Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.03.1959, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 30.03.1959, Qupperneq 6
0 MANUDA0SBLAÐ2Ð Mánudagur 30. marz 1959 „Hvern annan en okkar mikla mann —“ „Hvern?“ til að vinna verk sitt sam- vizkupamlega. en samt fanniBt j’, henni eins og þetta væri profV-, raun. Ekkert hefði komið henni verr en ef dr. Lucius Bellamy væri ekki ánægður með vinnu hennar. „Hamingjan hjálpi mér, hvað þú ert iðinn,“ hrópaði Kle'm um leið og hún kom inn úr dyrunum, „ja, ég má þakka fyrir að hafa góða mömmu til að gera við fötin mín.“ „Já, þú ert svei mér hepp- in,“ sagði Pauline og þræddi nálina. Klem horfði svolitla stund á vinkonu sína, svo sagði hún: „Eg drakk te með vini mínum á Hótel Fortnum í dag — og hvern heldurðu, að ég hafi séð þar með fallega stúlku við hlið sér?“ Pauline hristi höfuðið. „Segðu mér það.“ „Hvern! Hvern annan en okkar fallega en þó kuldalega Lucius!“ „Berðu enga virðingu fyrir yfirmönnum þínum?“ spurði Pauline stranglega, en hún fann, að hjartað sló hraðar en venjulega. „Ekki mikla. En ég varð á- kaflega undrandi, þó ég léti það ekki uppi. Eg held hann hafi ekki þekkt mig, en hann heilsaði vini mínum, því hann vinnur á St. Aloysiusspítala. geturðu hugsað þér að hitta hann í svona léttúðugu um- hverfi?“ „Eg geri ráð fyrlr, að hann hafi sitt einkalíf," sagði Paul- ine rólega, „er það ekki hræði legt, hvað axlahlýramir slitna ?“ „Eg sagði þér, að mamma gerði allt fyrir mig. Hefurðu tekið eftir, að Lucius okkar hefur töfrandi bros?“ „Hefur hann það?“ Klem antvarpaði og gafst upp. „Hann hefur það, og hann er mjög fallegur. En ég geri ráð fyrir, að hugur þinn sé annars staðar. Kannske hjá þessum „flotta“ vini þín- um ,hvenær kemur hann aft- 4. Hermina Biack: PAULINE ?« ur' Pauline brá svolítið. „Hvenær hittirðu hann aft- ur?“ „Þegar hann kemur aftur, i geri ég ráð fyrir.“ Hún mundi eftir, að hún hafði ekki svarað síðasta bréfi hans, og það var orðið of seint núna, því hann var á leiðinni til Englands. Það var undarlegt, hvað lítið hún hafði hugsað um hann upp á * síðkastið. Klem stóð á fætur. „Það er bezt ég spái fyrir þig,“ sagði hún og tók spil upp úr svuntu vasa sínum. „Nei þakka þér fyrir,“ sagði Paúline o;g hri^ti höfuðið, „hvað ert þú að gera með spil?“ „Eg var að spá fyrir Jean,“ *hún er alveg brjáluð í að láta spá fyrir sig. Hún sagði, I að allt, sem ég hefði sagt sér : síðast hafi komið fram. ; Vertu nú með, Polly — bara upp á grín.“ Hún var þegar farin að hreinsa til á borðinu, svo hún gæti lagt spilin. Pauline hló vandræðalega. „Eg er ekki hrifin af þessu, og mér líkar þetta alls ekki.“ En hún gat ekki dregið sig í hlé. „Vitleysa!" Klem rétti henni spilin. „Við skulum sjá, hvað þau segja. Stokkaðu.“ Pauline var enn hálftreg, en þó tók hún við spilunum og stokkaði þau. „Láttu þau á grúfu á borð- ið,“ skipaði Klem fyrir, „skiptu þeim í þrjá búnka með vinstri hendinni. Eg tek þau svo upp.“ Pauline gerði og tók upp laufadrottningu, hjartakónginn og spaðakóng inn. Klem varð mjög íbyggin. „Þú ert á milli tveggja manna. Hver er þessi dökk- hærði?“ „Það get ég ekki sagt þér. Kannske —“ „Suss!“ skipaði Klem og tók upp spilin og lagði þau í hálf- hring. „Halló! Hvað er þetta! Maður með ljósjarpt hár, grá augu, kvennamaður — að sjá öll hjörtun í kringum hann og drottningarnar í pakkan- um nema þú og gosarnir líka. Þarna kemur stutt ferðalag, sem endar með vonbrigðum. Við skulum telja og sjá út af hverju þau eru. Þú snýrC baki við þessum kvennavini þínum, og þarna kemur dökk- ur maður til þín. Hann kem. ur með tígulgosanum, svo hann er eiginlega ekki dökk- ur, heldur rauðjarpur. (En skrítið). Læknir eða banka- stjóri — nei hann er læknir, því hérna kemur spaðagosinn næstur honum. Hann hefur mikinn áhuga á þér. Je-minn. Og þama er háarifrildi. Tár og — hringur, og héma er símskeyti.“ „Nú vil ég ekki heyra meira,“ sagði Pauline hlæj- andi, „þetta er nú nóg fyrir mig í einu.“ Hún þagnaði, því barið var að dymm. „I guðs bænum stingdu spilun- um í vasann,“ hvíslaði hún um leið og hún reis á fætur og fór til að opna dyrnar. Það var ein af írsku stúlk- unum. „Símskeyti til yðar, ungfrú Ross. Dyravörðurinn á frí, svo ég kom með það upp.“ „Þakka yður fyrir, Katie.“ Pauline tók upp umslagið, sem á stóð „heillaskeyti.