Mánudagsblaðið - 10.08.1959, Side 6
6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 10. ágúst 1959
13. KAPÍTULI
Að hann skyldi vera hérna
og það svo nálægt, að hún
þyrfti ekki annað en að rétta
út höndina til að snerta hann,
var svo ótrúlegt, að hún gat
engu orði upp komið.
Það sem virtist jafifvel enn
þá óskiljanlegra, var gleðin,
sem fyllti hjarta hennar við
komu hans. Henni varð það
allt í einu Ijóst, hver ástæðan
var fyrir þeirri tilfinningu,
að eitthvað vantaði, þrátt fyr
ir hina miklu hamingju, sem
hún hafði orðið aðnjótandi
hérna — en jafnvel núna gat
hún ekki horfzt í augu við
þessi sannindi.
18
Hermina Biack:
PAULINE
FKAMHALDSSAGA
„Verið þér ekki svona hrædd
á svipinn,“ sagði Lucius, ,,ég
er engin afturganga."
Hann rétti henni höndina,
og þegar hún fann svala hönd
hans, kom hún aftur til sjálfr
ar sín.
,,Dr. Bellamy, ég hef aldrei
í lífi mínu orðið eins undr-
andi. Hvað lengi — ég á við
— ég hafði ekki hugmynd
um, að þér væruð í Norður-
Afríku.“
Þurfti hún nú endilega að
stama? Hann hlyti að halda;
að hún væri eitthvað skrýtin,
en það leit ekki út fyrir, að
hann tæki eftir því.
„Eg kom til Alsír í dag. Eg
hafði nú ákveðið að fara ekki
til Frakklands, en svo datt
mér allt í einu í hug, að
skemmtilegra væri að koma
hingað og endurnýja kynni
mín af Afríku."
„Og þér skrifuðuð ekki frú
Arbuthnot um, að þér ætl-
uðuð að koma? Hún var ein-
mitt að segja í gær, að þér
hefðuð ekki svarað síðasta
bréfi hennar.“
„Eg h'afði svo mikið að
gera áður en ég fór af stað.
Það eru aðeins nokkrir dagar
síðan ég ákvað að taka mér
frí, og ég var ekki heldur viss
um, hvert ég ætlaði að fara.“ !
Þetta var nú ekki alveg
sannleikanum samkvæmt sem
hann sagði, því að á því :
augnabliki, sem hann ákvað
áð taka sér frí, vissi hann ná- ;
kvæmlega, hvert hann mundi :
fara. <
„Hér er vissulega ákaflega :
fallegt," bætti hann við. Svo
horfði hann beint á hana og ;
sagði: „Og svo lítur út sem
staðurinn eigi vel við yður.
Þér lítið vel út og hafið fitn- ■
að svólítið.“"'
„Hamingjan hjálpi mér, ég
vona ekki of mikið,“ hrópaði
Pauline. 1
„Nógu mikið til þess að
þér lítið ekki út eins og þér j
gætuð skriðið í gegnum skrá- ]
argat,.“ ]
Hann brosti, og hún fann
til ákafs hjartsláttar. ]
„Leit ég svona hrlæðilega f
út?“ spurði hún. 1
„Ekki beinlínis. Þér voruð i
þreytt og unnuð of mikið.“ ]
Hann gekk fram eftir svölun- i
um. ]
„Hér er verulega fallegt út i
sýni,“ en meðan augu hans 1
litu yfir garðinn og landslag-
ið umhverfis, var það stúlk-
an við hliðina á honum, sem
hann sá. Pauline hafði svo
■ oft veríð í huga hans, en
hann hafði alltaf reynt að
bægja mynd hennar burt,
þangað til hann ákvað að
koma og ganga úr skugga
um, hvort hún væri raunveru
lega svona — ófyrirgefan-
lega falleg.
Hann sneri sér við. „Hvern
ig líður sjúkling yðar?“
„Henni virðist líða mjög
vel.“
„Ber ekkert á sjúkdómi
hennar?“
„Það hefur ekkert borið á
honum hingað til.“
Hann tók allt í einu eftir,
hvað augun í henni voru ó-
venjulega blágrá og minntu
hann einhvernveginn á skýj-
aðan sumardag.
Pauline spurði: „Hafið þér
borðað morgunverð ?“
„Fyrir nokkru síðan.“
„Viljið þér þá ekki svo-
litla viðbót núna?“
„Nei, þakka yður fyrir. En
ef þér hefðuð bolla af kaffi
—“ Hann leit á borðið.
