Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNAD Spánskur Skugga-Sveinn — Máíurinn og lögregl- an — Lögmenn deila — Leikhúshornið — Bar- þjónar — Bezla kosningahandbókin — Sorp- eyðing og sýklar — ,Blóðbrullaup‘ Lorcas, sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu þykir yfirleitt mjög léleg sýning, enda hefur aðsókn verið dræm þær fáu sýningar sem af eru. Eftir frum- sýningu var rætt mikið um ástæðuna fyrir því að sýningin hefði misheppnast og frumsýningargestir í Leikhúskjallaranum voru á ýmsu máli um ástæðuna. Þórður Albertsson, gem manna bezt þekkir til þess sem spænskt er, lagði fátt til málanna, unz hann mælti: „Þetta er líkast því, að Spánverjar færu að setja upp Skugga-Svein.“ ■— r k i I i * I I I I w I * l f w w I k u § Lögreglan hóf ,í s.l. viku, herferð á hendur máfum á Reykjavíkurtjörn. Voru nokkrir máfar drepnir og hurfu alveg af Tjörninni þann dag, en komu strax aftur næsta dag. Það er þýðingarlaust annað en halda uppi látlausri skothríð á óvininn, því smááhlaup eru gagnslaus. Jafnframt þessu væri ekki úr vegi að herja á óvættinn í höfninni, því ef á hann er líka skotið þar, þorir hann síður yfir bæinn og á Tjörnina. •----------------------------- Magnús Thorlacius og Gunnar Þorsteinsson, hinir kunnu og harðskeyttu lögmenn er börðust um sölu- réttindi Jóhannesar Borgarbónda á hóteli sínu, eru nú komnir í hár saman persónulega. Gunnar gjör- sigraði Magnús í Borgardeilunni, en reit síðan smá- athugasemd í Mbl. um málfærslu og túlkun Magnús- ar á lögum. Nú hefur Magnús stefnt Gunnari fyrir meiðyrði og verður gaman að sjá þá kappana eig- ast við, þó enn meira gaman væri að sjá hve vel þeir fengu greitt fyrir flutning Borgarmálsins. f' Það er undarlegt, að jafn vel gefinn leikari og Har- ldur Björnsson, skuli heimta að leika hlutverk Júlíus- ar Caesars í samnefndu leikriti. Þessi ákvörðun er }l næsta óheppileg ............ Enn hefur utanhæjarleik- ; félag ráðist í að sýna listir sínar hér í Iðnó. Þetta er } vel meint en heldur kjánalegt. Það er alveg ágætt að þessi félög sýni í sveit og þorpi en vart heppilegt áð koma til höfuðstaðarins. n. Barþjónar í Reykjavík eru nú að skreppa á vikufund sem álþjóðafélag barþjóna heldur í Kaupmannahöfn. Það er sannarlega gott, að þessi þarfastétt sæki nám og þekkingu til starfsbræðra sinna ytra, því það er sannarlega ekki hvers manns geta að þjóna við bar. Og víst er mikill munur að venjulegri veitingaþjón- ustu og vinnu á bar, þótt ýmsir menn í veitingastétt skilji þetta ekki alveg, og mun þar nokkru um ráða ágirnd fremur en réttsýni. / •-------------------------------- Þótt hart sé undir að búa, er það þó mála sannast, f að kosningahandbók Fjölvíss, sem kommar gefa út, er enn bezta handbókin, sem út kemur um þessar kosningar. Sjálfstæðismenn gefa út rétt þokkalega | bók, Framsókn hlutdræga bók, en kommar, af öllum aðilum, hlutlausa og skilgóða kosningahandbók, sem ) óhætt er að mæla með. Sagt er, að svo sé komið að rannsaka verði alla starf- p;- semi Sorpeyðingarstöðvarinnar. Upp er komið að ofn- )$* ar hennar ráða ekki við að hreinsa fullnægjandi vel Jj* þann úrgang, sem í þá er látinn, og skapar þetta geig- þ vænlegt ástand. Sýklar ýmiskonar þróast í stöðinni, |/ og síðan er þeim dreift um bæinn. Nánar verður F skrifað m* þetta *æst Ajax skrik'ar Framhald af 1. síðu. vegu. Nú er Lúðvík Jósepsson öruggur um kosningu, allur spennirtgur um það mun vera úr sögunni. I öðru sæti er svo Ásmundur Sigurðsson, en í þriðja sæti er Helgi Seljan kennari. Það er alveg furðulegt, hvílíkthaturÞjóð- varnarmenn