Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.01.1958, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 13.01.1958, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNA9 „Stórsiys" - Sieels - Hýnæmi í Þjóð- ieikhúskjaiaranum - Primaíionnan og vinnu- i konan - Liíli misnumurinn - Menn sáíu á Hressingarskálanum, drukku kaffi, og spjölluðu saman, en sumir litu yfir morgimblöðin. Með- al blaðakostsins var nýtt eintak af Frjálsri þjóð og voru á forsiðunni myndir af frambjóðendum flokksins í bæjarstjórnarkosningunum, Einn kaffigesta kom seint að borðinu, greip Frjálsa þjóð, sá myndirnar, las ekki orðin í flýtinum, en segir stundarhátt: „Guð hjálpi mér — enn eitt stói'slysið‘i. Unglingar eiga fagnað í vændum, ef allt gengur eftir áætiun. Hínn kunni „Rock’n roll“ söngvari Tommy Steele er væntanlegur hingað um mánaðamótin og mun dvelja hér nokkra daga og halda skemmtanir. Framtakssamir menn hafa gengizt fyrir imi að fá hann hingað, og um þessa helgi var ákveðið, að hann kæmi, eins og að ofan greinir, um ruánaðamótin. Eitt bezt lukkaða kvöld-í samkvæmislífi höfuðstað- arins mun hafa verið 1 jan. í Þjóðleikhúskjallaranum. Þorvaldur kjallarameistari bauð upp á skemmtilega ný- ung, franskan kvöldverð með öllu tilheyrandi, ,m. a. Crepes Suzettes, og mæltist það afar vel fyrir. Gestir fjölmenntu. vindrykkja í algeru hófi, en stemmning geysimikil Er ástæða að þakka Þorvaldi, jafnframt því að óska eftir að hann haidi svona tyllidaga oftar fyrir það fólk, sem vill borða vel, dreypa á víni og um- fram allt sicemmta sér án truflunar æstra unglinga. Gagnrýnendur skiluðu áliti sínu á Uilu Winblad um áramótin og var það mjög á eina leið. Tíminn, í fjar- veru Sveins Skorra gagnrýnanda, brá þó á leik og fékk nýjan leikdómara S. U„ er vart átti orð til að hæla stykkinu, einkum Herdísi Þorvaldsdóttur (sem lék vel). En ýmsir brostu í kampinn er þeir vissu, að S. U. er ung stúlka, vinnukona hjá Herdísi Mun þetta í fyrsta sinni í sögu heimsins, að vinnu- kona prímadonnunnar fær frí, til að skrifa um afrek húsmóður sinnar á sviðinu. Maður einn .dálítið hýr, lenti nýlega á fuudi, þar sem kvenréttindakona tók til máis og f jasaði mjög um réttindi kvenna og það óréttlæti, sera karlþjóðin beitti í einu og öllu. Meðal annars komst konan svo að orði í ræðu sinni, að „harla litill mismunur væri á karli og konu.“ Þá gat maðurinn ekki orða bundizt og kallaði: „Lengi lifi litli mismunurinn!" Hvað á að gera I kvöld? t $ (SUNNUDAG). KvSkmyndahás: Gamla híó: Brúðkaupsferðin. L. Bali. Kl. 5, 7, 9. Nýjja bíó: Anastasia. I. Bergmmaivn. Kl. 5, 7, 9. Tjarnarbíó: Tannhvöss tengdamamma. P. Mount. Kl. 5, Austurbæjarbíó: Frumskógavítið. J. Sernas. KI. 5, 7, 9. Stjömubíó: Stúlkan við fljótið. S. Loren. KI. 5, 7, 9. TrijpóUbíé: Á svifránni. B. Lancaster. KL 5, 7, 9. líatfuarhíó: Hetjur á hættustund. J. Chandler. XI. 5, 7, Juaugarásbíó: Fávitinn. G. I hiliþpe. KL. 7 og 9. Leikhús: Jþjóðleikhúsið: Romanoff og Julia. Ejouedikt Ámason. Kl. 20. ITðnó: Tannhvöss tengdamamma. Emilía Jónasdóttir. Kl. 20. (Birt án ábyrgðar), 7, 9. 9. Herranóttin... Framhald a£ 4. síðu. freð, létu ekki sitt eftir liggja í smærri hlulverkum; Ómar ef til vill heldur óskýr á köflum og helzti mikill svipbrigðaleikur hjá Ólafi. Næstir komu þeir frændur, Ragnar Arnalds, Henrik og Björn Ólafs, Páll. Ragnar var röggsamur og hi-essandi í hlut- verki hins stranga kaupsýslu- manns, rödd og hreyfingar góðar og leikurinn áferðargóður. Björn liefur ólánshlutverk, elskhuga, sem orðið hefur reyndari leikur- um fótakeíli. En Björn stóð sig eftir efnum, er fríður rnaður og spengijegur — og aðalkossinn hans myndi þykja hverri heima- sætu íullboðinn. Þá var og Hauk- ur Filips, myndarmaður í hlut- verki .'iðsforingja. Hildur Bjarna- dóttir lék á munnliörpu fyrir hvern þátt, og tókst vel. Og svo að lokum er það meist- ari Adolf — ja, hvað skal segja, Jú — hann lék undir drep — í orðsins fýilstu merkingu. Yfir sýningunni hvíldi hinn létti og glaði blær, sem jafnan einkennir sýningar skólanema — blær, sem eldri leikendur mættu að skaðlausu taka sér til fyrir- myndar. Viðstaddir frumsýningu voru rn- a. menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, rektor Mennta- skólans, Kristinn Ármannsson, Þjóðleikhússtjóri og ýmsir kenn- arar. Haíi allir, sem að sýningunni unnu, beztu þakkir AJÍ. Einn nemandi, sem skrifar í leikskiá, stingur