Mánudagsblaðið - 06.07.1959, Blaðsíða 3
Mánudag'ur 6. júlí 1959.
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
3
Þ J ÖÐLEIKHÚ SIÐ:
Höf.: og leikstjóri TORMOD SKAGESTAD
Gestaleikur vekur talsverð vonbrigði
LESENDA
Hver man nú Skálholt?
Því miður verður ekki sagt,
að frumsýning Det norske
teatret á leikritinu Kristín Lav-
ransdóttir hafi heppnast. í stuttu
máli sagt; Leiksýning þessi var
i senn langdregin og oftast frem-
ur áhrifalítið hjal, sem leikararn-
ir, undantekningarlítið, bættu
lítið eða ekki.
íslenzkir leikhúsgestir, reynd-
ar öll þjóðin, þekkja nokkuð til
skáldverks Sigrid Undset sem
bæði hefur komið út í bókar-
formi á íslenzku og síðan verið
lesið í ríkisútvarpið. Efnisþráð-
ur allrar sögunnar um Kristínu
Lavransdóttur er áhrifaríkur en
oft all-langdreginn. Byggist þar
mest á skínandi persónulýsingum
höfundar, orðsnilld og væmnis-
lausri rómantík. Þetta er eitt af
þeim skáldverkum Norðurlanda
höfunda, sem manni þætti ein-
mitt sjálfsagt að endurrita í leik
ritsformi, því hér er úr miklu
efni að velja, efni sem er hug-
þekkt Norðurlandabúum og nær-
tækt.
Ungur leikritahöfundur og leik
húsmaður Tormod Skagestad
hefur' nú snúið skáldverkinu í
leikrit. Þetta er mjög erfitt verk,
enda hygg ég að það liafi reynzt
höfundi í flestu ofviða. í fyrsta
lagi, (þetta er byggt á fyrsta hlut
anum, Kransen) sleppir höfund-
ur skömmu eftir byrjun leikrits-
ins þræði bókarinnar, en vinnur
sjálfstætt um hóf fram og visar
meira til atburða en heppilegt er,
en dramatiserar sjálfa atburðina
ekki. í öðru lagi er nauðsyn þótt
um harmleik sé að ræða að gefa
áhorfanda grið, hleypa sólar-
geisla inn við og við, jafnvel þótt
hann finnist ekki í hinum upp-
runalega verki. Leikritaskáld
hlýtur að gera sér ljóst að það
er ekki að lesa upp heldur að
sýna. í mestu harmleikjum
Skakespears bregður alltaf fyrir
ljósi kímninnar. Þótt verk Und-
sets sé oft langdregið er ekki
nauðsynlegt að leikrit sem bygg-
ist á því sé að sama skapi' lang-
dregið. Hr. Skagestad er mjög
hrifinn af eigin orðgnótt og á það
til að masa einum of mikið.
Seinni hluti fyrra þáttar geysp-
aði margsinnis golunni og unnu
þar saman leikrit og leikendur.
í heild er þetta verk hx\ Skage-
stad meii’a saga x samtalsformi
en leikrænt verk.
Yfir leikstjóm Toi-mod Skage-
stad liggur sarni þunginn og yfir
leikritinu. Leikararnir ex-u svo
uppfullir af harmi og þeirri vit-
und að þeir eru þátttakendur í
harmleik að furðu sætir. Strax
unx mitt fyrsta atriði fyrri þáttar
eru persónurnar svo harmi slegn
| ar að það er næstum undravert
að þær halda út í næstu tvo tírna
Það er gott nokk að taka verk-
efni sitt alvarlega, en ég hefi
aldrei séð heilan hóp leikara
taka sér svona nærri örlög leik-
persónu, og hefi ég þó séð tals-
vérða harmleiki á fjölunum.
