Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.09.1959, Síða 3

Mánudagsblaðið - 21.09.1959, Síða 3
Mánudagur 21. sept. 1959 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 MÁNUDAGSÞANKAR Jóns Iteyhvíkings O INNRÆTI STJORN- MÁLAMANNA Það hefur verið á orði liaft lengi, hve menn þeir, sem gera sér stjórnmál að atvinnu, eru kaldlyndir og samvizku lausir. Þessa sögu hafa allir að segja, sem komast í kynni við þessa menn og eru ekki af þeirra sauðahúsi sjálfir. Þetta virðist vera regla, en þær undantekningar, sem um er að ræða, gera ekki annað en staðfesta þá reglu. Þó stjórnmálamaður sé ef til vill í upphafi sæmilega „human“, fer það fljótlega af lionum og hann gerist eins og hinir, kaldur, samvizkulaus og fullur undirhyggju. Þetta kemur til dæmis ljós- lega fram í sambúð þessara manna við aðra. Stjórnmála- mönnum er í því efni ekkert heilagt. Gamlir samstarfs- menn, sem lagt hafa þeim hið mesta lið, fá reisupassa, jafn- vel allt að því út á guð og gaddinn, ef viðkomandi stjórnmálamaður telur sér slíkt henta og vill, af ein- hverjum ástæðum, fá annað skip og annað föruneyti. Sín á milli eru stjórnmála- menn ætíð reiðubúnir til að stinga rítingnum hver í bak öðrum, þegar svo horfir við. Þar er um algert samvizku- Ieysi að tefla og í þessum hóp talið alveg sjálfsagt. Þar er um leikreglur svo fullar af falsi að ræða, að utanaðkom- andi menn eiga blátt áfram ómögulegt með að skilja í því. En svona er þetta í reynd- inni, og verður þeirri stað- reynd ekki hnekkt. Þessi við- sjálni er stjórnmálamönnum misjafnlega eiginleg. Sumir þeirra, sem eru ekki með öllu illir, þegar frá móðurkviði, en hafa fyrir atburðanna rás leiðzt út á stigu stjórnmál- anna, bæta sér upp þennan al- gera kulda og andlegá og sið- ferðilegt svartnætti stjórn- málamennskunnar með því að vera hinir ágætustu heimilis- feður, og verður þá heimilið eins konar afdrep, þar sem hinn betri maður fær að ráða lögum milli kvöldmatar og háttatíma. Um þetta eru mörg dæmi, og eiga stjórnmálamenn í þessu sammerkt við suma af *> allra þekktustu glæpamönn- um, sem uppi eru eða liafa verið og drýgt hafa illvirki sín, án þess að fjölskyldur þeirra grunaði, að nokkuð gæti verið athugavert við líf þeirra og breytni. Á næstu áratugum eigum við oft eftir að kynnast miklu meira af þessari stétt manna, sem liér hefur verið gerð að umtalsefni, en áður var. Satt að segja lízt mér ekki á alla, sem þar sýnist nú hylla undir. Samvizkuleysið er málað upp, í andlit þeirra, og er auðséð, að þeir hafa ekki verið lengi að læra þá hlið stjómmála- mennskunnar. En allt þetta bitnar auðvitað fyrr eða síðar mönnunum sjálfum og landi þeirra. Engiim gengur með slíkt hugarfar, eins og stjórn- málamenn gera, öðm visi en fá fyrir það hegningu á ein- hvern hátt í lífinu, og oft kem- ur þessi hegning líka óhjá- kvæmilega niður á þeirri þjóð, sem þeir tilheyra, eins og dæmin sýna svo átakan- lega. • FÖLSUÐ NÖFN Það vakti mikla athygli, þegar um daginn var upplýst, að skrá um allt verð lyfja hefði verið prentuð í „Guten- berg“, sem er rikisprentsmiðja og síðan send út til hlutaðeig- enda, án þess að ráðherra eða ráðuneytisstjóri hefðu undir- ritað skrána, en nöfn þeirra stóðu í henni. Nú er það svo, að slík skrá er útbúin af forstöðumanni Lyfjaverzlunar ríkisins, sem er sérfræðingur í þessu efni. Mjög sterkur grunur hvílir á honum um að hafa látið prent- smiðjuna hafa handritið með vélrituðum nöfnum ráðherr- ans og oáðuneytisstjórans, sem liann skrifaði