Morgunblaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 33 AFMÆLI Kennari af Guðs náð. Lengi býr að fyrstu gerð og góður kennari er gulls ígildi fyrir öll börn. Þegar ég fór í barnaskóla, fyrir um hálfri öld síðan, var raðað í bekki eftir lestrarkunnáttu barn- anna. Þau börn sem ekkert kunnu í lestri við upphaf skólagöngu voru sett saman í bekk. Síðan sátu börnin þar föst allan skólann því ekki færðust þau bestu upp í betri bekk né voru þau lakari flutt til. Ég var í fyrsta bekknum í Mela- skóla sem Rannveig Löve kenndi. Þegar kom að fullnaðarprófi um vor- ið kom í ljós að prófa ætti í algebru sem hafði einungis verið kennd í bestu bekkjunum um veturinn. Slíkt var mikill óleikur af skólayfirvöldum því þá gætum við ekki fengið 10 í reikningi eins og við vorum oftast vön. Okkar góða kennara brá illa við slíkar fréttir en lét ekki deigan síga. Hún stefndi sínum bestu nemendum heim til sín að kvöldi til og kenndi okkur algebruna eins og ekkert væri sjálfsagðara. Svo frábær kennari var Rannveig að vetrarkennsluna í algebru kenndi hún okkur á nokkr- um kvöldum. Þetta varð til þess að ég komst í A bekk í gagnfræðaskól- anum og aðrir fóru í B bekkinn. Þökk sé góðum kennara að við gát- RANNVEIG LÖVE um því haldið áfram í landspróf og í mennta- skóla og þaðan í há- skóla. Rannveig gerðist brautryðjandi í sér- kennslu enda mikil áhugamanneskja um lestrarkunnáttu barna. Tossarnir gætu líka lært að lesa ef þeir fengu rétta aðstoð að mati Rannveigar sem gerðist sérhæfður lestrarkennari. Hún samdi námsefni og kennslubækur fyrir börn og hefur skrifað ævisögu sína sem nefnist Myndir úr hugskoti og kom úr árið 2000. Hún kenndi lengi við Melaskólann og var einnig æf- ingakennari við Kennaraháskóla Ís- lands. Rannveig lauk prófi í dönsku og bókmenntum við Háskóla Íslands og vann síðan sem kennsluráðgjafi við Fræðsluskrifstofu Reykjanes- umdæmis en hætti störfum árið 1996. Í dag, 29. júní, er okkar góði kennari, Rannveig Ingveldur Ei- ríksdóttir Löve, 85 ára og óska nem- endur G-bekkjarins frá árinu 1955 henni hjartanlega til hamingju og þakka henni af alúð fyrir kennsluna og þá umhyggju sem hún bar alla tíð fyrir nemendum sínum. Kolbrún S. Ingólfsdóttir, lífeindafræðingur og sagnfræðingur. SKÁKFORRITIÐ Hydra gjör- sigraði Michael Adams (2.741), sjöunda stigahæsta skákmann heims, í 6 skáka einvígi sem lauk sl. mánudag. Tölvan vann 5 skákir og gerði eitt jafntefli. Greinilegt var að Adams undirbjó sig ekki nægilega vel fyrir einvígið. Hann hélt sér fast við þær byrjanir sem hann teflir gegn mennskum and- stæðingum en það hafði í för með sér að taflið var opið strax frá upphafi. Slíkar stöður gefa venju- lega af sér marga möguleika og þar eru tölvurnar mjög öflugar. Til samanburðar má nefna það að í einvígjum Kasparovs og Kramn- iks gegn tölvuforritunum Deep Junior og Fritz eyddu þeir mörg- um mánuðum í að undirbúa sig og tefldu mikið við forritin áður en blásið var til leiks. Adams virðist ekki hafa æft sig stíft fyrir einvíg- ið þar eð hann tók þátt í mörgum skákmótum rétt áður en það hófst. Staðreyndin er sú að gegn tölvum verður að þjálfa mjög sér- stakan stíl og æfa sig mjög mikið gegn þeim áður en teflt er við þær opinberlega. Þessi niðurlægjandi ósigur eins sterkasta skákmanns heims hefur vonandi þau áhrif að skákmenn undirbúi sig afar vel fyrir næstu einvígi manns og tölvu. Þeirri spurningu er enn ósvarað hvort tölvur séu orðnar betri en menn í skák. Lélegasta skák Adams í einvíg- inu var fjórða skákin. Hann tefldi byrjunina illa og stóð þá strax lakar með hvítu. Upp