Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.07.1959, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 06.07.1959, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNAD Öhreinar ieigubifreiðir — Úr næfurlífinu — Háfur i Tjörninni — Magnús Jónsson — Heimildarieysi % P og afbrof — Hýr vegur — Kvartað er að venju um óhreinlæti í leigubifreið- um og þá tíðast bent á bifreiðir Hreyfils og Bifrastar og númer nefnd. Það er staðreynd að nokkrir bifreiða- stjórar á þessum stöðvum eru slíkir endemissóðar að telja verður varhugavert fyrir stöðvarstjórnirnar að láta þá aka áfram nema þeir breyti til batnaðar. Til eru bílstjórar á þessum stöðvum sem eni að staðaldri engu skárri en bílarnir hvað „hreinan óþrifnað" snert- ir. Meirihluti ökumanna eru prýðismenn, en fáir sóðar koma óorði á alla stéttina og spilla fyrir viðskiptum. Þessu ættu stöðvaryfirvöldin að kippa í lag. Lido hefur nú fengið nýja söngkonu, Jackie Lynn, hinn mesta „kropp“ sem líka getur sungið, Ungfrú Lynn syngur hvert kvöld og vekur mikla athygli .... Breytingar miklar verða nú á Hótel Borgar-hljómsveit- inni, en 10. júlí n. k. koma þrír nýir hljómsveitar- menn m. a. Ragnar Bjarnason og Ólafur Gauluir hinn kunni „3. síðu“ höfundur Tímans. Þá mun Björn R. einnig fá nýjan píanóleikara .... í ágúst kemur ung- frú Guy Yvette, hin franska, aftur í Leikhúskjallarann, þar sem sún söng í fyrravor .... Annað er vart títt úr heimi hljómleikamanna. Máfurinn, sá vinsæli fugl, herjar nú aftur á and- arungana, sem komnir eru úr hreiðrum. Nú er sann- arlega þörf á því að hin ágæta skytta Lárus Saló- monsson taki upp vörð við Tjörnina, einkum snemma á morgnana, en þá er ásókn máfanna mest. Sönglist hefur sjaldan verið rædd í þessum dálki, (>í en unnendur sönglistar ræða mjög konsert Magnúsar Jónssonar, sem hann hélt hér á dögunum. Magnús hef- }4' ur unnið mikinn frama í Danmörku hlotið stórt lof í K.hafnarblöðunum fyrir aðalhlutverk í óperum. Sumt af því fólki, sem hlustaði á Magnús um daginn, segir hann eins góðan og Stefán íslandi, er hann var upp á sitt bezta og víst er um eitt, að Magnúsar bíður glæsi- leg framtíð. Eitt dagblaðanna birtir þá frétt, að neyðaróp stúlku hafi heyrzt úr Varðarhúsinu, en lögreglan ekki getað að gert vegna skorts á heimild til að fara inn í húsið! Þetta eru furðuleg tíðindi, ef sönn reynast, en það fylgir fréttinni, að lögrelgan haf i tvívegis horfið frá. Sannarlega þarf að athuga þegar í stað, gildandi reglur í svona tilfellum til að fyrirbyggja að slíkt sem þetta geti endurtekið sig. Fyrsta verkefni verktakanna á Keflavíkurflug- velli frá og með næstu áramótum verður að leggja hinn nýja veg, sem varnarherinn hyggst greiða fyrir. Vegurinn verður frá vellinum upp í Hvalfjörð og er sannarlega engin vanþörf á slíkum vegi. Gamansamir náungar segja Ameríkana hafa boðið Bolla Thor og Einar Páls vinnu, en báðir hafnað á þeim forsendum, að þeir verði ennþá í Miklubrautinni. 