Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.07.1959, Side 6

Mánudagsblaðið - 06.07.1959, Side 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 6. júlí 1959. með hana þangað sem hann þurfíi að fara og skila henni svo aftur á sama stað. Senni- lega — þó hann hefði þurft að fara Lundúnaborg á enda og uppgötvað, að það væri eitthvað, sem hann þyrfti að segja henni, hefði hann gjört alveg það sama, án þess að taka nokkurt tillit til þess, hvort henni hentaði slíkt eða ekki. En einhvern veginn hafði hún komizt að því, meðan þau óku, að það var ekki nærri eins auðvelt og áður að reið- ast honum. Því hann hafði líka snúið að henni þeirri hlið, sem komið hafði frú Arbut- hnot til að dást að honum. Hún var undrandi á sjálfri sér að hafa aldrei dottið það í hug að komast í samband við frú Arbuthnot, til að vita hvort hana vantaði hjúkrun- arkonu. Það var augljóst mál, að það var frú Arbút- hnot, sem dr. Bellamy hafði verið að hugsa um, þegar hann tók hana upp í bílinn sinn í dag. Frú Arbúthnot var sjálfsagt ekki ánægð með þá, sem hún hafði. Pauline ákvað að láta strax verða af því að hringja upp gömlu konuna. En hvað dr. Bellamy snerti, eftir að hann var búinn að koma þessu á framfæri við hana, var hann sjálfsagt algjörlega búinn að gleyma henni .... n. Pauline skjátlaðist. 1 stað- inn fyrir að gleyma henni var hún í huga hans, þegar hann kom heim í hús sitt í Wimpolegötu. Hún leit betur út, hugsaði hann, heldur en þegar hann hafði séð hana síðast. Skyldi hún sjá eftir Ger- ard? Það var undarlegt, livað hugsunin um þetta gat gert hann reiðan. Og það gerði ekki skap hans betra, þegar hann sá, að hann var of seinn til að hitta sjúkling sem hiann var búinn að stefna heim til sín. Það var honum mjög á móti skapi að láta sjúkling- ana bíða eftir sér. Þegar sam talinu við sjúklinginn var lok ið og hann var farinn, fór Lucius inn í bókaherbergið sitt. Bakki með nýtilbúnu te stóð á borðinu við hliðina á hægindastól hans. „Það eru bara kjánar, sem vinna meira en þeir þola,“ hafði hann sagt við Pauline. en þrátt fyr ir fullýrðingu sína um, að hann ætlaði að taka sér bráð- lega frí, hafði hann ekki gert neinar ráðstafanir í þá átt og vissi ekki, hvenær hann mundi geta það. Hann kveikti sér í sígar- ettu. Aftur fór ha,nn að hugsa um Pauline. Hvað mikill kjáni sem hún gat verið að sumu leyti, var það áreiðanlegt, að hún hafði áhuga á vinnu sinni. Það var leitt, að hún skyldi hafa látið blekkjast af Geraríi, en hún gat sjálfri sér nm kennt Hermina Biack: PAULINE FRAMHALDSSAGA Hann hnyklaði brýrnar hugsandi. Sir Richard var á- nægður með heilsu frú Arbut- hnot, en hann — Lucius — var ekki eins ánægður og -gamli- maðurinn. Hún þurfti að fara varlega með sig. Það var ekkert á móti því, að húnfæri.til NorðurAfríku, ef hún hefði einhvem með sér, sem skildi nákvæmlega, hvað mikið hún mætti reyna á sig, án þess að það skaðaði heilsu hennar. Til allrar óhamingju vildi hún ekki hafa hjúkrunar- konu að staðaldri, því að hún sagði, að sér fyndist hún þá vera ólæknandi — sem hún auðvitað var — þó að mestu máli skipti að láta hana ekki komast að því. Ættingjar Luciusar í föður ætt höfðu allir verið langlífir, og föðursystur hans, sem voru á lífi, voru komn- ar yfir nírætt. Þó að frú Ar- buthnot væri komin yfir sjö- tugt, fannst honum of snemmt fyrir hana að vera að hugsa um að