Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.03.1964, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 16.03.1964, Qupperneq 1
dIclÓ fyrir alla 17. árgangui Mánudagur 16. marz 1964 10. tölublað Syrtir í álinn hjá Frjálsþýðingum Lárus Jóhannesson stefnir — Mikil málaferli — Bergur Sigurbjörnsson ráðleggur saksóknara — Angistaróp ábyrgðarmanna — Furðulegt plagg Fátt vekur meirl athygli nú en stefna Lárusar Jóhannes- sonar, fyrrv forseta Hæstaréttar, á hendur þeim Frjálsþýðing- um, sem þyrlað hafa upp moidviðri miklu í hans garð vegna viðskipta. Hefur blaðið í nokkra mánuði birt lítið annað en ákærur á hendur Lárusi og Búnaðarbankanum í lánamálum, en forsendur fyrir skrifum þessum segir blaðið þær, að okrað sé á fátækum verkamönnum, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. STEFNIR ÖLLU „KKAMINU“ Stefna Lárusar er all-mikið plagg, kröfur miklar, bæði fjár bætur, málskostnaður og fang- elsisdómar yfir ábyrgðarmann blaðsins. Hefur blaðið skipt um ábyrgðarmann nýlega og er kominn í embættið Bergur Sig- urbjörnsson, viðskiptafræðing- ur, og mun nú, í fyrsta skipti, reyna verulega á viðs'kiptahæfi leika hans. 1 ritnefnd blaðsins eru kunnir menn, átta að tölu, og gefur Lárus í skyn, að ekki dugi fjárhagur Einars Braga til að greiða skaðabætur og annað og áskilji hann sér rétt til að stefna öllum hinum og láta síðan þá kumpána sæta sameiginlegri ábyrgð og sam- eiginlegum útgjöldum. BIÐST GRIÐA Blaðið rekur upp angistar- org mikið á forsíðu, hrópar til saksóknara, Valdimars Stefáns sonar, og biður um grið, þvi ef það hefði ekki staðið við hlið hins „fátæka verkamanns", hefði það varla risið undir nafni Er það hinn nýi ábyrgð- armaður, Bergur Sigurbjörns- son, sem setur stafi sína undir ritsmíð þá. Þetta angistaróp blaðsins til sakadómara, er í senn umvöndun við hann um að standa sig í embættinu og um leið ýmsar „þarfar" leið- beiningar um, hversu Valdimar skuli haga embættisfærslu sinni, enda er Bergur ákailega umbótasinnaður maður og vart á færi sak sóknara að kunna eins góð skil á embætti sínu og Bergur. ÁTÖLUR og EMBÆTTA S KIPANIR Þá átelur hann saksóknara föðurlega fyrir embættisafglöp, og má telja, að næsta verk- efni blaðsins verði að koma Valdimar frá, en það merkilega er, að blaðið telur á öðrum stað í sama tbl. einkar þekki- legt, að Valdimar yrði skipað- ur forseti Hæstaréttar. Eftir að blaðið hefur gert það að tillögu sinni, að saksókn- ari láti endurrannsaka allt málið, þá gefur Bergur sak- sóknara leyfi til þess að fara málareksturleiðina, sem Lárus kýs sjálfur að fara og ástæð- una til stefnunnar. Okkur hérna við Mánudags- blaðið þætti ekki ónýtt, ef við hefðum haft slíkan snilling og Berg. Eins og sumum kann að vera kunnugt, þá hafa skrif blaðsins oft komið af stað málaferlum og það hlotið sekt ir stórar, þótt seinna hafi kom ið í ljós að skrif okkar voru sönn. Enn í dag er blaðið, eða þær litlu eigur ábyrgðarmanns þess, undir hamrinum vegna þessara sekta, sem þó er reynt að greiða smátt og smátt, en ennþá höfum við ekki séð okk- ur fært að segja saksóknara nokkum veginn, hvernig hann eigi að haga sér, né heldur þeim dómendum, sfem hann hef ur í þjónustu sinni. Munum vér muna þetta, ef svo skyldi fara, að hætta yrði á auknum málaferlum seinna. STÓR MÁLAFERLI Lögfróðir telja, að bráðlega muni upphefjast slík meið- yrðamálaferli gegn Frjálsþýð- ingum, að önnur eins hafi ekki sézt fyrr. Lárus hefur sagt af sér einu virðulegasta embætti þjóðarinnar til þess