Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.01.1961, Page 2

Mánudagsblaðið - 30.01.1961, Page 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 30 janúar 1961 Á fyrstu áratugum þessar-! ar aldar þóttu það ekki fín- ir mannasiðir að krossleggja fæturna, þegar menn sátu. Þvert á móti þótti sílkt dóna- skapur og búraháttur, svona rétt álíka og að styðja. oln- bogunum á borðið, þegar menn sátu að snæðingi eða kaffidrykkju. Hér í Reykja- vík voru börn vanin af þess- GLÁFm HáNSSOH, mennlaskóiakennari: um svokailaða dónaskap með ^ harðri hendi, og eflaust hefur i ' I það vorið gert eftir fynr-j myildum frá Kaupmanna- höfn, en þangað sóttum viðj í þann tíð flesta okkar fínu siði. Hjá flestum þeim, sem voru aldir upp við þetta, sit- ur enn í dag eitthvað eftir af iiugmyndum um, að það sé í rauninni bölvaður dónaskap- ur að krossleggja fæturna. Og þó er sú stelling oft og tíðum svo rniklu þægilegri en hin, að hafa fæturna á gólf- inu lilið við hlið, og satt að segja verkar sú stelling fót- anna oftast miklu þvingaðri og álappalegri en að ki'oss- leggja þá eins og manni þyk- ir þægilegast. Á þessari fótaetikettu hafa orðið miklar breytingar í Evrópu síðustu áratugina. Víðast hvar í álfunni er það ekki talinn neinn dónaskapur lengur að krossleggja fæt- urna, og gildir þetta nú orðið um allar stéttir. Þó hefur mér sýnzt, að heldri menn á Spáni haldi enn fast við hinn gamla sið, en þar í landi lifir líka alls konar íhaldssemi í klæða- burði og siðareglum, sem er að mestu horfin annars staðar, svo sem harði hattur- inn, harði flibbinn, nælan í hálsbindinu og fleira af því tagi. Sumir segja, að sá siður að krossleggja fæturna án þess að þykja neitt athugavei t við það, hafi borizt til Evrópu frá Ameríku á þriðja tug þess arar aldar. Aðrir segja, að Anthony Eden hafi átt manna mestan þátt í þessari breyt- ingu. Hann hefur löngum þótt flestum fínni og etikettu- maður mikilb en samt leyfði hann sér að krossleggja fæt- urna, hvenær sem honum svo sýndist. Þetta mun hafa haft mikil áhrif í Bretlandi, þar sem fordæmi fínna manna hefur meiri áhrif en í flestum öðrum löndum. Bannið við því að vera með olnbogana uppi á borði hefur haldizt betur en bannið við kroaslögðum fótum. Og þó virðist einnig það vera óðum að hverfa og fer líklega sömu leiðina og hitt. Þægindin við stellingarnar sigra hina gömlu etikettu fyrr en varir. Fornf bann Bannið við því að kross- leggja fæturna er ekki nýtt af nálinni, það er ekki eitt af ví, sem etikettumeistarar síðustu alda hafa fundið upp á. Þetta bann má rekja þús- undir ára aftur í tímann, og það á rætur í forneskju- legum tabúhugmyndum og töfratrú. Það er eldgömul töfraathöfn að krossleggja fæturna, og hún var oft og tíðum nötuð í sambandi við hættuíega töfra og svarta- galdur. Hún er í eðli sínu ná- skyld hnútagaldri og fléttu- galdri, með því að kross- leggja fæturna er eitthvað bundið á táknrænan hátt. Og gömul er sú hugmynd, að það valdi sundurþykkju með- al allra viðstaddra, ef einhver í hópnum krossleggur fæt- urna. Á þjóðfundum og á her- ráðstefnum Rómverja var þetta harðbannað, því að tal- ið var, að þá færi allt í bál og brand á fundinum. Frá Grikkjum og Rómverjum er líka komið bannið við því að krossleggja fæturna þegar setið er að snæðingi. Stundum er talið, að það valdi illdeil- um meðal þeirra, sem við borð ið sitja, stundum að það eyði leggi meltinguna, því að mat- urinn verði bundinn á tákn- rænan hátt og meltist ekki. Það er af mjög líku tagi og bannið við að hnýta hnúta meðan á máltíð stendur. Bann við krosslögðum fótum er í öndverðu engin kurteisis- regla, heldur er það sprottið af frurnstæðri töfratrú. Krossfófagaldur Krosslagðir fætur eru not- aðir mjög við ými|s konar töfra. Stundum er þetta varn- argaldur, svartagaldur frá öðrum bítur ekki á þann, sem krossleggur fæturna. Stund- um eru krosslagðir fætur þáttur í svartagaldri. Með því bindur maður óvin sinn á táknrænan hátt, svo að hann lamast allur, jafnvel sýkist og deyr. Stundum eru hnútar bundnir um leið til að gera töfrafjötrana enn sterkari. Enn magnaðri verður galdur- inn, ef menn taka um hné sér eftir að fæturnir hafa verið krosslagðir. Og allra máttug- astur verður hann, ef tveir menn sitja þannig hvor and- spænis öðrurn. Slíkur galdur getur lamað bæði menn og dýr. Sá, sem galdurinn er beint gegn, fellur lamaður til jarðar, skepnur verða afvelta og fuglar missa flugið sem skotnir væru, því að þessi galdur bindur allar 'hreyfing- ar. Til er þýzk miðaldasaga um það, að menn hafi drepið hættulegan dreka með kross- fótagaldri, hann missti flug-1 ið, féll til jarðar og rotaðist. En þá sátu líka tveir galdra- menn hvor andspænis öðrum með krosslagða fætur og héldu um hnén. Víða er það talið gott ráð við martröð að krossleggja fæturna í rúminu. Með því binda menn martröðina, svo að hún kemst hvergi nærri, en hana hugsa menn sér sem dularveru, oftast í konulíki, og er sú lcona undurfögur en hrekkjótt. 