Mánudagsblaðið - 30.01.1961, Blaðsíða 7
Mánudagur 30 janúar 1961
JIÁNUDAG SBLAÐIÐ
7
Framhald af 4. síðu.
eins og „þú ert mér lífið. .
ásamt útréttum höndum ná ekki
miklum áhrifum. Ilelga Löve,
Agnes, leikur lítið og vanþakk-
látt hlutverk með skemmtileg-
um tilþrifum. Helga er nýliði
á sviði en spáir góðu með túlk-
un sinni á Agnesi. Erlingur
Gíslason, Leifur, bregður einn-
ig upp snjallri mynd af synin-
um, en fær ekki nógan mótleik
í atriðinu á móti móður sinni.
Það hvílir mefistófeliskur svip-
ur yfir leik Rúriks Haraldssonar
í hlutverki dr. Tornkvists, and-
stæðings biskups. Leikur Rúriks
er prýðilegur, innlcoman í 1.
þætti er vel umiið leikstjórnar-
atriði, sem leikarinn notar sér
vel, en þar vísa ég til Torn-
kvists, biskups og frk. Monsen.
Yfir leik Rúriks er einurð og
virðuleiki, en sjálfur gagnrýn-
ir hann sig bezt, er hann segir
við frk. Monsen „tala ég of
hratt?“ — já Rúrik, það er oft
þinn mesti galli. Frú Herdís
Þorvaldsdótíir, Monsen, sýnir nú
bezta karakterleik sinn um ára-
bil. Frúin bregður upp einkar
snjallri og paþetískri mynd af
einkaritara biskups, leikur þessa
samvizkusömu, hikandi pipar-
júnku af sérstakri sniild. í 2.
þætti seinna atriði ber Ævar
Kvaran höfuð og herðar yfir
leikendur. Ævar leikur hlut-
verk sækjandans, kemur inn
sem ljón og fer út sem ljón,
sem er næsta sjaldgæft á sviði.
Leikarinn bregður upp skýrri
og næsta grimmri og miskunn-
arlausri mynd af hinu opinbera
ákæruvaldi, háðið, glottið,
spottið og augnaráðið þegar
hann brýtur niður lið fyrir lið
framburð biskups er geysilega
hnitmiðaður leikur og sjaldséð-
ur. Ævar hefur ört vaxið í list
sinni síðari árin, og þetta hlut-
verk sannar lista- og mennta-
manninn, sem i honum býr.
Róbert Arnfinnsson, verjandinn,
fer snyrtilega með tilþrifalítið'
og illa ritað hlutverk, gerir því
eins og þarf en verkefnið verð-
ur aðeins ,,rútín“ fyrir leikar-
ann. Hinn lilutdrægi dómari
Haraldur Ejörnsson, leikur lag-
lega leggur kannski ívið mikla
áherzlu á hlutdrægnina, og
Gestur Pálsson bregður upp
ágætri mynd af einu vitninu,
en Klemenz Jónsson leikur sæmi-
lega. Það er vart hægt að
skilja og enn síður fyrirgefa
leikstjóra fyrir skilmng þann
sem hann leggur í lögreglustjór-
ann. Lárus Pálsson gæti alveg
eins mætt í víðum röndóttum
buxum í viðeigandi „clown"-
sýningu eins og að koma fram
eins og hann gerði. Orð og at-
h;rfnir, sem höíundur leggur
lögreglustjóranum í munn
hrópuðu á móti þessari gæja-
túlkun, sem mest minnir á
Árna Tryggvason i Pókók, og
er ekki, út af fyrir sig mikið
við það að athuga, þótt Lárus
„stæli“ snilling eins og Árni
er oft í gaman leikjum. En
þarna, hverjum sem um má
kenna, mistókst viðkomandi
hrapalega, því hlutverkið gef-
ur-mikil tækifæri, ef unnið er
úr því. Auk þess lék Jón Aðils
lögregluþjón með útfararstjóra-
svip, og Jóhanna Norðfjörð
stofustúlku.
Leiksviðið var allt snyrtilegt,
húsgögn ágæt, tjöldin vel unnin
og konservitív.
Framhald af 3. siðu.
hefur tekið sér mörg bessaleyfi
í sambandi við Heru sem, þótt
sjálfsögð væru á okkar tímum,
þóttu ekki uppbyggileg hjá þeim
goðumbornu, sízt þegar þau
komust upp.