skilja við þetta líf. Hann hafði miklar mætur á eldri konum, og sérstaklega á frú Arbuthnot. En meðan hann drakk teið og reykti sígarettuna, var hann ekki beinlínis að hugsa um frú Arbuthnot. Hann vissi enga ástæðu fyrir þvi, hvers vegna hann hafði áhuga fyrir hvað ungfrú Ross tók sér fyr ir hendur. Jafnvel þó að Gerard Mor- ley væri frændi hans og hefði komið fram við hana eins og dóni, þá kom honum það ekki við. Það brá fyrir í huga hans tunglskinslýstum vegi, og við hlið hans sat stúlka, sem grét. Hún hafði verið nógu hrifin af Gerard til þess að gráta yfir honum — hann fleygði sígarettunni óþolinmóðlega í arininn og reis á fætur. Hvern andskotann kom hún honum við! Kannske væri bezt, að hún hætti við hjúkrun. Hjúkrunarkona átti ekki að hafa andlit, sem mað ur mundi ef tir — en hann var ekki blindur, og auðvitað hafði hann verið neyddur til að sjá haha of tar undir leiðin- legrnn kringumstæðum. en hann hafði óskað. i'Oiaa,n(stoo',.í !l En hann komst ekki hjá að sjá, að hún var falleg. Hann gekk að skrifborðinu, settist niður, og rétti hönd- ina eftir símanum. Hann hik- aði augnablik, áður en hann tók upp heyrnartólið, en síð- an hringdi hann. Hann fékk strax samband og spurði: „Er þetta frú Arbuthnot?" „Svo þér hafið munað eftir, að ég er til, ótrúi maður“! „Ekki ótrúr, bara önnum kafinn. Eg er alltaf með hug- ann hjá yður.“ „Þá held ég að ég verði að fyrirgefa yður. Mig mundi langa mikið til að sjá yður. Munduð þér geta borðað hjá mér eitthvert kvöldið fyrir þann sextánda, því að þá fer ég til Alsír.“ „Það var einmitt það. Eg hringdi núna til þess að spyrja yður að, hvort ég mætti skjótast inn í hálf- tíma um áttaleytið. „Eg mundi hafa mikla á- nægju af því. Blessaðir gjörið þér það.“ „Klukkan átta þá. Það er svolítið, sem mig langar til að tala við yður um.“ „Eg býst þá við yður. Þakka. yður fyrir upphring- inguna.“ Lucius setti heyrnartólið á og hugsaði: Það getur verið, að ungfrú Ross verði búin að hringja áður en ég kem þang- að, en hvað um það, hún er prýðileg hjúkrunarkona og er kunnug sjúkleika hennar. Einnig væri það ágætt, ef hún færi úr landi dálítinn tíma. Norður-Afríka var langt í burtu. Hann spurði ekki sjálfan sig hvers vegna, en ef hann hefði verið spurð- ur, mundi hann hafa svarað: „Það veitir henni tækifæri til að hætta að hugsa um Ger- ard — ef hún á annað borð gerir það. Og gefur henni þrek til þess að byrja á vinnu sinni aftur. Enginn hefði orðið meira undrandi en hann, ef hann hefði uppgötvað,' að þetta var ekki rétta svarið .... ra. Hann hafði lofað frú Ar- buthnot að koma kl. 8, en þessar tafir á Bíöustu etundu, sem ávallt koma fyrir ( Ufi mmm lækna, þegar þeir ætla sér að fara eitthvað, ollu því, að klukkan var orðin hálf-níu, þegar hann hringdi á dyra- bjölluna hjá frú Arbuthnot. ’ Snotur, eldri kona kom til dyra og fylgdi honum inn í setustofu frúarinnar og kynnti: „Doktor Bellamy, frú.“ Frú Arbuthnot, sem sat við rafmagnshitaðan arin, sneri sér við. „Svo þér gátuð þá komið.“ Hún rétti honum höndina. „Mér þótti vænt um það.“ „Eg er skammarlega seinn“, sagði hann afsakandi, „en ég þurfti að skreppa í sjúkra- vitjun eftir kvöldverð. Eg bið yður að afsaka.“ „Það er allt í lagi, ég hef heldur ekki verið ein,“ sagði hún hlægjandi. Eg þarf víst ekki að kynna yður f yrir gesti minum.