Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Síða 5

Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Síða 5
Mánudagur 26. október 1959 MÁNUDAGSBLAÐIÐ '5 i------■-------—--------------------------------------------— ........— *"** Rád við svefnleysi 1. Borðaðu ekki þungmelt- an mat, áður en þú ferð að sofa. Reyndu bolla af heitri mjólk. 2. Stattu við opinn glugga í nokkrar mínútur og dragðu andann djúpt. Þegar þér finnst þér verða kalt, þá farðu í rúmið. Hlýjan frá sængurfötunum gerir þig syfjaðan. 3. Horfðu á eitthvað bjart, stjörnu eða götuljós, eða mynd þeirra í spegli. Starðu á það um stund. 4. Reyndu að slaka á öll- um vöðvum. Teygðu þægi- lega úr þér og geispaðu. Jú, þú getur látizt geispa, og áð- ur en þú veizt af, ertu farinn að geispa á eðlilegan hátt. 5. Hugsaðu þér, að þú sért éinhversstaðar úti í náttúr- unni, þar sem friður og ró er. Þú liggur á mjúkum mosa og....... 6. Teldu sjálfum þér trú um, að fyrst þú getur ekki sofið, sé eins gott fyrir þig að fara á fætur. Þú hugsar þér að þú lokir glugganum, kveikir og farir í slopp. Að- eins hugsunin um þetta kem- Ur þér til að ákveða, að það sé betra að vera í rúminu og reyna að sofna. 7. Minnztu þess, að þó þú getir ekki sofnað, þá get- urðu hvílt fæturna og hvílt augun og að fötin þvinga þig ekkí. Þú hefur átta klukku- tíma framundan til þess að hvíla þig og að rifja upp fyrir þér skemmtilegar minningar — sem þú hefur ekki tíma til að hugsa um á daginn, og brátt munu þær renna saman við drauma þína. 8. Það er tilgangslaust að telja kindur, en þú getur far- ið yfir skáldskap í huganum eða hugsað um uppáhalds- lagið þitt. 9. En ef þú vilt sofa vært og örugglega, farðu að sofa reykjandi sígarettu. Þetta er öruggasta svefnmeðalið, sem ég þekki. Líklega sofnarðu fyrir fullt og allt, og kannski þarf ekki að hafa fyrir að jarða þig. I Samlíningur I Bandaríkjunum er gulur máni á fingurnögl álitinn ör- uggt merki um negrablóð í æðum ------ Caesar var við- riðinn tuttugu skilnaðarmál. .... San Mariona, minnsta land í heimi, flytur út frí- Hitt og merki í stórum st.il. Aðrar útflutningsvörur eru dýrir steinar og vín ----- Mústafa Kemal, fyrrverandi Tyrk- landsforseti, átti 11.000 manséttuhnappa .... Þegar franski þjóðsöngurinn var skrifaður, var hann tileink- aður Þjóðverja .... Margir hinna miklu rithöfunda, eins og Dante og Milton, þóttu með afbrigðum leiðilegir í samræðum .... Napoleon Bonaporte var höfundur eins aðalrits heimsbókmennt anna um kurteisisreglur.... Spörfuglar blaka vængjun- um þrettán sinnum á sek- úndu, þegar þeir fljúga .... Indíánar verða aldrei sköll- óttir .... Konur með blá, græn eða grá augu eru sagð- ar skipta oftar skapi en dökkeygðar .... Shake- speare myndaði fleiri nýyrði en öll ensk skáld önnur sam- anlögð .... Kanadamenn eru sagðir nota símann meira en allar þjóðir aðrar .... Það er hættulegt að taka ljósmyndir af ljónynj- um, meðan þau eru að éta. SKRÝTLUR Konu, sem varð fyrir taugaáfalli, var ráðlegt að fara til sálfræðings. Hann lét hana fá langan lista yfir það, hvað hún ætti að gera og sagði henni að koma til sín einu sinni í viku. En þeg- ar tvær viður liðu og hún kom ekki, hringdi hann til að vita hvers vegna hún hefði ekki komið. En hún svaraði: „Þér sögðuð mér, að ég ætti ekki að umgangast fólk, sem færi í taugarnar á mér, en ég þekki engan, sem fer eins illa í taugarnar á mér eins og þér gerið.“ —★— Vinir manns nokkurs ráð- lögðu honum að fara til sál- fræðings, vegna þess að ihann fékk þá flugu í höfuð- ið, að hann ætti von á að verða ríkur. Hann hélt því fram, að hann fengi tvö bréf, þar sem honum yrði skýrt fi’á því, að hann hefði erft olíulindir í Texas og nokkrar námur í Suður- Ameríku. „Þetta var erfiður sjúkl- ingur“, sagði sálfræðingur- inn, ,,og ég hafði mikið fyrir að lækna hann. Og einmitt þegar ég var búinn að lækna hann — komu bæði bréfin.“ Pólsk viðskipti Plasfvörur frá Prodimex Vefnaðarvörur frá Cefebe Papp írsvörur frá Paged Sfriga- og gúmmískófafnaður frá Skórimpex Leðurvörur frá Skórimpex Oólffeppi frá Cefebe íþróffavörur frá Yarimex Leikföng frá Coopexim íslenzk-erlenda verzlunarfélagið hi. Garðasfræti 2. Símar 15S33 og 19698 I * verður haldinn í Reykjavík sunnudaginn 25. október 1959, og hefst hann kl. 9 ár- degis. Kosnir verða alþingismenn fyrrir Reykja- vík, 12 aðalmenn svo og varamenn, fyrir næsta kjörtímabih Kosið verður i ’AusturHæJarskóla, Breiða- gerðisskóla, Langholtsskóla, Laugarnes- skóla, Melaskóla, Miðbæjarskóla, Sjó- mannaskóla og Elliheimilinu Grund, og mun borgarstjórinn í Reykjavík auglýsa skiptingu milli kjörstaða og kjördeilda. Kjörstöðum verður lokað kl. 11 síðdegis á kosningadaginn* / Aðsetur yfirkjörstjórnar verður í Miðbæj- arskólanum meðan kosning fer fram. Talning atkvæða hefst mánudaginn 26. -JT ÐktóKef [1959, kl. 6 síðdegis 1 Miðbæjar- skólanum. .Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, 19. okt. 1959. Kr. Kristjánsson, W Sveinbjörn Dagfinnsson, Einar Arnalds. '•? Jónas Jósteinsson, 'W Þorvaldur Þóraxinsson. Krossgóta ) Mónudagsblaðsinsj Lárétt: 1 Land, 5 Ósoðin 8 Drukkin, 9 Dónalegur, 10 Gola, 11 Rösk, 12 Fjallgarður í Sovétríkjunum, 14 Sund- fugl, 15 Nagdýrl8 Upphafsstafir, 20 Glöð, 21 Upphafsstaf- ir, 22 Vond 24 Leynimakk, 26 Askar, 28 Fjárgirðing, 20 Tindurinn, 30 Spil. j Lóðrétt: 1 íshettan, 2 Verkfæri, 3 Skaut, 4 Samtenging, 5 Bráðna, 6 Ósamstæðir, 7 Geislabaugur, 9 Bolti, 13 Hlemmur, 16 Dugnaður, 17 Kaka, 19 Votlendi, 21 Hnífur, .23 Þuhnt, 25 Matur, 27 Guð.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.