Mánudagsblaðið - 19.10.1959, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNAD
öryggixljós á skýjakljúfum — „dúftandi" íþróffa-
menn — Bönn og heimska — Krónan — Segja
upp — Fisksalar
Það er undarlegt, að enn skuli flugmálastjórnin ekki
hafa látið setja hindrunarljós svonefnd á „skýjaklúf-
ana“, sem risið hafa upp í Reykjavík. Flugvélar
fljúga oft mjög nærri þessum háu húsum, sem eru í
, flugleið, og tiltölulega ódýrt að setja upp þessi að-
vörunarljós.
•---------------------
Nokkrir íþróttamenn hafa skrifað þessum dálki og
kvartað yfir því, að á-sambandsþingi ISÍ hafi sumir
’ - leiðandi menn 'íþróttamála ,,dúftað“ af víni þegar
stjórnarkjör fór fram. Þetta þykir bréfriturum hin
mesta hneysa og vilja nafngreina mennina, en í-
þróttablöðin geta þá gert svo. Óneitanlega skipar þó
ISl æðra sess í hjörtum vorum fyrst svona skemmti-
lega breyzkir menn finnast þar.
I Freymóður „ekki drekk ég, en er þó skemmtilegur“
Jóhannesson safnar nú undirskriftum um að bann
? sé lagt á erlend dægurlög en notast við lélegt drasl
í. eins og hann sjálfur semur. Þetta verður seint gert,
því þótt íslendingar séu öfgamenn, þá kjósa þeir ekki
"N yfir. Freymóði er ljóst, að lögin hans eru ekki vin-
*i'' sæl og vill nú nauðga þjóðinni til að hlusta á þau.
Svona tilburði á að kveða niður þegar í stað, en von-
laust um þetta brölt hans.
Lt ®-------------------——
Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt um íslenzku krón-
Þ' una. Gamanblað eitt, útlent, birti nýlega grein um
myntir hinna ýmsu þjóða í heiminum svo og hvers
virði þær séu á peningamarkaði heimsins. Neðst á
j ~ listanum eru finnsk mörk, tékkneskar krónur,
spanskir pesos, falskir peningar og síðast íslenzka
krónan. Það er nú nokkuð flott hjá okkur að komast
skör lægra en falsmyntin.
Jæja — fulltrúar sakadómara, að undanskildum Þórði
Björnssyrii, hafa nú sagt upp starfi frá og með 1.
febr. 1960, og telja sig þurfa meiri laun og fríðindi.
Starfsmenn hjá borgarfógeta og lögmenn hjá ýmsum
opinberum stofnunum hafa í hyggju að segja upp,
en alls eru það um 50 manns. Allt ei’u þetta lögfræð-
ingar og benda líkur til að nóg verði af lausum lög-
fræðingum eftir áramót ef ekki semst.
Slær borgarlæknir slöku við í eftirliti með fiskbúðum ?
1 fljótu bragði virðist hreinlæti afsir, takm^rkað í
mörgum fiskbúðum og þótt fisksalar græði drjúgan
skilding — þeir stærstu — þá ætla þeir ekki að kom-
t ast upp á lag með almennilegar umbúðir. Dagblöðin
j • gilda enn og oft er sóðalegt um að litast. Þá er líka
i hálfleitt að þurfa að taka á móti slorugri skiptimynt,
J • kámugum seðlum, sem afgreiðslumenn afhenda. Það
þarf á stúlkum að halda sem taka við peningum, svo
) þeir geti einbeitt sér að afgreiðslunni.
Rússar hafa byrjað að framleiða nýja gerð af bílum og heitir hún
Tjaíka. Þetta er stór bíll og mun ætlað að leysa af dýrasta bíl
Rússanna, Zis-inn. f útliti svipar honum tii amerískra bíla eins
og sjá má af myndinni.
Ekki eru allar konur grannar,
en það er engin ástæða fyrir
feitlagnar konur að leggja á-
herzlu á holdafar sitt. Kjóllinn
á myndinni er sniðinn með það
fyrir augum að „grenna“ kon-
una. Faldar og fínar rendur!
grenna konuna, en liturinn er
aðallega grænn segir höfundur-
inn. Norman Linton.
Eru leiöfogar.........
Framhald af 1. síðu.
mál þeirra verði afgreidd
samkvæmt venjulegri af-
greiðslu glæpamála. Svona
verður ekki lengur við unað
og því fyrr, sem einhver lief-
ur kjark til að heimta spilin
á borðið, því betur.
Tízkumyndir
Svona klæðast þær í sólar-
löndunum: buxur, hnepptar í
mittið — meginlandsstíllinn —
röndóttir, stórir vasar með hvít-
um tölum. Blússan ber röndótt-
an kraga en pilsið, sem er al-
hneppt getur vel gengið á göt-
unum.
Mánudagur 19. októþer 1859
Tónar Norðursins
Til Reylijavíkur komu sl. föstu
dag, þrjú undrabörn, sem eru
aðal sjópvarps- og grammófóns
stjörnur Norðursins í dag, en
þau eru: Rokkkóngur Norðurs-
ins, Stúlkan með gulltrompett-
inn, Syngjandi prinsessan, ásamt
hinum vel þekktu færeysku
hljómsveitarmönnum og söngv-
urum Simma og félögum, sem
þekktir hafa orðið hér fyrir lag
ið „Rasmus“. Þeir munu aðeins
haidð hér nokkra hljómleika í
Austurbæ j arbíói.
