Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Blaðsíða 1
39. tölublað. BlaS fyrir alla 12. árgangur. Mánudagur 26. október 1959 Furðuleg framkoma Hreyfilsbílstjóra Tekur fé farþega til gegmslu — Prjózkast við að greiða -» Málið komið í rannsókn I vor skrapp ungur maður, Bergur Pálsson, til Baufarhafnar að sækja ýmislegt dót, sem hann átti þar. Með honum fór félagi hans, Árni Jóhannsson. Ferðalag þetta er hið furðulegasta í einu og öllu hvað framkomu bifreiðarstjórans, Ólafs Jóhannssonar, R—2575, áhrærir, og má efa, að Hreyfill hafi efni á að veita slík- um mönnum atvinnu er svona koma fram. Smágrein um þetta efni birtist í dagblöðum í sumar, en eftirfarandi grein hefur legið í athugun hjá blaðinu rösklega l'A mánuð, en efni hennár verið í athugun hjá lögfræðingi ásamt undirrituðum plöggum og öðrum skjölum, framburði lögreglumanna o. fl. Greinin er svo- hljóðandi; hefst eftir að þeir félagar hafa ákveðið að leigja bif- reið til Raufarhafnar. „Förum við nú út á bifr.st. „Hreyfill“ og sjáum við þar hina glæsilegu bifreið Ö—128. (Nú R—2575). Næ ég tali af bif- reiðarstjórantún Ólafi Jakobs- syni og bið hann að aka mér til Raufarhafnar ásamt Árna Jóhannssyni og tekur hann vel í það og stígum við upp í bílinn og ökum út í Landsbanka og fæ ég þar skipt ávísun að upp- hæð 10.000,00. Semjum við nú um túrinn. Segi ég Ólafi að fyrst þurfi ég að aka austur að Eyrarbakka að sækja dót er ég átti þar. Segi ég honum jafnframt að ég aki ekki af stað með honum nema að borga honum túrinn fyrirfram. Segir hann mér þá að hann sé dekkjalaus að aftan og þurfi að kaupa tvö ný dekk undir bílinn að aftan. Segi ég honum þá að ég skuli kaupa dekkin og þeir peningar komi sem greiðsla upp í túrinn. Fyrsfa gjald Ekið er nú inn af benzínstöð- ínni við Hlemmtorg, og þar af- hendi ég honum kr. 2.000,00, og fer hann þar inn og kaupir tvö Er það satt, að uppi sé fótur og fit varðandi rannsókn á starfsháttum Skattstofunnar — og að ýmsir háttsettir menn þar muni innan skamms snúa bakinu við yfirboðurum sínum og leysa frá skjóð- linni. ný dekk. Ekur nú Ólafur upp á hjólbarðaverkstæði á Grettis- götu og er skipt þar um dekk. Er því er lokið semjum við Ól- afur um túrinn, og býðst hann til að fara hann fyrir kr. 4.000,00, en setur sem skilyrði að hann verði minnst 4 daga, og geng ég að því. Annað gjald - hefj- asf deilur og suð Greiði ég honum þarna á staðnum kr. 2.000,00 í viðbót, og er ég þá búinn að greiða honum að fullu. Ökum við nú í Austur- ríki, þar afhendi ég Ólafi kr. 500, og bið hann að kaupa fyrir mig 2 flöskur af brennivíni og gerir hann það, og afhendir mér vínið, en neitar að borga mér til baka kr. 220,00. Læt ég það kyrrt liggja. Er nú ekið heim til Ólafs inn á Langholtsveg, en á leiðinni er hann alltaf að suða í mér að geyma fyrir mig peninga þá er ég hafði á mér. Meðan Ólafur fer inn til sín legg ég kr. 5000,00 í sætið hans til þess að losna við suðið í honum. Er Ólafur kemur út, tekur hann upphæðina og tekur til geymslu og reynist hún rétt. Er nú ekið til Eyrarbakka, og greiðir Ólafur þar fyrir mig kr. 100,00 er ég skuldaði. Ökum við nú á Selfoss og borðum við Árni í Tryggvaskála, en Ólafur annarsstaðar. Er hann kemur aftur, byrjar hann með sama suð- ið að geyma fyrir mig peninga, leiðist mér þetta suð í honum en afhendi honum samt kr. 1000,00 í viðbót. Ökum við svo af stað norður en stönzum aðeins við Efra-Sog, en höldum svo áfram og erum komnir að Hreðavatni rétt eftir miðnætti og gistum við þar. Um kl. 8 á föstudags- morgun leggjum við af stað og stönzum við næst við verzlun við Hrútafjarðará, borgar Ólafur þar kr. 200,00 fyrir vörur er ég keypti þar. Bílstjórinn týnist - íer i heimsókn Áfram er svo haldið og kom- um við til Akureyrar um kl. 1, lætur Ólafur smyrja bílkin, en á meðan bíðum við inni á Hress- ingarskálanum. Er við höfðum beðið góða stund leiðist okkur biðin og tek ég þá leigubíl og keyri fyrir kr. 60,00 til að leita að Ólafi en finn hann hvergi. Er ég hafði leitað fram til kl. 5 sé ég bílinn fyrir utan Hótel KEA, og finn ég hann þar inni. Er ég mjög argur þar sem við ætluðum »löngu að vera komnir af stað en við ökum í áfengisverzlun og réttir Ólafur mér þá kr. 2000,00 en ég fer inn