Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.08.1959, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 10.08.1959, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 10. ágúst 1959 BlaSfynr alla Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 3 kr. I lausasölu. Ritstjóri og ébyrgðarmaður: Agnar Bogason. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 13495. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Jónas Jónsson, írá Hriflui ÞjóðgarSur og þjóðarkirkja á Þingvöllum Gálausf fólk og góðir íslendingar Þingvöllur var höfuðsetur og helgilundur íslenzku þjóðarinn- ar í niargar aldir. Undir einvalds- st.iórn Dana var Þingvöllur nið- urníddur og vanræktur eyðistað- ur, þár sem skógarhögg og sauð- beit prestanna fulkomnaði her- virki erlendra harðstjóra. Samt var tign og göfgi staðarins svo fullkomin, að mitt í vanrækslu valdhafanna komst hámenntaður erlendur snilldarmaður, Duffer- in lávarður, svo að orði að það borgaði sig að fara yfir hálfan hnöttinn til að sjá Þingvöll eins og guðleg orka hafði frá honum gengið í öndverðu. Á öndverðri 19. öld byrjuðu forystumenn íslendinga að krefj- ast þess að Alþingi yrði endur- reist á Þingvöllum. Þar stóðu saman að góðu verki Jónas Hall- grímsson, Bjarni Thorarensen og Tómas Sæmundsson. Gáfaðasti og bezt mennti kon- ungur Dana og íslendinga, tók unr stund í sama streng. Þetta var eldskírn Þingvalla. Jón Sigurðsson vildi gera Reykjavík að höfuðstað þjóðar- innar en Þingveli að helgistað og vakni(igarhöll í nýjum sið ís- lendinga. Að hans tilhlutun voru haldnir á Þingvöllum þýðingar- miklar stjórnmálasamkomur, alla hans baráttutíð. Þar festu beztu menn þjóðarinnar heit í frelsis- málunum áratug eftir áratug. Óskir og kröfur Þingvallafund- anna urðu að veruleika með hvoiri stjómarbót, sem þjóðin öðíaðist. Með þrálátri baráttu á Ln dshöfðingj atimanum stóð Ben'edikt Sveinsson og samherj- ar lians fyrir nýjum Þingvalla- fund.im en Estrup kæfði óskir og brár .islenzkra frelsisvina með fin tið vannst. NÉf gengu foríngjar Land- vamarmanna, Bjarni Jónsson frá Vogi; og Bgnadikt Sveinsson yneii'fram fyrir skjöldu 1907 og stóði.t' fyrir þeim Þingvallafundi sem markaði glöggar línur í skikiaðarmálinu. Þá var lokið þeim Þingvallafundum þar sem byggt var á starfslínu Jóns Sig- urðssonar. Lokasigur þeirrar her- ferðar, var unninn á Þingvöllum á afmælisdegi Jóns 1944. Þá biðu Þingvalla ný og merkileg verkefni. Eftir síðustu aldamót hóf ís' lenzk æska öfluga viðreisnarbar- áttu ó öllum vígstöðvum þjóð- lífsins. Aldrei fyrr eða síðar í sögu þjöðarinnair hefir æskan verið jafn heittrúuð á gildi lands ins og sjálfrar þjóðarinnar. Aldrei endranær hafa ungir menn og konur í borg og bæ lagt fram jafn mikla orku til að gera landið frjálst og þjóðina styrka til margháttaðra átaka. Aldamóta æskan tók viðreisn Þingvalla á dagskrá. Stjórn Tryggva Þórhalls sonar var borin fram til ábyrgð- ar og starfa af þessari bjartsýnu og sigursælu kynslóð. Þingvöllur var friðlýstur. Gróður héraðsins verndaður. Sundurtættir, dauð- særðir ,Vellir“ urðu grænar og fagrar sléttur. Aumasta húsa- hverfi landsins sem hét prestset- ur staðarins var numið burt og í þess stað reist bezta steinbyggð landsins I sveitabæjastíl. Kofar sem voru byrjaðir að teygja klær um skógarbrekkur og gróið hraun á Þingvöllum hurfu burtu veg allrar veraldar. Aldamóta- æskan hélt þúsund ára hátíðina 1930 eins og hersýningu eftir unna styrjöld. Þá sýndi Tryggvi Þórhallsson þá djörfung og smekk að vera æðsti maðurs landsins i mörg ár á mesta gesta- komutíma þjóðarinnar án þess að hafa nokkurt áfengi á borðum sínum. í þeim anda var Þingvalla hátíðin öll. Þar voru 40 þúsund gestir í nokkra daga, glaðir og hamingjusamir án ölæðis og á- fengra drykkja. Með þessum og mörgum öðrum hliðstæðum að- gerðum hefur aldamótaæskan varðað leið ókominna kynslóða í þessu máli. Þingvöllur hefur verið friðlýst ur í þrjátíu ár. Þar hefur margt verið gert í anda hinna voldugu óma staðarins: Fjöliiismannaj Jóns Sigurðssonar og Landvarn- aiinanha og aldamótaæskunnar. En stundum hefur gálíiust íólk fétað í fótspor erlendu böðlanna sem eyddu staðinn. Þar er sið- laust fólk stundum að verki. E.