að verja æru sína, og má ætla, að hann verði ekki mjúkhentur þegar hann klappar um bakhluta Ein ars Braga og fyrirsvarsmann „fátæka verkamannsins". Mun blaðið fylgjast með hversu fram vindur þessum málum og birta lesendum sínum það, sem máli skiptir þegar sókn og vöm hefjast. Erum við á leið til flokkseinræðis? Þúsundir kjósenda þessarar borgar hafa fylgzt af áhuga með skrifum og gagnrýni á stjómarvöldunum nú síðustu vikurnar meðal annars í Les- bók Morgunblaðsins, fyrst um Ráðhúsið og svo um flokka- valdið, þingmennina og skatt- fríðindi þeirra. Afstaða, sem þar er tekin til þesara mála, er afstaða þess almennings í landinu, sem gerir fyrst kröfur til sjálfs sín og hefur þá sjálfs virðingu að forðast að verða bónbjargar- eða forréttinda- menn á annarra kostnað, og telur þessi skrif heilbrigða og sanna gagnrýni, sem er bein afleiðing af þeim starfsaðferð- um, sem eru fordæmdar af öllu heilbrigt hugsandi fólki. Forsvarsmenn þeirra tiltölu- legu stóm hópa lítilla karla, lítið gefinna og lítið ráðvandra hljóta að vera orðnir æði sjón daprir og rangeygðir í um- gengni sinni við þessi „vel upp öldu“ fósturbörn sín, ef þeir halda, að hugmyndir þessara bónbjargahópa séu skoðanir al mennings í landnu. Nú nokkur undanfarin ár hefur stór hópur þeirra heiðar- legu manna og kvenna, sem bera uppi rekstur þjóðarbúsins, þegar sleppt er erlendu styrkj- unum, horft með undrun á á- byrgðarlausar aðfarir þessara forréttindamanna, sem eru bún ir að innleiða hér flokkseinræði skylt því, sem sumir þeirra for dæma mest meðal annarra þjóða. Flokksstarfsemi virðist vera orðin sérstök starfsgrein hér á landi með sín hagsmuna- samtök. En hitt verður að segjast líka, að meðal forustumanna flokkanna eru margir greindir og góðir menn, sem hafa látið gott af sér leiða í sumum mál xun. Og til eru þau mál, sem leyst hafa verið á þessum ár- um og gnæfa hátt yfir allt ann að, sem skeð hefur í okkar sjálfstæðisbaráttu fyrr og sið- ar, t. d. landhelgismálið. Þetta ber að þakka. En þó vel hafi tekizt í þessu mikilvæga máli og nokkrum öðrum, þá verður það að segj- ast, að það gefur þessum mönn um ekki rétt til slíkra vinnu- bragða í fjölmörgum málum sem raun ber vitni um, og sem eru gagnrýnd og fordæmd af öllum almenningi „Flokkseig- endurnir" verða að gera grein- armun á almenningi og mála- liðinu, sem eru þær „útlend- ingahersveitir", sem þeir hafa í sinni þjónustu. Náðaður út á Skálholtskirkju — faldi Þjófsverkfærin í skjóli Hallgríms- kirkju Fjárglæframálin — Upplýsingar Jósafat tilefni ofsóknarmáls? Innbrotsþjófar gerast nú manna mest „kirkjuræknir“ a. m.k. á sinn sérstæða hátt. Þeg ar ungur myndarlegur þjófur og félagar hans játuðu á sig 17 innbrot, kom í ljós, að „sag an“ bak við fréttina er hin merkilegasta og sýnir áhrif kirkjunnar á ótrúlegustu svið- um Fyrst ber að minna á, að hin heimsfræga málning úr málningarverksmiðju PÉTURS SNÆLANDS og skarpskyggni HAUKS BJARNASONAR, rannsóknara. kom upp um þjóf inn, því málningin liafði setzt á brækur hins grunaða, og var hann „rauður“ upp eftir fót- um, þegar heim til hans var komið Sýnir það bezt, hve góð framleiðsla er hjá þeim Snæ kmdsmönnum Annað er reyndar jafnmerki Iegt í þessu einstaæða þjófnaðar máli, og það er þáttur kirkj- unnar Þessi ungi athafnasami gripdeildarmaður hafði ásamt öðrum kollegum sínum lilotið blessun og náðun, þegar Skál- holtskirkja var vígð, auðvitað í þeirri von, að þeir myndu sjá villu síns vegar, en almennt munu þessir men hafa komizt