Morgunblaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is LEGSTEINAR Helluhrauni 10, 220 Hf. • sími 565 2566 Englasteinar ✝ Víkingur ÞórBjörnsson fædd- ist á Akureyri 20. september 1929. Hann lést á heimili sínu þriðjudaginn 21. júní síðastliðinn eftir nokkra sjúkdóms- legu. Foreldrar hans voru hjónin Björn Sigmundsson, deild- arstjóri hjá KEA, f. 27. júní 1891, d. 18. jan. 1975, og Guðrún Gunnlaugsdóttir saumakona, f. 24 maí 1893, d. 26. feb. 1973. Þau voru bú- sett á Akureyri. Systkini Víkings eru: 1) Sigmundur Björnsson, f. 13. maí 1916, d. 19. ágúst 1981. 2) Anna Soffía, f. 25. nóv. 1920. 3) Finnur Sveinbjörn, f. 14. júlí 1925. Hinn 4. september 1954 kvæntist Víkingur Mörtu Kristjánsdóttur húsmóður, f. 6. júlí 1933, d. 4. nóv. 2001. Börn þeirra eru: 1) Kristján Þór, f. 13. sept. 1954, tannlæknir á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Haf- dísi Óðinsdóttur, leikskólakennara á Akureyri, f. 4. sept. 1955. Börn þeirra eru: Kristján Þór, f. 7. des. 1985, og Gunnar Þór, f. 20. mars 1989. 2) Björn, f. 31. jan. 1959, Arnþór Gylfi, f. 19. maí 1995, og Katrín Magnea, f. 13. sept. 2004. Víkingur Þór var borinn og barnfæddur Akureyringur og bjó þar alla tíð, fyrst í foreldrahúsum í Munkaþverárstræti 4 og síðar í eigin húsnæði í Munkaþverár- stræti 2. Að skyldunámi loknu hóf hann störf í kjötbúð Kaupfélags Eyfirðinga og vann þar við út- keyrslu og önnur tilfallandi störf til ársins 1966. Það ár var Víkingur ráðinn til Slökkviliðs Akureyrar þar sem hann átti farsæl 30 ár í starfi þar til hann lét af störfum sökum aldurs og veikinda. Fyrstu árin var hann vaktmaður slökkvi- liðsins en frá árinu 1974 var hann umsjónarmaður Eldvarnaeftirlits Akureyrarbæjar. Víkingur var um árabil einn helsti ökukennari á Akureyri og kenndi hann hundruðum ung- menna akstursleikni. Hann var einn af stofnendum ökuskóla á Ak- ureyri og átti virkan þátt í upp- byggingu Ökukennarafélags Ís- lands. Á fyrri árum var Víkingur virkur félagsmaður í íþróttafélag- inu Þór á Akureyri þar sem hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat um árabil í stjórn félags- ins. Á 90 ára afmæli Þórs 6. júní sl. var Víkingur sæmdur gullmerki félagsins fyrir ötul störf í þess þágu. Útför Víkings verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. konsúll í Geilo í Nor- egi, kvæntur Þórunni Árnadóttur, hársnyrti í Noregi, f. 13. okt. 1966. Börn þeirra eru: Áslaug Eva, f. 20. febr. 1985, Víkingur Þór, f. 6. febr. 1990, og Vikt- or Árni, f. 15. ágúst 1992. 3) Guðrún Björg, f. 6. maí 1962, hár- greiðslumeistari í Nes- kaupstað, gift Pálma Þór Stefánssyni, tann- lækni í Neskaupstað, f. 20. nóv. 1959. Börn þeirra eru Stefán, f. 22. nóv. 1981, Inga Þórey, f. 8. nóv. 1988, Víking- ur, f. 21. sept. 1991, og Marteinn Þór, f. 26. febr. 1993. 4) Þóra, f. 31. júlí 1969, grunnskólakennari á Ak- ureyri, gift Snorra Snorrasyni, verktaka á Akureyri, f. 28. apríl 1970. Börn þeirra eru: Snorri Már, f. 2. ágúst 1998, og Halldóra, f. 17. okt. 2000. Fyrir átti Þóra Mörtu, f. 18. nóv. 1994, með Vigni Þór Jóns- syni. 5) Finnur, f. 25. okt. 1970, raf- iðnfræðingur á Akureyri, kvæntur Steinunni Línbjörgu Ragnarsdótt- ur, grunnskólakennara á Akur- eyri, f. 8. sept. 1970. Börn þeirra eru Baldur Þór, f. 26. jan. 1994, Í dag verður pabbi minn, Vikki Björns, á A 1010, jarðsunginn. Hann pabbi okkar var óvenju glað- lyndur að eðlisfari, en léttleiki ein- kenndi allt hans fas. Hann var því alla tíð vinamargur og vinsæll karakter, bæði