Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 5
Mánudagur 24. desember 1962 Snigillinn er eitt af þeim smá dýrum, sem koma miki'ð við sögur í trúarbrögðum frum- stæðra þjóða og alþýðutrú menningarþjóða. Sumir Indiána þjóðflokkar í Norður-Ameriku telja snigilinn helgastan allra dýra, kenna sig vi'ð hann og kalla sig snigla. Trúarathafnir þessara Indíána eru að miklu leyti eftirhermur á látbragði sniglanna, og fara þeir sér þá sennilega ekki hart. vjá fornaldarþjóðunum voru tvö helztu einkenni snigilsins talin vera seinlæti og tor- tryggni. Sem tákn seinlætisins á hann sér keppinaut í skjald- bökunni, og það var 'n'ald- baka, en ekki snigill, sem Zen- on lét þreyta kapphlaupið fræga við Akkilles. I íslenzku minna orð eins og að sniglast og sniglagangur á þetta ein- kenni dýrsins. Snigillinn fckk einnig orð á sig fyrir tor- tryggni, því margar tegundir snigla bera húsið sitt. kuðung- inn, með sér og flýja inn í það, ef hættu ber að höndum. Gátan „Hver flytur húsið sitt með sér, hvert sem hann fer?“ er talin eldgömul. Hún kvað þekkj ast frá 9. öld, og sumir halda, að hún sé komin frá fornaldar þjóðum. Grískir fræðimenn í fornöld trúðu bv1! •’ð sniglar kviknuðu af sjálfu sér í leir eða sinu, og reyndar höfðu þeir svipaðar skoðanir á uppruna fleiri .má- dýra. Meðal alþýðu manna hef- Mánudagsblaðið Olafur Hansson menntaskólakennarí: SNIGILLINN ur til skamms tíma eimt eftir af þessum skoðunum. Ýmsar sniglategundir höfðu verulega hagnýta þýðingu í fornöld. Mikilvægastur var purpurasnigillinn, sem purpura litur var unninn úr. I fornöld var sá litur og klæði lituð með honum mjög þýðingarmikil verzlunarvara í Miðjarðarhafs- löndum. Framan af var sú verzi un nær eingöngu í höndum Fönika. Auðsætt er af ýmsum heim- ildum, að fcrnaldarþjóðirnar höfðu snigla til matar, e 'eg- undimar þóttu misgóðar. Nú á dögum þy1”'-’ suma, gundir snififlp herrnmnnnsmnt”!’ eri ég hef grun um, að erfitt mundi reynar> x ætla sér að kenna íslerdingum sniglaát. Kínverjar kvá'ðu vera snillingar í að mat- reiða snigla. en í Evrópu eru sennilega Frakkar fremstir. SNIGILLINN LÆKNAR Þegar í fornöld trúðu menn því, að slim snigilsins hefði mikinn lækningamátt. Einkum var það notað við húðsjúkdóm- um, svo sem útbrotum. Enn i dag eru sniglar sums staðar í Evrópu notaðir til að lækna vörtur og líkþorn. Aðferðin er ósköp svipuð O'g þegar vörtur eru læknaðar með baunum. Vartan er strokin með snigl- inum, en síðan er snigillinn drepinn, oft þannig, að hann er rekinn í gegn með þymi. Þegar snigillinn er rotnaður er vartan farin. I fomöld vom sniglar étnir við ýmsum sjúkdómum, en þó trúðu menn þvi, að of mikið sniglaát gæti orðið hættulegt, þeir sem hámuðu snigla í sig gætu orðið þunglyndir og jafn- vel brjálaðir. SNIGILLINN SPAIR VEÐRI Bæði hér á landi og suður í Evrópu er sú trú algeng, að þegar mikið ber á sniglum viti það á rigningu. Þetta er sams konar trú og um ánamaðkinn. I Þýzkalandi er til sú alþýðu- trú, að ef mold sést á snigli viti það á regn. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt þetta hér á landi. í Mið-Evrópu er einnig til sú trú að ef snigill sé drepinn, fari að rigna. Þessi hugmvnd er sennilega runr.in f ' gömlum regnfórnum. sn horn snigilsins vekja þó srmni- lega einnig hugmyndir um ber.digaldur. sem oft er notað- ur til að gera regn sbr. hrífu- tindana í íslenzkri þjóðtrú. Ef til vill ei sá siður að ,rða snigla á öskudaginn í tengslum við fornar fómarhugr rdir. Þetta tíðkast sums staðar í Schwaben í Þýzkalandi. SNIGILLINN OG FJARMÁLIN Kuðungar snigla hafa viða um heim verið notaðir sem gjaldmiðill. Þetta er gert all- Ýiða á Suðurhafseyjum og sums staðar meðal Indíána í Mið- og Suður-Ameríku. Hvergi kvað þó eins mikið að þessu og í öðrum um við vestanvert Indlandshaf. Þar voru notaðir kuðungar af svonefndum postulínssnigli og nefndir Kauri. Þessir kuðungar komu mest frá Malediveyjum. Kauri kuðungar voru algengur gjaldmiðill í AusturAfríku fram yfir síðustu aldamót. Landkönn uðurinn Stanley borgaði burðar mömnum sínum aðallega með kauri-kuðungum. 1 þjóðtrúnni er snigillinn einníg stundum settur í sam- band við peninga. Suður í Ev- rópu þekkist sú trú, að ef menn hendi sniglum í vegg, detti þeir niður sem gullpeningar 5 Stundum er sagt, að ef sniglar séu tíndir í vettling, breytist þeir í peninga. Skyld þjóðtrú er til í sambandi við slöngur og fleiri dýr, sem skríða á jörðinni, því að þau eru sett í samband við auðævin í fylgsn um jarðar, gull og silfur. HORN SNIGILSINS Sú trú er algeng hér á Is- landi, að ef maður nái í horn snigilsins eignist maður eina ósk, sumir segja jafnvel þrjár. Þessi trú mun hvergi vera eins útbreidd og hér á landi. Viða erlendis er það talið hættulegt að grípa í horn snigilsins. Stund um á sá, sem það gerir, að vera bráðfeigur. Þetta er senni- lega gömul tabúhugmynd í sam bandi við bendigaldur. Erlend þjóðtrú leggur yfirleitt mesta áherzlu á hætturnar við að taka í snigilshom. Þó er það svo, að íslenzka Framhald á 9. síðu. Auka- fundur í H.f. Eimskipafélagi íslands verður haldinn í fundar- salnum i húsi félagsins Iaugardaginn 29. desember n.k. og hefst kl. 1%. e.h. D A G S K R A : 1. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 2. Tillaga um úgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild fyrir félagsstjórnina til aukningar skipastólsins. Tillögumar liggja frammi á skrifstofu félagsins til sýnis fyrir hluthafa, frá og með laugardegi 22. desember n.k. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins dagana 27. og 28. desember n.k. Reykjavfk. 19. desember 1962. STJÖRNIN. >• * ; .*r VGRUHAFPDRÆTTI S B Samanlögð fjárhæð vinninga er kr. 23.400.000,00 og hefir vaxið um nær 5 milljónir króna frá fyrra ári Vinningar ?rsins eru 16250 að tölu og hefii fjölgað um 4250 Hæstu vinningar eru: Vz ntilljón krónur Tægstu vinninaar: 1 þúsund krónur 1.354 vinningar útdregnir að meðaltali í mánuði hverjum ’íappdrætti S.Í.B.S. er við allra hæfi, beirra sem soila vilia um stórvinninga og hinna, er held- ur kjósa að vinningar séu sem flestir ^Cynnið yður viunir.rraeVréna hjá umboðsmönn- um happdrættisim Stórkostleg fjölgun vinninga a arinu 196 3 •r [wor n'öí vinnur FjárhceA vínninga vex svo 'iiiHiónum króna skiptir Ú D 6 Verð miðans í 1. flokki og við endurnýjun er 50 krónur. Tala útgefinna miða er óbreytt Umboðin í Revkjavík: Aðalumboð: Vesturver, sími 23130 Halldóra Ölafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665 Verzlunin Roði, Laugavegi 74, sími 15455 Bifreiðastöðin Hrevfill, benzínsalan. Hlemm- torgi, sími 22422 Teitur Sveinbjörnsson, Söluturn við Hálogaland Skrifstofa S.Í.B.S., Bræðraborgarstíg 9, sími 22150 Kópavogur: ^afur Tóhannesson Vallargerði 34 iigurjón Davíðsson, Verzl. Mörk, Álíhólsvegi 34

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.