Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.02.1963, Page 2

Mánudagsblaðið - 25.02.1963, Page 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 25. febrúar 1963 Jónas Jónsson frá Hriflu: UtanríUs- og skógræktarmál Nofðmefln og IsSsndÍMgai az skíptasí á vinaigjöinm Norðmenn og Islendingar hafa bundið vinsemd og grið um nokkur éidri deilumál með því að láta mesta sagnfræðing þessara þjóða Snorra Sturlu- son bera sáttaorð milli góðra frænda. Norska þjóðin safn- aði miklu fé til að láta snjall- asta myndhöggvara landsins, Gustav Vigeland, gera styttu af Snorra. Þá sendu Norðmenn hundrað valda fulltrúa allra stétta til Islands. Eina verkefn ið var að reisa listaverkið í fteykholti oð viðstöddu fjöl- menni. Hér var um að ræða glæsilega heiðursgjöf frá þjóð til þjóðar. Síðar launuðu íslend ingar þessa vinsemd og sæmd með því að gefa norsku þjóð- inni eftirlíkingu í eir af styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnar- hóli. Var unnið með stórhug og háttvísi frá báðum þjóðum að þessum kveðjumálum enda hefur Snorramyndin orðið var anleg brú milli landanna. Hý vináttumezki Norðmanna Nú hafa Norðmenn viljað sýna íslendingum ný vináttu- merki. Þeir fylgjast af alhug með tilraunum þjóðarinnar í skóggræðslunni. Hefur norska ríkið með samþykki allra flokka gefið Islendingum sex milljo^r, íslenzkra króna í skógræktar- stöð. Tilgangurinn er vitanlega ekki sá að spara landsjóðhum venjubundin framlög til skóg- ræktar heldur til að sanna hversu gera mætti nýtt stór- átak i skógræktinni, tií að hvetja æsku landsins til nýrra framkvæmda í þessu efni. Þessi milljónagjöf Norðmanna til sikógræktar er vitáskuld fyrst og fremst þjóðmá! en þar næst að formi til utanríkismál og skógræktarmál. Meðferð málsins hefur ekki verið hin æskilegasta. Alþjóð manna á Is landi hefur ekki fengið tæki- færi fyrr en allra síðustu daga til að ræða hvernig mest gagn og sæmd geti orðið fyrir þjóð- ina að þesari vinargjöf frænd- þjóðar. Umræður hafa verið of litlar um málið. Guðmundur Guðmundsson utanríkisráðherra hefur tekið við gjöfinni og j þakkað bróðurhuginn. Hann mun ennfremur hafa s'kipað Þ«ggja manna n.efnd til að gera tillögur um notkun fjár- ins. I þeirri nefr.d eiga sæti Hákon Bjarnason skógræktar- sfjóri, Hákon Guðmundsson hæstaréttarritan sem er líka formaðui Skógræktarfé ags ís- lands. Ennfremur er Ambassa- dor Norðmanna í ReykjaVík sjálfkjörinn þriðji nefndarmað- urinn. Skófiækíiimi valin.íir síaður Fyrsta og stærsta mál nefnd- arinnar og rikisstjórnarinnar var að taka á'kvörðun um heppi legasta stað fyrir þessa trú- boðsstöð, því að hún á vissu- lega að hafa áhrif á skógræk- armenningu landsins og á að geta skapað andlega stórbi-eyt- ingu í öllu viðhorfi til skóg- ræktar. Skógræktarstjóri sneri sér ennfremur til landbúnaðar- ráðherra með ósk um að skóg ræktin mætti fá nægilegt rúm fyrir hina nýju stöð í landi Garðyrkjuskólans á Reykjum ef nefndin yrði sammála um þá lausn. ■ Ráðherra brá skjótt við. bar málið undir Unnstein Ólafs son skólastjóra garðyrkjuskól- ans. Hann sváraði