Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.02.1963, Síða 4

Mánudagsblaðið - 25.02.1963, Síða 4
4 Mánudagsbiaðið Mánudagur 25. febrúar 1963 Gott er blessað veðrið hálærðum formúlum. Eg heyrði seinna, að einn þeirra hefði var ið doktorsritgerð um þetta efni við Kaliforníuháskóla og lilotið mikið lof fyrir. Hann s'kýrði þetta með einhverjum tiktúrum eða duttlungum í jónósferunni. Það var gott, ef segulmagnið var ekki eitthvað flækt í þetta líka. Já, það er eins og ég hef alltaf sagt, vísindin láta ekki að sér hæða. En svo kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það var fyrstu dagana í marz i sama blíðskaparveðrinu með gróand- ann allt um kring. Hún Sjöfn fór að breytast. Hún mátti aldrei vera að því að finna mig Svo frétti ég, að stelpu- tryppið væri farið að vera með Grétari Sveinssyni. Þetta er helvítis pennpáa, heildsalasonur. pabbadrengur og stælgæi. Hún hefur alltaf runnið á peninga- lyktina, hún Sjöfn. Og þau voru ökkert að tvfínóna við þetta. Um miðjan marz kom trúlofundn þeirra í blöðunum. Eg var ekki neitt mildur út 'í hana þann daginn. Allt í kringum mig á götunum var hlæjandi sumarklætt fókl, grasið á blettunum orðið eins: og í júní, blóm að springa út, j hvert sem litið var. Það var fimmtán eða sextán stiga hiti. j Og þó blasti Esjan við alhvít, I og ég heyrði að Hafnfirðinigar greyin yrðu að híma inni i kulda og frosti, „Það er bezt að lækka rostann í helvítunum"- hugsaði ég fullur af mann- hatri og þá auðvitað fyrst og fremst af hatri á Sjöfn og hennar útvalda. Þegar ég kom heim leysti ég skinnhólkinn af suðurálmunm á krossinum og festi hann rammbyggilega á álmuna með einni skoru, norð- urálmuna.Við skulum sjá, hvern ig verður umhorfs í fyrramálið. Þegar ég fór í vimiuna morg uninn eftir, var kominn ökla- snjór á götunum og fimm stiga frost. Fífla, sóleyjar og skrúð- blóm voru horfin í fönnina. „Það er ekki að spyrja að vor- harðindunum á Islandi", sagði fólkið, sem nú var búið að taka fram kuldaúlpurnar að nýju. „Mátulegt á ykkur. helvítin“ hugsaði ég. „Og ekki fara Sjöfn og Grétar að spóka sig mikið arm í arm á götunum í þessu veðri.“ Það reyndist nú að vísu skammvinn huggun. Snemma í apríl frétti ég að þau væru komin suður til Caprí. Mér datt 5 hug að fara þangað á eftir þeim með krossinn minn. En ég hafði bara ekki efni á því. Eg hafði eytt hverj- um eyri í Sjöfn um veturinn. Og um miðjan apríl fór mér að leiðast að labba um alhvítar göturnar í margra stiga frosti. Eg tók eitt kvöld skinnhólkinn ! af krossinum og lét harnn j dingla lausan. Svo henti ég krossinum aftur í draslið mitt. Það fór að hlýna upp úr þessu, ' en fram að Jónsmessu var fólk ; ið alltaf að segja: „Ekki eru j þetta mikil hlýindi 1 saman- I burði við það sem var í fe- j brúar.“ IV. • • Sjöfn og Grétar komu heim í júnílok og voru þá gengin í •heilagt hjónaband. Þau hafá víst saknað baðstrandanna á Italíu, því að snemma í júlí kom Óli bróðir minn sunnan úr Nauthólsvík, og sagði. að þau hefðu verið að sóla sig þar, Sjöfn í einhverjum nýtízku bað fötum í atómstíl, sem hefðu vakið almenna aðdáun við- Krossgátan Framhald af 3. síðu. vinnuna, að ég mundi varla eft ir krossinum Eg sá, að hélan var farin af glugganum. Svo leit ég út. Eg sá ekki betur, en að snjórinn væri að miklu leyti farinn af götunum. Þegar ég kom út fann ég, að það hafði heldur betur hlýnað. Eg gizkaði á, að hitimn væri sjö eða átta stig. Það voru stríðir etraumar ofan af öllum þökum, og margra vikna gömul grýlu- kerti voru að hrynja niður með braki og brestum. Á götunni voru bara dálitlir svellglottar eftir hér og hvar. Það skyldi þó aldrei vera eitthvert gagn í krossinum? En svo hló ég að sjálfum mér. Þetta var auðvit að bara tilviljun. Það hlaut að koma þíða eftir svona langan frostakafla. Vinnufélagar mínir áttu ekki nógu sterk orð til að dásama breytinguna á veðrinu. En þeir voru kvíðafullir enn. „Ætli hann rjúki ekki upp á norðan aftur strax í kvöld?