1 Hva<5 á aS gera i kvöld? Gamla bíó: Balur konunganna. R. Taylor. Kl. 5’ 7, 9. Nýja bíó: Betlistúdentinn. Kl. 5, 7, 9. Tjarnarbíó: Umbúðalaus sannleikur. T. Thomas. Kl. 5, 7, 9. Austurbæjarbíó: Bravo, Caterina. C. Valente. Kl. 5, 7, 9. Stjörnubíó: Skugginn á glugganum. P. Carey. Kl. 5, 7, 9. Trípólibíó: Víkingarnir. K. Douglas. Kl. 5, 7, 9. Hafnarbíó: Næturlest til Miinchen. R. Harrison. Kl. 5, 7, 9. Þjóðleikhúsið: Kristín Lavransdóttir. R. Tellefsen. Kl. 20. (Birt án ábyrgðar). Mánudagur (>. júlí 1959. ira»erinoj iValenfei Austurbæjar- 1 bíó sýnir nú smellna þýzka söngvamynd, sem nefnist „Bravo Cater- ina“. Sögu- þráðurinn er unga revíu- leikkonu og alls kyns æfin- týri, ástir og óheppni, sem þó rætist úr. Efnið er bráð- fyndið en laust við að vera endaleysa, en aðalhlutverkið leikur Catarina Valente ásamt Rudolf Prack; það er góö kvöldstund að sjá þessa mynd. Leikstjóri er Werner Jacobs. Bráðsnjöll gamanmynd í Tjarnarbíói Tjarnarbíó sýnir um þessar mundir bráðfyndna brezka gam- anmyndi, Umbúðalaus sannleik- ur, — eina af beztUj gaman* myndum, sem hér hafa sézt upp á síðkastið. Efnið er um fjárkúg- ara, sem selur greinar um ýmis persónuleg hneykslunarefni, sem hent hafa merkilegt og frægt fólk — fyrir stórar fjárhæðir. Ef þær eru ekki greiddar hótar hann að birta greinarnar. Fjögur væntanleg fórnardýr koma til sögunnar og gerast bráðlega hin- ir kátlegustu atburðir með hverj um fyrir sig en að lokum öllum í hóp. Öll reyna fórnardýrin að koma fjárkúgaranum fyrir katt- arnef, eða biðja miskunnar en hvorttveggja er vonlaust. Það er ekkert smáfólk á ferð, lávarður, sjónvarpsstjarna, tízkudama og heimsfrægur rithöfundur. Skipti þessara aðila og dónans eru í senn fágæt og frábær en jafn- framt sérlega gamansöm. „Brandarar'1 myndarinnar eru vel samdir og skemmtilega sagð- ir, einkum hjá rithöí'undinum, en hinir eru varla síðri, þótt sumir séu dálítið lengra sóttir. Aðalhlutverk Peter Sellers, Peg'gy Mount og Terris Thomas. Þetta er mynd, sem öllum er ráð- lagt að sjá. A. B. „Víkingarnir" algerlega misheppnuð Það féll ekki í hlut Kirk Doug- las leikara og leikstjóra að gera víkinga Noregs ódauðlega á hinu hvíta lérefti. Myndin „The Vik- ings“ sem nú er sýnd í Trípóli- bíó hefur allt hið glæsilega og litríka, sem eina slíka mynd má prýða, en leikur, kvikmyndahand rit og léleg og hugmyndasnauð leikstjórn brjóta allt -það niður, sem fé og íburður byggðu upp. Söguþráðurinn um feðgana frá Noregi, ránsferðir þeirra til Eng- lands, þrælinn, sem er launsonur víkingsins, aðalborinn og auð- vitað sá, sem sigrar stúlkuna, fellir skúrkinn — á fremur lúa-, legu lagi — og að lokum þær plestísku tilraunir sem gerðar eru til hátíðleika, er jafngötóttur og hann er leiðinlegur, og laus við spenning. Jafnvel hinar fjöl- mennu orustur, einvígi og dauð- inn í úlfagryfjunni fara í handa skolum. Feðgarnir — hinir miklu Víkingar — gera lítið annað en hlæja tröllslega og berja á þræl- um, en þess á milli ræða þeir um kvennafar og þamba í sig öl. Samtölin minna helzt á prakk- arastráka, sem kætast yfir að hafa brotið rúðu hjá kaupmann- inum. En íburðinn vantar ekki — heilar sex milljónir bandarískra dollara fara í að framleiða mynd- ina og það verður ekki deilt um það, að hið jarðneska góss lætur ekki sitt eftir liggja í þessari mynd, þótt hið andlega virðist að mestu fjötrað. í stuttu máli .— mestu vonbrigði í kvikmynd- um síðari ára. A. B. Nú um helgina fékk Tivoli þau Lott og Joe Anders frá Danmörku til aö sýna alls- kyns listir á háum lijólum. Eru það ótrú- legustu jafn- Vægislistir, keilu og kylfu- leikir, en sjálft er hjólið, sem er einhjól, allt aö því 4 metra liátt. Þau sýna nú í Tivoli, á sýningarpall- inum og svo aftur um næstu helgi.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.