Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.01.1961, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 30.01.1961, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLADTÐ MáimdaSur S6 : j&núar 1961 BlaSfynr alla Blcðið kemur út á mánudögum. — Verð 4 kr. 1 lausasölu. Ritstjóri og ébyrgðarmaðizr: Agnar Bogason. Aígreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 1349«. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. nnitiiiiiiiiiiiKiiiiiiimmiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiMiiiiiiiiiiiii Jénas Jénssonr frá Hrifiu: l&vernig má íá íé tíl nauðsyii- legra klrk||utdyggiiftga Danakonungar tóku með her- vaidi meginhluta allra eigna ís- lenzku kirkjunnar á siða- skiptamanna og sklldu við þá þjóðicirkju, sem Kristján III. stofnsetti hér á landi sem öreiga handbendi danska ríkis- valdsins. Hefur setið við þá of- beldisframkvæmd í fjórar ald- ir. Þegar póbtísk reisn hófst á Isiandi fyrir nrkkrum manns- öldrum byrjaði Alþingi að stofna og styrkja mannúðar og menntastofnanir víða um land og styrkti jafnframt flestar greinar atvinnulífsins með fjár- framlögum, nema þjóðkirkjuna. Samt er hún elzta menningar- stofnun landsins og hin áhrifa- mesta, einkum þegar hún var frjáls og óháð. Fyrir nokkrum árum tók Gísli Sveinsson þáver- andi alþingisforseti upp mál kirkjunnar og lagði til að ríkis- sjóður bætti fyrir gamlar ýf- irtroðslusyndir rikisvaldsins með því að verja til kirkjubygginga og viðhalds kirkna úr ríkissjóði hlutfallslega jafnmiklu fé, eins og nú er varið til skóla og sjúkrahúsa. Frv. G. S. var ekki veittur neinn verulegur stuðn- ingur á þinginu. Mátti við því búast þar sem um mikið ný- jriæli var að ræða. Hitt var verra að prestastéttin hefir ekki enn veitt þessari sjálfsögðu til- lögu sýnilegan stuðning. Sigur- geir Sigurðssyni biskup tókst að íá fasta fjárveitingu, hálfa mllljón króna úr landssjóði til -'klrkjubygginga. Ekki var hér um að ræða ríkisstyrk eins og veitlur er árlega til fjölmargra fyrirtækja, t. d. íþróttaniann- viijkja, heldur fær kirkjustjórn- in þessa fjárhæð í hendur með heimild til að lána smáfjárhæð- ir úr þessum bjargráðasjóði til guðshúsa sem verið er að koma upp eða endurbæta. Hér er um að ræða lítils háttar bankastarf- semi. Núverandi biskup mun háfi tekizt á haustþingi að fá í þessa fjárhæð aukna lítið eitt ■með óbreyttum skilyrðum. Skuldaskil íslenzku kirkjunnar við ríkissjóð eru þess vegna ó- leyst enn. Vafalaust má telja að krafa Gísla Sveinssonar verði' von bráðar tekin upp og síðan fylkt um hana liði og tryggður endanlega sigur. Prestum lands- ins, biskupum og áhugasömum leikmönnum hlýtur að svella húgur í brjósti þegar þeir bera saman, stuðning þjóðfélagsins v::5 áburðargryfjur og saltskúra meðan móðurkirkjan sjálf býr við stjúpbarnakjör. En rneðan áhugalið og for- ingjar kirkjunnar eru að fægja skildi sína og hvessa spjótsodd- ana aö fordæmi Bergþórshvols- manna vil ég leyfa mér að benda á einfalt bráðabirgðarúr- ræði til að bæta úr sárri neyð kirkjunnaref hún á ekki að standa. eín vbg yfirgefin á ber- svæði þjóðlífsins. Endurtek ég hér fyrr framborna ábendingu um happdrættisleyfi vegna Hall- grímskirkju, sem gæti orðið upphaf nýrrar reglu um varan- legt happdrætti til eflingar kirkjubygginga hvarvetna á landinu. Vil ég færa nokkur rök að því að • kirkjan eigi öllum stofnunum fremur að njóta tekna af happdrættisstarfsemi í landinu til að bæta fyrir dansk- ar og íslenzkar stórsyndir gagn- vart kirkju , landsins. Hefi ég áður bent á. hinn sögulega rétt þjóðkirkjunnar en hún er full- gildur aðili í erfðamálum hinn- ar þjóðlegu fríkirkju lands- manna. Ef einhverjir kirkjuleið- togar skyldu láta sér til hugar koma að telja happdrættisfé til illa feriginna fjármuna sem kirkjan gæti ekki tekið á móti sér til eflingar, þá er því vanda- máli áður svarað með því að benda á að háskóli iandsins og þar með; talin guðfræðideildin og hin fagra kapella, hefur ver- ið reistur fyrir lögverndaðar happdrættistekjur. Sjómanna- hælið á Kleppshæðinni og hin mikla mannúðarstofnun Reykja- lundur njóta á siðustu árum milljóna' tekna af happdrættis- starfsemi. Ef leiðtogar og liðs- menn Hallgrímskirkjunnar biðja alþingi og landsstjórn um tímabundið happdrættisleyfi vegna útgjalda við landskirkju- byggingi<na þá qr óhugsandi að þeirri beiðni yrði synjað, þar sem hin