ítt sinn voru þar 4000 gestir í þrjá daga á Þingvöllum, helmingur- inn ölóður. Margir bitu gras í flögum. Stundum berjast ölóðir karlar og konur við erlenda dáta á helgistaðnum. Oft kveikja gá- lausir vanmenntaðir íslendingar í kjarrinu sem er að reyna að klæða hraunið. Aldamótaæskan tók við hug- sjónum hinna miklú þjóðarleið- j fi, , Framhald á 7. síðu- KAKALI skrifar: í HREINSKILNI SACT Hófelin í sveifunum — Ferleg aðkoma — Ferðamenn eða flökkulýður Möguleikar íslendinga — Eg fór með áföngum leiðina Reykjavík — Akureyri gagn' gert til þess að kynna mér á- standið í gistihúsamálum á þessari fallegu og fjölförnu leið. Það er staðreynd, þótt hart sé undir að búa, að utan Reykjavíkur eru, á þessari leið, aðeins tvö umtalsverð gistihús og bæði í eigu Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga. Bifröst í Borgarfirði er 1. flokks gistihús og prýðilega rékið af ungum manni, Þor- steini Viggóssyni. Herbergi eru hreinleg og þægileg, en sum háfa sér bað og síma og öll útvarp. Framreiðsla er kur teis og lipur, réttaval talsvert. Þá er og þjónusta á herbergi fljót og góð. í ráði er að breyta miklu þar uppfrá m. a. byggja gufubað, sal til léttra líkams- æfinga, sundhöll og fleira gest um til ánægju og þæginda. Þá er og hægt að fá leigða hesta og svo veiði í nærliggjandi ám. Hér er í stuttu máli um að ræða fyrsta flokks gistihús í fögru umhverfi. Satt bezt sagt þá vantar þarna bar og vín- veitingar, svo og danspláss og annað, en þessir þjóðarleiðtog- ar okkar munu eflaust þurfa enn eina öldina til að treysta íslendingum til að vera eins og aðrir menn í þeim efnum. Stór galli er að vísu, að allt, laust og naglfast, skuli merkt SÍS, því nóg er að hafa það á undirmeðvitundinni að SÍS standi að baki öllu þessu — en ei munu Sambandsmenn og vér líta á það mál sömu aug- augum. Á Akureyri er það svo Hótel KEA, sem ber höfuð og herð- ar yfir öll hótel norðan lands; herbergi rúmgóð og vel hirt, þjónusta góð og matur vel fram borinn, en þar eins og að Bifröst fæst það ekki, sem „við á að éta“, nefnilega þær gullnu veigar sem tilheyra hinu góða lífi frídaganna. Á milli þessara staða er að' eins eitt bærilegt gistihús, nefnilega Varmahlíð, en það er fremur góður viðlegustaður þeirra, sem aðeins sofa, en gisti og veitingahús, sem menn þurfa að dvelja á. Ferlegast allra býr þó Snorri hóteleig- andi á Blönduósi. Eg hygg að veitingamennska sé Snorra ekki í blóð borin a. m. k. ekki eins og hún er ákjósanlegust á 20. öldinni. Sjálfur er Snorri bezti maður, en hann bara virðist ekki viðurkenna þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til hótelmanna í snyrti' mennsku og aðbúnaði. Um her bergi vil ég vart ræða nú, en framreiðsla er öll sein og þjónustupíkur síður en svo liprar. Auk gesta matast þarna hópur manna, sem stundar erfiðisvinnu, og eru þeir jafnan í óhreinum galla þarna á matmálstímum. Þetta kann að kallast ólýðræðisleg aðdróttun að vinnanndi stétt- um, en sannleikurinn er sá, að verkamenn í fríi myndu sjálfir mótmæla að hafa menn í skít- ugum galla kringum sig prúð- tíúna. Maturinn hjá Snorra er og heldur