Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.11.1960, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 21.11.1960, Blaðsíða 5
Mánudagur 21. nóv. 1960 MÁNÚDAGSBLAÐIÐ '3- ■%r*' ■ f Ef þiVvilt kynnast náunganum Næst þegar þér er boðið til kvöldverðar, skaltu spyrja sessunaut þinn þessara spurn inga, og það mun ekki líða á löng-u áður en allir boðs- gestir vilja fá að vera með í leiknum. Svörin eru skemmti leg, en þau geta lík-a verið til fróðleiks um þann, sem svar- ar. Svaraðu spurningunum fyrst sjálfur, lestu svo, hvaða upplýsingar svörin veita um þig. Hvað vildurðu vera ganiall, ■ef þú mættir ráða, það sem eitir er æviimar? Aldurinn, sem menn velja, fer venjulega eftir því hve- nær þeir voru upp á sitt hezta eða hamingjusamastir. Þeir sem vildu verða börn eða unglingár á nýjan leik, hafa venjulega vanþroskað tilfinningalíf: þeir þrá tíma- bil ábyrgðarleysisins. Þeir sem velja sinn núverandi ald ur, hafa oftast komið sér vel áfram og eru sáttir við um- hverfið. — Gamlir menn kjósa venjulega að verla 10 árum yngi'i en þeir eru eða meira. Hins vegar er það konum eðlilegt að vilja vera 30 ára það sem eftir er æv- innar. ! Hvað myndirðu gera, ef þú misstir aleiguna? Þeir, sem vildu reyna að bi'jótast fram á nýjan leik, eru að líkindum menn, sem komizt hafa áfram af eigin xamleik. Sá. sem léti sér nægja örugga en þýðingar- litla stöðu, sýndi töluverða ■skynsemi en lítinn lífsþrótt. En að vilja kasta sér út um ' gluggann, bæri vott um fá- tækt innra fvrir. Ef eldur gysi upp hjá þér «g þú hefðir aðeins tíma til - að gripa einn hlut, hvað ' mundirðu þá taka með þér? Ef hluturinn er fat til að ■ -skýla klæðleysi þínu, þá ertu varkár og vanafastur. Ef það er minjagripur, sem skírskotar til tilfinninga þinna, ertu rómantískur. Ef þér verður fyrst gripið til einhvers dýrmæts hluts, ertu dálítið hneigður til efn- ishyggju. Ef þú þrífur vesk- ið þitt eða tösku, sem í eru peningar, ökuskírteini o. s. frv., ertu hagsýnn maður. Ef þú gætir valið þér einn einasta stað, þar sem þú gæt ir verið hað, sem eftir er æv- innar, hvar mundirðu þá vilja vera? Ef þú svarar á þá leið, að þú vildir helzt vera þar, sem þú hefur átt heima undanfar ið, ertu sennilega ánægður með þitt hlutskipti í Íífinu. Kjósirðu einhvem stað langt í burtu, ertu hálfgerður draumóramaður. En ef þú kærir þig ekki frekar um einn stað en annan, ertu ó- stöðugur í lund og átt enga vini, sem þú er bundinn sterkum tryggðaböndum. Ef þú ættir einungis einn sólarhring ólifað, hvernig mundirðu eyða, honum? Ef þú vildir helzt vera með ástvinum þínum, hefurðu djúpar og ríkar tilfinningar. Ef þú vildir helzt vera einn, þá ertu mislyndur og óá- nægður. Ef þú vildir nota tækifærið til að slá þér út í síðasta skiptið, ertu forlaga trúar og tekur hverju sem að höndum ber með jafnaðar- geði. Ef þú létir engan vita, heldur eyddir deginum eins og ekkert hefði í skorizt, bæri það vott