„Það tekur ekki eina mín-
Útu að koma með nýtt kaffi.
Ef þér vilduð setjast niður
—en áður en hún hafði lok
ið setningunni, var Abdul
komin með nýlagað kaffi
handa gestinum og spurði
hann, hvort hann vildi ekki
neitt annað. Lucius neitaði,
en um leið og hann settist
niður, spurði hann Pauline:
„Bíður frú Arbuthnot eftir
yður?“
Hún leit á klukkuna.
„Nei, það éru tuttugu mín-
útúr þangað til, en ég er viss
um, að hún vildi vita, að —“
„Þér megið ómögulega ó-
náða -'barfav- Eg hef nógan
tíma fyrirrmér.“
Hann hló. Hún undraðist
með sjálfri sér, hvort hún
hefði nokkurn tíma heyrt
hann hlæja.
„Það hljómar éinkenni-
lega,“ sagði hann, að maður
skuli hafa nógan tíma. Það er
fyrst núna, eftir að ég hef tek
ið mér frí, að ég finn, að ég
hef unnið of mikið síðustu
mánuðina. Svo að frú Arbut-
hnot líður vel ? Auðvitað haf-
ið þér séð um, að hún hafi
haft það rólegt?“
„Já,“ svaraði Pauline, „en |
það eru þessar síðustu vikur“
— allt í einu mundi hún, og
það var eins og ský hefði
dregið fyrir sólu, hvers slags
idiót hún hafði verið að sjá
ekki strax, hvaða ástæða lá
til þess, að hann kom til Al-
sír í fríinu sínu. Það var auð
vitað vegna þess, að Clare
var hérna.
„Hvað hefur komið fyrir
síðustu vikurnár?“ spurði
hann.
„Bara það, að ég held, að
það hafi verið fullmikil hreyf
ing fyrir hana, síðan ungfrú
Maradick , kom. Auðvitað
langaði hana til að —“
„Hvað þá?“ Sykurmolinn,
sem hann hafði tekið upp með
töngum, datt niður í sykur-
karið aftur. „Sögðuð þér ung
frú Maradick?“
„Já, hún kom í síðustu
viku. Vissuð þér ekki —?“
„Hvern fjandann er Clare
Maradick að gera hérna?“
Gamli óþolinmæði tónninn var
kominn í rödd hans, og hann
horfði á hana reiður á svip-
inn. Pauline hugsaði: Það er
eins og þetta sé mér að kenna.
„Ungfrú Maradick kom al-
veg óvænt,“ sagði hún, „og
auðvitað hefur frú Arbuthnot
gert allt, sem í hennar valdi
stendur, til að skemmta
henni.“
„Hvað í ósköpunum er
Clare Maradick að gera hér
í Alsír?“
„Eg hélt kannske, að þér
vissuð það.“
„Því í andskotanum ættj
ég að vita það?“
Hún roðnaði og sagði svo
stamandi:: „Sir Richard —“
,,Eg hef ekki hitt Sir Ric-
hard. Honum er illt í fætinum,
og hann er í fríi í írlandi. I
þetta sinn —“, og nú brosti
hann aftur — „hef ég skilið
sjúklinga hans eins og mína
í annarra manna höndum. Eg
hef nú ekki nema tíu daga
frí. En segið þér mér nú um
Clare, setur hún ekki allt á
annan endann? Hún er gömul
kunningjakona mín, og ég
þekki það, að henni er annað
betur gefið en að vera róleg.“
„Eg held hún sé að koma,“
sagði Pauline og reis á fætur,
þegar Clare heyrðist kalla:
„Bless þangað til á morgun.“
Áj næstá augnabliki sáu
þau hana koma, granna og í
vel sniðnum reiðfötum, með
barðastóran hatt og með
svipu undir handleggnum.'
Lucius stóð líka á fætur og
horfði á hana koma hægt upp
á svalirnar, en hún sá hann
ekki fyrr en hún var rétt kom
in að honum. En þegar hún
sá hann, sleppti hún svipunni
og rétti honum báðar hend-
urnar.
„Lucius, elskan, en yndis-
legt að hitta þig.“
„Halló, Clare, þessu bjóst
ég ekki við.
Hann tók útréttar hendur
hennar. „Hvað ert þú að gera
hér?“
Svona mundi enginn heilsa
stúlku, sem hann væri hérum
bil trúlofaður.
Pauline fór inn í húsið til
herbergja frú Arbuthnot. Til-
firiningar hennar voru bland
aðar hamingju og kvíða á
víxl.
II.
