Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.11.1960, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 21.11.1960, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNAÐ Hin mikia heiilaósk — Hrausfir menn — Úr heimi blaðanna — Léleg þjónusfa — Þjáð þjóð — V'i Hiff og þetfa, H i| il 41 F 1 J •! I 1 i . I i j í 3 J 4 1 Sigurður Ólason, hæstaréttarlögmaður, er hinn mesti spekingur og fylgist allra manna bezt með öllu, sem fram fer, innan lands og utan. Sigurður kætist stundum í þröngum hópi, og er þá allra manna skemmtilegastur, ræðinn og fróður. Síðari árin hefur Sigurður þó fengið sérlegan áhuga á erlendum stjórn- málum og fylgist með öllu þar manna bezt. Þegar Kennedy var kjörinn forseti Bandaríkjanna eftir mikla og tvísýna kosningabaráttu, hreifst Sigurður all mjög og í hrifningu sinni sendi hann forsetaefn- inu eftirfarandi skeyti: „Mr. John F. Kennedy, Democratic headquarters, New York City, N. Y. Hjartanlegar hamingjuóskir. Fjölskyldan Lönguhlíð 11.“ LÁNAÐIR KASSAR - EKKI SMYGLYARA Menn ráKu upp stór augu s 1. miðvikudag, en þá birti Mbl. mynd á öítustu síðu, smvglvarn inginn í P & B kössum. Héldu margir að umboðsmenn hins merka ullargarnsfirma væru smyglarar, en aðalumboðið er Ásgeir Sigurðsson h.f. Unnsteinn Beck mun hafa fengið tóma kassa að láni hjá fyrirtækinu til að koma smyglgóssinu fyrir, en annað samband er ekki milli þeirra. Þó héldu margir, að þarna væru delinkventarnir og hældust um. Blaéfynr alla Mánudagur 21. nóvember 1960. Grein Jónasar Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn, er hinn mesti sundkappi og íþróttamaður. Synti hann, eins og kunn- ugt er, úr Drangey, að dæmi Grettis, og hefur síðan tekið Grettissögu ástfóstri, svo og aðrar kappasögur fombókmenntanna. Ekki þykir Erlingi jafn sýnt á andlega sviðinu og hinu líkamlega, og kemst hann oft einkennilega að orði, þótt í góðri merkingu sé. Eitt sinn var yfirlögregluþjónninn, að hvetja lögreglu- þjóna til dáða, en er honum þótti þeir linir í líkams- æfingum og aflraunum, mælti hann: „Já, sko, á söguöld voru. Islendingar menn — tíu fóru í Gretti, og höfðu hann ekki.“ I heimi blaðanna gerast heldur fá tíðindi, en þó mun Jón Helgason, rithöfundur og fyrrverandi rit- stjóri Frjálsrar þjóðar,- vera að koma aftur að Tíman- um, en þar hóf hann blaðamennskuferil fyrir allmörg- um árum. Ásbjöm Magnússon, fyrrverandi forstjóri Orlofs og auglýsingastjóri Vikunnar, hefur nú stofn- sett auglýsingafyrirtæki, sem rekið verður eftir fyrir- mynd erlendra fyrirtækja af sömu tegund. Ásbjörn er þaulkunnugur auglýsingatækni og munu eflaust marg- ir kaupsýslumenn leita þjónustu hjá honum. I»að má heita heldur undaríegt hjá Pósthúsinu, sem ekki fyrir löngu opnaði við endurbætt starfsskilyrði og ærinn kostnað, að láta aðeins tvær stúlkur vera við frímerkjaafgreiðslu á morgnana í 70 þúsund manna borg. Þetta er óhæft sleifarlag, því viðskipta- menn þurfa stundum að bíða lengi eftir afgreiðslu á mesta annatíma dagsins. Það er gaman að kommunum þegar þeir- eru að kvarta um að allt sé að fara í kalda kol. Frjáls þjóð birtir nú viðtah númer tvö við „æskuna“. I fyrra skiptið var það við stúlku, sem sér fyrir manni sín- Ölrin okkar) fyrir jólin. Hún fjallar um árin 1701— allar heimilisvélar og bifreið. I seinna skiptið er það við 20 ára ungling, sem eignazt hefur íbúð (með dugnaði) siglir á sumrin og stundar laxveiðar. Frjáls þjóð endar viðtalið með að spyrja: „Skyldi það vera algengt í öðrum löndum, að ungir menn um tvítugt komi sér upp fyrsta flokks húsnæði óstuddir og af eigin rammleik?