Mánudagsblaðið - 06.07.1959, Side 1
■ _ JH'
Máiiudagur 6. júlí 1959.
24. tölublað
Verðnr Tjörnin eyðilöffð?
Brsíðlega byrj&ð aft refsa nidliús
vfð og út i vesturendaim
Telja má nú fullvíst, að hið nýja ráðhús Reykjavíkur verði
ptaðsett og byggt út í Tjörnina norðanmegin. Hinir háu herrar
Reykjavikur hafa ek'ki fundið heppilégri stað í öllu landi höfuð-
Ktaðarins og hafa því gripið þann kost að skerða bæjarprýðina —
sjálfa Tjörnina — svo mjög, að hún verður einskonar stór pollur.
Hinir f?sprsnglærðu”
Það þarf ekki að leita um fjöll
og dali til að finna lyktina af
höfundum þessa staðarvals.
Þetta verk, eins og reyndar allt
skipulagsleysi höfuðborgarinnar
á rætur sínar að rekja til „spreng
lærðra“ skipulagsmeistara —
örkitektanna, sem æft hafa sig á
úthverfunum t. d. hinu gullvæga
Hlíðarhverfi, síðustu áratugina
tvo.
Framsýni!!!
Mikil er sú vizka og lengi hef-
ur orðið að nema til að komast
að þeirri niðurstöðu að ráðhúsið
gæti hvergi risið nema í Tjörn
höfuðstaðarins. Sunnanvert við
Tjörnina kom einu sinni til mála,
einkum með tilliti til þess að flug
völlurinn í Reykjavik verður
horfinn innan 10—20 ára. Fjöldi
annarra staða kom líka til greina,
en frá var horfið að kröfu skipu-
lagsins.
Spurningar
Það verður víst ekki stöðvað
úr þessu að ana í þetta fen. En
vissulega má spyrja bæjaryfir-
völdin að því hvort það liggi
nokkuð á að byggja ráðhús. í
fyrsta lagi ætti bærinn að segja
upp a. m. k. Vs allra starfsmanna
sinna og læsa að fullu og öllu
ýmsum deildum, sem reknar eru
undir yfirstjórn bæjarins. Þá
hefðist talsvert aukapláss fyrir
þá sem bærinn þarf til vinnu. í
öðru lagi má spyrja hvort Rvík-
urbær hafi efni á að leggja tug-
milljónir í viðbót á skatt og út-
svör höfuðstaðarbúa? Þessi bygg
ing, sem eflaust verður meira
eða minna vitlaus ef að vanda
lætur, kostar a. m. k. nokkra tugi
milljóna þegar hún er komin upp,
og það er dálaglegur skildingur,
þegar hann bætist við Efra-Sogs-
útgjöldin, sem bæjarbúum verð-
ur gert að greiða.
Stórhuga en . . .
Það er gott og sjálfsagt að
vera stórhuga, færast mikið í
fang og byggja höfðinglega. Einu
sinni brutu fulltrúar bæjarins,
sem fóru með útlendinga austur
Gamla bíó sýnir nú „ Dal konunganna" mynd, sem fjallar
um uppgröft í Egyptalandi og bófaflokk, sem rænt hefur
gersemum þar. Það er Robert Taylor, sem upprætir bófa-
fiokkinn og fær stúlkuna — að vísu secondhand — en þó
eftir allmikla baráttu og erfiða. Mynd þessi er ágæt dægra-
stytting, en með stór hlutverk fara þau Eleanor Parker og
Carlos Thomas.
R. Taylor og Eleanor Parker
r
I
„Dalur konunganna”
yfir lieioi, kampavínsglös Úr
kristal á Kambabrún. Vildu þeir
sýna gestum að Reykjavíkurbær
væri ekki smástofnun sem reiddi
nokkur gjös á eftir sér í geymslu
hólfum bifreiðanna. Þessi siður
hætti þegar hlegið var að „höfð’
ingjunum."
Ekkerl spaug
En hér er ekkert spaug á ferð.
Reykjavík þarf að fá ráðhús,
en það er alls ekki bráðnauðsyn-
legt næstu árin. Bæjarstjórn get-
ur ekki forsvarað það að eyða
peningum í framkvæmdir né að
eyðileggja þennan stað. Ef ein-
hvdr skjynsemi kemst að hjá
skipulaginu hlýtur það að sjá, að
allur bærinn, Vatnsmýrin, flug-
völlurinn, Skerjafjörður og svæð
ið þar í kring gjörbreytist. Tjörn
hverfur ekki nema byggt sé yfir
og út í hana. Oll hin mannvirkin
á ofangreindu svæði hverfa bráð-
lega ef að líkum lætur.
Það væri ekki vanþörf að
hugsa sig um núna.
Rut Tellefesen í hlutverki
Kristínar Lavransdóttur.
Sjá leikdóm á 3. síðu.
Hvað verður
um Hannibal?
Þetta er spurning sem
margir velta fyrir sér og þó
mest Hannibal sjálfur. Allar
líkur benda til þess að Hanni-
bal sé alveg búinn í stjórnmál
um og jafnvel það, að honum
verði ekkert létt að lifa eins
og venjulegur borgari a. m.
k. næstu árin.
Kommar, sem tóku hann
upp á arma sína telja hann
einan orsök ófarnaðarins í
kosningunum, en öll alþýða
fyrirlítur hann vegna tví-
skinnungsháttar og almennra
svika. Líklega yrði happa-
drýgst að flytja hann aftur
vestur á sveit sína — ef hún
| þá vill taka við honum.
„Hvar eru fuglar“? spyr
Joan Wood, sýningardama í
Las 'Vegas, en dálaglegt er
vopnið hennar, þótt það sé Er það satt, að nú þegar séu
aðeins brúkað í skotkeppnum. * uppi ráðstafanir hjá Frjálsþýð-
En það er fleira seni liittir í ingum að draga sig með öllu
mark hjá Joan en byssan ein.1 út úr stjórnmálum?
Hve lengi á að i
þegja yfir
Sogsmálinu?
Eim hefur eldvi heyrzt
hvort rannsókn hafi farið
fram vegna óhappsins við
Sogið.
í seinna skiptið sem
garðurinn brást liefði vel
svo getað farið að slys eða
bani hefði lilotizt af. Það
má heita að það gangi
glæpi næst, að ekki skuli
þegar í stað hafa verið haf-
in rannsókn. Ilinir miklu
menn, sem þessu verki
stjórna hafa ekki látið svo
mikið að reyna að skýra
einhverja orsök fyrir millj
ónatjóni, sein orðið hefur
eystra. Þeir láta sér nægja
að gefa út tilkynningar um
hve vel gangi að troða í
gatið, en skilja víst ekki
að almenningur krefst
reikningsskila.
Hve lengi þegir Sogs-
stjórnin ?
Framvegis verður
HánudagsbiaÓið
fullunnsó á föslu- >
dagskvöldum og
þurfa greinar aö 1
berasl fyrir mið-
vikudag. -1