Morgunblaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 173. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Herratískan næsta sumar Létt og laggott — Inga Rún fjallar um sumartísku 2006 | 42 Úr Verinu | Flugfiskurinn vaxtarbroddur Hafsjór af fróðleik Bryggju- spjall Soðningin Íþróttir | Karlalandsliðið lafir í B-riðli  Keflavík í Evrópukeppni  Pulis sagt upp hjá Stoke  Hannes klár gegn Kippe LÍTRAVERÐ á 95 oktana bensíni á bensínstöð með fullri þjónustu er nú komið upp í 115,20 krónur og hefur þá hækkað um tæpar ellefu krónur frá áramótum. Olíufélagið ESSO, Olís og Skeljungur hafa öll hækkað verð á 95 oktana bensíni, dísilolíu, gasolíu, flotaolíu og svartolíu um eina krónu á lítrann. Eftir sem áður er eldsneytisverð í sjálfsafgreiðslu mismunandi. Orkan hefur ekki hækkað bensín- verð en lítrinn af 95 oktana bensíni þar kostar nú 106,80–108,80 krónur. Lítrinn hjá Atlantsolíu er á 108,90 krónur. Dísilolían er nú komin upp í 63,10 krónur með fullri þjónustu en er á bilinu 56,5–59 krónur í sjálfsaf- greiðslu. Orkan er með lægsta verð á dísilolíulítra.                                   Ellefu króna hækkun frá áramótum JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, eru á bak við stærstu kaupin á bréfum í Ís- landsbanka í gær, samtals tæplega 9,5 milljarða viðskipti, þar sem 5,3% bréfa í bankanum skiptu um hendur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins keypti Baugur í einum viðskiptum í gærmorg- un 400 milljónir hluta í Íslandsbanka á genginu 13,56, fyrir 5,42 milljarða og Hannes Smárason 300 milljónir hluta, á genginu 13,5, fyrir 4,05 millj- arða króna. Samtals hljóðuðu þessi viðskipti upp á 9,47 milljarða króna. Morgunblaðið hefur ekki nákvæmar upplýsing- ar um hver eða hverjir seldu, en þó er vitað að Líf- eyrissjóðir Bankastræti seldu allan sinn hlut, 1,8%. Talið er líklegt að ákveðinn hluti af bréfum í eigu Íslandsbanka, sem vistuð eru á svonefndri veltubók, hafi einnig verið seldur til Jóns Ásgeirs og Hannesar. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að þessi viðskipti séu talin styrkja stöðu Karls Werners- sonar og fjölskyldu í bankastjórn Íslandsbanka. Karl Wernersson kynnti félögum sínum í banka- stjórn, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í liðnum mánuði, áform sín um að stofna sérstakt eignarhaldsfélag í félagi við þá Jón Ásgeir og Hannes, þar sem félagið stefndi að því að verða kjölfestufjárfestir í Íslandsbanka. Í kjölfar þess fundar seldi Steinunn Jónsdóttir Burðarási 4,11% hlut sinn í Íslandsbanka á geng- inu 13,6, fyrir 7,34 milljarða króna. Baráttan um Íslandsbanka heldur áfram: 5,3% bréfa skiptu um hendur í gær Baugur og Hannes keyptu fyrir 9,5 milljarða króna Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is  Stærstu hluthafar | 15 ALFREÐ Gísla- son, þjálfari þýska hand- knattleiksliðsins Magdeburg, hef- ur tilkynnt for- ráðamönnum liðsins að hann muni hætta þjálf- un þess þegar samningur hans við félagið rennur út sumarið 2007. Alfreð, sem hefur verið við stjórn- völinn hjá Magdeburg frá árinu 1999 og hefur gert liðið bæði að þýskum meisturum og Evr- ópumeisturum, er sagður í við- ræðum við þýska liðið Gummers- bach um að taka við þjálfun þess eftir tvö ár. | Íþróttir C1 Alfreð hættir Alfreð Gíslason ♦♦♦ VERSLUNARLEIÐANGRAR eru ýmist hin besta skemmtun eða