1. Stúlkan með gulltrompett-
inn er 12 ára gömul og heitir
Ilse Bronaley, hefir ferðazt um
allan heim, leikið meðal annars
í Berlínarsynfóníradíóhljómsveit
inni, komið fram í sjónvarpi í
Þýzkalandi, Englandi, Svíþjóð
og Danmörku. En í heimalandi
sínu er hún kölluð: Jassundrið
með gulltrompettinn. Uppáhalds
trompettleikari hennar er Arm-
strong, en Duke Ellington og
John Hodges, frægasti negra-
jazzsaxofónleikari USA segja
um hana, að hún leiki með
styrkleika Armstrongs og tón-
um Harry James. Vart er hægt
að fá betri meðmæli.
2. Norska undrabarnið Liv
Motta, 10 ára gömul akrobat-
snillingur, sem syngur eins og
prinsessa úr ævintýraheimi.
Henni hefur verið boðið að ferð
ast víða um Evrópu og verið
boðnir sjónvarps og útvarps-
þættir, en ekki geta tekið því,
vegna skólagöngu.
3. Miller rokkari. Rokkkóngur
Norðurlanda er titill, sem nokkr
ir ungir rokksöngvarar á Norð
urlöndum hafa hlotið á undan-
förnum árum. Nú fyrir nokkr-
um vikum fór fram keppni um
þann titil í Kaupmannahöfn og
varð þá hlutskarpastur Norð-
maðurinn Stervsby, sem kom
hlustendum sínum í gott skap,
en sá sem ætlaði að trylla áheyr
endur, var danskur 14 ára pilt—
ur, er heitir Miller, og varð
hann næstur eða númer tvö.
4. Rasmus, oh Rasmus. Já, allir
íslendingar þekkja þetta lag,
sem leikið hefur verið í útvarp
að undanförnu, meira en nokk-
uð annað lag. Marga hefir lang
að til að sjá Færevingana, sem
syngja þetta lag. Nú géfst þeim
tækifæri í Austurbæjarbíói.
5. Fegurðardrottning’ jslands.
Sigríður Geirs mun einnig koma
fram á þessum hljómleikum
Norðursins ásamt Ilauki Morth-
ens, sem mun syngja og annast
kynningu skemmtiatriða.. Hljóm
sveitin „5 í fullu fjöri“ mun að-
stoða á skemmtunihni.
Knattspyrnufélagið Þróttur
stendur fyrir þéssari skemmtun,
til ágóða fyrir byggingarsjóð
félagsins og í tilefni af 10 ára
afmæli Þróttar.
sunnudag, og þvíallra síðustu
forvöð að sjá þessa ágætu
skemmtun.
Aðgöngumiðasala í Austurbæj
arbíói.
BlóðbruManp í
Þjóðleikhúsinu
Framhald af 4. síðu.
ræða; hugarvíl, harmkvæli og
dauði eru sjaldan létt í með-
förum, en að það skuli aldrei
bregða fyrir léttum tón er leik-
riti mjög óheppilegt. List Lorca
er mikil, en varla er hún nóg
til þess að réttlæta þessa upp-
færslu eins og sakir standa.
Þótt sumir af listasnobbum
þeim sem finnast og hafa áhrif
í leikarastéttinni kunni að lifa
eftir „allt fyrir listina“ — orð-
tækinu, þá vill svo oft verða
að þau skilgreina ekki milli
þess, sem sagt e rað sé list,
og þess sem er list. í leikriti
Lorca eru of margar veilur leik
ræns eðlis til að gera það að
„skyldu“-sýningu á íslandi.
Ekki bætir úr ef það er að ein-
hverju leyti misskilið af þeim
er um það fjalla. Sýningin hefur
góða punkta — grunntónninn
er dapur en víðast sannur þótt
djúpt sé tekið á árinni. En þótt
gimsteina megi finna, þá er
gjallið of mikið. — Leikræn.
verkefni góð og gild eru nóg
fyrir hendi og í sum þeirra eig-
um við hæfa leikara.
Leiktjöldin voru ósköp þægi-
leg og „intetsigenne“, Ijósameð-
ferð, þegar á þurfti að halda,
Iéieg.
Þýðing Hannesar Sigfússonar
var misjöfn að gæðum a. m. k.
hvað orðfæri snerti, þar er sum
ir töluðu slæmt mál á köflum
en aðrir gott. Æviágrip Lorca
virðist samið af socialistaflokkn-
um undir nafni þýðanda, fullt
af pólitískum dylgjum og fárán
legu orðskrúði og samanburður-
inn á T. S. Eliot og Lorca álíka
langsóttur og pólitíska þvælan.
Eg fæ ekki séð að hér verði
um mikla aðsókn að ræða, enda
lítið á sýningunni að græða sem
slíkri. Áhorfendur tóku leiknum
dræmt, en Arndísi Björnsdóttur
var fagnað nokkuð að leikslok-
um.
A. B.
P.S, I’iið ci Irill V(í 'ýinsir fruin-
sýiiiiigargeslir skuti lialda jicim sið
nð koma í jakknfölum á sýuiltgar.
Ef [lessir iiienn lialda að fn'lla sé
sniðugt þá er jiui) iitihhilningur,
þvi hér er aðeitiS uin venjulégan
lublialuítt að raða. Og lil að allt
fari saiiian, h<i er það scrlega sinekk-
legt að slanda iififi fyrir forsetahjón-
iimiiii, en lilaiiiina scr svo á rassinn
áður en j>au koinast i sxcti.
Síðustu sýningar eru í kvöld,