Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.11.1960, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 21.11.1960, Blaðsíða 6
MAnu dagsblaðið Mánudag-ur 21. nóv. 1960 B ekki í huga að ná Ivor frá þeim.“ - . . .. „Eg veit ekki, hverjar til- flmningar yðar gagnvart Ivor ð|ai, en ég héld, að þær geti ekki verið djúþar, ella mund- u% þér ekki hafa viljað eyði- léggja hann.“ ; „Eg vildi ekki eyðileggja neinn,“ sagði Júlía í örvænt- ihgu. ,,Eg vildi gefa allt, allt, til þess að þetta hefði ekki komið fyrir.“ * „Það vona ég, að þér seg- ið Ivor.“ Ú L ÍA 20. eftir Denise Robins „Eg’ er búin að lofa yður því.“ ; „Þá hef ég ekki meira um þetta mál að segja,“ sagði Úrsúla. ; Augu Júlíu fylltust tárum. / „Eg vona, að það rætist ur þessu fyrir yður — það geri ég af öllu hjarta,“ hvísl- aði hún, „ég ætlaði ekki að særa yður frú Bent.“ Úrsúla svaraði þessu ekki, Súgði aðeins kuldalega; „ver- ið þér sælar,“ og gekk út úr herberginu. Júlía lá með lokuð augun. Hún reyndi ekki að þurrka tárin, scm runnu niður kinn ar hennar. Hún hugsaði; Það er skrítið, hvernig maður getur breytzt. I gær um þetta leyti var ég svo ást fangin — reiðubúin að fara á brott með Ivor og hætta öllu — og trúði á heppnina. En nú get ég eklci fundið til neinnar ástríðu eða ástar — aðeins til haturs á sjálfri mér. Eg vildi óska, að ég yæri dauð. Hjúkrunarkonurnar komu að henni grátandi. Þær gáfu henni svefnlyf, svo hún gæti sofið. Þegar Úrsúla fór frá spít- alanum, tók hún fyrstu lest til London, þar sem erfiðleik arnir biðu hennar; Spurning- ar frú Rogers og einmana- leikinn. Hennar fyrsta verk, þegar hún kom til London, var að ná i símasamband við heim- ili Daunthjónanna í Lewes. Það hafði ekki tekið hana langan tíma að komast að því, hvar Júlía átti heima. Hún hringdi í frú Mackenzie,( sem hafði fyrst kynnt þau Júlíu og Ivor, og það var ekki laust við, að hún hefði dálitla ánægju af því, hve frú Mackenzie varð hverft við, þegar hún sagði við hana í símann: „Vinkona yðar, frú Daunt, hefur lent í bílslysi með manninum mínum, og þau liggja bæði á spítala í Felp- down. Það má búast við, að það spinnist sögur, og ef þér getið gert nokkuð til að hjálpa, þá vona ég, að þér gerið það!“ Að svo mæltu skellti hún heyrnartólinu á, hún var með grátstafinn í kverkun- um, en augnabliki síðar náði hún sambandi við Bill Daunt, sem var nýkominn heim. Við hann sagði hún: ! „Eg veit ekki, hvað þér áetlið að gera, en ég vil, að þetta verði allt þaggað niður og breitt yfir það. Eg ætla ekki að fara fram á skilnað, og ég vona, að maðurinn minn komi beint heim af spitalanum. Þér skiljið, að þetta er mér mikils um vert vegna barnanna minna. Eg hef talað við konuna yðar, og hún fellst á mitt mál.“ ' Það varð augnabliksþögn, en svo heyrðist rödd Bills, mjög kuldaleg, formleg, en kurteis. „Já, ég skil það, og hvað mig snertir, þá vel ég ekki opinbert hneyksli. Og ef Júlía er yður sammála, eins og þér segið, þá skal ekkert hneyksli verða.“ Þetta var Úrsúlu mikill hugarléttir. Hún dró andann djúpt og eins og kvenna er háttur langaði hana til að halda samtalinu áfram, því henni fannst, að það ætti að vera eins konar samúðartil- finning milli hennar, sem hinnar sviknu eiginkonu, og hans, sem hins særða eigin- manns. En hún komst fljótt að því, að Bill var eins og lokuð ostra, og það var alls ekki ætlun hans að ræða þetta frekar. Með kuldalegri kurteisi kvaddi hann hana og hringdi af. Þetta kvöld var nóg að gera við símann á spítalan- um, því látlausar spurnir voru um líðan frú Daunt og Ivors Bent. Meðal margra skilaboða, serri Júlía fékk, voru