Mánudagsblaðið - 06.07.1959, Blaðsíða 5
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 6. júlí 1959.
k------------------------
Hveitibrauðsdagar standa ekki til
eiiífðar
Alriði, sem konur ætfu að kynna sér
Eg el&ka Jón, en við ríf-
umst oft yfir ómerkilegustu
hlutum, sagði stúlka, sem
gifti sig síðustu páska. Stimd
um f innst mér hann ekki vera
maðurinn, sem ég giftist.
Hvað margar skyldu þær
vera ungu konumar, sem
finnst þetta sama? Sennilega
flestar. Fjöldinn af þeim, sem
segir eins og ung kona, sem
ég þekki: Hjónaband okkar
er á krossgötum. Það er
hræðilegt að verða að kann-
ast við, að það var allt mis-
skilningur.
Vandræðin eru þau, að
hjónabandið er stofnað í
himnaríki, en það verður að
Jifa því á jörðinni. Ungt fólk
er mjög rómantískt, þegar
það er ástfangið, en getur
líka verið mjög hugsunar-
laust. Unga brúðurin hugsar
sér oft hjónabandið eins og
hveitibrauðsdagana — og
hún getur fyllzt svörtustu
örvæntingu, þegar hún kemst
að því, að svo er ekki.
Dásemdir ástarinnar
Mín skoðun er sú, að í 90%
af öllum tilf ellum sé það und-
jr konunni komið, hvernig
hjónabandinu reiðir af. Karl-
menn eru ekki færir um að
gera kraftaverk, en konur
geta það, og það er hreint
kraftaverk ástarinnar þegar
konan skilur ókunnugan
mann og gerir hann ham-
ingjusaman.
Því að ungur eiginmaður er
raunverulega ókunnugur. Á
meðan þau voru trúlofuð,
sýndi hann sína beztu hlið.
Þau voru saman í frístundum
hans, og skemmtu sér saman.
Hún hefur sjálfsagt ekki
hugsað um hann gráan og illa
lyntan á mánudagsmorgnana.
Hversu margar ungar stúlkur
mundu óska eftir, að kærast-
arnir kæmu að þeim óvörum,
þegar andlit þeirra værti út-
ötuð í kremi og krullupinn-
arnir stæðu út í loftið?
Nú, þegar þau búa saman,
geta þau ekki lengur leynt
neinu. Auðvitað verða þau að
laga sig hvort eftir öðru, og
þó að flestir geri sér þetta
Ijóst og geri sitt bezta til að
koma móts við maka sinn í
öllu því stóra, þá eru ýmsar
smávægis venjur, sem þau
reyna að verja hvort fyrir
öðru með sjálfselskufullum
þráa.
„í blíðu og stríðu“
Við rifumst hræðilega,
vegna þess að Brian vill hafa
eggin sín harðsoðin, en ég vil
hafa þau linsoðin. Og svo
byrjaði hann að telja upp allt
það sem hann þolir ekki hjá
mér. Saklausar venjur, sem
ég hef haft allt mitt líf. Eg
sagði honum að hann hefði
eins marga ávana, hvernig
ann tæki blöðin fyrir sjálfan
sig strax, og að hann hefði
útvarpið alltof hátt. Kveikti
í sígarettu um leið og hann
færi fram úr rúminu. Það
lauk með því, að við görguð-
uðum hvort framan í annað.
Mér datt ekki í hug, að mér
gæti nokkurn tima fundizt
nokkur maður svona and-
styggilegur ....“
Þetta lítur kannske skríti-
lega út í eynun hlutlauss á-
horfanda, en alls ekki fyrir
þátttakenduma.
Fyi’ir þeim er það óskiljan-
legt, að fólk, sem elskar hvort
annað skuli vera svo sjálfs-
elskufullt og tillitslaust.
Nýgifta konan verður að
sætta sig við smávegis á-
vana hjá eiginmanni sínum
„í blíðu og stríðu“, ef hjóna-
bandið á að verða hamingju-
samt.