óyf- irstíganleg kvöð. Stundum gengur vel að finna það sem leitað er að og verðið jafnvel viðráðanlegt en stundum er eins og kaupmenn landsins leggist á eitt um að hafa ekkert á boðstólum sem hentar stressuðum kaupandanum. Þessi börn voru þó langt frá því að vera stressuð þegar þau virtu fyrir sér úrvalið í búðarglugga í miðbæ Reykjavíkur. Kannski voru þau í leit að gjöf handa góðum vini og þurftu að íhuga peningamálin gaumgæfilega áður en ákvörðun væri tekin. Annars er aldrei að vita nema hið fornkveðna virki hjá kaupmönnum borgarinnar: „Hún mamma kemur í bæinn bráðum og borgar skuldina mína.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbyggin börn í verslunarleiðangri Washington, Fort Bragg. AFP, AP. George W. Bush Bandaríkjaforseti flutti í nótt ávarp frá Fort Bragg- herstöðinni í Norður-Karolínu í til- efni þess að ár er liðið frá því að heimamenn tóku við völdum í Írak. Ræðunni var sjónvarpað um öll Bandaríkin en markmið forset- ans með henni var að fylkja þjóðinni bak við stefnu sína í mál- efnum Íraks nú þegar stuðningur Bandaríkjamanna við stríðið fer sí- fellt minnkandi. Samkvæmt nýrri könnun dagblaðsins Washington Post og ABC fréttastofunnar eru 56% ósátt við stefnu Bush í Írak og 52% telja að forsetinn hafi „vísvit- andi afvegaleitt“ þjóðina í rökstuðn- ingi sínum fyrir hernaði þar. Nauðsynlegt til að tryggja öryggi Í drögum að ræðunni, sem dreift var í gærkvöldi, kom fram að Bush hygðist ekki leggja fram tímaáætlun um hvenær Bandaríkjaher yrði kall- aður heim frá Írak. Einnig að forset- inn myndi segja frá því að hann, eins og flestir landa sinna, sæi myndir af „ofbeldi og blóðsúthellingum“ frá Írak daglega og að þær væru „hryllilegar og þjáningarnar raun- verulegar. Mitt í öllu þessu ofbeldi veit ég að Bandaríkjamenn spyrja: Er þessi fórn þess virði? Hún er þess virði og hún er nauðsynleg til að tryggja öryggi þjóðarinnar í framtíðinni“. Demókratar hófu gagnrýni á for- setann snemma í gær. „Hver sem skoðun okkar á Íraksstríðinu kann að vera, þá ættum við öll að hafa áhyggjur af því að forsetinn skuli ekki vera með áætlun um hvernig megi sigra í Írak,“ sagði Ted Kennedy, öldungadeildarþingmaður demókrata.| 16 Bush segir fórnirnar þess virði George W. Bush Vín. AFP. | Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa undir höndum ásakanir um að bandarísk stjórnvöld haldi grun- uðum hryðjuverkamönnum föngn- um leynilega um borð í skipum víðs vegar um höf. Manfred Nowak, sendimaður SÞ sem rannsakar ásakanir um pynt- ingar, greindi frá þessu í gær. Kvað hann ásakanirnar á hendur Banda- ríkjamönnum þess eðlis að tilefni væri til opinberrar rannsóknar á málinu. Hann tók þó fram að enn teldust þær einungis „orðrómur“. „Það eru uppi mjög, mjög alvar- lega ásakanir um að Bandaríkja- menn starfræki leynilegar fanga- búðir, aðallega á skipum,“ sagði Nowak, og bætti við að talið væri að skipin væru flest á Indlandshafi. Slík „fangaskip“ skapa aðstæður þar sem hægt er að yfirheyra fanga leynilega og þar sem yfirheyrsl- urnar fara fram á alþjóðlegu haf- svæði eru þær utan bandarískrar lögsögu, sagði Francis Tusca, bresk- ur sérfræðingur á sviði öryggis- mála, í viðtali við fréttastofu AFP. Þar af leiðandi sé hægt að beita „mikilli hörku“ við yfirheyrslur. Bandarísk fangaskip? Úr Verinu og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.