“ „Er afmælið yðar í dag, ungfrú Ross?“ spurði Katie tilbúin að óska henni til ham- ingju. „Nei, Katie, þakka yður fyrir. Þegar Pauline kom aftur inn í herbergið, vissi hún, að það var aðeins ein persóna, sem mundi senda boð í heilla- skeyti. Hún fékk hjartslátt um leið og hún opnaði umslag ið. „Kominn aftur til London. Verð að hitta þig eins fljótt og hægt er. Gjörðu svo vel og hringdu Mayfair 10-7070. Þinn G. Klem sagði: „Símskeytið var ekki lengi á leiðinni.“ n. Eftir að Klem var farin, gekk Pauline niður. Hún var hálf kvíðafull og símskeytið hafði komið róti á hug hennar. Hún hafði hugs- að og jafnvel vonað, að hún væri orðin það þroskuð, að þessi óþægindi í sambandi við kunningsskap hennar við Gerry væri horfinn. En meðan hún beið eftir að ná ísamband við hann, við- urkenndi hún fyrir sjálfri sér, að hún þráði að heyra rödd hans aftur. „Halló, Gerry.“ „Elskan, en yndislegt að heyra í þér. Þú hefur fengið símskeytið." „Auðvitað." „Segðu mér strax — hef- urðu saknað min?“ „Kannske — svolítið." „Pauline, ertu alltaf jafn neikvæð?" Hún hló hálfvandræðalega. „Skemmtirðu þér vel?“ „Hræðilega. Þú varst ekki með mér. Fékkstu bréfið frá mér?“ ? „Já,“ sagði hún, „ég fékk bréfið frá þér.“ „En þú svaraðir því ekki.“ ,Við höfum haft svo hræði- lega mikið að gera.“ „Þá það. En ég þrái að sjá FRAMHALDSSAGA þig. Hvað segirðu um að borða með mér á morgun?" „Eg get það ekki. Eg — það er ómögulegt.“ „Jæja, en næsti dagur þar á éftir er laugardagur. Hve- nær áttu frí?“ „Eg á frí um þessa helgi, en Gerry, ég hef lofað systur minni, sem býr í Sussex að vera hjá henni.“ „Það kemur ekki til mála! Eg sæki þig á laugardaginn, og þú verður að vera með mér.“ „Eg —“ „Eg er búinn að segja það, og það stendur, elskan,“ sagði hann hlæjandi, „ég skal fara með þig til systur þinnar nógu snemma.“ „Jæja þá, en þú mátt ekki koma hingað.“ „Allt í lagi, fyrst ég má ekki koma að dyrunum, þá bíð ég þín hinumegin á göt- unni.“ „Þá höfum við það svo. En ég er hrædd um, að ég verði að fara núna.“ „Bíddu aðeins eina mínútu. Elskarðu mig?“ „Eg veit það ekki,“ sagði Pauline, „góða nótt.“ „Bíddu, er þetta allt, sem þú hefur að segja"? „Mér þykir vænt um, að þú ert kominn aftur,“ sagði hún og flýtti sér að setja tólið á. En þótti henni vænt um það —. Þegar hún var komin inn í herbergið sitt og búin að loka dyrunum, hafði hún ákafan hjartslátt. Áður en hún hafði kynnzt Gerry, hafði hún trúað því innilega, að ekkert í heimin- um gæti freistað hennar frá þeirri háleitu köllun, sem hún hafði valið sér. Samt sem áður gat ástin verið yndisleg líka, hún hafði aldrei efazt um það. Ef hún væri alveg viss, þá væri hún ekki heldur hrædd. ,,Eg verð að komast að ein- hverri niðurstöðu,“ sagði hún við sjálfa sig. Hún byrjaði að fara úr kjólnum. Þegar hún gekk að snyrtiborðin, varð henni litið á gólfíð og sá eitt af spilunum hennar Klem liggja þar. Það var spaða- kóngurinn. „Dökkhærður maður — eðá rauðhærður læknir.“ Pauline hló, þegar hún tók upp spilið og setti það á borðið. Hún þafði enga trú á spádómí Klem. Áreiðanlega átti eng- inn læknir eftir að hafa áhrifi á líf hennar, að minnsta kosti ekki einkalíf hennar. Og meðan hún burstaði á sér hárið, minntist hún þess,, sem Klem hafði sagt henni að Lucius Bellamy hafði ver- ið að drekka te á Fortunum* hóteli með falegri stúlku, og því ekki það? Hún vissi, að hann var ekki giftur, en ef til vill trúlofaður, eða — ekki kannske alveg ósnortin afi hinu kyninu, nema ef það voru hjúkrunarkonur. Og þegar svefninn sigraði hana, var hugur hennar bund inn við þá óleystu spurningu: „Hver var þessi fallega stúlka?“ ( m. ! Þegar Pauline gekk yfi£ ! torgið að spítalanum, sá húní stóran, gljáandi, opin bíl við gangstéttina hinumegin og mann, sem stóð við hliðina á honum. Annar bíll kom eftir göt* unni og hún varð að bíða en þau veifuðu hvort til annars. Svo kom Gerry til hennar og horfði ástúðlega í augu henn- ar, og síðan gengu þau saman að bílnum. Hann var mjög fríður mað* ur, og þrátt fyrir sínar þrjár álnir hafði hann einhvern drengslegan sjarma, sem varð til þess, að stúlkur, sem sjaldan kynnast hættunni við drenginn, sem aldrei þrosk- ast, fyrr en það er orðið ofi seint, létu glepjast. Hentug peysa. 4

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.