Leilrstjórn Helga Skúlasonar
hefur yfirleitt tekizt all-vel,
hann vinnur vel og mjög vel
með tilliti til, að fæstir á svið-
inu hafa komið þangað áður og
hlutverk eru mjög erfið og
kxæfjast bæði raddbrigða og
hreyfinga, sem fullerfið eru
þeim, sem leiklist hafa að að-
alstarfi. Þó má segja, að Helgi
tekur heldur þungt á hlutun-
um, sum atriðin eru ekki nógu
mjúk, því hrjúf atriði spilla
hinu góða gamni, sem verður
að koma fram. Hinsvegar hefur
vel tekizt öll samæfing, heildin
er samstillt, og plasei’ingar oft
með ágætum. Sýnilega hefur
verið breytt frá bókstafsþýðing-
unni, því oft er ljóst, að orða-
bókin fremur en hið lipra mál
hins vana leikhúsmanns og þýð-
anda réði setninga og orðaskip-
an. Hafa ungir nemendur ann-
azt mest þýðinguna og eftir at-
vikum, en aðeins eftir atvikum,
tekizt vel.
Prologus annast þau Hera,
Þóra Johnson, og Seifui’, Tóm-
as Zoega. Þetta eru langar Ijóð-
iínur í samtals og frásagnar-
íorrni, ei’fiðar og oft óþjálar
ungu fólki ekki vönu framsögn.
Bæði Þóra og Tómas sögðu fram
replikkur sínar skemmtilega ör-
ugglega og með góðunx tilþrif-
um. Þau standa grafkyrr allan
leikinn út, sitt hvoru megin
sviðs, sem er mjög þreytandi,
en ekki létu þau bilbug á sér
finna, brugðu upp skemmtileg-
um svipbrigðum, þegar leyfi
gafst, en vandlætingin hennar
megin yfir liinum brokkgenga
Seifi gaf henni hai’ðan svip og-
grimrn augnaskot. Seifur hins-
vegar fór ekki dult með hug-
arfar sitt, þó aðeir.s þegar Hera
ekki sá til. Mikill og feiknlegur
var Markús Örn Antonsson í
hlutvarki HeraklajSar'. Markús
er fríður og sterkbyggður mað-
ur, hreinn Herakles, hermaður
og hetja, laus við allt smjaður,
en þó feiminn í kvennafans.
Markúsi tókst bráðvel að skapa
pei’sónuna, sýndi glögglega, að
enginn aukvisi var á ferð, skír-
mæltur og í’ólegur i fasi. Var
sýnt, að smámennum þótti hann
lítil heillaþúfa um að þi-eifa.
Þeseves, H>»lgi Haraldsson, brá
og vel unnin sýning. Leikritið
er ekki stórt í viðum, en það
er leikrænt, hefur þægilega
spennu og málefnið enn á döf-
inni hjá frændþjóðunum. Þetta
er miklu meira mannlegs eðlis
en trúarlegs. Þetta er pi’sónuleg
tragedia, siðferðilegs eðlis en trú
málin laus rammi. Er ástæða
til að þakka Gunnari góða leik-
stjórn, yfirleitt, enda sýndu á-
horfendur hug sinn með klappi
miklu er tjaldið féll.
upp skexnmtilegri og réttri mynd
af pei’sónuixni þegar í byrjun
og hélt velli út leikinn. Svip-
brigði hans og leikur allur var
mjög eftirtektarverður, bjargaði
leikur hans og leikgleði oft at-
riðum, sem nær voru falli. Anti-
ope, Elfa Björk Gunnarsdóttir,
og Hippolyte, Ásdís Skúladótt-
ir, þær fögru drottningar skjald-
meyjanna, eru ekki á því að
láta beltið góða af höndum. Elfa
leikur hlutvei’k sitt af skínandi
kímni og' hæfilegri alvöru, þeg-
ar við á. Hún segir replikkur
sínar einkar skýrt og með tals-
v^rðri tilfinningu, svipbrigðini
voru sönn og sýnilegt, að þarna
er efniviður á ferð. Þá kvað
ekki svo lítið að hinni herskáu
Ásdísi, sem sýndi beztan leik,
er hún hervæddist, enda ekki
sjálfráð og galt Þesaves þess.
