Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.07.1959, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 06.07.1959, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Ólafur Hansson, mennfaskólakennari: Lúsin hefur verið tryggur förunautur mannkynsins frá því sögur hefjast og fram á 'þennan dag. 1 fornum ritum austurlenzkum og grískum er oft minnzt á lúsina. Yfir- stéttírntir* meðal Grikkja og Rómverja munu hafa losað sig að mestu við lúsapláguna, en á miðöldum þegar þrifnað- ur var lirt í hávegum hafður, fylgdi hún jafnt æðri sem lægri. Enn á 18. öld undi lúsin sér vel í hinum viðamiklu hár uppsetningum heldri kvenna, og höfðu þær sérstaka lúsa- prjóna úr málmi eða fílaheini til að klóra sér í höfðinu. Við þetta þótti ekkert athuga- vert. Það var ekki fyrr en á 19. öld, að hafin var skipuleg barátta gegn lúsinni í flestum menningarlöndum. Hún hef- ur látið undan síga, en er f jarri því að vera úr sögunni. Hér á landi var lúsin í góðu gengi langt fram á þessa öld. Það eru ekkert margir ára- tugir síðan það almenningsá- lit skapaðist hér á landi, að skömrn væri að því að vera lúsugur. Nú hefur þetta að vísu gerbreytzt, en þrátt fyr- ir allt er lúsin engan veginn útdauð hór á landi. Flestar frumstæðar þjóðir eru morandi í lús og finnst það sjálfsagður hlutur. Und antekningar eru þó frá þessu, t. d. á Suðurhafseyjum, þar sem fólkið er þrifið. Eina Asíuþjóðin sem hefur tek- izt að xitrýma lúsinni að mestu, eru Japanar, en þeir eru kattþrifnir, jafnt æðri sem lægri. HVERNIG KVIKNAK LtJSIN Sú trú hefur lengi verið út- breidd víða um heim, að lúsin kviknaði af sjálfu séri Stund um var talið. að hún kviknaði í óhreinindum, stundum af svita manna eða einhverjum líkamsvessum. Stundum er því trúað, að fólk verði lúsugt af því að éta óþroskuð ber eða aðra ávexti. Til eru helgi- sögur um uppruna lúsarinnar. Samkvæmt einni þeirra var lúsin ekki meðal þeirra dýra, sem til voru í Paradís. Hún spratt af svita Adams og Evu iþeg&r þau urðu að fara að ;strita í sveita síns andlits eft- ir syndafallið. Samkvæhit annarri sögu, sem er mjög út- breidd með slafneskum þjóð- aim, urðu flær og lýs til úr ösku slöngu, sem Nói brenndi í örkinni. Yfirleitt eru flær og lýs oft hafðar í sama númeri í þjóðtrúnni, en flóin kemur þar þó minna við sögur en lúsin. Hinn fyrsti, sem fór að rannsaka lúsina og háttu hennar á vísindalegan hátt, var gríski spekingurinn Aristoteles. Hann taldi sig hafa fundið mcðöl við lúsum, saltvatn, kvikasilfur og smjör. AÐ BÚA TIL LÝS Galdramenn fyrri alda kunnu ýmsar aðferðir til að búa til lýs og koma þeim á óvini sína. Stundum voru þessar galdralýs svo magnað- ar, að þær átu óvinina upp til agna. Þessi saga er skyld sögunum um mýs og orma, sem éta menn upp. Ein að- ferðin til að koma lúsum á ó- vin sinn er sú að varpa svíns- fleski á mauraþúfu og nefna um leið nafn óvinarins hátt og snjallt. Verður hann þá samstundis grár í lús og get- ur helzt ekki losað sig við þann ófögnuð nema með göldrum. Þó að illviljaðir galdramenn séu ekki í spil- inu geta mcnn orðið illilega lúsugir, ef ekki er öll gát höfð á. Sá, sem skálar í vatni í stað víns, verður strax mor- andi í lús. Þessi saga virðist vera búin til af einhverjum fylliröftum, en hún er mjög útbreidd í Mið-Evrópu. Ekki má heldur telja lýs, þá kvikn ar ný lús fyrir hverja, sem talin er. Hér er að verki forn og frumstæður ótti við talna- töfra. RÁÐ VIÐ LÚSUM Þjóðtrúin þekkir mörg hús ráð til að losna við lýs. Eitt er það að taka lús úr hári sér og leggja hana á pening, sem siðan er látinn á f jölfarn ar krossgötur. Þegar einhver vegfarandi kremur lúsina, drepast allar hinar lýsnar á eiganda hennar. Önnur að- ferð er sú að láta