“ Nei, kommarnir mínir, þetta er aðeins hægt þar sem hálfkapítalisk rikisstjórn situr við völd — þökk- um stuðninginn við kapítalið — biðið þið þangað til hún verður al-kanítalisk. Tómas Guðmundsson, skáld, mun vera að fara til tveggja ára dvalar á Spáni, ef hann er þá ekki farinn. Tómas hyggst leigja sér Jítið hús og hvílast og yrkja „eftir behag“ .... Jón Helgason hefur safnað sögu 18. aldarinnar, sem út kemur í bókarformi (líkt og um, sem er nemandi, og hefur eignazt á fáum árum 1760 .... íslcnzkir leUíarar eru geysireiðir amatör leikflokkum, sem flækjast um landið á sumrin, og kynna sig sem atvinnumenn og plokka fé út úr sveita- fólki. Er í ráði að hindra slíkt. grími 10 þúsund kr. úr viðlaga- sjóði til að byggja sér hentugt verkstæði. Þessu var betur tek- ið. Varasamur þingmaður bætti við tillögu um nægar trygging- ar í 5 ára timabil og 6% vexti. Þingið samþykkti tillöguna i þessu formi. Ekki hafði Ásgrim- ur óskað eftir þessari lánbeiðni en hann notaði ■ heimildina og byggði sér ári síðar þá vinnu- stofu og íbúð við Bergstaða- stræti sem mun að líkindum um allmörg ár verða eina sæmilega haldna sýningarhúsið fyrir málverk, í eigu ríkisins. Það féll síðar í minn hlut að eiga miklu meiri skipti við Ásgrím, Kjarval og marga aðra snjalla listamenn eftir að Alþingi hafði lögfest tillögu um að láta þriðj ung allra áfengistekna ganga til listaverkakaupa. Hefur ríkið á síðustu 30 árum eignazt með þessum hætti mörg hundruð listaverk. Er það dýrmæt eign en á síðari árum hefur sá mjöð- ur blandazt, því að fyrir mikinn hluta þess fjár sem verja skyldi til listaverkakaúpa hefur mannfélagið eignazt forða klessumynda og klossa úr gipsi og eir. En það ér önnur saga. Ríkið á nú þegar geysimikið af listaverkum þeirra snillinga sem hér hafa starfað í tvo manns- aldra. í þeim auði eru hinar 400 myndir Ásgrims ómetanleg- ui’ fjársjóður þjóðarinnar. Eng- ar líkur eru til að ríkið byggi fyrst um sinn myndarlegt lista safn, þar sem gjöf Ásgríms verði fullkomin heild. Ber þar til að forráðamenn rikis og höfuðborg- arinnar hafa ekki áhuga fyrir húsnæði nema til eigin íbúða. Hinsvegar tala þeir oft um stór byggingar og sýna teikningar af þeim, nema ekki af ráðhúsinu við Tjarnarendann. Ekki þarf þessi byggingartregða 'að skaða Ásgrimssafnið fyrst um sinn. Gjöf hans er svo prýðilega fyrir komið að þjóðin getur hýst allt það bezta sem eftir hann liggur í safninu við Bergstaðastræti. Ýmsir kostir fylgja því að á- hugamenn þurfa nokkur missiri til að kynnast öllum auði meist- aranna: Þá gefa menn sér tóm- ♦ stund til að venjast sannri list i þröngum en góðum húsakynn um. Þar mun þjóðin á einum eða tveimur mannsöldrum læra að meta sanna list og greina hismið frá kjarnanum. Að lok- um mun ríkið byggja listahöll, þar sem snillingar þjóðarinnar eiga úrvalsverk: sin geymd um ókomnar aldir. SITT HVAD OR SAM- KVÆMISLIFINU Shenuntihríiítar — Nýr reit- ingastaðnr — Hoppað milli horða Enn heíur einn af skemmti- staðnum. stöðum bæjarins fengið erlenda skemmtiki’afta til þess, að vinna hylli heinna mörgu Reykvíkinga, ^sem vilja eyða kvöldunum í björtum og rúmgóðum sölum veitingahúsanna. Röðull náði sér nýlega í enskt par, Chas Mc- Devite og Shirley Douglas, sem þar koma fram kvöld hvert og syngja og spila fyrir gesti. Hjón- in eru vel þekkt í Englandi, hafa komið fram viða og tekið þátt í „prógrömmum“ á skemmtistöðum ytra og svo í sjónvarpi. H*afa þau skemmt þar nær tvær vikur og fengið góða áheyrn enda hafa þau vel til þess unnið. En Röðull lætur ekki þar staðár numið, því jafn framt syngur þar ungfrú Sigrún