Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.10.1957, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 07.10.1957, Blaðsíða 2
2 Þegar ekið er að sumarlagi «m þjóðvegi Mið-Evrópu ber það stöku sinnum við, að maður kem ur auga á undarlegt fólk. A bak við grindagirðingar eða urnhverf- is tjaldbúðir getur að líta menn og konur, sem ekki hafa neina spjör á kroppnum ,en eru að striplast allsnakin í sólskininu. Hér er á íerðinni fólk úr nektar- hreyfingunni, sem á sér marga áhangendur í ýmsum löndum. Og fyrsta og síðasta boðorð þeirrar hreyfingar er það, að vera ekki að skyggja á vérk skaparans með kla-ðum, mannslíkaminn sé feg- urstur allsnakinn. En nektar- hreyfingih á okkar dögum á sér ræiur óralangt aftur í tímann. Fyrir þúsundum ára var líka til fólk, sem gerði nektina að sínu æðast boðorði. En hinar f'ornu nektarhreyfingar voru að vísu allt annars uppruna. Hin fruarlep rækf Bæði fyrr og síðar hafa ýmsar þjóðir eða trúflokkar gert nekt- ina að trúaratriði. Hjá frumstæð- um þjóðum ber mest á þessu hjá frjósemisdýrkendum. Þegar þeir dansa trúardansa sína til að blíðka frjósemismögnin eru þeir oft allsnaktir, ef einhver dans- endanna væri með eina spjör á kroppnum, væri allt unnið fyrir gýg. Á bak við þetta er trúin á héígi- kynfæranna, sem er oftast mjög rík meðal írjósemisdýrk- enda. Þeir hafa stundum í hofum sínum geysistórar og heldur ó- hrjálegar myndir bæði af hinum karlegu og -kvenlegu kynfærum. Og í fornum norrænum sögum má finna heimildir um það, að forfeður okkar í heiðni hafa haft svipaðan átrúnað. Þetta getur gengið svo langt, að hlutir, sem líkjast kynfærunum að lögun fá á sig helgi, svo sem fjallstindar, tré og fleira. Ekki munu þó allar hinar trú- arlegu nektarhugmyndir vera sprottnar af helgi kynfæranna. Stundum liggur að baki þeim sú hugsun, að miklum mun auðveld- ara sé að komast í samband við guði og önnur dulmögn, ef menn séu klæðlausir. Klæðin séu í vegi fyrir þeim straumum, orku og kyngi, sem mennskir menn geti fengið frá dularheimum. Enginn trúflokkur hefur gert nektina að trúaratriði í svo rík- um mæli sem dígambarar, en þeir eru grein.af jaínistum í Ind- landi. í kenningum þeirra segir svo, að enginn geti orðið sálu- hólpinn, nema hann gangi alls- nakinn. Þessi stranga kenning hefur leitt til margra árekstra, þar sem dígambarar búa innan um annarar trúar fólk. Stundum hefur hátterni þeirra valdið slíkri hneykslun, að þeir hafa -orðið fyrir grimmilegum ofsókn- um Hindúa og Múhameðstrúar- manna og jafnvel annarra jaín- ista. Þetta hefur leitt til þess, að hinir veikari í trúnni meðal dígarnbara hafa slakað til í þessu efni. Þeir klæða.sig í einhverjar flíkúr-J þegar þeir þurfa að veise á almannafæri. Hins vegar er enginn dígambari svo veikur í trúnni, að hann neyti matar síns öðruvísi en allsnakinn, að borða íneð einhverja spjör á lcreppnum MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 7. október 1957 er verra en hið versta guðlast. Og heittrúarmenn meðal dígamb- ara kæra sig kollótta um allt al- menningsálit og spóka sig al- strípaðir á almannafæri. Nektin hefur trúarþýðingu einnig í öðrum trúarbrögðum. Förumun'kar Múhameðstrúar- manna, dervisjarnir ,fara úr öll- um klæðum, þegar þeir komast í trúaræsing. Þá fara þeir að dansa ailsnaktir, þar til þeir komast í slíkari æsing, að það virðist stappa nærri hreinni brjálsemi. Þeir engjast sundur og saman, afskræmast af krampateygjum og bíta sig stuiidum í handlegg- ina, svo blóðið lagar úr þeirn. Oft halda þeir þessum æðisdansi á- fram, þangað til þeir fallá í öng- vit, og líklegá eru þeir ekki á marga íiska, þegar þeir rakna aftur úr rotinu. Svipuð