Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Qupperneq 6
3 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 26. október 1959 29. Hermina Black: PAULINE FKAMIIALDSSAGA „Þakka þér fyrir.“ En Paul- ine fannst sem þetta bréf ýfði upp sár hennar og gerði henni lífið enn óbærilegra. Hvernig gat hún tekið á móti gjöf frá hinni gömlu, góðu vinkonu sinni, meðan til var nokkur sem .leit á hana sem ábyrga fyrir því, sem hafði skeð. En um þetta gat hún ekki talað við nokkurn mann, ekki einu sinni Klem, Henni hefði létt, ef hún hefði getað talað um þetta við Klem. Rlem saup á teinu og horfði á vinkonu sína kvíða- full. Þetta var ekki sú sama Polly; sem hún þekkti áður. Hvað var orðið af hlátrinum og hinni óbrigðulu kýmni- gáfu? Hún hafði verið á- hyggjufull áður en hún fór, en — eitthvað hafði komið fyrir hana í Norður-Afríku, og Klem var viss um, að það var ekki neitt í sambandi við dauða frú Arbuthnot. Paul- ine var hjúkrunarkona, og hún vissi, að allt gat komið fyrir hjartasjúklinga. Beizkjan og sorgin í svip hennar átti sér persónulegar rætur. En eins og venjulega vildi Klem ekki ganga á hana um að trúa sér fyrir því, sem komið hefði fyrir, þó hún vissi, að það mundi hjálpa Pauline að geta talað um það. ,,Eg fékk sjálf bréf,“ sagði hún glaðlega. „Kærastanum mínum hálfleiðist í Ameríku, og hann á eftir að vera þar í níu mánuði. „Vesalings Klem! Sakn- arðu hans mikið?“ „Tíminn líður einhvern veg inn — og hann kemur aft- ur. Er ekki ástin hreinasta helvíti?“ Pauline lét mjólk út í teið sitt. „Því gæti ég vel trúað.“ „En hvað um það,“ sagði Klem heimspekilega. „Þáu augnablik sem maður sér inn í himininn gera kvalirnar þolanlegar.“ 'Á þessu augnabliki opnaði j'firhjúkrunarkonan dyrnar. „Búið þér aftur um rúmið í herbergi nr. 5, Ross,“ skip- aði hún. „Sir Richard sendir hingað sjúkling, sem þarf snöggra aðgerða við. Botn- langinn. Eg verð að finna Tetry hjúkrunarkonu.“ Hún fór og Pauline flýtti sér að gera rúmið tilbúið áð- ur en sjúklingurinn kæmi. Það hafði enginn tími verið til að spyrja, hvort sjúkling- urinn væri karl eða kona, en stuttu seinna kom yfirhjúkr unarkonan aftur í óðagoti og sagði: Þessi sjúklingur verður að fá allt það bezta, mér skilst að hún sé systurdóttir Sir Richards. Ekki þó Clare,“ hugsaði Pauline hrelld. En auðvitað hlaut það að yera Clare, Sir Richard átti aðeins eina systurdóttur, og honum þótti mjög vænt um hana. Og enn einu sinni var Paul ine komin í harða klípu. Hún var ekki hingað komin til að velja eða hafna, heldur varð hún að gera það, sem henni var skipað. Hún gat ekki sagt: „Látið einhvern — ein- hvern annan en mig hjúkra henni.“ En svo heyrði hún, að yfir hjúkrunarkonan hélt áfram og sagði: Sir Richard hefur sérstak lega beðið um, að þér tækjuð að yður að hjúkra henni. Það er mikill heiður fyrir yður.“ II Sjúklingurinn reyndist vera með botnlangabólgu, er var áð því kominn að springa. Það var farið beint með hana á skurðstofuna, og fyrsta sólarhringinn var hún of mjög undir áhrifum svæf- ingarinnar til að vita eða kæra sig um, hver hjúkraði henni. En á öðrum degi, þegar Pauline kom til hennar, var Clare farin að setjast upp og fylgjast með hlutunum, þó að hún vorkenndi sjálfri sér ákaflega. „Halló, Pauline. Er þetta ekki hreinasta helvíti?" „Yður fer að líða betur bráðlega, svaraði hún . „Ætli það? Eg ætlaði að fara til Madeira. Nú geri ég ráð fyrir, að ég verði að vera hér margar vikur,“ sagði Clare í nöldrunartón. „Þér þurfið ekki að vera nema tvær vikur, og þá ætti yður að vera batnað svo, að þér getið ferðazt.