Ásdís var hressileg og ákveðin
í leik og gustaði af henni.
Skjaldmeyjarnar Guðrún Hall-
grímsdóttir, Guðfinna Ragnars-
dóttir, Valgerður Tómasdóttir og
Kristín Hal’.a Jónsdóttir eru all-
ar fullar af yndisþokka og sjá
mátti, þó ungar séu,- að ekki
hafa þær fylgt hinum rómaða
sið amasonanna, eins og sagan
greinir frá.
Ég hefi séð flesta' mennta-
skólaleikina undanfarin áralug
og segi, án þess að lasta aðra,
að fáir ef nokkrir hafa hlotið
jafnmikinn hlátur og Beltisrán-
ið. Leikurinn er skínandi vel
saminn, iipur leikstjói’n og góð
frammistaða leikara, gera þetta
að góðri kvöldstund, sem flestir
ættu að koma og' sjá.
Þótt eitthvað kunni að vera
að í listinni, þá er leikgleðin og
viljinn til að gera vel auðsær
og virðingarverður, eins og áður
hefur verið drepið á í leikdóm-
um hér. Sú góða venja mennta-
skólanema að halda sig aðal-
lega við fræga gamanleiki, sem
ekki eru of erfiðir í uppfærslu
og leik hefur hjálpð mikið tii
að gera hei’ranæturnar vinsæl-
ar i höfuðstaðnum og nærliggj-
andi kaupstöðum.
Ég veit, að enginn verður
svikinn, þótt hann eyði kvöld-
stund hjá mjenntaskólaneinum
og sjái Beltisránið.
A. B.
Augiýsið
r
\
Mánudagsblaðinu
Hér er á ferðinni í heild góð
Frá VísindasjéSs
Vísindasjóður hefur auglýst
styrki áísins 1961 lausa til um-
sóknar. Sjóðurinn skiptist í
tvær deildir: Raunvísindadeild
og Iiugvísindadeild. Formaður
stjórnar Raunvísindadeildar er
dr. Sigurður Þórarinsson jarð-
íræðingur, en formaður stjórnar
Hugvísindadeildar dr. Jóhannes
Nordal bankastjóri. Formaður
yfirstjórnar sjóðsins er dr.
! Snorri Hallgrímsson prófessor.
Raunvísindadeild annast styi’k-
veitingar á sviði náttúruvísinda,
þar með taldar eðlisfræði og
kjarnorkuvisindi, efnafræði,
stærðfræði, læknisfræði, fiski-
fræði, líffræði, lífeðlisfræði,
jarðfræði, dýrafræði, grasafræði,
búvísindi, verkfræði og tækni-
'fræði.
Hugvísindadeild annast styrk-
veitingar á sviði sagnfræði, bók-
menntafræði, málvísinda, félags-
fræði, lögfræði, hagfræði, heim-
speki, guðfræði, sálfræði og
uppeldisfræði.
Hlutverk Vísindasjóðs er að
efla íslenzkar vísindarannsókn-
ir, og í þeim tilgangi styrkir
hann:
1) Einstaklinga og vísinda-
stofnanir vegna tiltekinna rann-
sóknarverkefna.
2) kandidata lil vísindalegs
sérnáms og þjálfunar. Kandídat
verður að vinna að tilteknum
sérfræðileg'um rannsóknum eða
afla sér vísindaþjálfunar til
þess að koma til g'reina við
styi'kveitingu.
3) fannsókriarstofnanir til
kaupa á tækjum, ritum eða til
greiðslu á öðrum: kostnaði í
sambandi við starfsemi, er sjóð-
ui'inn styrkir.
Umsólcnarfrestur er til 25.
marz næstkomandi.
Umsóknaeyðublöð ásamt upp-
lýsingum fást hjá deildarritur-
um, á skrifstofu Háskóla Islands
og hjá sendiráðum íslands er-
lendis. Deildarritarar eru Guð-
mundur Arnlaugsson mennta-
skólakennari fyrir Raunvísinda-
I deild og Bjai’ni Vilhjálmsson
skjalavöi'ður fyrir Hugvisinda-
deild. (Frá Visindasjóði)
Veðbanki ».. •
Framhald af 8. siðu.
getraunamáli í þrjú ár og þar
með séð til þess, að . íþróttirn-
ar hafa orðið af vænum tekj-
um. Ef hún tekur ekki sjálf
á sig rögg í þessu máli og kem-
ur því í kring, ættu yfirboðarar
hennar að taka í taumana og
sjá til þess að eitthvað verði
gert af viti. Væri fi'óðlegt að
heyra skýrihg'ar íþróttanefndar
á máli þessu og mun Mánu.dags-
blaðið fúslega birta þær.
