Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.02.1960, Page 8

Mánudagsblaðið - 22.02.1960, Page 8
OR EINU I ANNAD Harbendill - Undarleg söfnun - Danska smjörið - Lokun Auslurslræfis - Kennslubifreiðar og effirlif - Silli og Valdi og KRON Alþýðublaðið upplýsti nýlega, að hin ágæta lista- kona, Nína Sæmundsdóttir, dveldi nú að Bessastöðum þar sem hún ynni að höggmynd af forsetanum og Gunnari Thoroddsen, fjármálaráðherra. Ekki var þessi frétt fyrr búin að birtast, en gárung- ar höfuðstaðarins komu af stað ýmsum sögusögnum. Það nýjasta, sem gárungar segja í þessum efnum er, að í ráði sé að setja styttuna af Gunnari á stall HafJ meyjunnar, og mun sú stytta nefnast Marbendill. I s.l. viku barst blaðinu skýrsla um söfnun vegna Rafnkells-slyssins í byrjun vertíðar. Samkvæmt þeirri skýrslu, sem að vísu er aðeins um íbúa þar syðra og nágrenni, hafa safnast liðlega kr. 1000 — eitt þúsund. Undarlega högum við okkur Islendingar. Hingað kem- ur flóttakona og elur barn, og bregður þá alþýða við og safnar í flýti stórfé og níu töskum af fatnaði, sem hún tekur með sér. Það er undarlegt, þótt sjálfsagt sé að hjálpa nauðstöddum, ef landsmenn láta ekki að- standendur sjómanna ganga fyrir flóttafólki, þó það sé alls góðs vaklegt. Það er eins gott, að danska smjörið, ef það þá kem- ur, verði flutt inn í venjulegum innsigluðum pökkum, eins og það er selt í búð ytra, en ekki í belgjum eða öðrum stórum umbúðum. Ástæðan er einfaldlega sú, að ef smjörið er í lögboðnum sölupökkum, þá er Jítil hætta á því, að íslenzku „smjör“-yfirvöldin komi hönd- um yfir það og blandi það við „gæðasmjörs“-óþverr- ann, sem þekktastur er af endemum. Þetta er eitt, sem yfirvöldin verða að fyrirbyggja — og ekki á- stæðulaust að vara við því. -— „New York-Iögreglan lokar Times-Square“. „Scot- land Yard lokar Piccadilly“, yrðu fyrirsagnir, semm sem sparka myndu viðkomandi lögreglustjórum úr embætti. Þótt lögreglustjórinn í Reykjavík loki Aust- urstræti skiptir öðru máli. Reykviska lögreglan nennir ekki að vakta þessar götur og lögreglustjóri hættir að vinna klukkan fimm. Það yrði ágsétt, ef lögreglustjór- inn léti sér skiljast að höfuðstaðurinn hefur stækkað og umferðartöf að kvöldlagi er bara eðlileg þróun þess, sem enginn getur gert við. Þessi öfuguggaskapur yfirmanns lögreglunnar er dálítið þreytfándi auk þess, sem hann hér brýtur ferlega af sér í embættisfærslu — eða er það neyðarástand, sem liggur að baki þess- ari smáborgararáðstöfun ? Það er vel, að lögreglan herðir nú eftirlit með um- ferðinni einkum hvað snertir stöðvunarmerki. Gott væri, að pafnframt yrði hert eftirlit með ökukennur- um, sem, sumir hverjir, virðast kunna lítið meira en nemendurnir a. m. k. hvað beygjur snertir. Utanbæjar- kálfar eru, að venju, að aulast á vitlausum götuhelm-1 ingum, en þeim er vorkun meðan engar kröfur eru gerðar til þeirra. En höfuðstaðarbúum er hér engin vorkunn. Nú er öld sparnaðar að renna upp. Silli og Valdi hafa álíka mikla umsetningu og KRON okkar Reyk- víkinga. Silli og Valdi hafa einn skrifstofumann auk annars forstjórans og sjá þeir um allt reikningshald og bókhald fyrirtækisins. KRON hefur heila hæð og heilan her skrifstofufólks, fulltrúa o. s. frv., sem bók- færir taprekstur fyrirtækisins. Fínir fulltrúar og finir forstjórar hjá KRON — Silli og Valdi sjálfir eru enn ekki of fínir til að afgreiða sjálfir sykur og kartöflur — Það er munur á mönnum, þótt allir kalli sig for- stjóra. Mánudagur 15. febrúar 1960 Franskar ásfir og affökur í Kópavogsbíói Jeanne Moreau, Margot drottning, fórnar öllu fyrir elskhugann. Valerie Shane... Framhald af 3. síðu. ýmis sérstök lög m. a. „I want to get maried", sem er mjög vinsælt. Nokkuð í hjónabandshug- leiðingum? Nei — alls ekki, ekki einu sinni ástfangin. Eg hefi hér á íslandi kynnst ýmsum mynd arlegum piltum, en hefi aldrei orðið ástfangin. Eg fer út og skemmti mér með prýðisstúlk um, sem ég hef kynnzt hér i Reykjávík og þær hafa boðið mér um allt. Uppáhaldslög? Já, fjölda t. d. „My sunny Valentine" og „Moonlight in Vermouth“ auk fjölda ann- arra. Og hvaða föndur (er það nú orð) stundar þú utan vinutíma? Eg er lítið gefin fyrir í- þróttir, nema sund. En annars les ég allt milli himins og jarðar og allt frá filosofinu niður í skáldsögur. Hér á íslandi hefi ég gert mest af því að skoða mig um bæði í Reykjavík og svo hefi ég séð hverina og fossana úti á landsbyggðinni. Heima í Eng landi hefi ég mörgu að sinna, en þar hefi ég sungið inn á hljómplötur hjá Phillips, en það er heimsfrægt fyrirtæki. 