Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 7
Mánudagur 24. desember 1962 Mánudagsblaðið 7 Bannað fyrir börn Observer: Neytendasamtökin brýna neytendur Einn maður sem stundum kemur þangáð sem ég vinn, býr y. suður i Kópavogi og á marga krakka. Þessi maður fluttist ut am af landi fyrir nokkrum ár- um síðan eins og reyndar flest ir þarna í Kópavogi. nema snobbarnir sem eru farnir að byggja þar núna síðan fólki fór að þykja fínt að búa þar, og þessi maður sem á mörgu krakkana, er kirkjurækinn og hefur sent krakkana í messu í skólann til séra Gunnars og segist sjálfur hafa lagt heilmik ið til kirkjunnar sem þeir eru að byggja þarna suðurfrá og kerlingin hans er í kvenfélag- inu og þrælar sér út á sauma- skap fyrir árlegan basar, sagði þessi maður okkur einhvern- tima þegar hanm fékk engan kvöldmat heima og fór með okk ur hinum á Sælakaffi. Af ýmsum vettvangi fyrir börn. Maðurinn sagðist alltaf vera hálffeginn þegar bíó myndirnar í Félagsheimilinu væru bannaða rfyrir börn, því þá losnaði hann við að borga bíómiða þann sunnudaginn, en það stafaði venjulega af mann drápum, sem færu of brútalt fram á tjaldinu. eða þá að ein- hver frægur leikari hefði gerst of nærgöngull við einhverja fræga leikkonu eða þá eins og í sjötíu og níu af stöðinnd að þetta væri of langdregið Ekk- ert af þessu sagðist maðurinn úr Kópavogi hafa búizt við að bæri fyrir augu barnanna hans Maðurinn utan af landi sem j þó þau færu í kirkju á sunnu- býr í Kópavogi kom til okkar, daginn og þessvegna var hanm í gær og sagði að það væri búinn að lofa konunni sinni að ekki andskotalaust með þessa fara með krakkana í kirkju snobba sem hafa tekið að sér, meðan hún eldaði steikina. En svo sá maður þetta í Morgun- blaðinu og frétti að sumir hefðu verið boðnir' og það varð úr að krakkarnir fengu að fara í bíó, sem uppbót á svikin og sáu ósvikna kúrekamynd, þar sem Indíánar voru drepnir eins og flugur en yngsti strákurinn fékk martröð um nóttina eftir og maðurinn varð að kalla á lækni. Ekkert af þessu hefði skeð, ef börnin hefðu fengið að fara 5 kirkju sagði maðurinn og ekki ristir nú bibliuþekkingin sjálfkjörnu ráðsmönnum Guðs sérstaklega djúpt hjá þessum í Kópavogi fyrst þeir hafa ekki heyrt talað um það að Kristur sagði „Leyfið bömunum að og svo auglýstu þeir í Morgun koma til míni“ og svo framveg- blaðinu og sennilega fleiri blöð is. um að athöfnán væri bönnuð Strákamir sem ég vinn með að vera fulltrúar Guðs, eða að minnsta kosti ráðsmenn hans suður í Kópavogi. Þeir vom að vígja kirkjuna á sunnudaginn, sagði maðurinn, og auðvitað þurftu þeir að bjóða fjölmörg- um snobbum úr Reykjavík, þvi nú tfðkast ekki að fólk komi til kirkju af andlegri þörf eða guðrækni einni saman, heldur em mönnum send boðskort þar sem boðið er í messuna, rétt eins og þegar klessumálarar opna sýningar eða forsetinn heldur fínar veizlur fyrir er- lenda heldrimenn. Það var þess vegna ekki fyrir mig eða mina líka að fara í kirkju þarna á sunnudaginn, sagði maðurínn, sögðu að það væri ekki von að pupullinn í Kópavogi, sko þessi sem vinnur bara algenga vinnu og er ekkert með í snobb inu, fengi að koma í kirkju