skriflega að hann vildi fyi-ir sitt leyti heim ila að nýja stöðin gæti fengið alla hlíðina ofan við túnið á Reykjum og verulegan hlut af sjálfu túninu, þar á meðal tún Reykjahjáleigu sem mun vera einhver frjósamasti blettur á öllu landinu. Unnsteinn Ólafs- son taldi garðyrkjuskólanum mikinn ávinning að fá s'kógrækt ina í tvíbýli þar sem báðir að- ilar hafa nóg land og aðstöðu til allra nauðsynlegra ræktunar þarfa. Ráðherra sendi þetta bréf áleiðis til nefndarinnar með fullum meðmælum s'inum ef þetta staðarmál kæmi til lokaúrslita í landbúnaðarráðu- neytinu. Nefndin hefur ekk'ert látið til sín heyra opinberlega um málið en áreiðanlegar heim ildir herma að nýr aðili sé kominn í málið og sæki fast að ríkið kaupi jörðina Mógilsá í Mosfellssveit fyrir 2 milljónir króna í sambandi við niorsku gjöfina. Skal jörðin keypt fyrir ríkisfé og fyrst og fremst handa laxaklakstöð í Kollafjarð ará, en þar sem laxarnir eru enn á æskustigi er gert ráð fyrir að norska stöðin fái afnot ræktunarlands á Mógilsá án sér staks endurgjalds. Kaupin á Mógilsá verða samkvæmt þess- um útreiknir.gum gerð fyrir klakstöðina. En Skógræktin á að fá þar leiguliðaábúð. Laxaklakið í Kollaíiiði Klakstöðin i Kollafirði er sannnefndur furðufiskur. Ríkið hefur í nálega 20 ár haft klak- stjóra á góðum launum með til heyrandi skrifstofuliði og ferða fé. Hinsvegar hefur landið ríf- legan forða af skýrslum frá stofnuninni. Loks afréð veiðimálastjóri að koma upp mikilli laxaklakstöð við lækjarsprænu í Kollafirði. Gömul hlaða var tekin sem fyrsta húsnæði seiðanna. Heitt vatn var nærrri á klakstaðnum. En vandfarið er með hita og kulda hjá ungum löxum. All- mikið af seiðunum drapst á fyrsta ári og var kennt um of miklu frosti og miður heppi- legum hitagjöfum. I þessum erfiðleikum uppgötv ar veiðimálastjóri sem stýrir fyrirtækinu og mjög þurfi að au'ka nauðsynleg skilyrði fyrir klakinu ef það eigi að blómg- ast.Stöðina vanti þrjú nauðsyn- leg hjálpargögn: Meira renn- andi vatn, meira af gióinni jörð og meira af sjó þegar ung viðið tekur að spretta úr vöggu skýlum sínum. Úr þessu vill klakstjórinn bæta með því að kaupa næstu jörð við Kolla- fjörð. Hún er föl fyrir tvær milljónir króna. Þjóðargersemai Klakfræðingarnir hefðu átt að láta sýna sig á palli á miðju Lækjartorgi á björtum degi til að sannfæra þjóðina um hvílík- ar gersemar hún hefur við sum þau störf þar sem mjög reynir á sérfræði. Forráðamenn klak stöðvarinnar játa nú opinber- lega að þeir hafi byrjað vís- indalegt laxaklak án þess að tryggja sér bergvatn, sjó og athafnasvæ'ði á landi. Annmarkar miklir em á skóg græðslu við Esju hjá Mógilsá. Hvassviðri er þar mikið, cg er vitað að vaskur Kjósarbúi, sem nú á heima í Reykjavík fauk þar í stórviðri áf hesti sínum. Sú röksemd klakforkólfanna að heppilegt sé að skógarvörður norsku gjafanr.a geti búið í Reykjavík er ekki sannfærandi af því að mistökin með gæzlu klakstöðvarinnar stafa sýnilega af því að varðmaðurinn hefur stundað gæði og gleði Reykja- Vikur meira en vökur yfir seið- unum. Það sem gera þarf Málið stendur nú þannig