Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 3
Mánudagur 24. desember 1962 Mánudagsblaðið 3 Jónas Jónsson frá Hríflu saga Það er liðin allt að því hálf öld síðan ég byrjaði að kenna bömum á fermingaraldri í Reykjavík ýmis bókleg fræði. Húsi'ð var nýtt, sjálfur Kenn- araskóli þjðarinnar Öll bygging in mátti ekki kosta nema 25 þús. Æfingarbekkur skólans var í kjallaranum, bjartur og hreinlegur, en ómálaður á þeirri tíð. Okkur voru send 20 böm í skólann. Sumir sögðu að þetta væm óþægustu börnini í bama- skólanum, en það þætti henta að hafa þau í litlum og rólegum krók. Svo byrjaði skólinn. Börnin reyndust úrvalsfólk bæði í kjall aranum og síðar I mannlífinu. En þeim leiddust sumar kennslu bækumar, einkum sagara. Þó var það tiltölulega skemmtileg bók eftir því sem gerist á lands prófsöld. Eg tók þá upp gamla kennsluvenju úr sveitinni og sagði börnunum hetjusögur. Fyrst úr fornöldinni. Síðar komu miðaldir og nýr tími. Eg sagði hetjusögur frá þúsund ára skeiði. Börnán mundu tölu- vert af efninu af því að fræðsl an var í söguformi. Síðan vom þættimir gefnir út og em nú langlífastir allra kennslubóka í lándinu, ef frá er tekið hið frá bærlega vel samda guðfræði- kver Helga Hálfdanarsc>nar sem er methafi í þeirri grein. Þegar kom fram að frelsis- árinu 1874, var ég hættur að vinna við kennaraskólann. Eg þóttist fullviss að ýmsir mundu verða til að skrifa nýja sögu fyrir börndn og unglingana. En það varð ekki. Forráðamenn skólanna hikuðu við að skrifa um hina nýju frelsisöld bæði fyrir börn og ungmenni. tJrslit málsins eru þau að saga lands- ins eftir 1874 hefur fallið milli tveggja stóla gleymskunnar. Til raunir sýna að í sjálfum höfuð staðnum vita efnilegir unglingar frá góðum ihaldsheimilum ekk ert um þann þýðingarmikla mann sem stofnsetti íhalds- eða Mbl.-flokkinn og skipulagði þá miklu byggingu sem stýrir nú höfuðborginmi og oft öllu land- inu. Þetta er ekki einstakt fyr irbæri. Saga þjóðarinnar eftir 1874 hefur verið vanrækt bæði í heimahúsum og skólum og hallar jafnt á báða þessa aðila. Skólakerfi þjóðarinnar gerir ráð fyrir nokkurri þekkingu um frelsisöldina 1874—1944 að því er snertir ártöl og mannanöfn en mjög lltilli þekkingu á mann legum athöfnum og viðburðum. Sama er að segja um skáldskap og listir Litlum tíma og áhuga er varið til a'ð kynma ungu fólki í landinu afrek fyrri kyn- slóða í þessum efnum. Mér var ljóst að hér varð að gerast nc'kkur breyting til umbóta ef þær kynslóðir sem taka við stjóm þjóðarinnar og nýmótuðu lýðveldi vita lítið um þróun Is- lendinga síðan þeir tóku sér í hendur stjóm landsins. Örfámenn þjóð sem vill *Haída" frelsi og njóta gæða þess ver'ð- ur að geta ratað hinn vand- farna veg sjálfstæðs menning- arlífs. Mér stóð ógn af van- gæzlu þeirra manna sem ráða stefnu og aðgerðum í uppeldis- málum þjóðarinmar. Þeir hafa látið skeika að sköpuðu í þessu efni. Hvað eftir annað vekur það almenna undrun þegar greindir og skólaþjálfaðir menn eru mjög vankunnandi um sögu landsins og sýrailega ókunnir þeim fræðum. Eg sá að hér var yfirvofandi hætta og vildi bæta úr mistök- unum þótt í smálum stíl væri. Eg hafði engan embættislegan rétt til að skipta mér af upp- eldismálum, en ég hætti á að segja sögu fyrir böm. Eg hefi undanfarin ár unnið að nokkr- um söguþáttum um áhugafólk sem staðið hefur í fararbroddi endurreismarmálanna á lands- höfðingjaöldinni, ég vildi rita lesbók handa unglingum og eldri mönnum ef þeir teldu sig hafa tíma til að lesa sögumar í von um að frá þessari litlu byrjun yrði sótt lengra fram með stuðningi hinraa fjölmörgu stærri sögurita sem til em í landinu. V, Mér virtist saga landsins skiptast í þrjá meginkafla. Fornöldin meðan þjóðin er frjáls er fyrsti þátturinn, en raæsti þáttur er hin nýja frels- istíð 1874—1944. Á báðum þess um tímabilum myndast margar hetjusögur. Þjóðin er að mestu frjáJs um sína stjómarhætti og þjóðlíf allt. Milli þessara glæsi timabila em sex aldir. Vissu- lega er þar ekki um mannlega afturför að ræða eða sko-rt á meðfæddri hetjulund en blý- þung hönd hins eríeiida valds var hvarvetna til