Mánudagsblaðið - 14.03.1960, Qupperneq 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudag'ur 14. marz 1960
BEKTA BUCK;
14.
JOA
— ásiarsaga ungrar sfúiku
FRAMHALDSSAGA
1 því sá ég að ritarinn
hoppaði af hjólinu sínu og
kom hlaupandi til okkar og
hrópaði:
„Frú Price, gét ég líka
hjálpað ?“
„Jú, hjálpaðu mér að
smyrja,“ sagði frú Price.
„Það er te-tími, og við eig-
um ærlega skilið að fá eitt-
hvað til að hressa okkur á.
Komdu með mér. Eg ætla að
ná í hvitan dúk, brauð og
smér og teketil og te.“
Tuttugu mínútum síðar
var síðasta heyhlassinu ekið
inn í hlöðu.
Fólkið settist í grasið til
að hvíla sig eftir erfiðið.
Price settist sigri hrósandi
á sláttuvélina, rétti höndina
með tebollanum móti hinum
ógnandi skýjum.
,Við vorum á undan ykk-
ur,“ hrópaði hann.
Eg hafði varpað mér nið-
ur á nálægasta forsælublett-
inn. Lífið var yndislegt á
'þessu augnabliki. Eg fann
það streyma um allar mínar
æðar. Mér var heitt, og ég
var þreytt, en ég var mjög
hamingjusöm. Því vinnan
hafði fengið mig til að
gleyma öllu öðru. Eg stakk
vasaklútnum upp í ermina
og sá í sama augnabliki, að
þrír aðrir fyrir utan höfðu
leitað sér skjóls í þessum
svala krók.
Elísabet hafði fleygt sér
niður við hliðina á mér. Á
eftir henni kom ofurstinn, og
beint fyrir framan mig sat
kapteininn og rétti okkur
smurt brauð á stóru, grænu
blaði.
Við fjórmenningarnir átum
með svo mikillí græðgi, að
kaptein Holliday varð að
orði um leið og hann stakk
upp í sig brauðsneið, að það
væri næstum því óviðeigandi.
„Hvers vegna það?“ spurði
Rielding ofursti. „Hvers
vegna skyldum við ekki
:njóta þess. Eg skal segja
þér,- að þetta hérna“ — nú
íékk hann sér meira te og
krækti sér í meira brauð um
leið og hann leit til Elísabet-
ar — „þetta hérna er sú al-
bezta máltíð, sem ég hef
nokkurn tíma fengið.“
„Það er kannske af því, að
þár hafið orðið að vinna svo
rnikið fyrir henni.“
„Ónei, aldeilis ekki. Eg
kæri mig ekkert um hluti,
i;em ég hef unnið til. Hafi
xnaður unnið til einhvers,
rnissir það um leið aðdráttar-
afl sitt — að minnsta kosti
fyrir mig.“
„Þú hefur ekki oft haft á-
stæðu til að prófa það, vin-
xir minn,“ sagði kaptein
Holliday.
Mér hefur alltaf þótt gam-
&n af að heyra góða vini
stríða hvor öðrum.
Við höfðum alveg gleymt
óveðrinu, en nú skall það á.
Kaptein Holliday stóð upp.
„Nú er þrumuveðrið komið,“
hrópaði hann.
Eg leit upp í loftið. Stórir
regndropar féllu í andlit mér.
„Hlaupið þið! Hlaupið heim
að bænum,“ hrópuðu þeir báð
ir.
Eg sá Fielding taka í hönd
ina á Elísabetu, bg þau hlupu
á eftir hinu fólkinu. Við fór
um á eftir.
Þegar við komum inn í
stóra eídhúsið, minnti það
helzt á biðherbergi á járn-
brautarstöð.
Á bekknum fyrir framan
eldstóna sat stúlka og þurrk-
aði sér. Það var Muriel, sem
hafði orðið holdvot í rigning-
unni. Hún sneri sér við, þegar
við komum inn.
„Ert það þú, Joan? Þegar
maður talar um sólina —“
sagði hún.
Talar um sólina! Já, það
var ekki að furða! Már varð
litið frá henni til mannsins,
sem stóð við hliðina á henni.
Eg vissi reyndar, að hann var
kominn aftur frá Saloniki, og
ég vissi, að hann vann á skrif
stofu herforingjaráðsins í
London. Það var aðeins eins
dags ferð frá London til
Wales, og ég vissi líka, að
Kaptein Harry Markham
hafði orð á sér fyrir að vera
alltaf að biðja um orlof.
Það var þess vegna ástæðu
laust að undrast yfir því, að
hann hefði fengið viku frí
hjá sínum gamla yfirmanni.