að utanríkisráðherra hefur skipað nefnd sem veltir fyrir sér kaup um á Mógilsá fyrir tvær millj- ónir króna. Landbúnaðarráð- ráðherra hefur tryggt stofnun- innd, ef til kemur land sem rík ið á. Það er mjög frjótt land í skjóli fyrir norðan og norð- austan vindum. Mikið af þessu landi er tún, ræktað allt frá tímum Gissurar jarls. Þegar þessi hlíð væri öll vaxin þeim trjátegundum sem bezt þrífast á Islandi mundi hún á hljóð- legan og hæverskan hátt tala til þúsundannia sem streyma eftir fjölfarnasta vegi landsins ár eftir ár. Þessi fagra skógar- hl'íð yrði þá fagnaðarmál Islend inga um það hvernig atorkusöm og bjartsýn þjóð fer að klæða fjallið. Pétur Gautur hefur nú verið sýndur 22 sinnum í Þjóð- leikhúsinu við mikla hrifningu. Ekkert lát er á aðsókn- inni og er allt útlit á að leikurinn gang í allan vetur og verður sennilega eitt af „kassastykkjum“ leikhússins. — Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni og Arndísi Björns- dóttur í hlutverkum sínum. Innyfli mánr.a og dýra hafa frá fornu fari komið mjög víð sögur í alls konar þjóðtrú. Það er eldgamall vísdómur að spá í innyfli dýra. Slíkar innyfla- spár voru algengar hjá Baby- lóníumönnum og síðar hjá Et- rúrum á Italíu, sem kenndu þær Rómverjum. Sumir halda, að sú list að spá í kaffibolla sé ‘i einhverjum tengslum við forn ar inmyflaspár. Lifrin var eitt af þeim liffær- um, sem kom mjög við sögur í innyflaspánum. Yfirleitt er hún mikilvæg í fornri þjóðtrú, cg er þar stundum keppinautur hjartans. Fornaldarmenn trúðu því oft, að sálin og lífskraftur- inn allur byggi í lifrinni. En að sumu leyti þótti hún> þó í- skyggilegt líffæri, því að í henni bjuggu girndir og ástríð- ur manna. Því var það, að Pró- meþevs var refsað í fjötrunum með þvi að láta örn kroppa í lifur hans, bústað girndanna, en lifrin óx alltaf að nýju. Græðgi og grimmd voru oft einnig taldar eiga heima í lifr- inni. 1 Pommern er til sú þjóð- trú, að grimm rámdýr, svo sem úlfar. skipti um lifur á hverju ári. Mörkin milli grimmdar og hugrekkis voi-u ekki alltaf glögg, og þvi var lifrin stund- um talin bústaður hugrekkis- ins. Hugleysingjar höfðu hVita lifur cg énn í áag þýðir white livered á ensku huglaus. I innyflaspám er hvít lifur annars oft talin boða feigð. Lifr Ólafur Hansson, menntaskóiakennari: in kemur einnig mjög við sög- ur í alls konar alþýðulækning- um og alþýðutöfrum. Sá sem étur héralifur fær skarpa sjón, en sá, sem étur mannslifur get ur gert sig ósýnilegan. Þjóðtrúin í sambandi við lifr ina er í nánum tengslum við þær mörgu hjátrúarhugmyndir, sem eru tengdar gallinu, en slík ar hugmyndir hafa þekkzt með öllum indóevrópskum þjóðum frá því í forneskju. Orðið gall er sennilega skyllt orðinu gul- ur. Hjá Forn-Grikkjum var gall notað til lækninga i stórum stíl, en flest þau fræði voru mjög hindurvitnum blandin. T. d. var ekki talið neitt gagn í hunda- galli til lækninga, nema hund- urinn væri alsvartur, eitt hvítt hár gat eyðilagt lækningamátt gallsins. Álagall var eitt af helztu svefnlyfjum fomaldar, menn trúðu því. að sá, sem tæki það