“ „Mér þykir svo vænt um, að þér eruð hérna,“ sagði Clare. Þetta gaf Pauline tækifæri til þess að spyrja: „Hvernig vissuð þér, að ég var hér?“ „Eg vissi það ekki fyrr en Dick frændi sagði mér það.“ En hann hefur ekki haft sjúkling hér lengi, en ein- hvers staðar hlýtur hann að hafa frétt þa^, þugsaði Paul- ine, en svo mundi hún allt í einu, að hann var einn af umsjónarmönnum dánarbús fru Arbuthnot, og bréfið frá lögfræðing hennar hafði ver- ið sent hingað, svo líklega hafði hann fengið upplýsing- ar um hana hjá farstöðukon- unni. Næstu daga hafði ' hún gilda ástæðu til að óska þess, að hann hefði sent frænku sína á einhvern ann- an spítala. Ekki vegna þess, að Clare væri erfiður sjúk- lingur — margir sjúklingar voru það, hvort sem þeir borguðu lágmárkskostnaðinn eða fullt gjald og höguðu sér eins og spítalinn hefði verið byggður- fyrir þá eina. Það sem gerði Pauline erfitt fyrir, var sívaxandi vissa um, að þó að frændi Clare hefði sérstaklega óskað eft- ir, að Pauline hjúkraði henni, þá hafði sjúklingur- inn ekkert nema óvild í henn ar garð. Hún virtist svo sem nógu almennileg á yfirborð- inu jafnvel mjög vingjarnleg og alltof áköf í að vilja gera hana að trúnaðarvini sínum. Hún talaði látlaust um, hvað „við höfðum skemmt okkur vel í Biskra,“ oð trúði henni fyrir, að André de Neveu hefði verið „alveg brjálaður í mér, góða mín — ég varð að vísa greyinu á dyr“. En sannleikurinn var sá, að bæði greifinn og bróðir hans voni*fæddir piparsvein- ar. Hún hafði verið tilneydd að játa, að hún kunni engin ráð til að breyta lífsvenjum Andrés. Það undarlegasta af öllu var, að í öllu hennar mál æði minntist hún ekki orði á Lucius, hver svo sem ástæð- an var fyrir því. En eitt var Pauline viss um, það var ekki af nærgætni í hennar garð. Pauline óskaði, að hún væri eins þögul um Gerard. Það var að heyra sem hún hefði. umgengizt hann mikið undanfarið. „Elskan hann Gerry og ég höfum alltaf verið svo góðir vinir,“ malaði hún. „Hann á mikla framtíð fyrir sér, og auðvitað kemur hann til að græða mikið á leikritum sín um — jafnvel þó að leikdóm- ararnir séu svo kvikindisleg- ir í sér og segi, að þau séu einskisvirði að efni til. Þú verður að viðurkenna, að hann er slyngur. Fannst þér ekki dásamlegt leikritið „Kampavín að nóttu?“ „Nei, það fannst mér ekki,“ sagði Pauline afdrátt- arlaust Clare leit á hana ásakandi. Þú ert ósanngjörn í garð Gerry. Hann er alveg brjálað ur í þér — það er sannleik- urinn, hann er það. Þú mátt ekki vera óvingjarnleg við hann, þegar hann kemur að heimsækja mig.“ Voru þetta ef til vill líka samantekin ráð þeirra Ger- ards? Það er andstyggilegt af mér að hugsa svona, sagði Pauline við sjálfa sig. Hún hefur ekki fengið botnlanga kast bara til þess að hafa þá ánægju að koma mér og Ger- ard saman. En fyrstu vikuna kom Ger ard ekki, þó að margir aðrir kæmu, og á laugardag var Clare í illu skapi því svo virtist sem allir vinir hennar * hefðu farið úr bænum. Hún hafði enga eirð í sér að lesa nefa tvær eða þrjár mínútur í bók í einu, og þegar henni var fært teið, skipaði hún: Seztu niður og talaðu við mig.