Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 6
6 AAánudagsblaðið Mánudagur 17. desember 1962 Ritstjórj og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Kemur út á mánudögum. Verð. kr 5.00 í lausasölu; áskrifenda- gjald kr. 260,00. Sími ritstjórnar 13496 og 13975. Auglýsingasimi 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Hiutleysisruglið í útvarpinu Hlutleysi (ef nota má það orð) útvarpsins er ekki einbund- ið við fréttaflutning. Ef rétt væri að farið ætti hlutleysi að ná til alls, sem þar er sagt, bæði pólitískt og óplitískt. Erlend ríki, . d. Norðurlönd og Bretland, hafa útvarp, rekið af ríkinu og eign ríkisins. Þessar stofnanir eru pólitiskt hlut- lausar, þótt t. d. brezka útvarpið hafi ákveðna menn, sem skýra eða túlka þýðingar frétta cg atburða, og enn aðra sem lesa það helzta upp úr fyrirsögnum og leiðurum stærstu og áhrifa- mestu blaðanna. Þrátt fyrir margar uppástungur um slíka þætti hér í blaðinu hefur aldrei verið farið inn á þessa sjálfsögðu braut, en þegar það verður gert, verður það Spánný hugmynd" frá útvarpsyfirvöldunum. Hins vegar fer sá ósiður sívaxandi, að einstökum höfund- um eða „bókmenntavinum" — og þá vinum höfundanna — er leyft að lesa kafla úr bókum, sem ,,skulu“ seljast um jólin. Venjulega eru valdir eftirtektarverðustu kaflar hinna ýmsu verka, getið um forlagið o.s.frv., og þannig reynt að fá hlust- endur til að kaupa þessar bækur. Þessi ósiður er orðinn svo magnaður. að hverjum viti bornum manni ætti að vera ljóst, a'ð hér er ekki annað en ómerkilegt auglýsingaskrum á ferð- inni og öllu varpað í þá botnlausu og smekklausu hit, sem gengur, í ríkisútvarpinu, undir nafninu bókmenntaþættir og upplestrar eftir „merka höfunda". „Hlutleysið“ kemur þar auðvitað fram í þirri mynd. að lesið er upp eftir hvem lélegan höfundinn á fætur öðrum, því raunverulega er útvarpið of hlut- laust til að hafa snefil af smekk. Hlutleysi er crð, sem yfirvöld útvarpsins eru farin að fara með heldur gáleysislega og heimskulega. Hlutleysi er sjálfsagt, svo langt sem það nær t. d. í pólit.ík, en það má aldrei verða skálkaskjól smekkleysis og yfirdrepsskapar, né heldur ómerki- leg og ósamboðin auglýsingabrella fyrir nokkra útgefendur eða höfunda, sem þurfa á skotsilfri að halda fyrir jólin. Klaufaskapur borgeryfir- valdanna í úfburðarmálinu Reykjavíkurborg, yfirvöld henmar, eru oft óheppin. Um daginn var það, að þau skipuðu fógeta slnum að bera út hjón með böm. Húsbóndinn lýsti þó yfir, að fógeti sá, sem aðgerð- ina gerði, hafi reynzt sér hinn mesti drengur, en þunft a'ð sinna starfi sínu. Þetta er eflaust allt rétt, svo og að eigandinn, sem krafðist útburðar, vildi flytja í íbúð sína í byrjun desember, enda sjálfur húsnæ'ðislaus. Borgaryfirvöldin vom hins vegar hikandi í málinu og slógu úr og í. En hversu sem það er, er þó einn hlutur viss. Borgar- stjórnin skaðar sig í áliti. þegar svona klaufaleg óhöpp ske. Slíkt mundi ekki henda komma eða slík fyrirtæki. Sjálfstæðis- flokkurinn kom einstaklega klaufalega fram í þessu máli, þvi þjóðin hefur þessa 15ka djúpu samúð með öllu slíku kerlinga- væli, og má vera, að atkvæði hennar sýni það, ef þess er ekki gætt betur, að svona klaufaskapur endurtaki sig ekki. Hins vegar vill blaðið einnig taka fram, að það telur nú þegar allt of langt gengið í þessum kjöltubamsframkvæmdum hins opin- bera gagnvart fólki. Almenningur á ekki að þurfa að vera ábyrgur gagnvart öllum þeim fjölda, sem hingað flytur. Fjöl- skyldumenn, hvaðan sem þeir era og hverjir, sem þeir eru, eiga ekki að vera kjöltubörn Reykjavíkur, þótt þeir rekist hing- að. Sementsverksmlöja ríkisfns Sementssala og afgreiðsla fer fram á Akranesi virka daga kl. 9 f.h. til kl. 5 e.h., nema laugardaga kl. 8--12. — í Reykjavík virka daga [' kl. 8 f.h. til kl. 5 e.h. og til kl. 6 e.h. á föstudögum, á lauaardögum kl. 8 til kL 11,20 f.h. ................... Verksmíöja Akranesi Sími 555 Sementsafgreiösla f Reykjavík Við Kalkofnsveg, sími 22203. Islenzkar, enskar og þýzkar jólabækur í geysifjölbreyttu úrvali Hafnarstræti 9 Símar 11936 og 10103. The English Bookshop

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.