“ En hann rauk ekkert upp á norðan. Hann hlýnaði meir þegar á dag inn leið. Hitinn í Reykjavík komst upp í tólf stig. Daginn eftir gerðu blöðin sér tíðrætt um þessa snöggu veðurbreyt- ingu, og voru með ýmsar vangu veltur. Það var ekkert tiltöku- mál, að hann skyldi bregða til þíðu. Hið dularfulla var það, að veðurbreytingin náði aðeins til Reykjavíkur og næsta ná- grennis. Svæðið, sem yeður- breytingin náði til, var eins og afmarkað með hníf. Þegar tólf stiga hiti var í Kópavcgi, var átta stiga frost í Hafnarfirði. Og úr Reykjavík mátti sjá. hvernig frostkófið kembdi fram af brúnunum á Esjunni. Þetta undarlega veðuitfar var helzta umræðuefni næstu daga, þvi að ástaradið hélzt óbreytt. Veður- fræðingar og aðrir vísindamenn fluttu um þetta erindi í út- varpinu. Þeir voru svo hávís- indalegir, að ég var nú ekki með á nótunum. Þó skildist mér helzt, að þeir teldu, að þetta fáránlega veðurfar stæði eitthvað í sambandi við kjam- orkusprengingar. Þeir notuðu einhver fræðiorð, sem ég skildi nú bara ekki, elektrónur, jóní- sering, Allensbelti. Sjöfn var í sjöunda himni, þegar ég hitti hana. Allt þung lyndið var rokið út í veður og vind. Hún var aldrei Ijúfari við mig en þessa undarlegu fe- brúardaga. Og veðrið hélzt allt af jafn gott, það er að segja, bara í Reykjavík, strax uppi á Kjalarnesi var allt á kafi í snjó. En blettirnir í Reýkjavík fóm að grænka um miðjan fe- brúar. Fíflar og sóleyjar fóru að springa út. Fólkið átti bara engin orð til. Þessi undarleg heit í veðrinu í Reykjavlk vöktu meira að segja athygli er lendis. Einhverjir hálærðir veð urfræðingar komu hingað frá útlöndum til að raransaka fyrir bærið. Og þeir höfðu á taktein- um einhverjar skýringar með Lárétt: 1 Sjónleikur 8 Vot 10 Uphafsstafir 12 Grjótskriða 13 Ósamstæðir 12 Hestur 16 For- móðir 18 Lína 19 Trjátegund 20 Skógardýr 22 Fall 23 Ósam stæðir 24 Ka-rlmannsnafn (þf.) 26 Upphafsstafir 27 Hirzlur 29 Viðsjáll Lóðrétt: 2 Skáld 3 Hiti 4 llát 5 1 glugga 6 Ósamstæðir 7 Hefur ekki brotið af sér 9 Flúð 11 Kjána 13 Sumar 15 saman 22 Lán 25 Flakk 27 Verksmiðjur 28 Atkvæði. staddra. Eg vai-ð þungt hugsi. Kannske ég ætti eftir að jatfna á þeim. Daginn eftir var bezta veður, sem komið liafði í Reykjavík s'iðan dagana góðu í febrúar. Ekki var skýskaf á lofti, seytján stiga hiti, og varla blakti hár á höfði. Um hádegið tók ég upp krossinn og setti s'kinnhólkinn á eina álmuna. Svo fór ég að hreinsa timbur inni í hálfbyggðu húsi. Mér sýndist fljótlega draga ský fyrir sólu, og hann fór að kólna nokkuð ört. Svo fór ég að sjá flyksufjúk gegnum rúðu- lausa gluggana. Um kaffileytið vom götumar alhvítar og fimm eða sex stiga frost. Það fóru að berast fréttir um það, að bílar sætu fastir í sköflum í úthverfuraum „Eg held, að heimsendir geti ekki verið langt undan“ sagði liann Guðjón verk stjórinn minn „Kafsnjór og frost í júlí Þetta er allt hel- vítis atómsprengingunum að kenna. Heimurinn er allur af göflunum genginn. bæði mann- fólkið og náttúran" Eg átti eft- ir að heyra marga tala í sama dúr. Þegar ég gekk meðfram Tjörninni á heimleið úr vinn- unni var húra ísi lögð. Endurnar hímdu hnípnar uppi á 'isnum og skildu auðsjáanlega ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. En þær tóku þessu öllu með meiri resignasjón en mannfólkið. Þeg ar ég kom heim, vnr Óli bröð- ir orðinn veikur Hann hafði ver ið að synda í Nauthólsvík, þeg ar kuldabylgjara skall á. Það var seytján st.iga hiti, þegar ég tfór í sjóinn,“ sagði hann, „en þetta kom svo snögglega. Það var komið frost, þegar ég kcmst í fötin, og víkin var al- hvít af snjó.“ „Voru Sjöfn og Grétar þar?“ spurði ég með sak leysissvip. ,,Já“ sagði hann „og ég held, að henni hafi orðið illt, forkjölast, fengið sjokk eða eitthvað. Hún var sótt í sjúkra bíl, og Gretar var hálfkjökrandi að stumra yfir henini. og ég held, að hann hafi verið eitt- hvað lasinn líka.