undir sjálf- ur, þegar hanw gat ekki náð til þeirra. Svo stóð á, að nú- verandi landlæknir er að liætta störfum, en hann vill umfram allt, að sú breyting, sem hin nýja skrá felur í sér, komist á áður heldur en nýr maður tekur við embættinu. Þess vegna lá þessi ósköp á að klína nöfnunum undir skrána, þótt þeir hefðu sjálf- ir aldrei séð hana og því síður ritað nöfn sín undir. Hér er um eins konar fölsun að ræða, og er hér um mjög athyglisvert brot að ræða í opinberu lífi. Þeir, sem að slíku standa, eiga auðvitað að missa embætti sín tafarlaust, og skiptir þá engu, hvort tal- ið er, að ráðstöfunin, í þessu tilfelli skráin sjálf, hafi veriö réttlætanleg eða ekki. Sjálf fölsunin getur aldrei orðið réttlætanleg. Fyrir slíku þurfa hæði opinberir starsmenn, svo sem ráðherrar og aðrir að fá vernd, og ættu mikil viðurlög að liggja við slíku tiltæki. * Það er annars hálf undar- legt, að Vilmundur landlækn- ir skuli nenna því á síðustu starfsmánuðum sínum að Iiggja í orustum við Iyfsalana, sem hann hefði þó vel getað hliðrað sér hjá, ef hann hefði viljað. En „sá gamli“ er alltaf samur við sig, svo Kristinn Stefánsson hefur vafalaust ekki þurft að eggja liann. En öll þessi styrjöld, falsiö og allt, sem því fylgdi, er glappaskot, sem óþarfi var, að skyldi henda. RADDIR LESENDA Hin árl. komikópera skattstofunnar 15% „reísing" - fyrir að gefa ekki „allt” upp Nú munu flestir bæjarbúar búnir að fá ársreikninginn frá Skattstofunni, sem lengi hefur verið einskonar „Opera com- ique“. Það mætti víst leita lengi, til að finna plagg, sem hefur að geyma jafn óviðjafnanlega brand- ara og skattskráin. Þó sjá menn ekki allt grínið í henni einni. Öllu íróðlegra mun vera að líta á sjálf framtöl einstaklinganna, eftir að þau hafa farið í gegnum um hreisunareld Skattstofunnar og verið máluð þar „abstrakt“ með rauðu. Æm SKÓLALÆKNAR Skólalækna vantar að skólum í Reykjavík. Um- sóknir sendist til Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur fyrir 9. október n.k. Nánari upplýsingar gefur borgarlæknir. Stjóm Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. m ■ «fty r ynr k ’ LAUS STAÐA Staða aðalbókara landssímans er laus til umsókn- ar. —- Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hfaa borizt póst- og símamála- stjóminni eigi síðar en 5. okt. 1959. PÓST- OG SlMAMÁLASTJÓRNIN. 8. september 1959. I Ekki eru þó allir svo lánsamir að verða fyrir þeim heiðri, sem ekki er von, þegar um er að ræða hálaunaða embadttismenn, sem hafa ýmist engar eða sáralitlar tekjur fram að telja á skatt- skýrslu sinni, eins og dæmin sanna. En undarlega mega þeir menn vera gerðir, sem geta kinn- roðalaust látið almenning hafa sig opinberlega að háði, spotti og fyrirlitningu. Þó mætti virð- ast að öllu aumkunarverðari séu þeir menn, sem takg slíkar skatt- ■skýrslur fyrir góða og gilda vöru og loka augunum fyrir stað- reyndum, þegar mektarmenn eiga í hlut. Sjálfur þarf ég ekki að kvarta, því að þegar ég á dögunum fór á Skattstofuna, til að taka afrit af framtali mínu, var búið að gera á því viðeigandi endurbætur. Að- al erindi mitt var að hjá hvaða upphæð mér bæri að telja sem tekjur af eigin húsnæði, en þann lið lót ég óútfylltan, sökum þess að mér var ókunnugt um hvernig það bæri að reikna, og setti því allt mitt traust á Skattstofuna, til að bæta úr þeirri fáfræði minni og auðvitað reyndist hún því trausti verðug og meira en það. Þar voru komnar til viðbótar 3000 kr. í tekjudálkinn, sem ég ■strax, kannaðist- við þegar ég sá það þarna, en-ekki munað eftir að hafa fengið (11 mánuðum áð- ur en ég gerði framtalið) fyrir aukavinnu hjá öðru fyrirtæki en iþeirrr opinberu greiðir mér ' föst.