kom enda- tafl sem sennilega hefði verið hægt að halda jöfnu. Tölvan bætti stöðuna hinsvegar hægt og síg- andi svo að þegar hvítur lék sín- um fimmtugasta leik var ljóst að taflið var orðið tapað á hann. Hann lék þá 50. h4-h5 og eftirfar- andi staða kom upp: Sjá stöðumynd 1stm – Adams - Hydra Tölvan var ekki lengi að finna besta leikinn og eftir 50. ... f4+! gafst hvítur upp þar sem að fari hann með kónginn fram á borðið tapar hann hróknum og eftir 51. Kf2 Hxh5 52. Hxg6 d4 er taflið tapað á hvítt. Fimmta skákin þróaðist á þá lund að tölvan náði frumkvæðinu með hvítu í spænska leiknum og þjarmaði síðan að andstæðingn- um þar til að eitthvað varð að láta undan síga. Sjötta og síðasta skák einvígisins var jöfn framan af en tölvan náði síðan örlitlu frum- kvæði. Adams fór þá í vanhugsaða peðaframrás og eftir það hrundi staðan hans eins og spilaborg. Á heimasíðu einvígisins, http:// www.hydrachess.com, er að finna margar sérstakar yfirlýsingar sem gefnar voru út eftir að því lauk. Þannig halda aðstandendur vélarinnar því ennþá fram að Adams sé mun öflugri andstæð- ingur en Kasparov. Slíkt er mjög furðulegt í ljósi þess að Kasparov hafði aðlagast tölvunum vel eftir að hafa beðið ósigur gegn Dimmblá árið 1997. Telja má næsta víst að frammistaða hans í einvígi sem þessu hefði verið mun betri og allur undirbúningur á mun hærra plani en hjá Adams. Þrátt fyrir þennan skell var stór- meistarinn breski nokkuð boru- brattur eftir einvígið og virtist jafnvel sáttur við taflmennsku sína. Skákaðdáendur geta vart verið á sömu skoðun en fróðlegt verður að sjá hvort aðstandend- um vélarinnar takist að finna styrktaraðila til að etja kappi við annan mennskan andstæðing. Bragi vann tvær í röð á EM einstaklinga Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2.442) hefur rétt úr kútnum á Evrópumeistaramóti einstaklinga með tveimur sigrum í röð. Hann lagði pólska FIDE- meistarann Maciej Rutkowski (2.346) að velli í áttundu umferð og landa hans Michal Olszewski (2.387) í þeirri níundu. Hann hef- ur því fjóra vinninga af níu mögu- legum en félagi hans, Stefán Kristjánsson (2.461), hefur 3½ vinning eftir að hafa tapað í ní- undu umferð fyrir hinum öfluga þýska stórmeistara, Alexander Graf (2.632). Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.573) gerði jafntefli við hollenska of- urstórmeistarann Loek Van Wely (2.687) í áttundu umferð og þurfti að lúta í lægra haldi gegn rúss- neska birninum Vladimir Mal- akhov (2.670) í þeirri níundu. Þeg- ar fjórar umferðir eru eftir á mótinu er Hannes í 63.–100 sæti, Bragi í 131.–170. sæti og Stefán í 171.–193 sæti af 229 keppendum. Af íslensku þátttakendum er Hannes sá eini sem enn á raun- hæfa möguleika að verða á meðal þeirra 34 skákmanna sem tryggja sér rétt til að taka þátt í næstu heimsmeistarakeppni FIDE. Efstir á mótinu eru stórmeistar- arnir frá Úkráínu, Vassily Iv- ansjúk (2.739) og hinn 14 ára Sergey Karjakin (2.635) ásamt rúmenska stórmeistaranum Liv- iu-Dietier Nisipeanu (2.670), allir með sjö vinninga. Heimasíða mótsins er að mörgu leyti prýði- leg en veffang hennar er http:// www.eurochamp.pl/. Mót um helgina í Trékyllisvík Skákfélagið Hrókurinn og Tafl- félag Trékyllisvíkur standa að skákmóti í Árneshreppi dagana 1.–2. júlí næstkomandi í félags- heimilinu í Trékyllisvík. Mótið hefst kl. 20 á föstudaginn kemur og verða þá tefldar þrjár atskákir. Daginn eftir hefst taflmennskan kl. 10 og verða þá tefldar tveir at- skákir í viðbót. Í síðustu fjórum umferðunum verðar tefldar hrað- skákir með sjö mínútna umhugs- unartíma. Á laugardagskvöldinu verður hátíð haldin þar sem ýmsir listamenn munu koma fram. Prýðileg verðlaun verða í boði ásamt ýmsum aukavinningum frá vinum og samstarfsaðilum Hróks- ins. Mótið er opið öllum og má skrá sig með því senda rafpóst á netfangið guttesen@hrokurinn.is. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðunni www.hrok- urinn.is. Hydra malaði Adams Adams var kjöldreginn af tölvunni Hydra. Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is SKÁK London, England EINVÍGI ADAMS OG TÖLVUNNAR HYDRA 21.–27. júní 2005 FRÉTTIR Barnavörur Útsalan er hafin! 20-60% afslátt- ur. Róbert bangsi og... ungling- arnir Hlíðasmára 12 - Firði - Hverafold 1-3. Sími 555 6688. Dýrahald Hundabúr - hvolpagrindur Full búð af nýjum vörum. 30% af- sláttur af öllu. Opið mán-fös kl. 10- 18, lau. 10-16 og sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Bengalkettir til sölu Gullfallegir, silkimjúkir, fjörugir, blíðlyndir, glitrandi blettatígursfeldur. Sjá www.natthagi.is . Upplýsingar í síma 698 4840 eftir 21.00 á kvöldin. Garðar Sláttuverk. Sláum garðinn, tökum beðin, þökuleggjum, eitrum og vinnum öll önnur garðverk. Hlynur, sími 695 4864. Ferðalög Syðsti bær landsins Sumarhúsið að Görðum í Reynis- hverfi býður upp á notalega gist- ingu í nánd við stórbrotna náttúr- ufegurð. Uppl. í síma 487 1260. Leirubakki í Landsveit. Veðursæld og náttúrufegurð! Óþrjótandi útivistarmöguleikar! Opið alla daga. Uppl. í s. 487 6591. Bíll í útlöndum. Frábær tilboð á bílaleigubílum. Ford Mustang á Florida frá 9.300 kr. vikan á mann m.v. 2 í bíl. Fiat Punto á Spáni frá 6.250 kr. vikan á mann m.v. 2 í bíl. Opel Corsa í Danmörku frá 10.500 kr. vikan á mann. m.v. 2 í bíl. Ren- ault Clio í Frakklandi frá 9.400 kr. vikan á mann m.v. 2 í bíl. Fiat Punto á Ítalíu frá 8.700 kr. vikan á mann m.v. 2 í bíl. Mismunandi skilmálar gilda eftir löndum. Vildarpunktar við hverja bókun. Sjá einnig www.hertz.is Bókið á hertzerlendis@hertz.is eða í síma 505 0600. Húsgögn Tveir hægindastólar Til sölu nýlegir hægindastólar. Áklæði ljósbrúnt mýkróefni. Verð 15.000 kr. stykkið. Uppl. í s. 561 1316 og 848 3665. Húsnæði óskast Reyklaust og reglusamt par Ungt reyklaust par óskar eftir stúdíó eða lítilli íbúð við miðbæ Reykjavíkur. Skilvísum greiðslum heitið og meðmæli ef óskað er. Sími 867 5565, Stefán Sumarhús ROTÞRÆR Framleiðum rotþræ 2300 - 25000 lítra. Öll fráveiturör og tengistykki í grunninn. Sérboruð siturrör, tengistykki og fylgihlutir í situr- lögnina. Heildarlausn á hagstæðu verði. BORGARPLAST Seltjarnarnesi: S 561 2211 Borgarnesi: S 437 1370 www.borgarplast.is Fyrirtæki Radíó Reykjavík til sölu Til sölu er útvarpsstöðin Radíó Reykjavík. Allur búnaður og tæki ásamt við- skiptavild. Gott tækifæri. Til af- hendingar strax. S. 846 1948 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl STARFSGREINASJÓÐUR Rótarý veitti á dögunum hjónunum Ágústu Hreinsdóttur og Ernst J. Backman viðurkenningu fyrir að koma upp sögusafni í Reykjavík. Sögusafnið er staðsett í einum af hitaveitutönkum Perlunnar í Öskjuhlíð, en það var opnað í júní árið 2002. Þar gefur að líta brot af Íslendingasögunni, frá landnámi til ársins 1550 þegar Jón Arason biskup var hálshöggvinn. Fengu þau hjónin viðurkenningu sem afhent var á fundi rótarýklúbbsins Garða í Garðabæ. Á myndinni eru Ernst Backman, Ágústa Hreinsdóttir sem reka Sögu- safnið í Perlunni og Ingibjörg Hauks- dóttir forseti Rótarýklúbbsins Garða. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Viðurkenning vegna sögusafns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.