“ Hann sneri sér við og sá Pauline. Hún hafði staðið upp, og þó hún á yfirborðinu virtist vera mjög róleg — og hann sömuleiðis — þá var eins og þeim báðum væri illa við að hittast þarna. Eins og venjulega, þegar hlutirnir gengu ekki eftir á- ætlun hans, varð hann hálf- gramur og kenndi í hugan- um Pauline um, að hún væri hér þvert á móti vilja hans. En í huga hennar var hann sá maður sem hún sízt af öll- um hefði óskað að hitta aftur. Frú Arbuthnot, sem ekki grunaði neitt um hugrenning ar þeirra sagði brosandi. „Hún hringdi til mín rétt eftir að þér liringduð, svo ég heimtaði af henni að hún kæmi til mín áður en hún færi aftur upp í sveit. Gjörið svo vel og setjist niður. Lucius tók sér sæti nálægt frú Arbuthnot og Pauline settist í sitt sæti. Aftur varð hún vör við þann ákafa hjart slátt, sem hún fékk alltaf í návist hans, hún hlaut að vera eitthvað slæm á taugun- um hugsaði hún. Frú Arbuthnot hélt áfram: „Eg er svo ákaflega glöð yfir þvi að Pauline hefur lofað að koma með mér til Norður- Afríku. Svo þér sjáið að ég verð i góðri lunejá dr. Bell* amy.** „Alveg prýðilegt." Hann leit augnablik á Pauline og sneri sér svo brosandi að frú Arbuthnot. „Og hvenær hafið þér svo hugsað yður að fara?“ „Eg hef ákveðið að fara næsta miðvikudag," svaraði hún. „Eg bauð ungfrú Ross að fara seinna, en hún sagð* ist tilbúin núna.“ „Ágætt,“ samþykkti hann. Pauline leit á úrið sitt og sagði: „Eg bið yður að af- saka, frú Arbuthnot. Eg verð að ná í lestina núna, en ég get komið á morgun eða laug ardag.“ „Komið þér þá og borðið hádegisverð með mér ekki á morgun, heldur hinn.“ Pauline gekk til frúarinn- ar og þrýsti hendur hennar og sagði: „Eg vona að þér skiptið ekki um skoðun.“ „Auðvitað ekki. Þá komið þér á fimmtudaginn og við tölum þá betur um þetta. Eg skal segja yður, hvað þér þurfið að hafa með. Þér Verð- ið að fara í bíl á járnbrautar- stöðina. Mead nær í bílinu fyrir yður, barnið mitt. Gjör- ið þér svo vel að hringja.“ „Eg skal gera það.“ Lucius fór og hringdi bjöll- unni, og Pauline fann að mál- ið var útkljáð.“ „Satjist þér niður, væna mín,“ sagði frú Arbuthnot. Svo þegar stúlkan kom inn, sagði hún henni að ná í bíl. Hún settist á legubekkinu við hliðina á frá Ai’buthnot,. sem hélt áfram að tala um hina fyrirhuguðu ferð á með- an hún beið. Undarlegt hver áhrif ná- vist hans hafði á hana, það var eins og hann réði yfir öllu hvar sem hann var .... Hann sneri sér snögglega við og horfði beint í augu hennar, það var eitthvað í augnatilliti hans, eins og hann væri að uppgötva eitt- hvað eða eins og hann sæí hana í fyrsta sinn nú. Henni létti þegar stúlkan kom inu og tilkynnti að bílinn biði við dyrnar. „Góða nótt elskan og gleymdu ekki að koma á fimmtudaginn,“ sagði frú’ Arbuthnot og kyssti hana á vangann. Mér líður strax miklu betur þegar ég veit að þér komið með mér.“ „Þakka yður fyrir frú Ar- buthnot. Eg er ákaflega þakk lát yfir að fara með yður.“ Hún rétti úr sér.: „Góða nótt dr. Bellamy.“ „Góða nótt, ungfrú Ross.1* Hún flýtti sér út, og þegar dymar lokuðust, sneri frú Arbuthnot sér brosandi að Luciusi. „Fáið þér yður eitt- hvað að drekka, vínföngin eru á borðinu þama.“ Og meðan hann hlýddi, sagði hún: „Þetta fór vel. Það var fallegt að láta Pauline koma með mér.“ „Lét ég hana koma?“ „Eg geri ráð fyrir, að e£ hún hefði ekki hitt yður, hefðl hún ckki komizt i ðka»

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.