Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.05.1960, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 23.05.1960, Qupperneq 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 23. maí 1965 (Framhald) Þraufirnar Sumar af sögunum um þrautir Heraklesar eru í tengslum við algengar flökku sögur, aðrar eru sérkenni- legri. Bæði Herakles og Örv- ar-Oddur berjast við risa og skrímsl, en af því verður ekki margt ráðið, slíkar sög- ur eru svo algengar. Þó er ýmislegt undarlega svipað í sögunum um baráttu Hera- klesar við skrímslið í Lernu- vatni og viðureign Odds við finngálknið, sem raunar var Grímhildur, móðir Ögmund- ar Eyþjófsbana. Báðir nota þeir örvar, sverð og eld í baráttu sinni við óvættina. Ein þraut Heraklesar var sú að drepa Stymfalsfugla. Þessir fuglar átu menn og höfðu nef og klær úr eiri. Herakles hjó nef og klær af fuglunum sem sigurtákn. Örvar-Oddur komst í kynni við fugl af svipuðu tagi. Það var gammur, sem greip hann og bar hann í hreiður sitt. Gammur sá lifði meðal ann- ars á mannakjöti. Oddur drap að lokum gamminn og hjó síðan af honum nef og klær. Þetta minnir óneitan- lega talsvert á söguna um Stymfalsfugla. Raunar voru sögur um furðufugla algeng- ar á miðöldum, og flestar þeirra munu vera af grískum eða austrænum rótum runn- ar. í þes,sum sagnaflokki eru sögurnar um fuglinn Rok, svo og grískar sögur um sír- enur og harpýur. Skjaldmeyjar koma við báða sagnaflokkana. Hera- kles barðist við skjaldmeyjar og drap Hippólýtu drottn- ingu þeirra. Oddur tók skjaldmeyju þá, sem átti að vera honum til fylgdar, og varpaði henni út í fen. Tveir klettar við sjó koma við báðar sögurnar. Herakles reisti tvo kletta, stoðir Hera- Idesar, við Njörvasund. Odd- ur sigldi milli tveggja kletta, sem raunar voru skoltar á hval, er hann fór vestur í höf. Óvíst er raunar, hvort ramband er hér á milli. Sag- an í Örvar-Oddssögu er lík- ari sögmun um Argóarfar- ana grísku og sögum úr Þús- und og einni nótt. Sú var hin síðasta og þyngsta þraut Heraklesar að sækja hundinn Kerberos nið- ur til undirheima. Vann hann það verk með berum hönd- um án allra vopna. Kerberos var hin versta meinvættur, og hefur verið bent á það, að hann kunni að vera skyld ur Fenrisúlfi eða hundinum Garmi í Ásatrú. I Örvar-Oddssögu segir Hildir jötunn Oddi, að hann geti orðið konungur yfir Rísalandi, ef hann ætti ólm- ari hund en bræður hans. Oddur vísaði honum á slikan shund í Vargeyju, en það var reyndar híðbjörn. Oddur dró björninn úr híði hans langt niðri í grjóturð. Einn- ig hann sótti grimmt dýr niður í jörðina með hend- urnar einar að vopni. Og ihann nefnir björninn oftast hund: ,,Nú skaltu fara með hund þennan, svo sem ég mælti.“ Hildir launaði síðar Oddi greiðann með því að gefa honum kistur fullar gulls og silfurs. Hann skildi þær eftir á ákveðnum stað og lét hellustein mikinn á þær, svo og sverð, hjálm og skjöld. Þessi saga um vopn- in og bjargið mikla er í öll- um aðalatriðum tekin úr Þes evssögninni forngrísku. Það eru fleiri klassískar sagnir en Heraklesarsagnirnar, sem hafa haft áhrif á Örvar- Oddssögu. Glíma Odds við Ögmund Eyþjófsbana minnir um sumt á glímu Heraklesar við Anteos. Þessi Anteos var son ur Jarðar og fékk afl frá móður sinni í hvert sinn er hann snerti hana. Dugði því lítið að fella hann, því að þá reis hann ætíð upp að nýju margefldur. Glíma Hera klesar og Anteosar var löng og hörð. Tók Herakles að lokum það ráð að bregða Anteosi á loft og kyrkja hann svo í greip sinni, er hann var skilinn frá móður sinni. Jörð. — Glíma þeirra Odds og Ögmundar var einn- ig löng og hörð. „Var þeirra glíma og atgangur bæði harð ur og langur, því að Oddur hafði eigi afl við Ögmundi," segir í sögunni. Þó gat hann þjarmað svo að Ögmundi með hjálp Sírnis félaga síns, að