0g Mjómsyeit Magnúsar? Dásamleg, og okkur hefir tekizt alveg prýðilega að vinna saman. Allir í hljóm- sveitinni hafa verið svo liprir og allt hefur gengið svo vel. Og hvað svo? Ja — ég veit ekki upp á víst, en það er ýmislegt í bí- gei’ð. Vera má, þegár ég fer héðan, að þá fari ég til Suður- Afríku og syngi þar í einhverj um næturklúbb og vera má að ég verði um stund kyrr .í Englandi — hver veit? Frítími ungfrúarinnar er nú búinn svo hún flýtir sér til Magn úsar og þeirra félaga. Innan stundar hljómar músíkin •— enn eitt lagið og gestirnir tínast út á gólfið — en fremst á pallinum sveigir Valerie Shane sig eftir hljómfallinu og augnaráð ungu manpSL gýnir :— að þarna verður aðsókn næstu vikur. A. B. Daginn lengir Blóðbaðið í París 1572, var hápunkturinn í deilum kaþó- likka og Huguenotta, enda i'oru þá þúsundir Huguenotta myrtir, bæði konur og karlar og er þetta með hryllilegri morð um í blóði drifinni sögu Frakka. Kvikmyndin Elskhugi drottn ingar, sem byggð er á sögu Alexanders Dumas, og sýnd er i um þessar mundir í Kópavogs- bíói, lýsir ekki. einungis hinum i iryllilegu atburðum heldur fléttar þar inn í frönskum æðri stéttar ástum, sem í senn eru fagrar og siðlausar, sýnu ikemmtilegri en ástir alþýðunn- ar, sem bundnar voru einni konu. Brúðkaup þeirra Margrétar systur Karls 9. og Henriks af Bourbon, var aðeins hluti af valdaspekulation Katrínar af Medici, móður Karls konungs, ástin réði þar engu. úm enda hélt Hinrik við aðra konu, áður en hann giftist og ætlaði sér sannarlega að halda því á- fram að brúðkaupi loknu. Sama mun hafa vakað fyrir Margréti eða Margot, eins og hún var kölluð, en hinir afdrifaríku at- burðir á sjálfa brúðkaupsnótt- ina, urðu til þess að breyta öll- jm hinum góðu áfoi-mum kon- ungshjónanna þánnig, að í stað áeiðarlegs framhjáhalds komst Hinrik í sífelldan lífsháska en Margot varð að hlaupa um alla Parísarborg til að ná samvist- um við ný-fundinn elskhuga sinn, hin göfuga og góða greifa ad la Mole. Greifanum hafði Margot bjargað sjálfa brúðkaups nóttina, jafnframt, sem hún sá pegar að enginn nema greifinn myndi njóta sín ólöglega, en einmitt. sú ást, eins og Katrín af Medice kemst að orði, er hin sanna ást konungsættanna. At- j burðarásin, oft spennandi, stund | um mjög spaugileg, er leikandi létt unnin, en Frakkinn hefur eins og kunnugt er, sérstakt lag á að koma svona atburðum á framfæri; án þess að leggja ó- þarfa áherzlu á hið brútala, sem er Skandinövum svo kært i viS- líka viðfangsefnum. Svefnher- bergisatriðin erú unnin af deil- catesse et finesse, morðin hæfi- lega sannfærandi/ og auðvitað þurfa Frakkar, áður en þeir láta óða hermenn kasta ungum stúlk um í Signu, að klæða þær úr, láta þær falla allsnaktar í lygna ána. Allt er þetta ferlegt en, sem betur fer, óskandinaviskt. Leikarar allir eru skínandi góð- ir, hlutverkin vel unnin, en eink um ber að róma sérlega Fran- coise Rosay, Katrínu, Jeanne Moreau, Margot drottningu og Robert Porte, Karl 9. Ýmsir aðr ir leikendur sína ágæta vinnu m.a. André Versini, Henri Genes óg Daniel Céccaldi. Leikstjórnin er hófleg, áherzlan er ekki svo mjög á hið sögulega, en per- sónudrættirnir mjög skemmti- legir og sannfærandi. Ýmis at- riði eru gullfallega unnin, sér- lega svo af franskri mynd að vera, því þar fara saman bæði amerísk tækni og sönn, listræn meðferð á efninu. Þetta er kvikmynd, sem ég vil ráða öllum að sjá — þær gerast ekki öllu betri um þetta efni. A. B. Loren - Granf þreylf í Tjarnarbíói Tjarnarbíó sýnir nú banda- riska mynd, Fljótabátinn. sem fjallar um þriggja barna ekkil, og útlenzka stúlku, sem tekur hann herfangi, þrátt fyrir barna legar tilraunir hans til hins „ei- lífa hlutleysis" Stúlkan, S. Lor- qn, dóttir hljómlistarstjóra á Framhald á 7. s.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.