Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.08.1959, Qupperneq 3

Mánudagsblaðið - 10.08.1959, Qupperneq 3
Mánudagur 10. ágúst 1959 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 MÁNUDAGSÞANKAR Jóas ílfíijhvíhings 2. ágúsf iiðinn Nú er 2. ágúst liðinn með ölluni sínum skemmtimum, og má nærri geta, að á mörgu hefur gengið. Sum blöðin, svo sem Alþjpu- blaðið, mála líka með all- dökkum litum, hvað hafi gengið á um þessa helgi, sem beinlínis sýnist vera til þess ætluð að menn og konur sleppi fram af sér beizlinu og skvetti sér vel upp. Það er í rauninni ekkert að undra, þó menn noti sér þetta tækifæri, sem þannig er lagt upp í hendur þeirra, eða því skyldu menn ekki gera það? Einhverjir vitr- ir landsfeður hafa búið til einmitt þessa helgi, til þess að menn fari út á land og fylli sig þar af mat og drykk eins og þeir orka. Það hefur sjálfsagt verið skortur á slíkum dögum úr því þessi lielgi var búin til. En ])essar allsherjar Skeiðaréttir 2. ágúst eru raunar ekki alveg nýjar. I sjálfsævisögu Láru Ágústs dóttur miðils, sem er ó- prentuð enn, má lesa allber orða lýsingu á Skeiðarétt- um fyrir svo sem 50 árum, þar var „elsltað út um alla móa“ eins og Lára tekur til orða. 1. ágúst-helgin eru Skeiða réttir í nýjum stíl, þar sem fólk „elskar út um alla móa“ eins og fólk hefur Sennilega gert allt frá Ad- am og Evu og að þeim með töldum. Samkvæmt frásögnum blaðanna sýnist ljóst, að alþýöa manna liafi notfært sé'r þetta löghelgaða tæki- færi eins og frekast var liægt, og er ekki um að sakast. Óþægðin í Einari Þingið hefur orðið lengra en búizt var við í fyrstu, og kenna sumir um ein- hverri óþægð í Einari 01- geirssyni. Hefur einhver snurða komið á þráðinn með honum og Sjálfstæðis- mönnum, enda sitja nú margir við kné hans. En Einar vill fá eitthvað fyrir snúð sinn eins og menn hafa viljað hafa fyrr og síðar, og nú er það kall- að „óþægð“ í honum. Tím- inn skýrir frá því, að Einar hafi haldið langa ræðu á Alþingi og hafi verið hlust að á liana af mikilli tit- hygli. Er það ekki óeðli- legt, því lykillinn að mörgu í íslenzkum stjórn- málum er einmitt í höndun- unum á Einari Olgeirssyni. Hvenær og livernig Ólafi Thors tekst svo að sefa „ó- þægðina“ í Einari er ann- að mál, en almeimt er bú- izt við, að það muni tak- ast fljótlega. Kosningar verða svo í október, en lengra veit enginn. Margir möguleikar eru fyrir hendi og draumur sumra Sjálf- stæðismanna er ný nýsköp unarstjórn, þar sem Sjálf- stæðismenn, kommúnistar og kratar skipti á milli sín völdunum. En margir Sjálfstæðis- menn mega ekki heyra slíkt nefnt. Þeir telja, að með samstarfi við komm- 1 FLUGFERÐIR ■ TIL MALLORCA 1 ráði er, að VISCUNT flugvélar okkar fari nokkr- ar ferðir milli Reykjavíkur og Mallorca í haust með skemmtiferðafólk, svo framarlega að náuð- synleg leyfi verði fyrir hendi. Fyrsta flugferðin er fjrirhuguð 5. október. Nánari upplýsingar varðandi ferðirnar verða . ; veittar í afgreiðslu okkar, Lækjargötu 4. únista væri flokkurinn stimplaður um langan j tíma, bæði utanlands og innan, sém hentistefnu- flokkur, sem væri tilbúinn í allt tusk, hvað sem líður fyrri yfirlýsingum og lof- orðum. Það hefur komið fram fyrir nokkrum mánuðum, að þá voru Sjálfstæðis- menn til í slíkan kaupskap, en það strandaði á fáum en einörðum mönnum, sem björguðu flokknum frá þeim ósköpum. Þá kom fhanijj að það er Iítt að skapi margra manna inn- an Sjálfstæðisflokksins að ganga í félagsskap með kommurn, og standa þeir hart á móti því. Mun eins verða nú eftir október- kosningarnar. En hvað ofan á verður eiga menn eftir að fá að sjá og lieyra. LOKAÐ vegna sumarleyfa frá 10. ágúst til 17. ágúst. Kr. Þoryafdsson & Co, Ingólfsstræti 12. SÍMANÚMER Vinnuvei!endasambands ísiands Vér viljum hér með vekja athygli almennings á því að breytt hefur verið um símanúmer hjá oss, og er það nú 18592 Vinnuveitendasamband Islands. og syngið ^jSólnrlflgsvdlsino' — Fæst í hljóðfæra- og nótnabúðum. — Úfgefandi. ina

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.