Dansinn og brúðkaupsati’iðið,
þau atriði sem hver leikstjóri
myndi láta lífga upp á atburða-
rásina hafa yfir sér sama harma-
svipinn. Því verður seint trúað
um frændur okkar Norðmenn,
sem uppi voi’U unx 1300, að í
dansi hafi engum dottið skoplegt
orð í hug og að í brúðkaupi hafi
— eftir nokkra hx-essingu — eig-
inlega allir horft í gaupnir sér.
Staðsetningar voru yfirleitt mjög
eðlilegar en klaufalegt er atriðið
milli Kristínar og múnksins er
þau sitja sarnan í klaustui’garðin-
um svo ' og sjálfsmorðstilraun
frillunnar, leikið innst á sviðinu
mjög ósannfærandi.
Rut Tellefsen, Kristín Lav-
ransdóttir, leikur rétt þægilega
þetta hyperdramatiska hlutvei’k.
í heild skoi’tir leik. hen,nar reisn,
ástæða verður að vera fyrir að-
dáun kai’lruanna, og málrómur-
inn er ekki nægilega blæbi’igða-
ríkur. Leikkonan mun vera lag-
leg í rauninni en sú fegurð kom
ekki fram á sviðinu, andlit og
hár runnu saman í eitt, og fötin,
sem eflaust eru rétt kopia frá
14. öld, gerðu henni engan greiða.
Auðséð er að leikkonan vildi
gera vel, eins og aðrir leikendur,
einlægnin auðsæ. Johan Norlund,
Lavrans, lék mjög vel, persónu-
leiki hans á sviði bar alltaf af.
Aðrir leikendur unnu vel saman,
en enginn skar sig verulega úr.
Yfir öllum leik hvíldi einhver
dula deyfðar og, þótt undirritað-
ur sé yfirleitt ókunnur norskum
leikhætti virðist mér honum
svipa einna mest til þeirrar teg-
undar leiklistai’, sem vinsæl var
fyrir og um fyrri heimsstyrjöld-
ina, en hefur komizt úr tízku síð-
an. Þetta kemur því spanskara
fyrir sjónir, þar- sem ég einu
sinni sá norska leikara afgreiða
gamanleik með hreinum ágætum.
Það er alltaf mikil ánægja að fá
hingað gesti, og þá ekki sízt frá
Norðurlöndum. Koma þessa leik
flokks er okkur mjög kærkomin,
og ýmislegt var athyglisvert í
sviðsétningu þótt heildin hafi
misheppnast.
Leikhúsgestir klöppuðu eftir
atriðin og að leikslokum, en síðan
skiptust fulltrúar íslenzkrar og
norskrar leiklistar á orðum uppi
á sviðinu og blóm voru afhent.
Forseti íslands og frú hans voru
viðstödd sýninguna og margt
annað stórmenni.
A. B.
Þaö mun flestum Islending
um í fersku minni, hvílikur á-
róður var hafinn fyrir því,
að Sltálholt yrði endurreist
sem biskupssetur. Sá maður
sem nú hefur hlofið biskups-
tign á íslandi var forvígis-
maður þessarar hreyfingar
og var hann aðalhvatamaður
að stofnun hins svonefnda
Skálholtsfélags, en að því
stóðu auk hans ýmsir mætir
menn, svo sem séra Jakob
Jónsson, sóknarprestur í
Reykjavík.
Alþingismenn nálega allra
flokka virtust verða fyrir
mjög i’íkum áhriifum fyrir
þessari ötulu hreyfingu og
veittu stórfé úr rikissjóði,
ekki aðeins til að byggja
biskupssetur í Skálholti, held
ur jafnframt dómkirkju. Sú
kirkja er að vísu tæplega hálf
byggð, en alls mun nokkuð á
annan tug milljóna króna
vera komið á þennan stað.
Auk þess var ný og góð brú
byggð yfir Hvítá, brú er kost-
aði milljónir. — Þarna var
auðvitað til mikils að vinna,
þar sem endurreisa skyldi
hinn fornfræga Skálholtsstað
ásamt öðru biskupsdæmi á
Hólum, því Norðlendingar
láta ekki bjóða sér það, að
vera eftirbátar annarra.