í leik og starfi. Pabbi hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og þar var honum fátt heilagt. Hvítflibbar og spjátrungar voru ekki hans menn og flestir fengu að heyra það, bæði hrós og skammir. Pabbi fór að vinna fyrir sér ungur að árum og er gott dæmi þeirrar kyn- slóðar sem byggði upp af dugnaði og ósérhlífni það Ísland sem við eigum í dag. Honum fannst eðlilegt að fólk hefði fyrir hlutunum, þá mundum við meta betur það sem áunnist hefði. Eitt af kjörorðum hans var „To be or not to be“ og var hann alla tíð mjög heill í skoðunum sínum. Það var hon- um því mikið kappsmál að við, börn hans og barnabörn, hefðum verkefni við hæfi og fylgdist hann grannt með okkur í leik og starfi. Pabbi var alla tíð mikill áhugamað- ur um nýja bíla og var fastagestur á öllum bílasýningum og svo var spáð og spekúlerað og bæklingum flett. Hápunkturinn var þó er við fórum á alþjóðlegu bílasýninguna í Frank- furt fyrir nokkrum árum, en þar stóð gamli maðurinn sjötugur sem stein- runninn yfir allri dýrðinni. Bílarnir hans þurftu ætíð að vera „spikk and span“,eins og hann sagði, og átti hann alla tíð einna best þrifnu bíla á Ak- ureyri, enda bónaðir vikulega. Pabbi var virkur í íþróttaiðkun alla tíð og stundaði sund morgun hvern í áratugi. Hann var félagi í íþróttafélaginu Þór á Akureyri og sat í stjórn þess um tíma. Þrátt fyrir óvenju mikil veikindi og áföll síðari ár var hann ungur í anda og bjartsýnn allt til dauðadags. Það var ljóst að hörkutólið gaf ekki eftir fyrr en í fulla hnefana. Það eru mér og systkinum mínum forréttindi að hafa átt slíka uppalend- ur sem foreldrar okkar voru og sökn- um við þeirra sárt. Minningin um ykkur, pabba og mömmu, er okkar leiðarljós í lífsins gátu. Kristján Víkings. Það er stundum sagt að ,,haltur leiði blindan“, þegar einhver veikur hjálpar þurfandi eftir bestu getu. En þessi orð áttu vel við þann frábæra tíma sem ég átti með pabba síðustu daga fyrir andlátið. Ég kom heim frá Noregi, hafði þá nýlega farið í uppskurð á fæti og not- aðist við hækju af þeim sökum. Og pabbi mikið veikur notaðist við hækju eða staf sér til stuðnings. Saman stauluðumst við um ganga FSA, fórum í útskriftarveislu hjá Þóru og í Munkanum, þar var staul- ast um líka. Og fannst sumum skond- ið að sjá okkur saman. En það að þurfa að styðja pabba gaf mér mikinn styrk og fannst mér batinn hjá mér vera mikill. Þessi sömu orð, ,,haltur leiðir blindan“, áttu líka vel við þegar pabbi kom í heimsókn til okkar til Geilo í Noregi fyrir tveimur árum, þá ferð- uðumst við víða um í Noregi, fórum m.a. til Björgvinjar, Óslóar og víðar á þeim þremur vikum sem hann dvaldi hjá okkur. En þá var ég að jafna mig eftir slæmt fótbrot og notaðist við hækjur. Eftirminnilegust er ferðin okkar pabba til Óslóar þar sem við fórum m.a. upp í Holmenkollen-skíðastökk- pallinn. En þangað upp er ekki auð- veld leið, mjög brattir stigar sem full- hraust fólk á fullt í fangi með að komast upp. En upp í turn stauluð- umst við þar sem við þreyttir og glað- ir dáðumst að útsýninu yfir Ósló. Pabbi fylgdist vel og stoltur með sínu fólki og var ótrauður að hvetja og styðja þegar eitthvað mikið stóð til og þá var alltaf myndavélin með í för og atburðirnir festir á filmu. Enda er myndasafn pabba stórt og mikið. Ótal ferðir fór hann í Fjallið að fylgjast með sínu fólki, fyrst börnum og síðar barnabörnum en þar hafa margir titlar komið í hús. Og í Höll- inni á Andrésarleikunum átti hann frátekið sæti þar sem hann stoltur fylgdist