fyrirbæri hafa einnig þekkzt hjá ýmsum kristnum ofsa- trúarflokkui^, bæði fyrr og sið- trylltara en hinir óðustu vitfirr- ingar á geðveikrahælum. Þá fer það að bera eld að húsum sínum og brenna' þau. Og sumir dúko- brodsjanna ná sér í hnífa og fara að stinga sjálfa sig með þeim, stundum til bana. Einu sinni skar kona ein í slíku æði af sér annað brjóstið. Kanadiska lögreglan hefur oftar en einu sinni komizt í hann krappan að hafa hemil á dúkobrodsjum, þegar nektar-, dans-, íkveikju- og sjálfsmeið- ingaæðið gripúr þá. Sfrípalingar Nektaræði getur birzt í ýms- um myndum, þó að trúarofsi sé ekki með í spilinu. Það getur staðið í sambandi við sálsýki á ýmsum stigum. Flestir Reykvík- ingar kannast við bera mann- inn, sem lék lausum hala hér í bænum 'fyrir nokkrum árum og sást aðallega eftir að skyggja ölafur Hansson, menntaskólakennari: ar. Mesta athygli af öllum slík- um flokkum hafa dúkóbrodsjar vakið. Þessi undarlegi trúflokkur er upprunninn í RAússlandi, en margir úr honum hafa flutzt til Kanada. Þar hafa þeir ekki svo sjaldan gert yfirvöldum og lög- reglu lífið brogað. Hversdagslega eru dúkobrodsjar mesta skikk- elsisfólk, vinnugefið, nægjusamt og blóðheiðarlegt í öllum við- skiptum. En svo ber það stöku- sinnum við, að þessir sauðmein- lausu manrieskjur gerbreytast allt í einu og verða að trylltri og hættulegri vitfirringahjörð. Það verður þá gripið trúaræði, sem hefur nokkrum sinnum farið um byggðir dúkobrodsja eins og bráðsmitandi farsótt. Æðið byrj- ar oftast með þyí, að fólkið af- klæðist hverri spjör og hleypur út úr húsúm sínum, hvernig sem veur er, stundum í hörkufrosti. Síðan fer það að dansa og æpa, svo að óhljóðin heyrast langar leiðir. Þess eru dæmi, að það hafi dansað þannig klukkustund- um saman án þess að finna hið minnsta til kuldnns. Oftast éykst æðið enn méír við darisinn, fóik- ið er orðið eins og óarga dýr, tók. Og hann var svo sem ekk- ert einstakt fyrirbæri, flestay borgir hafa einhvern tíma átt sinn bera mann. Stundum eru þetta algerlega geðbilaðir menn, en stundum virðast strípalingar vera algerlega heilbrigðir, n ema þegar nektaræðið grípur þá. Al- kunnugt er það, að sumir menn fá nektaræði, þegar þeir gerast drukknir. Þeir eru þá vísir til að berhátta sig, hvar sem þeir kunna að vera staddir. Stundum, en ekki alltaf, er þetta í sam- bandi við ákafa löngun að henda sér í vatn, en það gera að vísu sumir drukknir menn, án þess að vera að hafa fyrir því að af- klæðast. Dæmi eru þess, að nektaræði og morðæði fari saman. Fyrir allmörgum árum lék lausum hala í bórg einni í Ameríku morð ingi, sem var alltaf allsnakihn, þegar hann frámdi glæpiná. Hann náðist, þégar harin hafði frámið fimm eða sex morð á blá- ókunnugu fólki. Hann bar það fyrir rétti, að hann myndi ekk- ert af því, sem gerðist í æðis- kösturium. Þégar köstin vasi'u að koma færi sér að sorfna fyrir aug um, og hann tæki að afklæða sig á algerlega vélrænan hátt, en síðan myridi hann ekki neitt, fyrr en hann væri afttir kominn heim í herbergi sitt, og væri hann oftast að færa sig í fötin, þegar minnið kæmi aftur. Sál- sýkisfræðingar sem rannsökuðu manninn gaumgæfilega, komust að þeirri niðurstöðu, að hann segði satt til um þetta, og væri á engan hátt ábyrgur gerða sinna. Hann var því látinn á geðvéikrahæli, en ekki líflátinn. Milli kastanna var þessi maður algerlega heilbrigður andlega, að því er virtist. Ýmsir sálfræðingar halda því franf, að margar tegundir af nektaræði standi í einhverju sambandi við kynlivötina, en stundum virðist þetta vera sam- fléttað einhverri sektarkennd. Það er enginn vafi á því, að í sumum tilfellum, að minnsta kosti, er nektaræðið