Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.05.1960, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 23.05.1960, Blaðsíða 3
Mánudagur 23. maí 1960 mAnudagsblaðið 3 Árni Tryggvason, Bartlet, Steindór Hjörleifsson, Wheeler. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: CJnciM Igftan Höf.: Avery Hopwood. — Leikstjóri: Gunnar R. Hansen „Lyífan” vekur geysi hláfrasköll í Iðnó „Græna lyftan" er einn af þeim gamanleikjum, sem alltaf eru nýir, alltaf sprenghlægileg- ir og efnið eiginlega sjálfsögð áminning til hjóna, ungra og hæfilega gamalla. Hjúskapurinn, sú góða stofnun, lýtur ekki, þrátt fyrir ýmsar „moderne" raddir til hins gagnstæða, nein- um sérstökum lögum. Ástinni verður ekki haldið við með reglugerðum frá þessum eða hin- um degi og hin fjölmörgu atvik daglega lifsiús geta breytt öllu „á einni hélunótt." Avery Hopwood höfundur Lyft- unnar skrifaði verk sitt árið 1915 og síðan hafa hin ýmsu spaugilegu atvik hjónalífsins ver ið endurtekin i óteljandi útgáf- um og eru enn í dag eins fersk og þegar Hopwood kom þeim á blað, og hið sama mun satt síð- an hjónabönd þekktust með sama sniði og í dag. Efni þessa sérstaka leikrits er leikhúsgest- um vel í minni. Fjalakötturinn setti það á svið með Alfre'ð' Andréssyni og Ingu Þórðardótt- ur fyrir 12 árum, en síðan hefur kvikmynd verið gerð og sýnd um það. Hin skoplega raunasaga prúðmennisins Billy Bartlets, bankastjóra, „hins full- komna eiginmanns" er rituð af sérlegri lipurð og fyndni, at- burðarásin hröð og stígandi góð. Sem betur fer er hvergi kaf- að djúpt, enda ekki reynt að sanna einhverja algilda reglu, heldur aðeins sýna skoplegu hlið ina á þessu einstaka vandamáli, sem bankastjóra Bartlet ber að leysa. Bygging verksins er ein- föld í sniðum, 3 aðalmyndir, fyrst heimili Biilys, er þau hittast hann og Blanny Wheeler, bæði saklaus og barnaleg, elskandi sína maka hreint og fölskvalaust, skilnað- arhótun frú Bartlets eða reiðar- slagið. Næst koma gagnráðstaf- anir, nótt hinna sterku drykkja og að lokum eftirköstin og upp- gjörið. Gunnar Róbertsson Hansen hef- ur nú, eftir langa fjarveru, tek- ið aftur til starfa sem leikstjóri. Gunnar er einn lærðasti leik- stjóri okkar, smekklegur og út- sjónarsamur, enda hafa mörg verk hans tekizt prýðilega. Að þessu sinni sýnir Gunnar enn glöggt hve vel honum tekst, þeg ar miklar freistingar bíða við hvert horn. Hann heldur verk- inu öllu innan ramma gaman- leiksins, forðast að sleppa leik- urum yfir í farsa, þótt sumir þeirra, sýnilega, telji farsaleik sjálfsagðan. Samræmi er yfir- leitt gott á sviðinu, tjöldin, sem eru verk leikstjóra smekkleg og björt. Hlutverk Billy Bartlets er í höndum Áma Tryggvasonar. Árni er nú einn bezti gaman- leikari okkar og túlkun hans í þessu hlutverki færir okkur enn heim sanninn um það. Fyrsti þáttur leikur í höndum Árna, svipbrigðin ágæt, tilsvörin skemmtilega sett fram. Hann nær góðu valdi á bankastjóran- um, gefur áhorfanda skýra mynd af vammlausum manni. Hinsvegar orkar leikur hans í öðrum þætti nokkurs tvímælis. Þetta er hinn frægi drykkjuþátt ur, erfiður og freistandi, og að- eins á færi ágætustu skopleik- ara að ná öllu sem í hann er lagt. Árni ,sýnilega með blessun leikstjóra, velur þann kost, að leika ölvímuatriðið svo gjörsam lega þlekfullur, að engu tali tekur. Bartlet verður drukkinn, kjánalegur ,,kaldur“ o. s. frv., en þessi ógnarlegi skjálfti og gamals manns viðbrögð alveg ó- tilheyrileg. Hann riðar eins og( tíræður maður, veltist um eins og fótfúið gamalmenni. Fyrr má nú ofleika, eiginlega skemma mjög gott og spaugilegt atriði. I þriðja þætti nær Árni aftur