Ögmundur sá sitt óvænna og fór þar niður, sem hann var kominn. „Jörðin luktist saman fyrir ofan höfuðið á Ögmundi, og skildi svo með þeim“ segir sagan. Að vísu gat Oddur ekki drepið Ög- mund. en eftir þennan sigur í glímunni verða þáttaskil í viðskiptum þeirra. Ögmundur gafst í rauninni upp í bar- áttunni við Odd eftir þetta, og tekur að friðmælast við hann. I báðum þessum ferlegu glímum kemur jörðin við sög ur. Anteos fær afl sitt frá henni, En Ögmundur bjarg- ar lífi sínu með því að smjúga niður í hana. Þeir Anteos og Ögmundur eru báðir eins konar jarðarvætt- ir, og töfrar beggja eru í samræmi við það. Eilurdaisðinn Eitur varð þeim báðum að bana, Heraklesi og Örvar- oddi, þótt með ólíkum hætti væri. Herakles fór í hina eitruðu skyrtu, sem Deian- eira sendi honum, en skyrtan var vætt í blóði Nessosar kentárs. Blés allur líkami hans upp af eitrinu. Oddur var bitinn af eiturnöðru, sem skreið út úr fúnum hausi Faxa 1 Berurjóðri, eins og völvan Heiður hafði spáð. „Bles upp allur fóturinn og þar með lærið“, segir sagan. Þessi saga er greinilega nátengd svipuðum sögum um sænska víkingaforingj- ann Oleg eða Helga í Kænu- garði. Ýmsir telja, að þessi sögn sé að uppruna grísk og 'hafi borizt með Grikkjum til Skyþa í Suður-Rússlandi, sem höfðu mikil viðskipti við Grikkland. En Kænugarður er á næstu grösum við hin fornu lönd Skyþa. Bæði Herakles og Oddur taka dauða sínum af mikilli karlmennsku. Einkennilegt er það, að í sambandi við dauða þeirra beggja birtist mynd af veru í hestlíki, Haus Faxa varð Oddi að bana, Og Nessos kentár var hálfur hestur og hálfur maður. Eit- urdauði í sambandi við hesta — er það tilviljun ein? Sfigið á báikösl Þegar eitrið frá Nessosar- skyrtunni læsti sig um lík- ama Heraklesar, lét hann reisa bálköst mikinn á Ötu- fjalli. Förunautar hans lyftu honum á köstinn, og hann gaf síðan skipun um að kveikja í honum. Frásögnin um síðustu stundir Örvar- Odds er mjög svipuð í öil- um aðalatriðum. Hann skip- ar fylgdarliði sínu að gera steinþró og draga þar að við. Á meðan þeir voru að því kvað hann ævidrápu sína. „Og er lokið var kvæðinu leiða þeir hann þangað, sem steinþróin var búin,“ segir sagan. Síðan legst hann nið- ur í þróna og deyr, en föru- nautarnir kvéikja í kestin- um. Báðir afreksmennirnir deyja af völdum eiturs, láta báðir gera sér bálköst og stíga á hann af fúsum vilja. Övíða er sambandið milli Heraklesar- og Örvar-Odds- sagnanna jafn greinilegt og hér. Yfirleitt er svo margt líkt með þessum tveimur sagna- flokkum, að hér 'hlýtur að vera um einhvers konar sam band að ræða. Það samband mun að vísu oftast vera ó- beint, brot úr Heraklesar- sögnunum hafa borizt inn í Örvar-Oddssögu eftir ýmsum krókaleiðum og blandazt hin um eldri sögnum hennar, sem voru norrænar að upp- runa. Og auðvitað er þetta aðeins eitt dæmi af mörgum um áhrif klassískra sagna á norrænar sögur á miðöldum. Ólafur- Hansson. t E ® Stúlkur, sem vilja læra gæzlu og umönuun van- gefinna geta komizf að í slíkt nám á Kópavogs- hæli nú i vor. Námstímann verða greidd laun sam- bærileg við laun starfsstúlkna. Upplýsingar gefnar á hælinu og í síma 19785, 14885 og 19084. Skrifstofa ríkisspítalanna BílftSftlftl! Klapparstíg 37 annast kaup og sölu bifreiða. Mesta úrvalið Hagkvæmustu greiðsluskilmálarnir Öruggasta þjónustan Klapparstíg 37 Sími 19032 Pic-pillurnar bragðgóðu eru uppáhald ungra sem gamalla Innihalda viðurkennd efni, sein gefa mjúkt, ferskt og gott bragð í munninn. P íc-pillyrnar bragðgóöu fara sigurför m landiS Kaupmenn! — Kaupfélög! Pantanir afgreiddar: Nýja sælgætisgerðin h.f. Nýlendugötu 14 — Sími 12994. öi aTvmni /r — 11 =* ÓLAFUR HÁNSSON, mennlaskóiakennari: ■.... , Herakles og • • Orvar- Odaur

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.