Um leið og hann þrýsti
hönd mína sagði hann þetta
venjulega:
„Nei, að hugsa sér, að ég
skyldi hitta yður hérna,“ og
„þér lítið ljómandi vel út.“
Eg sá strax, að mitt gamla
,,skot“ var ennþá unglegri en
hann hafði verið, grennri og
ekki eins hrokafullur.
Þetta var eins og draumur
fyrir mig, að ég skyldi standa
hér fyrir framan þann mann,
sem ég hafði verið hrifin af,
og manninum, sem ég elskaði
nú, og stúlkunni, sem hafði
tekið þá báða frá mér!
Tilfinningar mínar voru
mjög á reiki, þegar ég settist
á eldhússtólinn við hliðina á
stóru klukkunni.
Muriel Elvey kynnti kap-
tein Holliday fyrir Harry.
Kaptein Holliday leit ein-
kennilega spyrjandi augum á
Harry, en ég hafði líka tekið
eftir, að hann hafði horft á
okkur, þegar við heilsuðumst.
Svo var Harry kynntur
fyrir Fielding ofursta, sem
hafði farið frá Elísabetu og
sat nú á istólbríkinni hjá
Muriel í stellingum, sem gáfu
til kynna, að Muriel væri f yr- ’
ir hann eina stúlkan í heimin
um. Þvílík skepna! Nú var
öll lífsgleði aftur horfin úr
andliti vinkonu minnar.
Svo var aftur boðið te og
sígarettur. Eg sat og hlustaði
eins og áhorfandi í leikhúsi
— samtalið var um uppsker-
una, óveðrið og útlitið fyrir
að veðrið batnaði á morgun.
Price stóð og horfði út um
gluggann og sagðist ekki bú-
ast við, að veðrið mundi
batna.
„Ó, passið upp á fínu
skóna hennar ungfrú Elvey,
að þeir brenni ekki,“ hrópaði
frú Price, „ég vona að þeir
hafi ekki skemmzt —“.
„Þér verðið líklega að fara
í stígvél og legghlífar, ungfrú
Elvey,1 sagði ofurstinn.
„Ó, guð, ofursti Fielding.
Getið þér virkilega hugsað
yður mig brúka svo hræðileg-
an fótabúnað," sagði hún og
leit niður á silkisokkana sína.
„Það er náttúrlega óskaplega
gott, að það skuli vera til
fólk, sem getur gengið í
slíku.“ og nú leit hún á Elísa-
betu og mig. „Eg hefi sjálf
sagt átt að bjóða mig fram
í landherinn — nú, af hverju
eruð þér að hlæja mr. Price?“
sagði hún þykkjulega við bú-
stjórann. „Haldið þér ekki,
að ég hefði átt erindi þang-
að ?“
„Nei, eiginlega ekki,“ sagði
hinn góðlátlegi risi og brosti,
„nema þá upp á punt.“
„Þetta er ekki fallega
sagt, og mig langar mest til
að sanna yður, að þetta er
ekki rétt. Eina ástæðan fyrir
því, að ég gekk ekki í herinn,
var sú, að ég gat ekki skilið
við mömmu. Eg elska sveita-
lífið, er það ekki satt, Dick?
Og ég bókstaflega þrái að fá
að raka hey. Og það var þess
vegna, sem ég lcom hingað
með kaptein Markham, en
svo kom rigningin, og við
urðum að leita skjóls hér.
Þið hafið ekki !hugmynd
um, hvað ég dáist að þessum
duglegu stúlkum hérna, sem
eru svo hugaðar og vinnu-
samar, og kæra sig kollótta,
þótt þær skemmi svo á sér
húðina, hálsinn og armana,
að þær geta aldrei aftur sýnt
sig i samkvæmiskjól," hélt
Muriel áfram og horfði
á mig, sem sat þögul. „Þegar
maður á dýrindis perlur, þá
er það bara ekki hægt, ég
mundi líta út eins og fugla-
hræða. Það er ég alveg viss
um,“ sagði Muriel og flissaði
og skotraði augunum til
Harrys.
Eg sá hann brosa til henn-
ar, sama brosinu, sem hann
áður hafði svo oft brosað til
mín.
Það umlaði í honum, að sól
bruni væri í sumum tilfellum
helgispjöll!
Muriel hló og sagði: „Það
er allt annað mál með karl-
menn, þó að þeir verði dökkir
eins og negrar. Þér eruð til
dæmis, orðinn svo brúnn, að
ég ætlaði ekki að þekkja yður
aftur á járnbrautarstöðinni.