Ragnars, Miss ísland, og svo Nestor islenzkra dægurlagasöngv ara, Haukur Morthens, sem allt- af heldur vinsældunum og á það fyllilega skilið. Þá má - ekki gleyma Árna Elíar og hljóm- sveit, sem leika þarna ícvöld hvert. Röðull er nú jafn bezt sótti skemmtistaðurinn, sem seg ir sitt. • Fyrir rúmlega viku opnuðu eigendur „Klúbbsins’’ við Lækj- arte'g 2 dyr sínar og á fyrsta kvöldi var húsfyllir og mikil kátína. Klúbburinn er það nýj- asta í íslenzku skemmtánalífi, aðalbarinn í Austurlandastíl, en þaðan er gengið í Veiðikofann, sem innréttaður er með vopn- um, byssum og korðum, svo og skinnum og hornum og mun enn fleira eiga eftir að skreyta þann salinn. Klúbburinn er á tveim hæðurn og uppi er aðalsalurinn stór og rúmgóður, annars veg- ar hans er setustofa og arinn, þar sem menn koma saman og rabba, en hinsvegar er blóma- og jurtasalur, lýstur upp með sérkennilegum lömpum, og þar geta gestir fengið sér kaffi og konjak að kvöldverði lolýnum. Hljómsveit Kristjáns Magnússon ar leikur fyrir dansi, en söngv- ari er hin vinsæla söngkona Elly Vilhjálms. Heiðurinn af öllu því nýja, sem þarna kemur fram á Ragnar Þórðarson, forstjóri, skil ið því hann hefur séð um alla inHanhússkreyltinguf og fengið erlenda sérfræðinga til að ann- ast frumteikningar og skipulag en sjálfur sigldi Ragnar vítt og breitt eftir hugmyndum, sem hann lét síðan framkvæma. — , Framkvæmdir í daglegum J rekstri annast þeir Birgir Árna son og Bjarni Guðjónsson, gam- alkunnir veitingaþjónar í höfuð Segja má, að það eina, sem á bjátar i islenzkri veitinga- mennsku sé hinn hvimleiði kunn ingsskapur, sem tíðkast á veit ingahúsum og bezt lýsir sér í þvi, að eftir nokkra diykki þykj ast allir þekkja alla og vera, allstaðar velkomnir. Þetta er smáborgaraskapur, sem verður Framhald á 5. síðu Söguleg flugmynd í Ausfurbæjarbíói 20. maí 1927 er og verður merkisdagur í sögu flugsins. Þann dag lagði Lindberg, ílug- kappi af stað frá New York í fyrstu flugferð yfir Atlanshafið og stefnir til Parísar. Engum hafði áður tekizt þetta flug og það, að Lindberg tókst þessi til- raun í lítilli flugvél með einum hreyfli, þykir eitt af afrekum flugsins. Charles Lindberg var flugið í blóð borið og nafn hans hefur lifað á vörum manna í sambandi við sögu þess. Austurbæjarbió sýnir nú mynd ina „The Spirit Of St. Louis“ — Flugið yfir Atlantshafið — sem byggð er á bók Lindbergs sjálfs um þetta mikla ferðalag og ævi hans: Myndin er glögg lýsing á flugmálum þeirra ára, hug og dirfsku mannanna, sem þá hættu og fórnuðu lífi sinu til þess að þetta nýja samgöngutæki hlyti viðurkenningu og yrði endur- bætt og prófað er tímar liðu. Lindberg var sjálfur til aóstoðar' v'.ð töku myndarinnar og má reikna með að öll atriði, sem máli skipta séu sönn, þótt myndatökunnar vegna séu sam- töl og annað því um líkt aðeins til að skeyta efnið saman. James Stewart leikur hlutverk Lindbergs og gerir það bæði skemmtilega og sennilega. Stew- art er ekki ókunnur flugi sjálfur því á styrjaldarárunum gat hann sér mikinn orðstír sem herflug- maður, vann sér iöringjatign og leiðtogatign í hernum. Er leikur Stewarts einkar sannfærandi og látlaus en hlédrægni var eitt af höfuðeinkennum Lindbergs á yngri árum. Segja má, að of mikitl þungi hvíli á herðum Jame's’Stewart því myndin bygg ist náiega öll á atriðum, sem hann leikur í, þannig að i heild verður þetta heldur einhæít efni. En léikstjórn Lelands Hay- wartls ér' jöfn og stigandi góður, þannig að áhorfanda leiðist «kki. Hér er á íerðinni mynd, sem allir ættu að sjá. A.B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.