“ „Þú verður komin heim í næstu viku um þetta leyti," sagði Pauline, hughreyst- andi. „Er ekki neinn, sem þú vildir tala við í gegnum sím- ann?“ „Mér getur kannske dott- ið einhver' í hug, en það eru eins og allir séu úti úr bæn- um núna, nema — fólk, sem hefur of mikið að gera til þess að hringja menn upp, og ég verð að bíða þangað til, að hringt verður í mig.“ Hver? hugsaði Pauline og fékk sting fyrir hjartað. Það var einn maður, sem hafði meira að gera en svo að hann mætti vera að hringja. Clare, sem var komin aft- url í rúmið, var ákaflega fall eg í fölbláum jakka, sem hún hafði utanyfir bleikan náttkjól. Hún sagði hikandi: „Hm, heyrðu mig,. Paul- ine —“ „Já?“ spurði Pauline. „Það er — nokkuð — sem mig Jiefur langað til að segja K A K A LI Framhald af 4. síðu. starfandi, þiggja krásir ríka fólksins og brosa í laumi afi fáfróðum auðkerlingum, seni skála úr dýrindis krúsum á bjöguðu ' fnáli. Þessi nýja auðstétt í landinu, sú sama og siglir oft á ári, er eina áþreifanlega sönnunin fyrir sukkinu ásamt villunum, sem rísa upp í snobb-hverf- um bæjarins. Öllu þassu er hægt að gleyma í dag meðan staðiS er við í kjörklefanum, gleyma því hversvegna vinnukona eða afgreiðslu- stúlka greiðir hærra útsvar en villueigandinn eða út- gerðarjöfurinn. Það er hollast að gleyma þessu öllu þótt ekki sé nema einn dag — en eftir helgina rennur svo af þjóðinni aft- ur.“ Hrærekur. (ÁSsent, stytt). Dumpaði úr ráðherra- sfóii - iækkað úfsvar Frá niðurjöfnunarnefnd: Ár 1959, mánudaginn 19. okt., kl. 4 síðdegis, hélt nefndin fund á venjulegum stað. Allir nefnd- armenn mættir nema E. A. Þetta gerðist: 1. Formaður skýrði frá þvi, að í Tímanum í gær hefði birzt grein, þar sem því sé haldið fram, að nefndin hafi lækkað útsvör þeirra Þórarins Þórarins- sonar ritstjóra og Eysteins Jóns- sonar fv. ráðherra án kæru eða beiðni af þeirra hálfu. í tilefni þessa tekur Haraldur Pétursson fram, að Þórarinit Þórarinsson hafi persónulega til hans leitað í hinum auglýsta við talstíma nefndarinnar og spurzt fyrir, hvort hann gæti fengið lækkað útsvar sitt. Þótti nefnd- armanninum nokkur ástæða til linunar á útsvarsupphæðinni vegna fjölskylduþunga gjaldand- ans og annars kostnaðar, gerði því tillögu um -2100 kr. lækkun, og var hún síðar samþykkt af nefndinni. Nefndarformaður getur þess í sambandi við lækkun á út- svari Eysteins Jónssonar, að til sín hafi komið í hinum auglýsta viðtalstíma nefndarinnar Ragn- ar Ólafsson, deildarstjóri á Skattstofunni, og farið fram á lækkun útsvars Eysteins vegna breýttra aðlstæðna hans. Var Ragnar mættur á fundinum og viðurkenndi frásögn þessa rétta. Kveðslt nefndarformaður hafa getað fállizt' á hina frambornu ástæðu, gert tillögu um 5400 kr. lækkun á útsvari gjaldandans, og hafi sú tillaga síðar verið samþykkt af nefndinni, m. a. vegna þess, að gjaldandinn mundi hafa lægra kaup á yfir- standandi ári en s.l. ár vegna missiþ ráðherijaláuna^ Guttormur Erlendsson | Sigurbjörn Þorbjörnss, Haraldur Pétursson I Björn Kristmundsson ] Ha—ha—ha—ha—ha—ha—lia-»

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.