upp á því, að Þjóðleikhúsið láni þeim 2 —3 kvöld undir „Herranætur’* í framtiðinni. Þetta er vissu- lega ekki fráleit tillaga og rök henni í vil mörg og sann- gjörn. Úr skólanum skrifast nær árlega efni í atvinnu- leikara, og svo hefur verið síðan skólaleikir hófust hér í Reykjavík. Kjarni íslenzkra leikara var til skamms tíma frá Menntaskólanum. Því ekki athugai vel þessa hugfmynd nemandans? Slíkt fyrirkomu- lag myndi spara þeim tíma og peninga, sem þeir sárlega þurfa, móta og auðvelda allt starf þeirra og loks verða vel þegini viíurkenning á leik- starfi skólafólksins. Og vissu- lega á slík starfsemi raun- hæfa víðurkenningu skilið. Þjóðleikhúsið mun éfiaust vilja taka þessu máli með skynsemd og velvirðing. Það yrði Þjóðleikhúsinu sízt til á- litshnekkis. A.B. BlaÓ fynr alia Mánudagur 23. deseraber 1957. Bæjarstjóraarkosningarnar Framhald af 1. síðu. sem nú er fariim að taka virk- ari þátt í stjórumálum en áður. Ekkert breytist Guimar, þó að árin færist yfir. hann er allt- af sami sjarmörinn, einn af fáum mönnum, sem fær kven- fólkið til að líta við í Austur- stræti. Gunnar Guðjónsson er typa, sem er sjaldgæf hér á landi, en algeng í Bretlandi, hann minnnir mest af öllu á brezkan yfirstéttarmann í hátt- um öllum. 1 fínu sæfcunum neðst á list- anum eru svo foringjar flokks- ins, Bjarni og Ólafur, en Hall- dór Hannsen og séra Bjarni eru horfnir þaðan. Lisfi hamsóknarilokksins Þar er Þörður Björnsson fremstur í flokki eins og við undanfarnar kosningar, og eini Framsóknarmaður lét svo um- mælt við mig hér á dögimum, að hann g*rði sér vonir um, að Þórður yrði næsti borgar- stjóri Reykjavíkur. Líkurnar á því eru nú sennilega ekki mikl- ar, en hitt er öruggt, að Þórður lætur oft til sin heyra í bæjar- li| KYNÞOKKI JSagnar Arnalds, Henrik, Þorsteinn Gunnarsson, Josep, Sigurður St. Helgason, Felix. — Sjá ritdóm á 4. síðu. stjórninni á næsta kjörtímabili. Það má Þórður eiga, að haaa reynir að halda bæjarstjómar- meirihlutanum vakandi, haiœ hefur gagnrýnt flest hans verk. En áhuginn á að gagnrýna hefur verið svo mikill, að stund- um hefur Þórður skotið yfir markið. Stundvun hefur gagn- rýni hans verið á rökumreist, en hann má vara sig á því að hann fari elcki út í sísífrandt kverúlartisma og verði alltof húmorslaus, kímni og kátíua geta orðið sterkari vopn ea skammir. Y Kristján Thorlacíus deilá- stjóri skipar annað sætið, eem sumir ætla, að geti orðið bar- áttusætið. Að honum standa á alla vegu gamlir embættis- mean, og hann er líka. sjálfur hinn typiski embættismaður. sléttur korrekt og 'hæfilega 6« persónulegur i fasi. Að líkind- um er liann minni baráttu- maður en Þórður, þó að eigi skorti hann skapsmuni. Ea komisT hann í bæjarstjóra, verður hann eflaust mestur eti- kettumaður þar í hópi. Frú Valborg Bentsdóttir er alfulltrúi kveima á listánum, Hér áður fyrr var stundum verið að bendla hana við komm- unisma, en ekki veit ég, hvort nokkuð ihefur verið hæft í þvi Frú Valborg er þaulvön margs- konar félagsmálastarfsemi. Hörður Helgason, fjórði maður- inn er flestum Reykvikingum ókunnur með öllu, en á mynd lítur hann út eins og kvik- myndahetja þrungin sex app- eal og kiss-me-again-baby. Neðar á listanum höfum við til dæmis Egil Sigurgeirssoa, hæstaréttarlögmann. Ekki veifc ég, hvaða duttlungar örlaganna beindu fyrst fótum hans yfir í Framsókn. Það er miklu skilj- anlegra um Einar Ágústsson,. sem er alinn upp í Framsókn- arandrúmslofti. Góður maður á listanum er sægarpurinn Ing- var Páhnason hinn austfirzki, og sama er að segja um Ezra Pétursson lækni, vel gerðaa. mann og dugandi. Nú er Bald- vin IÞ. Kristjánsson kominn til Framsóknar, , en hann var vinstri krati í gamla daga. Benedikt Bjarklind mun vera agn fyrir stúkufólk, þó að all- ar hans rætur séu reyndar í Framsókn. Svo sjálfur Björn R. Einarsson í þriðja sæti listans að neðan. Hann er að öllum lík- indum þjóðlcunnastur alira þeirra manna, sem nú eru í kjöri í Reykjavík. Fjöldi fólks, sem hefur aldrei heyrt Þóí-ð Björnsson nefndan og veit varla hver Gunnar Thoroddsen er, veit allt um Bjöm R. Einars- son. Það mætti segja mér, að listinn fengi ekki svo fá at- kvæði út á Bjöm, það væri mikiu sigurstranglegra að iác.i hljómsveit hans ieika á kosn- ingafundum en að vera að lesa yfir fólkinu einhverja leiðin- lega þvælu um fjármál Reykja- víkur. Ajax.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.