með frábærum árangri síns fólks. Og eftir verðlaunaafhendingu komu stolt afabörn með glæsta gripi til að sýna afa. Það eru sennilega ekki margir afar sem geta státað af eins góðum árangri afabarna sinna á Andrési og hann pabbi. En Andrésartitlar eru komnir á þriðja tuginn hjá hans fólki. Og Íslandsmeistara- og unglinga- meistaratitlar eru nálægt 20. Pabbi stóð líka oft á hliðarlínunni á fótboltavellinum og hvatti mig til dáða og síðar þegar nafni hans Vík- ingur Þór var farinn að spila með Þór, var vel fylgst með og oft fékk strák- urinn klapp á kollinn frá afa eftir góð- an sigurleik. Pabbi var alltaf boðinn og búinn að hjálpa öðrum og oft fékk nafni hans að vera hjá honum ef við þurftum barnapössun fyrir hann. Það var ein- hver þráður milli þeirra, þeir skildu hvor annan mjög vel. Það væri hægt að skrifa margar bækur með ljúfum minningum tengdum pabba. Þórunn, Áslaug Eva, Víkingur Þór og Viktor Árni vilja þakka fyrir öll yndislegu árin sem við höfum átt með þér. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þinn sonur, Björn. Eitt er það sem gleymist aldrei, það er minning þín! Elsku pabbi minn, mikið finnst mér skrítið að sitja hér og skrifa kveðjuorð til þín, ég trúi þessu bara ekki, ég talaði við þig hálfum sólar- hring fyrir andlát þitt og datt mér ekki í hug að það væri okkar síðasta símtal í þessu lífi, þú varst svo glaður, kominn af sjúkrahúsinu heim í Munk- ann þinn. Þú beiðst eftir að ég kæmi þennan morgun, vissir að ég væri komin til landsins og væri á leið norð- ur, en ég náði ekki í tæka tíð, elsku pabbi minn, mér finnst það svo sárt, en hin börnin þín fjögur voru hjá þér og umvöfðu þig. Þakklát er ég fyrir það og að þú fékkst að halda þínum karakter fram á síðustu stund, en nú ert þú laus við þín veikindi, kominn til mömmu og þar veit ég að þú ert ánægður. Elsku pabbi, ég get endalaust haldið áfram og erfitt að hugsa sér, ég á ekkert nema góðar minningar frá mínum uppvaxtarárum, þökk sé þér og mömmu, þær minningar geymi ég í hjarta mínu. Væntum- þykja mín til þín á sér engin takmörk, elsku pabbi minn. Ég kveð þig með miklum söknuði. Takk fyrir að fá að vera dóttir þín. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Guðrún Björg (Gugga). Leið okkar liggur ekki um grængresið mjúka, hún er fjallvegur og talsvert grýtt. En hún liggur upp í mót, áfram, í sólarátt. (Ruth Westheimer.) Tilfinning mín fyrir vorinu er sú að þá fer að birta til, grasið grænkar, líf lifnar eftir vetrardvala. Ósjálfrátt verður lundin léttari. Tilfinning mín fyrir þessu vori var ekki á nokkurn hátt frábrugðin fyrri reynslu. Raunin varð þó önnur. Daginn sem ég hélt upp á afmæli eiginmannsins fengum við þær fréttir að pabbi hefði greinst með ólæknandi mein. Skuggi féll á daginn. Ekki nema hálft fjórða ár síðan við kvödd- um mömmu og fylgdum henni gegn- um sama sjúkdóm. Fyrsta hugsun mín var: „Nei, ekki aftur!“ Við tók sorgarferli en jafnframt umönnunar- tímabil með pabba þar sem hver dag- ur var dýrmætur. En sorgin átti eftir að banka á dyrnar af meiri krafti tveimur vikum síðar þegar tengda- foreldrar mínir lentu í alvarlegu bíl- slysi þar sem tengdamóðir mín lést. Í sorgarferlinu öllu tók við umönnun tengdapabba líka. Samstaða í fjöl- skyldunni, umhyggja og samúð alls staðar frá var ólýsanleg. Þó komu gleðidagar inni á milli og stendur útskriftardagurinn minn hinn 11. júní upp úr. Mikið er ég þakklát fyrir þann dag, ekki bara áfangann heldur það að pabbi og tengdapabbi gátu verið með okkur