hafa lagt á Helga þennan, sem einu sinni var flokksmaður þeirra, en yfirgaf þá svo. Þeir gnísta bókstaflega tönnum af heift, ef á hann er minnzt. Hann er í þeirra augum í- mynd - erkisvikarans, og margt ófagurt segja þeir um hann. Hlutlaust fólk segir, að þetta sé meinleysismað- ur, svolítið spjátrungslegur, en bezta skinn. Góður maður á þessum lista er Sigurður Blöndal skógræktarmaður á Hall- ormsstað, greindur maður og gegn, eins og hann á kyn til. Alþýðuflokkurinn fékk tvö hundruð atkvæði á Austur- landi í síðustu kosningum, svo að hann kemur auðvitað ekki neinum manni að. Efst- ur á listanum er Bjarni Vil- hjálmsson cand mag. og skjalavörður. Bjarni er ætt- aður úr Neskaupstað og er frændsterkur á þeim slóðum. Hann mun vera gamall skóla bróðir Lúðvíks Jósepssonar. Bjarni er mun vænlegri til fylgis en Oddur Sigurjóns- son, sem bæði er aðkomumað ur og á erfitt með að sam- lagast fólki. Annar maður á þessum lista er Arnþór Jens- sen útgerðarmaður á Eski- firði, og neðar á listanum er sonur Arnþórs, Gauti lækn- ir í Neskaupstað. Ajax. Mánudagur 26. október 1959 Vonin er til hægri — hrunið til vinstri Framhald af 1. síðu. tíð vinstri stjórnarinnar undir forustu Hermanns. Al- þýðuflokkurinn hefur hvort sem það er af einlægni eða örvæntingu um hnignandi fylgi haft kjark til að spyrna fótum við ósómanum, enda eruí margir þeirrar skoðunar að skapazt hafi dálítill vísir að jafnvægi í fjár- og lands- málum þannig, að hinn stöðugi ótti og óvissa í atvinnu- vegum og viðskiptum hefur rénað og vonir skapazt um að þetta jafnvægisástand kunni að ríkja enn um stund. Veröi það svo, má gera ráð fyrir að einstaklingar og þjóðin öll fari smátt og smátt að sefast og hyggja af þessu brjálæðislega „styrjaldaræði“ sem enn þá ríkir og stefnir öllu í voða. Sjálfstæðisflokkurinn berst um af kappi fyrir frjálsri verzlun, viðskiptum og öllu því frjálsræði, sem um getur í veröldinni. Þó er sá hængur á, að loforðin eru í öfugu hlutfalli við þær efndir, sem þjóðin hefur kynnzt. Enn sem komið er hafa Sjálfstæðismenn alltaf byggt á þolin- mæði kjósenda, blaðastyrk ok gleymsku manna frá ári til árs, ásamt þeirri gullvægu hótun, að „margir kokkar spilla matnum“. Farsæld flokksins liggur aðailega I því, að það er lund þjóðarinnar að kenna sig við frelsi og sjálfstæði miklu fremur en að fyrrverandi gjörðir flokks- ins séu að verulegu leyti í samræmi við frelsi og athafna- útrás einstaklinga. Það er kannski nú, að Sjálfstæðis- flokkurinn er farinn að sjá, að stór hluti flokksmanna er í hæsta máta óánægður með stefnuna undanfarin ár og krefst þess að tekin sé upp heilbrigð og ákveðin stefniV í samræmi við upprunalega ætlun stofnenda hans. Auövitað verður flokknum enn gefið tækifæri, en það verða svo mörg mál, sem lofað hefur veriö að fram- fylgja og almenningur reiðir sig á aö framfylgt verði, að nú duga lengur engar undanfærslur né undansláttur. í dag getur þú kjósandi góður gert upp við þig hvað þú vilt — óvinina, vinstristefnuna, Framsókn og Al- þýðubandalagið — eða vonina, Sjálfstæðisflokkinn móð- urskipið, sem ennþá hefir möguleika til að snúa þjóð- inni á heillavænlega, braut. Austur- bæjarbíó sýnir nú amerísku söngva- myndina Serenade, en aðal- hlutverkið syngur Mario Lanza, sem nýlega er látinn. Efn- ið er um ástir og af- brýði, vel unnið, en auk Lanzas leika Joan Fontaine, Vincent Price og hin undur- fagra Santa Montiel. Mynd þessi er hugð- næm og fögur og ber öllum saman um að Mario Lanza hafi sjaldan sungð eins vel og nú.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.