og það væru ábyggilega sárafá ir þar sem kynnu að fara í kirkju yfirleitt. Einm frá Isa- firði, sem ég vinn með og er kjaftfor eins og Vestfirðingar yfirleitt, sagði að þeir í Kópa- vogi vissu ábyggilega ekki hve- nær ætti að standa upp í kirkj- unni og hvenær að setjast nið- urt svo það væri von að prest- urinn og safnaðamefndin, eða hvað það niú heitir allt saman vildi losna við svona lýð, sér- staklega þegar mikið stæði til. Maðurinn úr Kópavoginum lætur ekki æsa sig upp svona dagsdaglega, en ég hef ekki séð hann eins æstan út af neinu eins og þessu að það skyldi vera banmáð fyrir böm að fara til kirkju 5 Kópavogi síðastlið- inn sunnudag og engir fá að koma í messuna nema boðsgest ir. Víkingar í París Eg var að hugsa hvað þeir sem eiga apótekin í vesturbæn um og austurbænum hafi gert á hluta bæjaryfirvaldanna, þeg ar ég klofaðist yfir stóran mold arbing til að ná í kamfómdropa (sem ku vera góðir við kvefi), í Vesturbæjarapóteki. því þeir sem gera götur vom búnir að loka það svo rækilega af, að það hefði næstum mátt segja Jélasýning barnanna Jólasýning barnanna verður að þessu sinni Dýrin í Ilálsaskógi, sem Þjóðleikhúsið sýnir við mikla hrifningu um þessar mundir. Leikurinn verður sýndur á þriðja í jóliun kl 3 og einnig verður sýning á lciknum sunnudaginn 30. og er það síðasta sýning á leiknum á þessu ári. Vert er að vekja atliygli á bví að jóla.gjafakort eru til sölu í aðgöngumiðasölu Þjóðleikhússins á barnalcikinn alla daga tii jóla. Slík gjöf mun vcrða vel þcgin af mörgum börnum. Myndin er af Bessa Bjarnasyni og Árna Tryggvasyni í hlutverkum sínnm. um allar þær vegatálmanir eins og í æfintýrinu um Búkcllu: að þar var engum yfir fært nema fuglinum fljúgandi. Maður sem var að biða eftir einhverju glundri þama í apó- tekinai sagði að þetta væri nú liátíð I vesturbænum, þetta með vegatálmanirnar, því að hjá Austurbæjar Apóteki væru þeir búnir að grafa skurð, sem vafa samt væri að nokkur fugl kæm ist yfir og væru þeir þó ýmsu vanir fuglamir sem kaupa dúndur í svona apótekum. Þessi maður sagðist hafa sannfrétt að þessir skurðir og þessar vega tálmnanir væm liður í æfingum sem Nató léti fara fram á laun og það ætti að prófa hvort Is- lendingar væm ennþá svo mikl- ir garpar að þeir kæmust leiðar sinnar þótt götum væri umsnú- ið og vegartálmanir settar upp. Þessar æfingar hefðu verið skipulagðar eftir að stór hópur frá Varðbergi fór til Parísar til þess að kynna sér vestrænar vamir og piltamir okkar hefðu staðið sig svo vel í Paris að Norstad hershöfðingi hefði crð- ið stórhrifinni og ekki hefðu frönsku stúlkurnar orðið minna hrifnar af hinum norrænu vík- imgum með ljósa hárið og allt það. „Bara verst hvað þeir stóðu stutt við og höfðu mikið að gera við að hlusta á fyrir- lestra, nema þeir sem létu alla slíka bóklega fræðslu um hern aðarleg átök lönd og leið en herjuðu á eigin spýtur í heims borginni og þar var margur frækilegur sigur unninn, því eins og systir Napóleons heitins sagði, þá tapaði hún öllum sin- um orastum þó hann bróðir hennar ynni allar sínar omstur, eða eitthvað í þá átt, sagði mað ui-inm sem var að bíða eftir með alinu og þetta er