tvö, sem henni þótti mest vert um. nnur voru frá Bill, þess efnis, hvort heilsan væri betri, og það vakti hjá henni eyolitla, tyllivon. Hin skilaboðin komu frá Vi, en hún sagðist vera ákveðin að koma í heimsókn strax næsta morgun. Einnig komu skilaboð frá gömlu frænku hennar í God- alming — og það var ekki laust við, að Júlíu fyndist það kaldhæðnislegt — en hún hafði lesið um slysið í kvöldblaðinu og séð þar nafn frænku sinnar. Sagðist hún mundu koma og „fá fréttir“ hjá henni, ef gigtin leyfði. Daginn eftir var Júlia flutt inn í sérstofu á spítalanum. Bill hafði séð svo um, að hún fengi skemmtilegt herbergi með stórum gluggum og út- sýn yfir. garðinn. Þaðan gat hún séð túlipanana og blóma runnana. Það biðu hennar lika blóm í herberginu, stór- ar, fallegar rósir og skál með ávöxtum. „Maðurinn yðar sendir yð- ur þetta,“ sagði hjúkrunar- konan, sem sá um Júlíu. Júlía gat aðeins kinkað kolli. Hún fékk kökk í háls- inn. Hún vildi óska, að Bill safnaði ekki glóðum elds að höfði hennar. Það jók aðeins á blygðun hennar og kom henni til að skammast sín meira. Það veitti henni ekki neina huggun, bréfið, sem hún fékk um morguninn og sent hafði verið frá annarri deild spítalans. „Get aðeins séð með Öðru auganu, þar sem bundið er fyrir hitt, og því bið ég þig að fyrirgefa skriftina. Og, ástin mín, fyrirgefðu mér. Þú veizt, að ég mundi heldur með gleði liafa dáið en að særa þig. En ég elska þig óskaplega — og enn þá meira en áður. Strax og ég get gengið, kem ég og heim- sæki þig. Úrsúla segir, að það eigi að þagga þetta nið- ur, og að skilnaður komi ekki til mála. Hvað Isegir HANN um það? Skrifaðu mér. Mér líður eins og í hel- riti. Eg hef aðeins urahugs imina um næst síðustu nótt til að lifa fyrir. Ef þú held- ur eliki áfram að elska mig . . . þá óska ég eftir að deyja . . .“ Svona hélt ’hann áfram, þangað til skriftin var orðin svo ógreinileg að hún gat varla lesið hana. Hún reif bréfið i smátætlur. Hún gat ekki fengið af sér að svara því, þangað til hjúkrunarkonan kom með þau skilaboð frá honum, að hann væri fcamslaus yfir því að fá ekki svar. Þá fyrst reis hún U]>p, þótt hana kenndi til í hverjum lim, og reyndi að skrifa. En hún fann með sjálfri sér, að hún var ekki að skrifa elsk- huga — heldur aðeins mannL sem hafði hvatt hana til að fremja það mesta heimsku- strik sem hún hafði gert í lífi sínu, og eyðilagt hana um leið. Hún skrifaði: „Eg hef liitt Úrsúlu og lief sagt henni, að ég muni ekki tala við þig aftur. Okkar beggja vegna held ég, að það sé betra að ltomast hjá kveðjuathöfn. Við megum ekki hittast aftur, Ivor. Eg hef ekki talað við Bill enn- þá, en ég býst við, að hann komi í dag og heimsæki mig. Og þá skal ég láta þig vita, hvað liann segir. Eg þakka guði, að þú ert ekki alvar- lega slasaður, og fyrirgefðu, að eg skrifa ekki aftúr.“ , . Svar Ivors kom samstund- is um hæl: „Strax á þvi augnabliki, sem ég get gengið, kem ég.“ Júlía hafði ekki einu sinni fyrir því að skrifa og segja: „Komdu ekki.“ Hún vissi, að hann kæmi. Það var svo eftir honum, sem var svo fullur af sjálfselsku, tillits- laus gagnvart öllum nema sjálfum sér, að reyna að ná í hana aftur, og eyðileggja ’hana á ný. Sú fyrsta, sem kom í heim sókn til hennar var Vi Mac- kenzie. Vi var ekki eins lífleg og kát og hún var vön að vera, og hún varð h{ /fhrædd, þegar hún sá hve illa út leik- in vinkona hennar var. En þegar hún hafði orð á því við Júlíu, sagðist Júlía ekki vera eins þjóð og hún héldi, því læknirinn, sem hafði skoð að hana um morguninn, hafði sagt, að hún yrði fljót- lega jafngóð aftur. En þó var hún enn svo óstyrk, að