ungis fyrirætlanir vina. Fjórar drottningar: Félagsskap ur, samkvæmi; ef eiii eða fleiri snúa öfugt fer skemniíunin út umþúfur. Þrjár drottningár: Morgun- heimsóknir; öfugar: slúður, kjaft háttur og blekkingar. Tvær drottningar: Vinir hitt- ast; öfugar: fátækt, erfiðleikar, sem annar kemur hinum í. Fjórir gosar: Hávært sam- kvæmi — aðallega ungt fólk; öf ugir: drykkjuveizla, endar í rifr- ildi. Þrír gosar: Falskir vinir; öímg- ir: deila við lítilfjörlega persónu. Tveir gosar: Illar fyrirætlanir á prjónum; öfugir: hætta á ferð- um. Fjórar tíur: Áform heppnasfc mjög vel; öfugar: áformin íara ekki eins vel, en þó ekki heldur illa. þrjár tíur: Ósæmileg hegðurt; öfugar: gengisleysi. Tvær tíur: Þér skiptið um at- vinnu; öfugar: en það getur orð- ið langt þangað til. Fjórar níur: Eitthvað kemur al- veg óvænt; öfugar: opinbert borð hald. Þrjár níur: Gleði, gæfa, heilsa; öfugar: eigni rtapast vegna ófor- sjálni í hjónabandi. Tvær níur: Dálítill hagnaður; öfugar: Smávegis tap í spilum. Fjórar áttur: Stutt ferð: öfug- ar: smágleði og smásorgir. Fjögur sjö: Samantekin véla- brögð lítilsháttar fólks, hótanir, brögð og deilur; öfugar: að ill- girni þeirra verði máttlaus og að refsingin komni niður á þeim sjálfum. Þrjú sjö: Veikindi; þér eldist fyrir tímann'; öfug: lítilsháttar og skammviririur lasleiki. Tvö sjö: Léttúð, öfug: iðruri. Ef mannspil lendir iriilii tveggja jafnhárra annarra spila — t. d. kóngur milli tveggja tía, tveggja ása •— þýðir það, að sá, sem spilið táknar, eigi á hættu að lenda í fangelsi. Næst skulum við ræða m nokkrar aðferðir við spilaspá- dóma. Krossgáta ánudagsblaðsins / * [* -■ 1 3 3 H • <C3 f- ‘tt. m 1 tú ■*§í ■< n c- 11. ti >h ... 4* u % '9 u, * é ! ýýý-:.; 20 29 29 á SKÝRINGAR: \ Lrétt: 1 Lykt 5 Eldsneyti 8 Farfuglinn 9 Leiktæki 19 Iieppni 12 Steintegund sem notuð er í skartgripi 14 Fálm 15 Angar 18 Hæð 20 Blika á vöngum 21 Upphafsstafir 22 Sjór 24 Umgjörð 26 Fæðir 28 Mont 29 Hás 30 Ósamstæðir. Lóðrétt: 1 Áningarstaður í óbyggðum 2 Sumargestur- inn 3 Spil 4 Ósamstæðir 5 Smáhús 9 Iðnaðarmenn 13 Rödd 16 Sjór 17 Hluta sundur 19 Sjávardýra 21 Ilát 23 Hvíla 25 Ánægjuhljóð 27 Upphafsstafir. Káðning á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 Mylla 5 Stó 8 Afar 9 Fjós 10 Lín 11 Bjó 12 Árin 14 Öld 15 Nafli 18 Ár 20 Gól 21 Ra 22 Nýr 24 Lifur 26 Naut 28 Nöfn 29Annir 30 Lúa. Lárétt: 1 Málaranna 2-Yfír 3 Lánin 4 LR 5 Sjóli . íj Tó 7 Oss 9: Fjöllin 13 Nag 16 Fól 17 Garna 19 Rýan 21 Rufu 23 Rvm-Sö Föl 27 Ti. . j úsaLJ

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.