HÓTEL
Framhald af 1. síðu.
að rekstur hótelsins á Kefla-
víkurvelli sé þjóðinni til sóma
og væntanlega til fjái'hagslegs
hagræðis einnig. En að láta á-
hugalausa hermenn stjórna
hóteli, sem daglega er sótt af
hundruðum útlendra gesta, og
læsa alveg dyrum sínum meiri-
hluta nætur er eins hi'óplegt
óréttlæti eins og það er allri
þjóðinni til stórrar vansæmdar.
Bæklingar Neytendasam-
fakanna nær uppurnír.
1150 nýir meðlimir á i
2 mániiðum.
Um miðjan nóvember s.l.
hófust forráðamenn Neyt-
endasamtakanna handá um.
það að afla samtökunum
nýrra meðlima svo um mun-
aði. Takmarkið var 1000 fyr-
ir áramót. Milli jóla og ný-
árs var tilkynnt frá skrif-
stofu samtakanna, að 500
væru komnir. Voru þá að-
eins 3 dagar til áramóta.
Næstu tvo daga var hringt
stanzlaust í 19722 frá
morgni og fram undir mið-
nættl, og voru þá skráoir
352 nýir meðlimir Neytenda-.
sanitakanna, sem er algjört
met í sögu þeirra. Áður en
vika var liðin af nýja árinu
var takmarkinu — 1000
meðlimum — náð. Síöan
hafa 150 bætzt við. Er þetta
samtökunum hinn mesti
styrkur.
Ein afleiðing þessarar
aukningar er sú, að leiðbein-
ingabæklingar þeir, sem sam-
tökin hafa gefið út, eru á
þrotum. Þeir sem gerast
meðlimir nú, fá heimsenda
3 bæklinga, meðan upplag
endist, en það nægir aðeins
fyrir 300 næstu meðlimi. Síð-
an verða meðlimum sendir
bæklingar yfirstandandi árs,
jafnóðum og þeir koma út.
Þá eru enn eftir um 400 ein-
tök af gjafabók amerísku
neytendasamtakanna. Skrif-
stofa Neytendasamtakanna
í Austurstræti 14 er opin kl.
5—7 e.h., en svarað er í
síma þeirra allan daginn.
SJÓNVARP
Fi'amhald af 1. síðu.
a'ð ekki fást not af tækjunum.
Viðgerðai'stofui' ríkisútvai'psins
hjálpa til við að lagfæra og út-
vega varahluti í biluð sjón-
varpstæki. Ýmsir hafa ílutt þau
inn, rifrildislaust og aðrir kevpt
þau hér heima. Þrátt fyrir allt
þetta þora yfirvöldin ekki a'ð
leyfa hér sjónvai'p, vegna þess
að kommar og mannkerti'ð Jón
Leifs eru á móti því. Þvilík á-
stæða.
Meðan kvikmyndir banda-
rískra og enskra —- vinsælustu
myndirnar — eru íluttar hing-
að, og sýndar átölulaust. er
bannað að hoi'fa á sjónvarp, sem
hefur á að skipa beztu sjónvarps-
kröftum heimsins, sem íslend-
ingar fá aldrei að sjá þótt til
væri íslenzkt sjónvarp. Ef ein-
hver heldur að við myndum
týna tungunni þótt sjónvarpað
yrði á ensku, þá væri bezt að
einangra þjóðina með öllu frá
erlendum áhrifum, blcúum,
myndum og bókum. Þjóðirx.
ætti að íagna því, a'ð henni gæf-
ist kostur á að sjá og heyra
erlenda listamenn, allra þjóða,
í stað þess að rífa kjaft í tíma
og ótíma og fyllast af rembingi
yfir fornsögunum og Sturlungu,
sem fæstir íbúar landsins þekkja
nema af dálítilli afspurn.