hún brast í grát þegar Vi settist á stól við rúmið henn- ar. Og meðan Vi hélt í hönd- ina á henni, sagði hún henni alla söguna um þessa einu brjálæðiskenndu nótt. „Þér finnst þetta kannski óskiljanlegt, Vi,“ sagði hon að lokum, „þú heldur kannske, að fyrst ég var svona ástfangin af Ivor, að ég gat farið með honum, mundi ég halda áfram að elska hann, og þetta hélt ég líka. Eg hélt, að þó ég færi aftur til Bills, mundi ég halda áfram að elska Ivor. Eg skil ekki sjálfa mig, en það er rétt eins og ég hafi verið lostin eldingu, og hafi visnað upp. Sá hluti af mér, sem elskaði Ivor, er dauður með öllu. Mig langar ekki einu sinni til að hitta hann aftur.“ Vi kinkaði kolli. „Eg held, að ég skilji þig, JÖN GUNNAKSSON Framhald af 1. siöu hann orðar það. Talið er að bráð lega fari hann og fjölskyldan í ennþá eina ferðina og hefst þá aftur erfiði stúlknanna tveggja, sem sitja í „daeha“inu hans suð ur í Garðahrauni og ala hund- ana, dusta af mublunum og halda öllu tilbúnu ef húsbónd- anum þykir henta að koma heim óvænt. Það væri gaman að vita hvað ýmsir aðilar S.H. vilja segja um síðustu risnu-reikning- ana, sem komu frá herra Jóni. Júlía,“ sagði hún. „Sjáðu til, góða, þetta minnir mig á titilinn á myndinni, sem við Georg sáum kvöldið sem þil komuð: Það var ekki ást, of það er einmitt það, sem það var ekki — en þessi mis- skilningur hefur hent svo marga, þú ert ekki sú eina.“ „Eg vissi þetta um leið og KAKALI Framhald af 5. siðu. skil'yrði eru fyx-ir hendi. Jafn vel nú er.börnum hótað með lögreglunni, hún leikur enn- þá hlutverk grýlunnar á mörgum heimilum. Þetta hug arfar verður að breytast. Lög regluþjónninn, ef hann vill eiga það nafn skilið, verðúí' að vera í senn hálfgerður sál fræðingur, kunna skil á hug- arástandi manna, sem hann þarf að veita afskipti, vinur og leiðbeinandi barna, strang ur eftirlitsmaður með um- ferð, skilningsríkur og alveg óhlutdrægur dómari þeirra sem kætast um of á opinber- um stöðum, og harður og ör- uggur verndari borgaranna. Til eru fjöldi fleiri skilyrða, sem góður lögregluþjónn verður að uppfylla. Hitt, þeg ar lögregluþjónn litur á sig sem sjálfsagðan útkastara eða slagsmálamann, sífellt með höndina á lofti, meinfýsinn eftirlitsmann í umferð, sem endalaust telur sig vera að ,.hefna sín“ á samborgurum sinum, harðstjóra, sem notar sér lítið vald til að ldekkja á þeim, sem auðsýnilega þurfa fremur leiðbeiningu en skammir,, þá er hann kom- inn langt út fyrir starfs- svið sitt, því lögreglu- þjónn er ekki dómari í neinni merkingu orðsins. En rétt breyting verður ekki meðan úlfúð og hroki eru aðaleinkenni yfirmann- anna. Lögreglustjórnin í litlu liði, jafnvel þúsundaliði eins og tíðkast ytra, verður að þekkja menn sína og umgang ast þá. Hann verður að fá í senn vináttu þeirra og virð- ingu, þannig að agi og skipu- lag haldist í hendur við per- sónulega virðingu og gagn- kvæman skilning. Aðeins þannig skapast sá andi innan lögreglunnar, að allir vita til hvers er ætlazt, hvar skyldur liggja og hvernig þeim er ætlað að sinna þeim. En í dag ríkja málaferli, flokkadrættir og óáran yfir öllu lögreglustarfinu. Blöðin, sem reynt hafa að skýra frá þessum málum eru komin í hár saman vegna pólitískra skoðana. Þetta eitur, sem all- staðar getur banað góðu sam starfi hefur, því miður, fylgt núverandi lögreglustjóra hvort sem hann á það skilitT eður ei. Það kann aldrei að stjórna góðri lukku ef þetta öryggislið íslenzka borgarans, eina skipulagða vörn hans, sé blönduð stjórnmála og hreppapólitík smáborgaraþjóð , félagsins, , ,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.