Jóan,“ sagði hún við mig,
„finnst þér ekki Harry hafa
horazt mikið og vera orðinn
sólbrunninn við að fara til
Saloniki?“
Eg sá, að kaptein Holliday
horfði hvasst á mig. Nú vissi
hann það!
Hann vissi, að þarna var
maðurinn, sem ég hafði ympr
að á við hann. Nú vissi Dick
Holliday, sem sjálfur var hrif
inn af Muriel alla mína
heimskulegu og auðmýkj-
andi sorgarsögu.
Eg sneri mér við og óskaði,
að eldhúsgólfið opnaði sig og
gleypti mig.
Á sama augnabliki kom
Elísabet til mín. „Við skulum
koma heim,“ hvíslaði hún
raunalega.
Við fórum án þess kveðja
nokkurn. Þögular gengum við
heim í braggann, og ég er
viss um, að ef nokkur hefði
séð okkur seinna um kvöldið
hlæjandi með ungfrú East-
on og Vick eða séð okkur
dansa foxtrot saman eftir
gargandi grammófónmúsikk,
hefði hann ekki grunað, að
við Elísabet værum óham-
ingjusömustu stúlkurnar í
öllum landhernum þetta
kvöld,
14. KAPÍTULI
Morguninn eftir höfðum
við aftur jafnað okkur. Elísa-
bet minntist ekki á það einu
orði við mig, að’ við höfðum
hitt Harry stjanandi við
Muriel eins og ástfanginn
unglingur.
Eg minntist ekki heldur
með einu orði á Fielding of-
ursta, og kaptein Holliday
var ekki nefndur á nafn.
Elísabet hlakkaði til að
hjálpa frú Price við að baka,
og ég átti að hjálpa smalan-
um við að rýja. Meðan ég var
önnum kafin við þetta verk,
kom Price til okkar með gest,
og það var enginn annar en
Fielding ofursti, sem spurði
feimnislega, hvort hann
mætti ekki hjálpa okkur við
klippinguna, annað hvort
Ivar, smalanum, eða urígfrú
Matthews.
Ivar var rólegur maður í
dökkbláum léreftsjakka.
Hann leit upp og brosti til
offisérans.
„Ivar kann ekki ensku,“
sagði hr. Price, ,,en allt ann-
að kann hann vel, sérstak-
lega hefur hann vel vit á kind
um.“
„Þá er það heppni, að lækn
irinn skyldi senda yður hann,
svo hann geti hjálpað yður
hérna á búgarðinum.“
„Ó, já, en þið hafið ekki
misst neins við, því hann
væri lélegur hermaður,“
sagði bústjórinn. „Hann er
mjög óframfærinn maður.“
Ivar brosti aftur. Lambið,
sern hann hafði verið að enda
við að klippa, hristi sig, og
hann fór með það og kom
með annað í staðinn.
„Nú byrjum við aftur,“
sagði hann á welsku, og ég
byrjaði að snúa hjólinu.
Eg hélt áfram að vinna og
velti því fyrir mér, hvort
hann hefði búizt við að hitta
Elísabetu hérna.
„Má ég ekki hjálpa yður
svolítið, svo að þé getið hvílt
yður á meðan,“ sagði hann.
„Takk, ég er ekki þreytt“,
sagði ég kuldalega. Eg þoldi
ekki þennan mann, sem lék
sér með tilfinningar Elísabet-
ar.
Hún var alltof góð til þess
að vera stundargaman þessa
unga manns, sem daðraði við
aðrar á mjög ósmekklegan
hátt. Elísabet hafði sagt
margt ljótt um Harry, meðan
ég var skotin í honum, en
hún hafði aldrei sagt eða
hugsað eins ljótt og ég hugs-
aði um þennan unga mann
núna.
í sínum blíðasta tón sagði
hann:
„Þér eruð kannske ekki
þreyttar, en hvers vegna eruð
þér svo — hm — svo full af
galli í minn garð?“ Og áður
en ég gæti svarað, sagði hann
jafn blíðlega: „Þér hatið mig,
af því að yður finnst .ég
daðra samvizkulaust við vin-
konu yðar.“
Eg rak upp stór augu!
Hann leit á kindasmalann.
„Svo hann kann ekki ensku?
Það vildi ég óska, að þjón-
ustufólk kynni ekki yfirleitt.
Það mundi gera mörgum lífið
léttbærara. —“
BLÓM
Daglega ný afskorin
blóm.
BLÓMABÚÐIN,
HRÍSATEIGI 1.
§ÍMI 34174.
(Gegnt Laugarneskirkju).