rétt um tökum á verkefninu og skil ar því ágætlega. Helga Bach- mann, frú Wheeler, konan, sem er blekkt og hyggur á geysileg- ar hefndir, leikur þokkalega hlutverk sitt, unz hún missir tökin, eins og Árni í miðhluta 2. þáttar, í einvíginu við Árna. Þar misskilur hún dálitið hlut- verkið, ofleikur þannig að til lýta er, en nær sér samt furðu fljótt í lok þessa þáttar og svo í lokaþætti. Annars er leikur hennar skemmtilega léttur. Jafn beztur leikur er túlkun Stein- dórs Hjörleifssonar í hlutverki hins brögðótta Jack Wheelers, heimsborgara og skúrks. Stein- dór leikur hlutverkið með hressi legum blæ, fríður sýnum, blekk ir saklausa konuna sína á elsku legasta hátt, og viðbrögð hans í þriðja þætti eru snarlega vel unnin, og eflaust sönn um þá menn, sem hann túlkar. Sigríð- ur Hagalín leikur hið óþakkláta hlutverk Lauru Bartlet, þreyttu eiginkonuna lífsleiðu, sem er að gefast upp á hinum daufgerða, syfjaða og líflausa eiginmanni sínum. Sigríður leikur hlutverk sitt af talsverðum þrótti, nær hinni glysgjörnu konu all þokka lega, en röddina verður Sigríður að þjálfa enn betur, því hún brást í átökunum. Guðmundur Pálsson, Philip Evans, heims- borgari og kvennagull, nær litlu úr hlutverkinu. Þótt þetta sé ekki rishátt hlutverk, þá er orð- spor hins mikla kvennamanns augljóst af orðum Lauru og Guð mundur hefur hreinlega ekki það til að bera, hvorki í útliti né framkomu, sem fær mann til að trúa því, sem um hann er sagt. Þegar heimsborgarinn og elshuginn mætir svo í hvítum smókingjakka, svörtum buxum og rauðköflóttum sokkum, þá fer mesti glansinn af túlkuninni. Guðmundur hlýtur úr þessu að þroska þá hæfileika, sem hann býr yfir, því svona getur þetta vart gengið öllu lengur. Guðrún Ásmundsdóttir, Tessie, brá upp einkar skemmtilegri mynd af stofustúlku Bartlets-hjónanna fjolluð og hálf-„frönsk“, ekki alveg mótfalin því, að herra Bartlet veiti henni smáathygli svo lítið beri á. Brynjólfur Jó- hannesson og Valdimar Helga- (son,, leilca hressilcga csvjfna flutrtingamenn. Það er va.fi, að jafn mikil heimskona og Laura hafi opna sodaflösku í barnum og helli sóda í glas á undan whiskey, svo og að náttföt Bart- lets litla passi alveg á Blanny, en mér finnst leikstjórinn að þessu sinni ekki taka smáatriðin nógu vel undir smásjá sína, því þau geta ef illa eru unnin eða óunnin, skemmt mikið atriðin. En hvað um það, það er langt síðan svona mikið hefur verið hlegið í Iðnó, leikritið er ó- drepandi og þrátt fyrir nokkra galla, þá gera leikararnir það yfirleitt mjög gott, einkum Árni, og enginn er svikinn þótt hann bregði sér kvöldstund í Iðnó, A. B. Gagnrýni þessi er rituð eftir sýningnna s.l. miðvikudagskvöld. A.B. Islenzkar og erlendar metsöluplötur Platan sem allir hafa beðið eftir KARDIMOMMUBÆRINN (Thorbjörn Egener) er komin Á plötunni eru 13 lög úr Kardi- monunubænum. — Sögumaður: Róbert Arnfinnsson. — Hljóm- sveitarstj.: Carl Billieli. Óskaplata barnanna. Metsöluplatan með r Oðni Vdldimarssyni I kjallaranum Saga farmannsins 2. sending komin af plötu Erlings Ágúslssonar Þú ert ungur enn Oft er fjör í Eyjiun 3. sending komin af barna- plötunni með Soffíu og Önnu Siggu Komdu niður — Snjókarlinn Platan sem allir krakkar þurfa að eiga 2. sending komin af lögunum úr Delerium Bubonis Erlendar mefsöluplötur: Stuck On You — Elvis Presley Sweet Nuthing — Brenda Lee Country Boy — Fats Domino Theme From A Summer Place — Bad Boy — Robin Luke My Cucuzza — Louis Prima Morgen — Billy Vaughn Banjo Boy — Jan & Kjeld Billy Vaughn Sendum í póstkröfu um land allt Metsöluplöturnar fáið þið í:

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.