hindmnar. Sex aldimar em merkur tími fyrir þau margháttuðu átök sem dugandi Islendingar gerðu á þessum tíma en hlekkimir sögðu til sín. Þrjátíu kynslóðir geymdu arfinn og orkuna handa frjálsri þjóð sem ekki þekkti hlekki nema úr gömlum sögusögnum. Þegar ég byrjaði að skrásetja sögukafla um alda mótafólkið varð ég hugfanginn af hinum skapandi landnáms- hug sem gætti hvarvetna. Ef ég hefði valið 77 söguhetjur þá var jafnhægt að bæta við tvenn um, þrenmum og fernum tugum úrvalsmanna úr hinni vaknandi þjóð. Eg gat aðeíns valið örfá- ar hetjur úr fjölmennum hóp. Eg valdi Stefaníu leikkonu fyr ir leikara. Þorlák Johnson kaup mann fyrir síraa stétt. Guðmund Hannesson sem fulltrúa þeirra lækna sem brutust I að byggja fullkomin sjúkrahús. Skáldin fengu nokkur sæti á frægðar- bekknum enda á þau treyst að vekja svefnsama velværðar- menn. Eg nefnd tvo skörulega presta og þjóðforingja. Arnljót og Þóarin í Görðum. Þá eru eldar andagiftarinnar víða um lönd og byggðir. Haraldur Ní- elsson og Jóra Bjamason í Ame- ríku. Island átti á þessum tíma þrjá náttúrufræðinga sem grundvölluðu jarðfræði lands- ins, grasafræði og hafrannsókn ir. Þorvald, Stefán og Bjama. Sr. Oddur í Grindavik grand- vallar björguraarstörf. Bændur í Þingeyjarsýslu sköpuðu fyrstu verzlun fólksins og SlS. Fram- sýmar konur hefja jafnréttisbar áttu og reisa nýja húsmæðra- skóla í hverjum f jórðungi. Torfi í Ólafsdal kennir notkun hest- orku við laradbúnaðinn, en Sig- urður búnaðarmálastjóri hefst handa með skógrækt og vél- knúna rælrtun í helztu sveitum Aldamótamenn er lesbók fyr- ir unglinga og vökula borgara. Foreldrar og kennarar geta sagt bömunum stutta þætti til fræðslu og vakningar. 1 skólum má nota þessar bækur og lands höfðingjabók Magnúsar Jóns- sonar til hjálpar við að æfa ungmenni í ræðumennsku. Aðr- ir kennarar og áhugamenn um æskumanmauppeldi geta fetað sig lengra fram eftir hinni van ræktu braut þjóðarsögunnar og komizt lengra heldur en þeir sem gera fyrstu tilraunina. Eng in þjóð lifir án hetjusögu. Rúss ar hugðust geta það en gengu brátt lengra en góðu hófi gegndi. Islendingar munu aldrei lenda í öfgum, en sögu hafa þeir samið, sagt og skrifað og orðið ágætir af þeim fræðum. Ufvegsbanki islands ÚTIBÚ Laugavegi 105, Reykjavík ásamt útibúum á ísafirði, Akureyri, Seyð- isfirði, Siglufirði og Vestmannaeyjum. Annast öll venjuleg bankaviðskipti inn- an lands og utan, svo sem innheimtur, kaup og sölu erlends gjaldeyris o. s. frv. Tekur á móti fé til ávöxtunar á hlaupa- reikningi eða með sparisjóðskjörum, með eða án uppsagnarfrests. Ábyrgð ríkissjóðs er á öllu sparifé bank- anum og útibúum hans. Athygli skal vakin á því að sparisjóðs- deild aðalbankans er opin alla virka daga, nema laugardaga, klukkan 5— 6.30 síðdegis, auk venjulegs afgreiðslu- tíma. Nýjustu barna- og unglingabækurnar Í VIIIU DRENGI: Eidklóin (Bob Moran IV) . . 65.00 Ögnir í lofti (Bob Mornn V) . . 65.00 Fjórir á Fleka................ 65.00 Gömnl ævintýri................ 35.00 Kalli og Klara................. 58.00 (Bókin er bæBi fyrir drengi og telpur). Kim er hvergi smeykur.........65.00 Kim og blái páfagankurinn . . 65.00 Konni og skátan hans..........65.00 Nasreddin................... 35.00 Skeldýrafána ....... ... ... 120.00 Hrói höttur ....... ..... 45.00 Skinnfeldur ................ 45.00 Síðasti Móhikaninn . . ... . . . 45.00 Andi eyðimerkurinnar ...... 45.00 Anna-Lísa og Ketill ........ 65.00 (Bókin er bæðx fyrir drengi og telpur). rK FYRIR TELPITR: Anna-Lísa og Kctill ........ 65.00 (Bókin er bæði fyrir drengi og telpur). Eg cr kölluö Kata........... 58.00 Hanna kann rád við öllu .... 65.00 Kalli og Klara ...............58.00 (Bókin er bæði fyrir drengi og telpur). Lísa-Dísa yndi ömmu sinnar . . 58.00 Matta-Maja á úr vöndu aö ráöa 65.00 Matta-Ma ja gcrist dansmær . . 65.00 Sagan af Snæfríði prinsessu . . 40.00 Stína flugfreyja .............55.00 Stina flugfrcyja i New Vork . . 65.00 Ilurna- og unglinga- bœhur frá LEIFTRI eru skemmtilegar og ódgrar. Prentsmiðjan Leiftur

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.