þrjár lifandi lýs á títuprjón og varpa hon- um síðan í eld. Mosi, sem vax ið hefur á hauskúpu myrts manns eða fallins hermanns, er talinn óbrigðult ráð við lúsum. Líka má bera á sér töfragripi, sem flæma lýsnar á brott. Meðal slíkra gripa er t. d. þumalfingur af dauð um manni eða asnahali. Mold úr kirkjugarði getur gert sama gagn. Ef menn ganga í flík, sem er ofin eða prjónuð á jólanóttina, hrekjast allar lýs í burtu. Ef menn láta ann an mann þvo sér um höfuðið meðan á messu stendur á skír dag, hverfur lúsin. Og til er húsráð til að losna við allar lýs úr húsi sínu. Það er það að sópa húsið vandlega að morgni Valborgarmessu (1. maí) og henda síðan sópnum í garð annars manns. Fylgja þá lýsnar sópnum. LÚSIN TÁKN HREYSTI OG HEILLA En þó að til séu mörg og margvísleg húsi'áð gegn lús- um er sú skoðun einnig mjög algeng, að gegn lúsinni eigi ekki að berjast. Iiún verður oft og tíðum tákn heilbrigði og hreysti. Hinn fílhrausti maður er grár í lús, hinn heilsulausi missir af sér lýsn- ar. Mæður fyrr á tímum voru oft áhyggjufullar, ef börn þeirra voru ekki lúsug. Það var oft talinn merskisdagur í lífi barnsins, þegar fyrsta lúsin sást á því. Hana átti að taka og kremja á sálmabók, þá varð barnið mússíkalskt. Víða var það talin hin bezta heilsubót að éta af sér lýsnar. Til ei’u íslenzkar þjóðsögur, þar sem þessi skoðun kemur fram. Meðal ýmissa frum- stæðra þjóða eru lýs líka tald ar mata beztar og fólkið not- ar tómstundirnar til að tína lýsa upp í sig. Lúsaát er talið gott ráð við gulusótt, og þegar tannpínan sverfur að skai láta lýs í holu tönn- ina. — Lúsin er í þjóðtrúnni oft tákn frjósemi og auðæva. Ef lús sést á flík, sem verið er Mánudagur 6. júlí 1959. að sauma, mun eigandi fats- ins eignast bam, áður en hann hefur slitið því. Þá er sú skoðun útbreidd, að gott sé að dreyma lýs, þær viti á mikla peninga. Sennilega er það frjósemi lúsarinnar, sem hefur gert hana að tákni æxl- unar og auðsældar. Svo er um mörg fleiri frjósöm dýr. LÚSAGALDUR Á SJÓ Sjómenn hafa bæði fyrr og síðar þótzt kunna ýmisleg ráð til að hafa áhrif á höfuð- skepnurnar og stjórna sjó og vindi. Og hér getur lúsin einnig komið við sögur sem happadýr. Ef byr gefur ekki skulu skipverjar tína af sér lýsnar og láta þær í seglin. Ef þetta er gert rennur þegar í á blásandi óskabyr. Senni- lega er það iðið og kvikið í i lúsinni, sem er undirrót þess- j arar hugmyndar. 1 þýzkri fræðibók um þjóðtrú stendur, að þessi hugmynd sé íslenzk að upprana. Ekki veit ég, hvort þetta hefur við einhver rök að styðjast eða hvort þetta er af því, að Island hafi verið talin sérstök paradís lúsarinnar. Mörgum ferða- mönnum, sem komu hingað til lands fyrr á tímum varð tíðrætt um það, hve lúsugir íslendingar væru. Þetta hefur j eflaust verið satt, en þó er jhæpið, að lúsin hafi vaðið | neitt meira uppi hér en meðal alþýðu manna í útlöndum. Ólafur Hansson. Orðsendiii! frá Rafmagnseftirliti ríkisins Rafmagnseftirlit ríkisins vill vekja athygli bænda á því að varast ber að setja heystakka eða greiða undir rafmagnslínur eða of nálægt þeim Þegar um háspennulínur er að ræða, ætti fjar- lægðin ekki að vera minni en 20 m. Einnig ber að gæta varúðar, þegar háum heyhlöss- um er ekið undir rafmagnslínur. Rafmagnseftirlit ríkisins Bíla- og bóvélasalan, Baldursgötu 8 Tökum í umboðssölu bíia og landbúnaðarvélar — Bæði nýtt og notað. Bændur — Látið okkur sjá um sölu á jeppunum og öðrum vélum. Reynið viðskiptin. Simi 2—31—36. Bíla- og húvélasalan, Baldursgötu 8 Höfum til sölu flestar gerðir bíla og landbúnaðarvéla. Bæði nýtt og notað. Uimt að fá góð tæki með hagstæðum kjörum. Reynið viðskiptin. Sími 2—31—36.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.