allan tímann hérna heima. Ég veit það fyrir víst að hann var stoltur af stelpunni sinni fyrir að klára þennan áfanga. Þessari veislu ætlaði hann allavega ekki að missa af, enda vissi hann fátt betra en að fara í góðar veislur og vera meðal fólks. Þessi dagur er góð minning sem ég mun geyma hjá mér alla tíð. Það sama má segja um æskuminn- inguna, en hún er ekki síður yndisleg. Þá var nú margt brasað og brallað. Krafturinn í pabba alla tíð á sér enga hliðstæðu. Iðulega vann hann tvö- falda vinnu til þess að hafa utan á liðið sitt og á, já, og gott betur en það. Á heimilinu var aldrei skortur af nokkru tagi. Mamma sá jafnframt til þess að vel væri farið með og allt væri nýtt til hins ýtrasta. Þannig tókst þeim í sameiningu að byggja upp stórt og fallegt heimili til þess að hýsa allan krakkaskarann. Þau vildu allt fyrir okkur börnin sín gera og hvöttu okkur alla tíð í leik og starfi. Hvatn- ing þeirra og álit hefur alla tíð skipt mig miklu máli í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hjólhýsið átti hug þeirra og hjarta alla tíð. Pabba þótti að vísu erfiðara að gista þar eftir að mamma dó en hélt sínu striki og hugsaði vel um svæðið sitt í skóginum. Útilegumenn- inguna stunduðu þau í yfir 30 ár og leið varla sú helgi að húsið væri ekki hengt aftan í gljábónaðan bílinn og þeyst hvert á land sem var. Vegirnir buðu nú ekki alltaf upp á þetta, en pabbi gamli hafði unun af þessu og áfram ferðuðumst við um landið alla tíð. Þetta var yndislegur tími. Ég man hvað ég var alltaf stolt af honum pabba mínum, mér fannst hann alltaf svo merkilegur karl… já, enda var hann það fyrir víst. Þraut- seigjan og krafturinn fleytti honum hálfa leið. Uppgjöf var ekki til í hans orðabók. Hann vann hjá slökkviliðinu á daginn og kenndi svo unglingunum á bíl seinnipartinn og um helgar. Ökukennslan var nú aðalsportið og fengum við systkinin að sitja aftur í heilu og hálfu dagana og rúnta með aumingja tæplega 17 ára unglingun- um sem voru að keyra sína fyrstu kílómetra. Skilyrðið var þó alltaf að við værum stillt og prúð, en það var nú allur gangur á því. Þegar ég tók svo bílprófið sjálf áttaði ég mig á því að ég kunni nánast allar umferðar- reglurnar og þekkti öll merkin, enda búin að heyra þessar rútínu margoft í gegnum tíðina. Daginn byrjaði pabbi iðulega á því að fara í sund og nú seinni ár bættist við ganga yfir gömlu Eyjafjarðar- brýrnar. Hreyfingin og selskapurinn sem hann fékk út úr þessu voru hon- um afar mikilvæg. Pabba fór nokkuð aftur síðustu vikurnar en var þó sprækur helgina fyrir andlátið þar sem hann lék á als oddi við okkur sem næst honum stóðum. Eflaust hafa hans síðustu kraftar farið í það að skilja eftir þessa góðu minningu um hann. Pabbi hitti gönguhópinn sinn daginn áður en hann kvaddi, fé- lagsskapinn sem var honum svo kær. Hann var svo glaður að hitta þau og eflaust hefur kátínan ekki verið minni hinum megin. Pabbi vissi vel í hvað stefndi og tal- aði um að tíminn yrði styttri en okkur grunaði. Þegar ég sat hjá honum þennan örlagaríka morgun og strauk honum með köldum klút sagði hann við mig: „Jæja, Þóra mín, nú er þetta búið.