vanrækta kirkja á í hlut. Þungt hlyti það líka að reynast á metunum að bæði háskólinn og Das eru komin út' á hálan ís með því að nota happdrættispeninga sína til að reisa kvikmyndahús með óhófs- sniði, alóþörf. Þar að auki er bygging þeirra fullkomið brot á drengskaparheiti gagnvart Al- þingi. Stjórn háskólans hefir brugðizt skyldu sinni að reisa hús fyrir náttúrugripasafn laridsins. Var því heitið að nota happdrættisféð í þágu vísind- Framhald á 8. síðu. Ævar Kvaran, sækjandinn, Valur Gíslason, biskupinn og Rúrik Ilaraldsson, dr. Tornkvist. Þjónar drottins Sériega vel unnin sýning í Þjóðieikhúsinu Höf.: Axel Kielland. Leikstj.: Gunnar Eyjólfsson. S.l. fimmtudagskvöld frum- sýndi Þjóðieikhúsið leikritið „Þjónar drottins" eftir norska skáldið Axel Kielland. Efnið er byggt að sumu leyti á hinu illræmda rógsmáli, sem kallað hefur Verið „HelandeTmálið“ og fjallar um ákærur á hendur sænska biskupinum Dick Hel- ander, en mál þetta er enn ekki útkljáð og standa miklar deil- ur um það enn í Svíþjóð. Kielland brúkar aðeins ramma atburðanna í verki sínu; þetta eru aðeins skoðanir hans, ef svo má kalla, hugrenningar skálds um atburði eins og þá, sem eru að ske í Svíþjóð. Skáld- ið gætir þess vel, að ganga ekki svo nærri hinni raunverulegu atburðarás, að hann verði sak- aður um hlutdrægni, en þó gætir í sjálfu leikritinu ein- kennilegrar hlutdrægni í garð hins opinbera ákæruvalds. Efn- ið er all-spennandi og fyrstu tveir þættir all vel samdir, samtöl og atburðir einfaldir en sterkir j sniðum pg spennan ein- kennilega jöfn, án stórátaka. Grunntónninn er samúð með hinum óhamingjusama biskupi, sem, eins og Helander, neitar stöðugt sök sinni, þrátt fyrir þær yfirgnæfandi likur á því, að hann hafi skrifað rógsbréfin. Inn er svo fléttað fjölskyldulífi biskups, sem er í senn ham- ingjusnautt og tilgerðarlegt með ólikindum, ef svo má kalla. Fyrsti þáttur hefst með vígslu biskups og heimkomu sonar hans, sem verið hefur til sjós. Eftir vígsluna, er biskup kem- ur heim,' er þar mættur dr. Torinkviat, andstæðingur' hans í trúmálum og fallinn frambjóð- andi til biskupstignar. Skiptir ekki togum, að dr. Tornkvist sakar biskup um rógsbréf og skepnuskap í sinn garð, hefur kært málið til lögreglunnar þegar og fær jafnframt dóttur biskups, sem elskar hann til að yfirgefa föður sinn og fara með sér á brott. Er þetta furðu veikur liður í góðum þætti, tilefnislítill og sennilega gerður til dramatískra áhrifa, sem ekki verður þó mikið úr. Næst kemst svo lögreglan í málið, siðan réttarhöld og svo endan- legt uppgjör sem er fremur veikt og eiginlega heldur lítt skilj- anlegt ef beitt er dálitilli gagn- rýni. Er þar höfundur að berja heim skoðun sína á manninum sjálfum, kristinni trú og því andlega og moralska verðmæti, sem hún skapar. Eru hér mörg dramatísk atriði en einnig nokk- ur, sem telja verður algert þunnmeti. Leikstjórn annast Gimnar Eyjólfsson og ber sýningin öll víða merki vandvirkni og hug- myndaflugs, þótt stundum sé skautað á heldur þunnum ís. í heild hefur hraði leiksins hald- izt vel í samræmi við atburði Gunnar gætir vel staðsetninga hinna einstöku leikara, þrengir aldrei svo að leikurum, að það spilli leik, en hann gætir þess ekki alltaf, að leikarar mega ekki ,ganga“ oí langt með sömu setninguna, einkum í 1. þætti milli biskupshjóna, en þar er biskupsfrúin sérlega sek. Ann- ar þáttur, siðara atriði, er frá bærlega vel unnið, leikstjóra og leikurum til verðugs sóma. Þriðji þáttur, se mer lakastur frá höfundar hendi nýtur góðr- ar leikstjórnar sem miklu bjarg ar, en þar virðist leikstjóri nýta allt, sem mögulegt er, til að blása lífi og sannleika í held- ur vafasama lausn hins mikla rógsmáls. Helmer biskup leikur Valur Gíslason. Hefur vel tekizt að velja Val í þetta hlutverk, því hinn meðfæddi virðuleiki Vals og sviðsöryggi skapar eftir- minnilega persónu, sem nær föstum og sönnum tökum á áhorfanda. Leikur Vals er einnig með hreinum ágætum, rólyndi annarsvegar og festa en hins- vegar hið mikla skap, sem brýst út þegar honum er of- boðið. Anna Guðmundsdóttir leikur biskupsfrúna. Frú Anna nær iitlum tökum á hlutverki sínu, leikurinn blælaus og fálm- andi. Hún ber lítil merki menntunar sinnar og setningar Framhald á 7. síðu. Herdís Þorvaldsdóttir, Monsen og Anna Guðmundsdóttir, biskupsfrúin.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.