Það er næsta einkennilegt
hve botninn liefur dottið
skyndilega úr Skálholtsfélag-
inu. -— Allmikið slot hefur
þegar verið reist í Skálholti,
en ástand staðarins er þó enn
sannarlega á þann veg, að
ekki veitti af hvatningu til
þess að gera betur, svo fram-
arlega sem umhyggjan fyrir
þessum fornhelga stað hefur
verið driff jöðrin í öllum þeim
áróðri, sem fyrr er nefndur,
er enn fyrir hendi.
Biskupinn í Skálliolt
Hvatningin um endurreisn
Skálholts haf ði margt til síns
máls, en sú endurreisn, í ein-
hverju formi að minnsta
kosti, var ekki aðeins æski-
leg, heldur og sjálfsögð. En
það verður ekki bæði sleppt
og haldið. Nú bregður svo ein
kennilega við, að þegar aðal-
hvatamaðurinn að stofnun
Skálholtsfélagsins og upp-
byggingu staðarins er sjálfur
kjörinn biskup landsins, þá
þegir, ekki aðeins hann og
Skálholtsf élagið þunnu hljóði,
heldur er kirkjumálaráðuneyt
ið með útsendara sína um alla
Reykjavíkurborg til þess að
fá á leigu minnst 9 herberga
íbúð hér á mölinni fyrir þenn-
an nýkjörna embættismann,
á sama tíma sem milljónahöll
in í Skálholti stendur auð og'
mannlaus. Ríkissjóður borg-
ar brúsann.
Hinir almennu skattgreið-
endur þessarar þjóðar eiga
að minnsta kosti svolitla
kröfu á því, að einhver opin-
ber greinargerð komi fram í
þessu máli.
H. G.
— SKRÝTLUR — -
Amei’ískur prestur hefur
sagt, að ungi maðurinn í dag
hafi meiri áhuga fyrir fót-
leggjum stúlknanna en hjarta
þeirra.
•
„Hvað er eiginlega að?“
,,Ó, maðurinn minn er svo
utan við sig. Eftir morgun-
verð skilur hann drykkjupen-
inga eftir á borðinu, og þegar
ég rétti honum hattinn hans,
þá gaf hann mér aftur
drykkjupeninga.“
„Nú jæja, ég sé ekki, að
þetta sé neitt til að hafa á-
hyggjur út af. Þetta er bara
ávani hjá honum.“
„Það er einmitt það, sem
ég hef áhyggjur út af, því að
þegar ég hjálpaði honum í
frakkann, þá tók hann yfir
um mig og kyssti njig.“
Geturðu nokkra skýringu
gefið á því,“ sagði lögreglu-
maðurinn, „hvers vegna þú
ráfar hér um blind fullur á
þessum tíma nætur?“
„Já, ég mundi vera fyrir
löngu kominn heim til kon-
unnar minnar, ef ég þyrði
það.“
O
Litla stúlkan kemur heim
úr sunnudagaskólanum og
mamma hennar spyr, hvað
hún hafi lært.
Ó, mamma, ég heyrði svo
fallega sögu um hr. Adam og
frú Evu, þau skemmtu sér
svo yndislega undir eplatrénu
í garðjnum þeirra, en svo
kom þjónninn og truflaði
þau ....
Í.S.Í. LANDSLEIKURINN K.S.Í.
(Olj'nipíu-keppnin)
ÍSLAND — NOREGUR
Forsala aðgöngunúða í dag
og á morgun á Melavellin-
mn kl. 1—7.
Forðizt þrengsli
Kaupið miða strax.
ier fram á LangardalsveiUnum n. k. þriðjud. 7. júli kl. 8,30
iuoin.
íu JL<.
íUCLBm
ILf