víst ennþá svona í París. Hann sagði að það hefði flogið fyrir í Varð- bergi, að þeir sem stjórna Nató, væm að hugsa um að senda þessa ungu og hraustu víkingasyni til Moskvu, bara til þess að sjá og prófa hvort þeir yrðu jafn sigursælir þar og í París. Nató skortir vopn. sagði maðurinn, en þegar ísl. víking- ar bregða brandi, þá stendst ekkert þeir fara alltaf með sigur af hólmi. Þetta sjá þeir hjá Nató að er náttúrlega fund ið fé, því þeir standa í því sýknt og heilagt að herja út peninga fyrir byssum og svo- leiðis skrani sem er vitagagns- laust eins og dæmin sanma. Maðurinn var búinn að sýna stúlkunni í apótekinu samlags- bókina og borga. Þeir eru að hugsa um að senda hóp Varð- bergspilta til Hamborgar til þess að æfa þá fyrir Moskvu- ferðina, sagði maðurinn um leiö og hanni lyfti hattínum qg gekk út, — adjö. Hvaða kröfur skal gera? I nýútkomniu „Neytendablaði" málgagni Neytendasamtakanna er birt gildandi reglugerð um mat og flokkun kartaflna og grænmetis til þess að gera al- menningi það ljóst. hverjar kröfur megi og skuli gera til kartaflna, gulrófna cg gul- rótna. 1 blaðinu segir m a.: Fullyrða má, að almenningi sé með öllu ókunnugt um það. hverjar reglur gilda um mat og flokkun á garðávöxtum. Kæra Neytendasamtakanna fyrir Verzlunardómi hefur varpað ljósi á ýmislegt, sem hálfgerðu myrkri hefur verið hulið. Til- gangurinn var ekki sá að fá neina dæmda til refsingar, held ur að knýja fram úrbætur. Þær gerast þó ekki nema neyterudur séu á verði sjálfir — að þeir láti ekki bjóða sér það, sem ekki má bjóða þeim samkvæmt reglugerð landbúnaðarráðuneyt isins. Þeir sjálfir — og aðeins þeir sjálfir geta tryggt það, að henni verði framfylgt. Það er ábending Neytendasam takanna til meðlima sinina að leggja sér þessar reglur á minni — þær eru mjög einfald ar og auðskildar — og kaupa ekki það, sem greinilega brýtur þær Það er ekki hvatt til smá- munasemi, heldur aðgætni og stolts — sem neytenda.“ Þá seg ir og. að verði neytendum mis boðið enn á þann hátt, sem gert hafi verið á undanfömum ámm muni aftur látið sverfa til stáls, og þá leitað til neytenda almennt um aðstoð í því máli. Ýmislegt annað efni er í Neytendablaðinu, sem er ann- að í rööinni í hinni nýju og vönduðu gerð. en hið fyrsta kom út í október, og fjallaði þá aðalgreinin um gólfteppi. 1 þessu riti em t.d. taldar upp þær efnalaugar, sem em aðilar að Matsnefnd Neytendasamtak anna í ágreiningsmálum vegna fatahreinsunar, en nefndin tek ur ekki fyrir mál, er snerta aðr ar efnalaugar. Neytendablaðið er sent meðlimum heim, enmeð limasími samtakanna er 19722. Fjöldi nýrra meðlima hefur gengið í samtökin að undan- förnu. AF Lárétt: 1 Fiskiróðrar 8 Hrind- ing 10 Upphafsstafir 12 Vin- dropi 13 Síðastur og fyrstur 14 Lærlingur 16 Skák 18 Ferski 19 Á litin eins cg sóey 20 Reka upp óhljóð 22 Lítill 23 Ppp- hafsstafir 24 Hár 26 Ósamstæð- ir 27 Yfirstétt 29 Datt. Lóðrétt: 2 Upphafsstafir 3 Hræðsla 4 Kom auga á 5 Slæmt 6 Eins 7 Fræðari 9 Dottinn 11 Hlusta 13 Stakk 15 Frægar Flugvélar 17 Beita 21 Nakta 22 Gælunafn 25 Leit í bók 27 Rykkorn/ 28 Ósamstæðir.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.