inn; félli í svo fastan svefn, að hann yrði ekki vak- inn næstu 36 klukkustundirnar. Við augnlækningar er gall stundum notað enn. A3 spúa eitzi og galli Fornaldarmenn trúðu því, að gallið hefði geysimikil áhrif á skapgerð manna og lundarfar og yfirleitt tíkki til bóta. Þeir héldu að þegar gallið færi út í blóðið yrðu menn geðvondir og uppstökkir. Þegar í tíð Hóm ers er gallið orðið tákn geð- vomzku og reiði. Sömu hug- myndir koma fram hjá Epik- teton og í Kabbalarítum Gyð- inga, og þær hafa verið út- breiddar fram eftir öllum öld- um. Oft var því trúað, að ge'ð- vondir hefðu stórt gall, en ljúf lyndir og geðgóðir lítið eða jafn vel alls ekkert. Sumir miðalda læknar stungu upp á því að taka gallblöðruna úr mönnum til að bæta skap þeirra. Sam- band gallsins við bráðlyndi og geðvonzku kemur enn í dag fram í ýmsum orðum og or'ða- tiltækjum í mörgum tumgumál- um. Á dönsku þýðir galdefuld oft fullur af geðvonzku og ill- kvittni, og á sama hátt er gallið á þýzku notað. Gift und Galle speien á þýzku þýðir að spúa eitri og galli, það er að segja vera trylltur af geðillsku og svip uð orðatiltæki eru til í Norður landamálunum og fleiri málum. Gallið er þó ekki eingöngu tengt bræði og geðvonzku. Eins og lifrin sjálf gat það verið tákn hugrekkis. Að hafa lltið gall getur stundum þýtt að vera huglaus. Þessar hugmyndir um gall og lifur benda til þess, að fólki hafi fundizt, að hinn hugrakki maður væri jafnframt bráður og ge'ðvondur. Ekki munu sál- fræðingar nútímans vilja skrifa upp á þá speki. Þvert á móti munu þeir telja, að bfáðlyndi og geðvomzka séu oft tákn van- máttafkenrjdar og ræfildóms. Melankólía Vísindamenn fornaldar töldu oft, að Iíkami mannsins væri samsettur af fjórum vessum og réðu hlutföllin milli þeirra bæði heilsufari og skapgerð. Þessir vessar voru nefndir húmorar, en það orð er farið að þýða bæði skaplyndi og kýmnigáfa. Þessi vessakenning er skipuleg ast framsett a£ grísk-róm- verska læknimum Galenosi, sem síðar varð átrúna'ðargoð manna í Evrópu allar miðaldir og leng ur fram. Skapgerðareinkennin, sem or- sakast af vessunum, eru aðal- lega fjögur, og tvö þeirra eru kennd við gallið. Hin flegmat- iska skapgerð gerir menn ró- lynda (phlegma þýðir eigin- lega sl'ím); hin sangvínska (af sangvis, blóð) bjartsýna og létt lynda. Hin kóleríska skapgerð er kennd við gallið, og er held ur óskemmtileg, hér eru öll hin illu einkennd gallsins á fer'ð- inni. Hinn kóleríSki maður er uppstökkur og geðvondur og hinn mesti leiðindafugl í allri umgengni. Hin melankólska skapgerð er einnig kennd við gallið. Melankólskur þýðir orð rétt sá, sem hefur svart gall. Fornaldarmenn gerðu sem sé verulegan mun á gulu og svörtu galli, og var hið svarta verra. Gult gall var að visu oft tákn geðvonzku, en það gat líka stundum orðið tákn bjar- sýni. Svarta gallið ger'ði menn aft- ur á móti þunglynda og niður- dregna. Orðið melankólía og melaukólskur lifa enn góðu lífi, en uppruni þeirra og samband við svarta gallið eni að mestu gleymd. Ólafur Hansson. I

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.