Mánudagsblaðið - 21.09.1959, Side 1
jSlaÓfyrir alla
12. árgangur.
___ «n»
Mánudagur 21. sept. 1959
34. tölublað.
Bátsmaður hrakinn af varð-
skipinu Þór
Varðskipin að mesfu mönnuð óvönum - Vöskum sjómönnum bolað burtu af
admirálnum í forsfjóraembæffinu. - Fermingarpilfar kjarninn í áhöfn helzfa
varðskipsins okkar. - Skeyfi frá mömmu og pabha: Börnin í land - annars..
Blaðið hefur sannfrétt að Magnús Gíslason, bátsmaður á varð-
skipinu Þór hafi fengið þau skilaboð er hann kom úr sumarleyfi,
að hans væri ekki þörf um borð í v/s Þór. Magnús, sem hefur
jiróf úr fiskimannadeild Sjómannaskólans og er þrautreyndur sjó-
maður og hinn vaskasti maður, hefur verið á Þór í tvö ár. Hann
er að dómi allra, sem til þekkja, hinn traustasti sjómaður, og
skipsfélagar hans fara ekki dult með það, að hann hafi skipið
sízt mátt missa af þilfari.
Ekki þörf
Magnús átti inni sumarleyfi frá
því í fyrra, — tók sér því tvö-
falt leyfi í sumar. Er hann hugð-
ist- mæta til vinnu var honum
tilkynnt að hans væri ekki þörf
á skipinu. Óyggjandi upplýsing-
ar liggja fyrir um að yfirmenn
á Þór finna störfum Magnúsar
ekkert til foráttu.
Krafðisf kafaralauna
Það er Pétur Sigurðsson, for-
stjóri landhelgisgæzlunnar, sem
bolar Magnúsi úr starfi vegna
þess, að hann hefur gert kröfu
til þess að fá launagreiðslur sem
kafnri á skipinu. Hann hefur full
réttindi sem kafari og lögum sam-
kvæmt eiga varðskipin að hafa
fullgilda kafara um borð til
björgunarstarfa.
Á fermingaraldri
Kjör sjómanna á varðskipun-
-jum,a;JU.Ít.anBÍg,..aJ tæpast líður
svo ferð, að ekki gangi fleiri eða
færri af þilfarsmönnum úr skip-
rúrni. Verst eru þau á Þór þar
sem yfirvinna er þar minnst. Fyr-
ir hefur komið, er skipið hefur
verið nýlagt úr höfn, að í ljós
hefur komið að nokkrir háseta
hafa verið undir lögaldri og ekki
sjálfráða. Er skrpið lenti í kasti
við Artic Viking í vor og skaut
aðvörúnarskotunum undan
Reykjanesi voru til dæmis með
tveir fermingarpiltar. Bárust
fyrirmæli frá foreldrum þeirra
til skipstjóra um að skila þeim
í land á næstu höfn.
Þörf afbragðsmanna
Pétri Sigurðssyni væri sæmri
önnur iðja en að flæmá burtu þá
fáu traustu sjómenn, sem Land-
helgisgæzlan á kost á til starfa
á varðskipunum. — Hann gæti
til dæmis eytt tima sínum betur
við hugleiðingar um eðh þeirra
átaka, sem við eigum nú í við
Breta, og væri vel ef hann kæm-
ist að þeirri niðurstöðu, að nú
væri rétt að biðjast lausnar úr
embætti, svo að við stjórn gæzl-
unnar geti tekið maður, sem
heldur virðingu manna sinna.
Landhelgismálið er nú á svó al-
varlegu stigi, að þess er krafizt
að af íslands hálfu gangi þeir
fram fyrir skjöldu úrvalsmenn,
sem meira eru reyndir af viti, en
barnalegum ákafa.
Þessa dagana sýna kunmr sovezkir nstamenn i Þjooleik-
húsinu, en fyrr í vikunni sýndu þeir utanbæjar við mikla
hrifningu. Listafólkið 2 konur og tveir karlar, eru hér á
vegum MÍK og dvelja á Iandinu í hálfan mánuð. Myndin
að ofan v4r tekin á fundi með blaðamönnum og beita Hsta-
mennií-nir talið frá vinstri: Igor Politkovski, fiðluleikari,
Ljúdmila Isaéva, sopran, M. Voskrensenskí, píanó og Taisia
Merkúleva, píanóleikari. Héðan fer listafólkið til Akureyrar.
MgsrráiHSt ertrgerð bæði fyr-
ir sund og sólbað. Þau eru úr
baðmullarefni, rauð eða blá
skreytt hvítum rósum.
Segja fulltrúar
dómstólanna upp?
MIKLAR LÍKUR BENDA til
þess, að um áramótin segi allir
fulltrúar hjá dómstólum hins op-
inbera upp störfum sínum. Full-
trúarnir telja, að kaup sitt sé
alltof lágt, og vilja „ekki tærast
upp í þjónustu hins opinbera.“
Tals- og baráttumaður fulltrú-
anna er GuÐMUNDUR INGVI
SIGURÐSSON, lulltrúi hjá saka-
dómara, liarðskeyttur maður, en
Lögmannafélag' íslands mun
veita fulltrúunum allan stuðn-
ing. Þessi stuðningur er reyndar
auðskilinn því lögfræðingar eru
dauðhræddir um að fulltrúarnir
fari að setja upp skrifstofur og
keppa við þá í braskinu.