1 sambandi við fæðingar Ný fiskbúð Ásver eru krosslagðir fætur mjög’ hættulegir. Ef einhver er með krosslagða fætur eða heldur um hné sér í húsi, þar sem kona: er að ala barn, rekur. ekki eða gengur með fæðing- una, krossfótafaldurinn bind- ur hana. Ekki má heldur hnýta hnút í húsi, þar sem svo stendur á, það hefur hin sömu bindandi áhrif. Til er norsk þjóðsaga, sem fjallar urn þessa trú Hús- freyja í sveit var að ala barny en ekkert gekk með fæðing- una, því að bóndi hennar sat í næsta herbergi með kross- lagða fætur. Hann var nefni- lega stórreiður konu sinni, því að hann hafði sterkan grun um, að vinnumaðurinn ætti barnið. Ljósmóðirin sá, að hér voru góð ráð dýr, og hugsaði sér að leika á bónda. Hún kom í dyrnar og kallaði til hans, að nú væri barnið fætt. Hann spratt þá á fætur, en um leið var bindigaldurinn búinn, og barnið fæddist sam- stundis. ( j Ólafur Hansson. í Mbl. frá 29. des. f.a. sá ég tvær setningar, sem gróíu sig' inn í hug minn. Hin fyrri er í þætli ,,Velvakanda“: „Því þá eins og nú þótti flestu lands- fólki ósköp gaman að smjatta og hneykslast á því“ —• þetta er eins srnnksikanum samkvæmt eins og nokkuð getur verið — „og rangfæra, endurbæta, lag- færa og bæta við“. Hin setning- in er í gre:n, sem ber heitið „Vélasjóður og þúfnabanar“ og | hljóðar á þessa leið: „Skal held- ur hafa það, sem sannara reyn- ist“. Það væri vissulega ánægju- legt, ef að menn vildu almennt lifa í samræmi við það, sem segir í seinni setningunni, held- ur en að hægt væri að segja um þá það, sem fyrri setningin ber með sér. Það er víst ekki mik- il von um hugarfarsbreytingu. Mætti frekast hugsa sér, að slíkt gerð'st um það leyti, sem að menn gætu notað skíðasleða í Víti. Ástæðan til þess, að ég rek hér erindi mitt, er sú, að um jólin fékk ég bréf frá móður minni, sem búsett er í Dan- mörku. í bréfi sinu skrifar hún, að íslenzk kona, sem búsett sé í næsta nágrenni hennar, hafi fært henni þær fréttir, að son- ur hennar, þ.e. undirritaður, væri um þessar mundir í fang- elsi vegna svika í sambandi við • I heimatilbúin 'mfnkaskott. Ekki j mun ég þurfa að útskýra, hve j frétt þessi olli mér miklum | andlegum óþægindum, vegna móður minnar. Hugleiddi ég, hvað mannvonzkan gæti verið mikil. Svo sem kunnugt er, kom á sínum tíma í ljós, að maður nokkur ættaður úr Húnavatns- sýslu, hafði svikið töluvert fé út í sambandi við heimatilbúin minkaskott. Nafn þessa manns var birt í blöðum um leið og sagt var frá niðurstöðum dóms, er hann hlaut fyrir tiltækið. Úr því að ég er farinn að ræða hér málefni, er snerta nokkuð, sem heitir mannorðs- þjóínaður, langar mig til þess að ræða ögn nánar um atvik hliðstæð því, sem hér hefur verið nefnt, en er eldra, og mun sjálfsagt tkki koma öllum, sem lesa, ókunnuglega fyrir sjónir. Á sínum tíma voru gerðar ákveðnar 'tilraunir aí „hug- rökku“ fólki, til þess að setja nafn mitt í samband við þjófn- að á laxi úr Brynjudalsá, og tókst það sæmilega, eftir því sem vinir mínir, hafa sagt mér. Þess skal getið, að miér tókst að hafa uppi á einum sögumanna, Marteini Kristinssyni, rafvirkja, sem hafði gert sig sekan um, að bera út sögur um mig, og hafði honum tekizt að færa þá frá- sögn í þann búning, að Marteinn sagði að kunningjar hans hefðu fundið sönnunargögn á árbakk- anum um að Carlsen hefði ver- Framhald á 6. síðu Ásgarði 24 — verður opnuð laugardaginií 28. janúar. — Sími 3-82-44. 1 Komið og reynið viðskíptin. j Fresíiir tiS aS skilcs skatt- :1 3h jamaar Skattstofan í Reykjavík. • .j Tilkynning til húseigenda og pípiilagningameistara Athygli húseigenda og pípulagningameistara skal vakin á því, að’ gengin er í gildi ný holræsareglugerö fyrir Reykjavík. Hlutaðeigendur geta fengið regluger'ðina af- henta í skrifstofu bæjarverkfræðings, Skúla- túni 2 . Reykjavík, 24. janúar 1961. Bœjarverkfrœöingurinn í Reykjavík. eð kmsslmðar íætur

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.