Er Pauline keyrði Alvísbíl-
inn eftir veginum inn í hvíta
borgina, átti hún erfitt með
að halda huganum föstum
við það, sem hún var að gera.
Hlutirnir höfðu breytzt.
Áður fannst henni hún vera
í samræmi við umhverfið, eri
nú fannst henni hún vera ó-
róleg og kvíðafull.
Það voru aðeins þrír dag-
ar, síðan Lucius hafði komið
svona óvænt. Fyrsta daginn
hafði hann aðeins staðið
stutta stund við til að heilsa
upp á frú Arbuthnot, sem
hafði verið svo fegin að sjá
hann, að hún hafði komizt í
svo mikið uppnám, að Paul-
ine hafði skipað henni að
hvíla sig allan daginn í her-
berginu sínu.
Næsta dag hafði hann kom
ið til morgunverðar og Clare,
sem vissi, aið hann mundi
koma, sveik loforð sitt um að
borðá með de Nevois greifa
og bróður hans, og hún lét
jLudjus vita, að hún hefði
gjört það hans vegna, en
hann svaraði aðeins:
„Þetta hefðirðu ekki átt að
gera. Við frú Arbuthnot
skemmtum okkur prýðilega
saman.“
Pauline var að hugsa um
þetta, þegar hún skildi bílinn
sínn éftirí ááíægt markaðs-
torginu og fór svo fótgang-
nr. ;-öír.:K:;K<
* a ru . „
andi erinda sinna.
Du Bois-fjölskyldan hafði
boðið henni á dansleik á föstu
daginn, og þó hún í fyrstunni
hafði ætlað að neita að fara,
skipaði frú Arbuthnot henni
að taka á móti boðinu. Hún
skipaði henni líka að fá sér
nýjan kjól í tilefni þess og lét
senda sér úr bænum marga
kvöldkjóla, svo hún gæti val-
ið úr.
Kjóllinn hékk nú í fata-
skápnum, og frú Arbuthnot
vildi endilega lána henni háls
festi, armbönd og eyrnalokka
með bleikum steinum, sem
áttu við kjólinn. Skartgripirn
ir höfðu verið geymdir í
banka í Alsír síðan fyrir
stríðið, en eitt armbandið
l^afði verið brotið, og það
hafði verið sent til gullsmiðs
í Biskra til að láta gera við
það í tíma.
Pauline var á leiðinni til
að sækja það núna. Það var
í búð, sem gamall Arabi hafði
nálægt markaðsstaðnum'.
Hún var því fegin, að
gamli, skeggjaði Arabinn var
ekki í búðinni þennan morg-
un. Hann hafði þekkt frú Ar-
buthnot frá því hún kom
fyrst til Biskra sem ung.þrúð
ur, og þegar hann komst að
því, að Pauline gat talað
frönsku, slapp hún ekki hjá
því að þiggja te, og á síð-
ustu heimsókn hennar hafði
masið í honum tafið hana í
klukkutíma.
En nú þurfti hún að flýta
sér
Pauline var á leiðinni að
bílnum aftur, þegar hún
mætti Luciusi.
„Það er langur vegur frá
horninu á Wimpolegötu — og
engin umferðarljós,11 sagði
hann.
„Góðan daginn, dr. Bell-
amy. Saknið þér Wimpole-
götu?“
„Alls ekki. Eg er ákaflega
ánægður með að vera sem
lengst í burtu frá Wimpole-
götu,“ sagði hann hlægjandi.
„Eruð þér að fara beint
heim?,“ spurði Jiann og slóst
í fylgd með henni. „Eg var
einmitt að hugsa, hvort það
væri ekki of snemmt að koma
í heimsókn."
„Frú Arbuthnot verður allt
af glöð við að sjá yður. Eg er
með bíl hérna, ef þér kærið
yður um að koma með.“
„Þakka yður fyrir. Eg hafði
ákveðið að ganga, en eruð
þér að flýta yður?“ spurði
hann. .
„Nei, frú Arbuthnot býst
ekki við mér ennþá,“ sagði
Pauline, „ég á líka eftir að
gera meira, og hún hefur bók
að lesa, sem hana langaði til
að klára.“
,,0g ég þarf að fara heim
á hótelið mitt og ná í mynda-
vélina mína. Hvernig væri,
að við hittumst á Continent-
alhóteli, þegar þér hafið lok-
ið yður af.“
„Eg held, að það væri á-
gætt,“ samþykkti hún. „Þetta
tekur mig ekki nema kortér.“
„Þá ætla ég að bíða eftic
yður.“
OÖIk-.