Furðuleg fímmeyringssjónarmii
vinstrí sinna
Telja alþýðu trú um að auðmenn
standi í smásvindli
Ýms félög, jafnvel stéttir í nágrannaríkjum okkar og víð-
ar hafa síðari árin bundizt samtökum til þess að verjast
taumlausum ágangi og gerræði hins opinbera gagnvart ein-
.stökum borgurum þjóðfélagsins. Hefur þessum samtökum
orðið vel ágengt, en starfi þeirra má, í vissum efnum, líkja
við starf Neytendafélagsins.
Nota sér fáfræði
Á íslandi hafa engin slik sam-
tök verið mynduð síðan Skatt
greiðendafélagið sæla og húseig-
enda-„grínið“ voru hér á ferðinni
með hagsmuni forustumannanna
■t.fararbi;oddi-Eins;qg.kunnugt er,
þá er mörgum borgaranum sví-
virðilega misboðið af svonefnd-
um embættismönnum, sem í senn
nota sér f áfræði einstaklinga, sem
undir þá þurfa að sækja og þá
staðreynd að almenningur hefur
engin samtök, sem hlaupa með
þeim undir bagga.
Óréftlæti
Um þessar mundir talár bær-
inn um nýja skatta og útsvör, en
þar kurrar hver maður í sínu
horni, utan þess að þjóðþekktir
rnenn verða fyrir barðinu hjá ó-
vinveittum blöðum.
Það er fjarri oss að halda með
Vilhjálmi Þór, Ólafi Thors, Gunn-
ari Thor eða Bjarna Ben., en
þessir aðilar eru nú bezta bitbein
blaðanna.
Furðuleg staðhæfing
En dettur nokkrum rökrétt
liugsandi manni í hug, að þess-
ir menn, hva'ð sem um þá
mætti segja — og margt rétt
— létu sér detta í hug, að óska
eftir eða láta þræla sína gefa
sér eftir opinber gjöld —
— kannski nokkur þúsund
krónur, og stofna persónu
sinni og flokki í vandræði og
hættu út af slíku? Þetta eru
fráleitar ásakanir byggðar á
fávíslegri óskhyggju, sem
hvergi á sér stað. Ef Thorsara-
auðurinn og Vilhjálms Þórs
milljónirnar blikna undir
þessum gjöldum eru þessir
menn naumast f jáðari en svo,
að einstaklingsauður á land-
inu væri enginn. Hér er um
að ræða hundómerkilegt póli-
tískt nart úr kommúnistum og
fylgifiskum þeirra, sem allir
vita betur. Þeirra eigin menn
í nefndinni geta borið um þaS.
Vonleysi
einsfaklinga
Það sem miklu fremur skiptir
máli er sú vonlausa aðstaða sem
einstaklingar búa við gegn op-
inberum aðilum. Menn kvarta í
Framahld á 6. síðu
Öreigafélag bíó-
eigenda og frétta-
myndir
Ekki láta blessaðir örcigarnir
okkar, DlOeigendurnir, enn frá
sér heyra í sambandi við frétta-
myndir. Alþjóð veit, að þessir
menn, sem eyða lífi sínu í að upp-
lýsa alþjóð á sviði lista og leik-
bókmennta, eru í fjárhagsörðug-
leikum, en þótt þeir háfi myndatf
með sér mikið félag — Félag þío-
stjóra — þá hefur sá góði félags-
skapur ekki gefið neina skýringw
á skorti fréttamynda, |
íslenzkum kvikmyndaliúsgest-
um þætti gaman og fræðandi a$
sjá heimsviðburði á kvikmynd t.
d. fund Krústjoffs og EisenhovvW
ers, ferðalag Ikes til London,
Bonn og Parísar, eitthvað frá bar-
dögum í Alsír eða keppnum í í«
þróttum, listasýningar á frægum
söfnum — persónuleika í heims-
fréttunum, sem áður þóttu góðat
sýningar, og hinu fjölmarga öðri*
í heimsviðburðum, sem íslenzkit
bíóeigendur neita að sýna bió-i
gestum.
Það er nú kominn tími til, að
bíóin annaðhvort fái svona mynd-
ir til sýninga hér, eða gefi skýr-
ingu sameiginlega á því að þess-
ar myndir fást ekki hingað.
Það er á vitorði allra, að bíó-
eigendur fá rekstrarheimild fyrir
fyrirtæki sín á þeim forsendum
að einstaklingsrekstur auki fjöl-
breytni og skapi heilbrigða sam-
kcppni, en ef svona sleifarlag á
að ríkja er betra að allur rekst-
ur kvikmyndahúsa sé tekinn til
alvarlegrar endurskoðunar.