“ Þetta var erfitt að heyra en hann vissi betur. Pabbi hélt reisninni allt til enda, húmorinn og víkings- krafturinn voru auðsjáanlegir aðeins klukkustund áður en hann kvaddi. En meinið sigraði að lokum og nú er hann kominn til hennar mömmu, elskunnar sinnar sem honum þótti svo vænt um og saknaði svo mikið. Elsku pabbi minn. Oh, þú varst alla tíð svo flottur karl! Sannur víkingur með kraftmikið víkingsblóð í æðum! Þannig held ég að þér sé best lýst, ég tala nú ekki um þinn sterka persónu- leika sem kom víða við og hvarf aldrei úr minni þeirra sem þér höfðu kynnst. Maður með gullskalla og einnig hjarta sem skein sem skíragull alla tíð. Yndislegri pabba hefði ég ekki getað hugsað mér. Það er svo erfitt að kveðja þig, ég á erfitt með að sleppa af þér takinu, en eftir sitja þær bestu minningar sem nokkur getur hugsað sér. Þær tekur enginn frá mér. Takk fyrir að vera mín stoð og stytta í lífinu, pabbi minn. Þín dóttir, Þóra. Elsku pabbi minn, nú er komið að því sem við vissum að myndi gerast og getum alltaf átt von á. Þegar að því kom að þurfa að kveðja þig í þessu jarðneska lífi sem við lifum erum við ekki tilbúin, ekki svona fljótt. Þú varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst og meira að segja dag- inn fyrir andlát þitt fórstu inn á brýr og talaðir við karlana sem þú gekkst með alla daga og þá var að sjálfsögðu talað á íslensku. Þú varst maður af gömlu kynslóðinni, vannst alla tíð mikið og þurftir að hafa mikið fyrir því að eignast það sem þú ætlaðir þér, en þér tókst allt sem þú tókst þér fyr- ir hendur og ef ekki með dugnaði þá á þrjóskunni. Ég á margar góðar minningar um þig, bæði frá því þegar ég var lítill að brasa með þér í bílskúrnum og einnig eftir að ég stofnaði mitt eigið heimili. Það varst til dæmis þú sem kenndir mér að bóna bæði reiðhjól og svo síð- ar bíla og ekki þótti þér það leiðinlegt að fá að taka þátt í því svona seinni árin þegar maður kom með bílinn nið- ur í Munka og fékk að setja hann inn til að bóna. Einnig er mér mjög minn- isstætt þegar þú fórst í hnéaðgerð haustið 1995 og varst mikið veikur upp úr því, hvað þú hafðir miklar áhyggjur af því að geta ekki hjálpað mér við húsbyggingu sem ég var þá að byrja á. En sá gamli var mættur stuttu síðar á fullu á hækjunni og var þá meira unnið með munninum og menn reknir áfram með hörku. Það þýddi ekki neitt hangs við þessa hluti frekar en aðra sem þú tókst þér fyrir hendur. Lífshlaup þitt fór fram á smá bletti á neðri brekkunni, þ.e. Oddeyrargata 14, Munkaþverárstræti 4 og svo Munkaþverárstræti 2 sem þið mamma byggðuð á árunum 1959– 1961 og voruð alltaf svo stolt af. Þú sagðir alltaf hér í eina tíð að þú ætl- aðir ekki úr Munkanum nema með tærnar upp í loft. Viti menn, þú stóðst við það eins og svo margt sem þú hef- ur ætlað þér í gegnum tíðina. Nýlega hafðir þú tekið þá ákvörð- un að selja húsið og flytja upp í Mýr- arveg 115 en þú og nokkrir félagar þínir börðust fyrir byggingu þess. Eitt af fáu sem þér tókst ekki á þinni lífsleið var að flytja þar inn og njóta hins mikla útsýnis. Mýrarveginn kall- aðir þú „himnaríkið mitt“ en nú ert þú kominn á staðinn sem við hin köll- um himnaríki og heldur örugglega í höndina á henni mömmu, horfir á okkur afkomendur ykkar, glottir. Og ef ekkert hefur breyst þá er stoltið örugglega ekki langt undan, því þið sögðuð svo oft að þið væruð rík að eiga svona stóra fjölskyldu. Einn lítinn sólargeisla fengum við í september síðastliðnum og var hún barnabarn nr. 15 hjá ykkur. Þú getur sagt mömmu frá henni „dúllunni“ þinni. Þú fékkst alltaf alveg sérstakt bros frá henni þegar þú grettir þig til hennar, enda fannst henni skrýtið að fá engin viðbrögð frá þér þegar hún sá þig í síðasta sinn. Elsku pabbi, þessir dagar eru erf- iðir fyrir okkur öll, en við trúum því VÍKINGUR ÞÓR BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.