“ „Það er Ijótt að heyra“' sagði ég, en mér hló hugur í brjósti. Þarna fengu þessi þokkalegu skötuhjú það, sem þau þurftu. Það var langt síðan mér hafði liðið svona vel, og ég smjattaði á þessu í hug- anum. Ætli henni hefði ekki verið nær að eiga heiðarlegan sjómann og verkamann en þetta himpigimpi og pappírs- búk, sem volaði eirs og stelpu krakki, ef nokkuð bjátaði á. En um nóttina fékk Óli bróð- ir mikinn hita og óráð. Hánn var búinn að fá lungnabólgu. Næturlæknirinn var þungbúinn á svip, horaum leizt ekki á til- fellið. Hann sagðist ekki kom- ast yfir að vitja allra lungna- bólgusjúklinganna, það er allt þessi ótrúlega veðurbreyting, sagði hann. Veikindin í honum Óla drógu úr gleði minni. Hann skyldi nú deyja. Eg hafði bara alveg gleymt þvi. að har.in ætl- aði í Nauthólsvík, ég var ein- göngu að hugsa um að klekkja á Sjöfn og Grétari. En hanin Óli! Ef hann dæi nú, væri það mér að kenna. Hann Óli bróðir, sem hafði alltaf verið mér svo góður. Og ekki mundi honum batna lungraabólgan í þessum kulda. Hríðin lamdi hélaða gluggana, en ef maður púaði gægjugat á þá sást Esjan al- auð og vinaleg og túnin iðja- græn á Kjalarnesinu. Það var víst hlýtt og gctt þarna upp- frá. Eg tók krossinn dró hólkinn af norðurálmunmi, tók upp ham ar og braut krossinn í ótal mola. Hólkinn klippti ég í smá tætlur, en skinnið í honum var eitthvað svo skrýtilega seigt, að skærin ætluðu ekki að b'íta á það. Svo skolaði ég öllu þessu drasli niður í klósettskálinni. Eg sofnaði óværum svefni und ir morgun og svaf rúman klukkutíma. „Eg held að Óli sé eitthvað betri“ sagði mamma um morg uninn, „Og sjáðu, hvað veðrið er orðið gott.“ Já. það var eatt. Það var komið glampandi sól- skin og allur snjór farinn. „Þetta gat nú bara ekki verið“ sagði ég „að það færi að verða lengi snjór og frost í júlí.“ „Þetta hefur auðvitað verið af sprengingunum“, sagði mamma, V. Það var aftur komið haust. Óli var orðinn frískur, en hann segist aldrei þora að fara aft- ur að baða sig í Nauthólsvík. Sjöfn hafði fengið taugaáfall, og þegar henmi fór að skána sagði hún, að veðurbreytingam ar á Islandi væru of miklar fyrir sínar fínu taugar. Hún og Grétar eru setzt að í Kalifom- íu, þar sem sama góða veðrið kvað vera árið um kring og engin hætta að fá snjó og frost á sig á baðströndinni. Eg hef heyrt, að þau leigi fína villu í einhverju millahvertfi, það er víst eitthvað fínna en Kamp Knox. Eg held, að ég fari aftur á Fossana. En ég hef hugsað mér að eiga ekki fleiri verzlun- arviðskipti við vin minn Pálma. Eiríksson. Mysticus. ■ ■ ■ ::v: i Skipstjórinn á „Mánafossi' Eiríkur Óiafsspn, við stjórnvölinn. „MANAF0SS“, hið nýja skip E.Í. Skipið er smíðað í júl'i 1959 af skipasmíðastöð Ferus Smit Ltd. í Foxihol í Norður-Hol- landi. Skipið er smíðað úr stáli og styrkt til siglinga í ís. Það er að stærð sem lokað þilfarsskip 1400 tonn d.w. og sem opið þil farsskip 975 tonn d.w. Tvær lestar eru í skipinu. sú fremri með tveimur lúguopum á hlífð arþilfari, en einni á aðalþilfari, en sú aftari með einná lúgu á hlífðarþilfari og einni á aðal- þilfari. Samtals er rúmmál lest anna 63.500 rúmfet „bale“. (Til samanburðar má geta þess, nð leslarrými m.s. „TUNGUFOSS" er 113.465 rúmfet). Lestaropin eru um 5.5 mtr. á breidd og frá 8 til 10 mtr. á lengd. Hlífðarþilfarslúgur eru af svo nefndri „Von Tell“ gerð, sem svipar mjög til þeirra sem eru á „SELFOSSI“ og „BRÚAR- FOSSI“. Lúgur þessar eru þrí skiptar og hægt er, við ferm- ingu eða affermingu. að loka þeim að einum þriðja ef þörf gerist, t.d. vegna veðurs. Lúgur aðalþilfars eru úr tré. Skipið er útbúið 6 rafmagns- viradum (spilum) 16 hestafla, gerðum af Ths. B. Thrige. Einnig er skipið útbúið 6 lyfti- ásum (bómum) fyrir 5 tonna þunga og einum 10 tonna lyfti- ás. Framhald á 6. síðu. » « i ( r t

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.