lélegur, úrval ekk- ert og subbulega um gengið. Salerni eru hreinn viðbjóður. Það bætir nú úr, að á Blöndu- ósi er starfrækt sumargistihús í kvennahkólahúsinu og er þar ólík aðkoma — hreinlegt og lipurt starfsfólk, snyrtiher- bergi sem nota má óttalaust og matur ágætur. Þó hefur sum- arhótelið þá vankanta sem leiðir af því að þetta er skóla- hús, en hótelstýran hefur lagt allt fram til bóta sem mann- legt er. Það er löngum tönnlazt á því, að fámenni, fátækt og alls kyns óáran geri það ómögu- legt að byggja viðunandi gisti- hús og vejtingahús úti um land. Þetta er helber fjar- stæða. Gisti- og veitingahús geta vel borgað sig út á landi —- ef þjóðin gerir eitthvað til þess að laða hingað ferðafólk. „It takes money to make money“, segir máltækið og ís- lendingar verða að gera sér það Ijóst, að aðeins með því að skapa viðunandi gistihús fást borgandi gestir til að sækja okkur heim. Um þessar mundir eru allir þjóðvegir landsins fullir af flækingslýð, félausum farand- mönnum sem flandra um land ið betlandi far og jafnvel mat og húsnæði. Þetta er öllúm mönnum hvimleiður lýður nema alþýðusnobbinu Hannesi á horninu, sem telur þetta æskilegt fólk. Það" er ekkert á móti því að fá svona ferða- fólk hingað, en það á fyrst og fremst að laða hingað peninga rottur, sem vilja og geta borg' að. íslenzka gestrisnin, sem einu sinni var góð og gild, er nú okkar versti óvinur í þess- um efnum; íslendingar háfa engin efni á því að láta hina auðugu fara framhjá garði, en bölvaða amlóðana fl'ykkjast hingað hundruðum saman. Jafnvel hinir háu — Rússar — vilja ferðamannafé, og lönd með lengri og merkilegri sögu en við firtast á engan hátt við þó auðugir menn sæki þau heim. Ferðaskrifstofa ríkisins, sem rekin er af hreinasta plebía í öllu sem ferðamanna- málum við kemur, á stóra sök á því, að kröfur um bætt skil- yrði fyrir ferðafólk hafa ekki náð fram að ganga. Ferðaskrif stofan skríður fyrir fátækt og vesaldómi erlendis frá, bein- línis hænir hingað allskyns skeggjaðan förulýð. íslendingar hafa mikla möguleika á því að hafa góðar tekjur i beinhörðum gjaldeyri af ferðamönnum. En það verð- ur aldrei úr þeim tekjulið nokkuð gagn, ef ekki er unnið að því, nú þegar, að byggja hér mannsæmandi gistihús á borð við Bifröst. Það er nauðsynlegt að fram- takssamir menn, sem gott skyn bera á þessi mál taki nú forustuna og með styrk hins opinbera og án allra hamla og hafta hafizt handa. ísland gæti, ef þjóðin vildi leggja fram fjármagn, orðið að miklu ferðamannalandi árið í kring. Það mætti byggja víða uppi á hálendinu nýtízku gistihús þar sem gestir gætu veitt sér alla skapaða hluti gegn greiðslu. Sú . tíð niðurlægingárinnar í sögu landsins, þegar efnaðir bændur gengu út berhöfðaðir með skemmúlykilinn í hend- inni þegar stórmenni riðu x hlað er horfin. Nú gætu ís- lendingar ef nokkur töggur er í þeim skapað hér skilyrði fyrir höfðingja að ríða í hlað hér, en bíða ekki með skemmu lykil heldur allar þær krásir sem hugstst geta — og mikil gjöld fyrir veitta þjónustu. En ' lubbinn verður að hverfa, smá sálin og títuprjónamennskan . verður að hverfa með öllu.. íslendingar þurfa ekki að vera miskunnarmenn allra þjöða. Það eru hér í einu og ölu næg tækifæri fyrir álla þjóðina til að lifa vel á eigin kosti. En meðan öll einstaklingsviðleitni er barin niður af ráðum, nefnd um og fyrirskipunum frá ríki og opinberum aðilum, er einsk is að vænta nema vesal- mennskunnar, sem fyrr eða seinna verðúi’ þjóðinni að t íjörtjóhi — ei: þessu heldur áfram. ■ ■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■ ■■■■•■■■■■■■■■■■«■■«■•■•■•■•

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.