og kaupi 1 kassa af áfengi. Eftir það fáum við okkur að borða og ökum svo af stað til Húsavíkur. Spurðum við okkur þar til vegar áleiðis til Raufarhafnar og höldum svo áfram, en vill Ólafur þá hitta vinkonu sína og barn er hann átti þar. Þessi bær er í nágrenni Kópaskers og nefnist Ærlækur. Vorumi við því mótfallnir að Framhald á 2. síðui Vinstri-Hægri Vonin er til hægri — hrunið ti! vinstri Sunnudagur 25. október 1959, alvarlegur dagur, bræð- ur, háalvarleg stund systur. í dag gerir þjóðin upp við flokkana, sýnir að hún er þreytt á svikum sumra, en bindur von sína við orðheldni annarra. Það er margfc um að kjósa til hægri og vinstri. Til dæmis má nefna hvort þér sé í huga, kjósandí góður, að veita vinstri mönnum atkvæði þitt, annaðhvort Alþýðubandalaginu eða Framsókn. Þetta er reynandi ef þú vilt áframhaldandi sukk og lækkun krónunnar, þverr- andi kaupmátt og endanlegt hrun. Það er nefnilega svo komið að nær ómögulegt er að bjarga þessari þjóð nema staöið sé við þær efnahagslegu aðgerðir sem kratar hafa byrjað en Sjálfstæðismenn stutt. Alþýðubanddlagið mið- ar allt við það, að hér skapist vanhöld, efnahagsleg, því aðeins undir slíkum kringumstæðum hefur það von til að ná endanlegum völdum. Um Framsókn gegnir líku máli. Ef Framsókn missir þau litlu áhrif, sem hún enn hefur verður versti óvinur Reykjavíkur SÍS, endanlega gert upp og verzlunarfrelsi heldur aftur innreið á ís~ landi. Þetta yrði heillavænlegasta skrefið, sem í langan tíma hefur verið stigið í íslenzkum stjórnmálum. Fram- sókn (SÍS) er mesti einstaki bölvaldurinn, sem ríkir J landinu og þangað má rekja nær allan krankleika ís- lenzks viðskiptalífs. Þennan flokk kýs enginn Reykvík* ingur, nema þeir, sem hatast við höfuðstaðinn. Því var að vísu aldrei spáð, að Alþýðuflokkurinn yrðí til að bjarga fósturjörðinni, en því verður ekki neitað, ai2F undir stjórn hans og með stuðningi Sj álfstæðismannat hefur lekizt að litlu leyti að stöðva þá óheillaskriðu í fjármálum, sem komst af stað fyrir áratug en á hástig í Framhald á 8. síðu. AJax skrifar 11111 smn Ausfurlandskjördæmi Þar eru úrslitin nokkurn- veginn augljós. Framsókn fær þrjá menn kjörna, Sjálf stæðisflokkurinn einn og Al- þýðubandalagið einn. Áður hafði Framsókn sex menn af þessu svæði. Nú verða kjörnir þar Eysteinn Jónsson, Halldór Ásgrímsson og Páll Þorsteinsson, en þeir Björgvin Jónsson og Vil- hjálmur Hjálmarsson eru í fjórða og fimmta sæti. Páll Zóphóníasson hverfur nú af þingi, hann lauk þing- mennskuferli sínum með því að slá fullan boxara niður, og var það vel af sér vikið af manni á áttræðisaldri. Flestir hinir gömlu, sérkenni legu þingmenn eru nú sem óðast að hverfa úr þingsöl- unum, en litlaus vélmenni og já-menn að koma í þeirra stað. Svona er þróunin, hvort sem manni líkar betur eða verr. Typa eins og Páll Zóp- hóníasson kemui’ sennilega ekki aftur á þing í bráðina, og það er hætt við, að hús- mæðrunum í Norður-Múla- sýslu bregði við, ef þær þurfa að kaupa saumavélar eða önnur búsáhöld. Mikill styrr kvað hafa staðið um það, hver ætti að hreppa þingsæti Sjálfstæðis- clokksins á Austurlandi, Sveinn á Egilsstöðum vildi vera efstur og Einar Sigurðs son einnig. En mótspyrna var í héraðinu gegn þessum mönnum. Sveinn á Egils- stöðum hefur aldrei verið ýkja vinsæll í sínum heima- högum, þó að þetta sé bezti karl, og margir Sjálfstæðismenn á Austur- landi voru heldur ekkert hrifnir af því að fá útgerð- armann að sunnan fyrir full- trúa sinn. Útkoman varð sú, að Jónas Pétursson tilrauna- stjóri hreppti hnossið, og hef : ur það líklega verið skynsam lega ráðið, eins og spilin lágu. Hann á áreiðanlega meira fylgi á Austurlandi en þeir Sveinn og Einar. Þetta. er farsæll maður og æsinga- laus og þaulkunnugur land- búnaðarmálum. Sumir eru að segja, að fylgismenn Einars niðri á f jörðum séu að skipu leggja útst.rikanir á Jónasi, en kannske er þetta ekki rétt hermt. Það virðist vera alveg nóg að hafa aðvífandi stórútgerðarmenn í öðru og þriðja sæti. Góður maður er Theódór Blöndal bankastjóri á Seyðisfirði, sem er í fjórða sætinu. Hann er ljúfmenni, en þó aristokrat, að hinum stendur blátt blóð á marga Framhald á 8. síðu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.