náskylt exhibitionisma, sjúklegri löngun til áð sýria kynfæri sín. Exhibiti- onismi kemur stundum í ljós hjá unglingum á kynþroskaaldri, þótt þeir virðist að öðru leyti v.era alveg heilbrigðir andlega. Stundum er hann hips vegar samfara alvarlegri sálsýki. Stund um er exhibitionismi eða nekt- aræði samfléttar masochisma, því undarlega og fáránlega fyrir- bæri. Mesta nautn masochistans í lifinu er það að láta aðra berja sig eða meiða. Sumir masochistar eru sólgnir í það að láta kven- fólk flengja sig til óbóta. Aðrir vilja láta sparka í sig, helzt ann- að hvort í kviðin eða bakhlut- ann. Masoehismi í ýmsu formi er talinn vera þó nokkuð algengur, og lítill vafi er á því, að hann stendur oftast í sambandi við sjúkt kynferðislíf. Heklarhreyfrngin Nektarhreyfing nútímans er aðallega sprottin upp' á Þýzka- landi á árunum eftir fyrri heims styrjöldina. Þá var mikil ólga og umbrot í þýzku þjóðlífi, og alls- konar „hreyfingar“ þutu upp eins og goi'kúlur. Margar þeirra voru hreinar dægurflugur, öðr- um varð lengra lífs auðið, svo sem nazismanum og nektarhreyf ingunni. Á áratugnum milli 1920 og 1930 fór nektarhreyfingin eða nudisminn eins og logi yfir ka- ur í Þýzkalandi. Félög nektar- manna þutu upp, og þau mynd- úðu með sér landssamband, sem gaf út víðlesin blöð og tímarit. Að nokkru leyti voru heilbrigðar hugmyndir bak við þessa hreyf- ingu. Fyrir ýmsum af forvígis- mönnum hennar vakti það eitt venja fólk á lieilbrigt líf undir beru lofti, ekki ósvipað og þýzka farfuglahreyfingin, sem blómg- aðist mjög um sömu mundir. En sumir af foringjum nektarmanna lxöfðú aðrar og undai-legri hug- mýridir. Þeir þóttust leggja meg- ináherzluna á það að uppræta óheilbrigða og sjúklega blygð- unarkennd, þegar menn og kon- ur færú að spranga allsnakixr hyert innan um annað mundi allt slikt hverfa eins og dögg fyrir sólu, og kynin færu að urngang- ast livort annað blátt áfram og eðlilega án nokkurs asnalegs penpíuháttar. Sumir þessara nektarforingja voru hugsjóna-' menn af barnalegasta tagi, þeir töldu sig vera að bci-jast fyrir háleittistu hugsjón allra alda, jafnvel að þeir væru að skapa nýjan og betri heim. Það er ekki að sökum að spyrja, þegar hug- sjónir komast í spilið. Siðavant fólk í Þýzkalandi var stórhneykslað á nektarhreyfing- unni. Það trúði því sattt og stöð- ugt, að í tjaldbúðum nektar- manna ætti sér stað stórkostleg- asti saurlifnaður allra tíma, þetta væri allt saman viðbjóðs- legt svínarí. Þessi gagnrýni hef- ur áreiðanlega langoftast verið óréttinæt. Lausung í ástum hefur að . ölíum líkindum ekki verið hótinu meiri me’ðal núdista en annars fóllrs. Auðúitað leitaði einhvað af ástleitnu og lauslátu fólki í þennan fé’lagsskap, en meirihluti nektarmanna var oft- ast allt öðru vísi lýður, barnaleg- ir hugsjónamenn, nýjungagjarnir hi-inglandar og sérvitringar af öllum tegundum. Þegar nazistar tóku völdin í Þýzkalandi urðu þeir ósammála um afstöðu til nektarmanna. Margir þeirra töldu hreyfinguna ósiðsamlega og úrkynjaða, og ekki bætti það úr skák, að Sumir foringjar henn ár voru jafnframt friðarsinnar og alþjóðahyggjumenn. En surnt í nektaxhreyfingunni féll í kram- ið hjá nazistum. Þeir þóttust líka verá að bei'jast fyrir einföldu, frumstæðu, heilbrigðu lífi, rétt eins og nektai-menn. Fyrst eftir valdatöku nazista voru lagðar Framhald á 8 síðu. IS-DRYKKIR IS-RÉTTTR HAMBORGARAR SKINKA OG EGG HEITAR PYLSUR MJÖLK KAFFI ÖL, GOSDRYKKER SÆLGÆTT TÓBAKSVÖRUR O.FL. ÍSBORG - Anstursfræfi FJÖtSKYtDA ÞJÓÐANNA1 Alþjóðleg Ijósmynda- sýning Opin daglega frá 10. til 22. Aðgangur ókeypis. Iðnskóíinn við Vitastíg. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.