• •
Orugg lækning
viS f eimni
Ertu .vön að roðna, þegar
þér verður eitthvað á í sam-
kvæmi?
Verðurðu vandræðaleg, ef
þér er veitt athygli á al-
mannaf æri ?
Eða ertu hrædd við að
fara í samkvæmi og hitta
fólk, af því að þér finnst þú
ekkert hafa að segja?
Þú getur ráðið við þessa
feimni, ef þú ferð rétt að.
Vandræðin eru þau, að þú ert
alltaf að hugsa um, hver á-
hrif þú hefur á annað fólk.
Er ég í fötum, sem passa
við þetta tækifæri, spyrðu
sjálfa þig? Skyldi nokkur
hafa tekið eftir, að það kom
blettur í hreina dúkinn eftir
mig?
Fyrsta ski’efið til þess að
lækna feimni er að gleyma
sjálfri þér og áhyggjunum,
sem þú hefur um sjálfa þig,
og reyndu að fá áhuga á því
fólki, sem þú hittir eða kynn-
ist.
Taktu eftir konunni, sem
allir virðast dázt svo að, og
gerðu þér grein fyrir hvers
vegna hún sé svo aðlaðandi.
Það er ekki útlit heniiar, þó
að hún hafi reynt að gera
sig eins fallega og. hún hefur
getað, heldur er það áhugi
hennar á fólkinu, sem er í
kringum hana, svo að allt sem
það segir eða gerír, hefur hún
lifandi áhuga fyrir.
Þegar hún hlustar, þá er
hún ekki eins og utan við sig,
og bros hennar sýnir, að hún
virkilega skemmtir sér. Þú
getur lært mikið af henni.
Hún talar ekki mikið sjálf,
en hún reynir áð kynnast
þeim á þann hátt, að hún get-
ur spurt þá um áhugamál
þeirra.
Og þá kemur samtalið eins
og af sjálfu sér.
Öllum þykir gott að kynn-
ast fólki, sem kann að hlusta
með áhuga, og það er enginn
vandi að spyrja manninn
hvernig börnunum hans
gangi í skólanum eða að tala
við konuna um einhverja
góðá úpþskrift feða húsráð.
Éf þú aðeins gleymir sjálfri
þér en færð áhuga fyi'ir öðr-
SMART-KESTON
peysu skyrtan fæst hjá
H ERRÁDEILD
rfn v Austurstrseti 14. Sími 1-2-3 4 5
, víí-<* 9 á Á*# A
■l >** rt
lúm þá -hvérfuir' feimnin um
ogftþúí getó^jálf orðið
eftirsótt persóna.
Krossgáta
Mánudagsblaðsins j
SKÍRINGAR
Lárétt: 1 Bátur 5 Eldstæði 8 Sönglag 9 Utungun 10
Dauður 11 Bafði 12 Myrti 14 Maðk 15 Karlmannsnafn 18
Upphafsstafir 20 Fljót í Frakklandi. 21 Upphafsstafir 22
Unglegur 24 Taka saman 26 Spilið 28 Straiunmót 29 Saum-
ur. 30 Spil.
Lóðrétt: 1 Samherjar 2 Púkar 3 Litla ljósið 4 Ósam-
stæðir 5 Fari hægt 6 Ósamstæðir 7 Reyrðu 9 skiptist 13 Hjón
16 Rós 17 Fiskur 19 Fugl 21 Svari 23 Bit 25 Klæði 27 Óteam-
stæðir. i i
\
bandbox
sham poo
fæst í flestum verzlu
Eí hár yðar er óeðlllega þurrt. þá mun
Bandbox Cream shampoo leysa vandraeði
yöar. Eí þaö aftur á móti er eðlllega flt-
ugt. þá skuluö þér nota fljótandi Bandbox
shampoo.
Lækjargötu 2, sími 12147