um sterka sál. Til hvers mundirðu fyrst leita, ef þú værir í alvarlegri klípu? Þeir, sem ekki vildu leita á náðir neins manns, heldur reyna að komast úr henni hjálparlaust, em baráttu- menn með mikla trú á sjálf um sér. Þeir, sem leita til ættingja eða náins vinar, vilja láta vernda sig og koma ábyrgðinni yfir á aðra. Þeir sem kysu lögfræðing eða ein- hvern, sem réði yfir prakt- ískum meðölum til að losa þá ur klípunni, eru fullkomn- ir ráunsæismenn. f: í' BlLASALAN Klapparsfig 37 áelur bQana. Mesta úrvalið. Hagkvæmustu greiðsluskilmálarnir. öruggasta þjónustan. Klappgtsfig 37_ EINN STUTTURr HARÐUR < OG SANNUR LEIKDOMUR Sannast bezt sagt, undirritað- ur gekk út þegar ca. 15 mínútur voru eftir af frumsýningu Þjóð- leikhússins á George Dandin eftir Moliére. Leiki-it þetta er hundómerkilegt, eitt lélegasta verk hins góða gamanleikja- skálds, stuttur farsi um peninga snobb, alþýðu og aðal. Jafnvel Lárusi Pálssyni tekst ekki að blása lífi í leikinn og lætur hon um þó bezt svona hlutverk, en Rúrik og Bessi Bjarnason klóra nokkuð vel í bakkann. Útlendur leikstjóri var fenginn til að setja stykkið á svið, og væri meiri þörf að fá kunnáttumenn erlendis frá í meiri verkefni en þetta. Leikstjórnin var ekki sér- stök, tjöld og annað ósköp hvers dagslegt. Það er ekki ætlunin að segja annað hér en satt er, og samt veigrar maður sér við að tæta lið fyrir lið leikritið sjálft, tylliástæðuna fyrir að sýna það, og að lokum leik ein- stak'ra áðila.. Vera má, að síð- ustu mínúturnar hafi bætt allt hitt upp, „svo segja jötnarnir Grímsson og Hjartarson,“ en þá hlýtur að hafa verið söðlað yfir í skyndi. — Myndin er af Rúrik Haraldssyni, Herdísi og Lárusi Pálssyni. A.B. Úr skemmtanalífinu Framhald af 8. síðu. að leggjast niður a. m. k. á hin um betri veitingastöðum. Kunn ingsskapur er góður að vissu marki, en þjónum ber skylda að athuga að hann leiði ekki af sér óþægindi fyrir gesti, sem vilja frið með sig og sína. Þeir, sem eru í sífelldu „réttarskapi“ er þeir koma á veitingastaði ættu að krúnka sig saman á búlurnar, og hafa það gott. Að hoppa á milli borða er hvimleitt og þyk- ir ekki takandi í mál nema á 3. flokks veitingastöðum. B L 0 M Daglega ný afskorln blóm . BLÓMABtJÐIN, HBlSATEIG 1. SlMI 34174. (Gegnt Laugarneskirkju). HÚSMÆÐUR! Heimsending er ódýrasla heimilishjálpin ] • * Sendum um allan bæ STRAUMNES Sími: 19832 SKÝRINGAR: 1 Lárétt: 1 Þjóðhöfðingi 8 Ungviðis (flt.) 10 Upphafs- stafir 12 Ljósgjafi 13 íþróttafélag 14 Glaða 16 Kjána 18 í fjárhúsi 19 Drekk 20 Kvenmannsnafn 22 Veita eftirfoc 23 Ósamstæðir 24 Leyni 26 Ósamstæðir 27 Gola 29 Ósjálf-. . bjarga. _ ...i f,,. Lóðrétt: 2 JÖkull 3 Flakka 4 Barði 5 Styrkja 6 Uþúi":'" hafsstafir 7 Matsveinn 9 Féll 11 Setja skeifu urtdir hest. 13 Stein 15 Kaðal 17 Hár 21 Forfeður 22 Sjóða 25 SamÍ';^ hljóði 27 Iþróttafélag 28 Ósamstæðir. t j j Krossqáta

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.