- mánaðarlaun, sem éndast heimilinu í 3 vikur, ef vel er á haldið. Þetta var nú allt eins og það átti að vera. En það voru fleiri fjórir kóngar í spilunum. Ef til vill hafa þeir heiðursmenn hugs- að sem svo: „Nú-já, þarna er einn náungi, sem er að reyna að svindla, en djöfsi skal ekki hafa betra af því.“ Þarna voru til við- bótar við 3 þús. krónurnar komn- ar 450 krónur. Eg spurði hvaðan þær væru komar. Fyrst í stað fannst enginn, sem gat svarað því, en svo tókst að hafa uppiá mannl, sem sagöl aö petta „myndi vera 15% refsing fyrir að gefa ekki allt upp.“ Mér varð á að spyrja hvort það væri löglegt, og var svarað dræmt „ætli það ekki“. Vissulega sé ég ekki eftir þess- um 450 kr., en er ekki ástæða til að hafa samúð með hálauna- mönnunum, sem lítinn eða eng- a tekjuskatt greiða, þegar þeir fara að taka út sína 15% refs- ingu? Eða getur nokkur efast um að refsingin nái til þeirra? Annars tfðkáðist það áður fyrr nð icaila menn á Skattstofuna til að gefa skýringu á því sem þótti ábótavant á framtali, en nú virð- ist sú útlátalausa háttvísi afnum- in, eins og svo margt annað, sem eitt sinn þótti sjálfsögð kurteisi af hálfu hins opinbera, í sam- skiptum þess við almenning. Það mætti segja mér að okkar góðkunna skattpíniingameistara (par exellence) þætti bölvað að hafa ekki fundið upp þetta „trick“, áður en hann datt út af fjáröflunarplaninu,—nema hann sé höfundurinn. Satt að segja er ég ekki búinn að sætta mig við að sú aðferð, sem hér er lýst, geti verið lögleg. Framhald á 5 siðu. HILMAR JÓNSSON: Förum við að dæmi Frakka! Leiðtogar lýðræðisflokkanna hafa mjög látið af því að komm- únistar hafi beðið ósigur í síð- ustu kosningum, nú sé aðeins að reka flóttann.Þeir gá ekki að því þeir góðu menn að æ fleiri liðs- menn í þeirra einin flokkum veifa rauðum fánum. Þótt Al- þýðubandalagið sé á undanhaldi, þá hafa bardagaaðferðir þess sigrað. Hverjir gripu til verk- fallsvopnsins í tíð vinstri stjórn- arinnar? Ekki verkamenn og bændufr heldur ríkustu stéttir þjóðfélagsins. Vígorðið: Stétt gegn stétt er raunveruleiki. Það eru stéttarfélög, jafnvel smá- starfshópar sem ráða landinu. Einn kyndari á olíuskiþinu Þyrli getur stöðvað allan síldveiðiflot- ann. Á sama tíma og allir gera kröfur á þjóðfélagið um betri lífskjör fara vinnUsvik ört vax- andi. Það stendur nefnilega livergi í kommúnistaávarpinu að menn eigi að' vera heiðarlegir. Hvergi er spillingin og vinnu- stofnun, sem- svikin eins mikil og hjá því opin- bera. Og þá spyr maður ekki að hinni vígreifu hugsjónaþaráttu stjórnmálaforingjanna. Þeir eru vitaskuld allir sammála að auka starfsemi hins opinbera. — Þegar maður hefur virt fyrir sér þessa þróun atvinnulífsins, þá þarf engan að undra, hvers vegna þeir sem skrifa afkáralegast eru styrktir sem skáld og rithöfund- ar. Flokkunum er hagur í því að viðhalda og efla heimskuna. Eitt ungu skáldanna yrkir á þessa leið: „Eg mæni döpru auga burt frá hálfu orði, veit ég þó að mér býr margt í hug. Til einskis mæli ég við þig — ó, hugsun, ég þykist ráða þér en ræð* þó engu, þú svíkur mig. Mreykinn stendur stafur á bók en hvað hann merkir, það er valt.“ Að hafa ekki hugmynd um hvað þau eru að yrkja er áreiðan- lega samnefnarinn um flesta þá unga menn, sem kallaðir eru Framhald á 8. siðu

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.