undir mannahendur síðan. Þessi þjófur gerðist þó hinum æfintýrameiri, því við rann- sókn brotanna, kom í ljós, að hann hafði falið vinnutæki sín (innbrotstólin) í skjóli Hall- grímskirkju! Er þetta einkar hugulsamt af þjófnum og sýn- ir, að náðaðir þjófar læra þó eitthvað göfugt, þegar þeir eru naðaðir. F járglæf ramálin Varla hefur annað meir, fyrr né síðar, gripið hugi manna en hin gífurlegu fjár- glæframál, sem upplýst hafa verið síðari liluta ársins, sem leið, og nú í byrjun þessa árs. Er það að vonum, að menn ræði mál þessi mjög og spyrji: Hverjar eru orsakirnar? Hvar liggja meinsemdirnar? Gjör- spillt þjóðfélag — segja sum- ir — aðrir brosa út í annað munnvikið og segja: Eftir höfðinu dansa limimir. | Ekki skal gerð tilraun til þess að kryfja orsakirnar til mergjar hér. Það mun verða i gert og á að vera gert á rétt- ! um stöðum og af réttum yfir- ! völdum. Engum getur dulizt 1 lengur, að margt hefur aflaga farið í þjóðskipulagi okkar á undanförnum árum, svo geig- vænlega, að ekki eru þess dæmi Forsætisráð- herra og blaða- menn. (Sjá KAKALA 3. síðu) meðal vor Islendinga, síðan land byggðist. Skrýtin ráðstöfun Fyrst sá „01himálið“ fræga dagsins ljós. 1 því er fallinn dómur eins og menn vita. En hinu hafa menn kannske ekki veitt athygli, að einn aðalsak- borningurinn í því fjárglæfra- máli er nú hvorki meira né minna en höfuðpaurinn í því að rannsaka og álasa mönnum fyrir falskar ávísanir — er hér átt við að sjálfsögðu — einn af bankastjórum Seðla- bankans. Þetta virðist þó sann- arlega ekki benda til þess, að lækningar meinsemdanna sé að vænta ofan frá:'. Glaumbær — Gjaldkerar Þá er næst hið umfangs- mikla fjársvikamál veitinga- mannsins í Glaumbæ. I því er líka fallinn dómur — og hann sannarlega ekki til þess fall- inn að liræða óprúttna og harð- svíraða f járglæframenn frá framkvæmdum eða stórræðum í framtíðinni. Sakborningar sluppu þar vel, og þó sá senni- lega bezt, er þyngstan dóminn fékk, sem sagt sjálfur höfuð- paurinn. En upplýsingarnar sem fengust í því máli um I merku stofnunar. Og hvað sem starfsmenn Þjóðbankans, gefa öllu öðm líður, þá verður að tæplega tilefni til aukinnar til- teljast fyrir neðan allar hell- trúar almennings til þessarar' Framhald á 4. síðu. Furðuleg heift hjá S.H. Eins og kunnugt er, þá á Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, þ.e. Einar útgerðarmaður Sig- urðsson og leppar hans, í stríði við Kassagerð Reykjavíkur út af stofnun nýs umbúðafyrir- tækis, sem S.H. hyggst stofna fyrir fé, sem því var veitt til frystihússreksturs. Almennings álitið og þingið mun koma í veg fyrir þetta æfintýri, sem ku jaðra við brjálæði, en samt er heiptin svo geysileg, að nálgast hið broslega Háttsettur starfsmaður hjá Sölumiðstöðinni kom að máli við okkur i s.l. viku og tjáði oss, að ákveðið hefði verið að halda fagnað starfsfólksins hjá S.H. í salarkynnum Kassa- gerðarinnar og liegar samið um afnot samkomusalarins þar, jafnvel gert ráð fyrir mat arkaupum A síðustu stundu var starfsfólkinu bannað að koma þar saman, en skipað að fara í samkomusal Sjóinanna- skólans, er er minni og óhent- ugri. Það er ekki ónýtt að hafa svona menn eins og stjórn S.H. í heiðarlegri sam- keppni. Svona framkoma er tO skammar í hverju einasta frjálsu samfélagi, og allir geta getið sér til, hvaðan þessi skip un kom Er það satt, að Þorbjöm I Borg vilji, að Kollega Þorvald- ur í Síld og fisk só gerður heiðursfélagi í Fáki?

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.