Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 4
Luis Figo á leið til Liverpool? LUIS Figo gæti verið á leið- inni til Liverpool en hann hefur átt í viðræðum við knattspyrnustjóra félagsins, Rafael Benitez, í vikunni. Benitez vill gjarnan fá hinn 32 ára gamla Portúgala til félagsins en um tíma var tal- ið að strandað gæti á launa- kröfum Figos. Í gær var hermt að samningur milli Figo og Liverpool væri svo gott sem klár á borðinu en þá hefði komið í babb í bát- inn er Real Madrid óskaði eftir 2 millj. punda greiðslu fyrir leikmanninn, jafnvirði um 240 millj. króna. Áður hafði verið talið að Figo gæti farið frjáls ferða sinna frá Real þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Þess má til gamans geta að Real Madrid greiddi Barcelona 37 millj. punda fyrir Figo fyrir fimm árum. Newcastle var á höttunum eftir Figo um tíma en launa- kröfur leikmannsins voru of háar fyrir félagið. Þrjár ástæður liggja helst að bakiþessari aukningu. Sú fyrsta er að veldi Rosenborg, sem hefur borið ægishjálm yfir norsk knattspyrnulið mörg undanfarin ár, er tekið að hníga. Meistarar síðustu 13 árin eru í mikilli krísu og það hefur eðlilega vakið áhuga norskra fjölmiðla. Langmest er fjallað um Rosenborg af öllum liðum. 40% af umfjölluninni eru neikvæð vegna slæms gengis liðsins og harðast hafa fjölmiðlar gengið að þjálfara liðsins, Per Joar Hansen. Kunnir leikmenn snúa heim Önnur ástæða meiri áhuga er að aldrei hafa fleiri atvinnumenn leikið í deildinni en í ár. Mesta athygli hefur vakið koma Steffens Iversens, sam- herja Árna Gauts Arasonar í Våler- enga, í norsku deildina en Iversen sneri heim eftir dvöl í Englandi hjá Tottenham og Wolves. Þá er Tore André Flo kominn aftur í norska boltann en þessi hávaxni framherji, sem lék með Chelsea fyrir nokkrum árum og hefur spilað á Ítalíu undan- farin ár, gekk til liðs við Vålerenga í vikunni. Koma hans hefur eðlilega vakið mikla athygli enda einn þekkt- asti knattspyrnumaður Norðmanna þar á ferð. Þriðja ástæða aukinnar umfjöllun- ar er framganga nýliðanna í Start, liði Jóhannesar Þórs Harðarsonar. Hún hefur vakið mikla eftirtekt og norsku blöðin hafa eytt ófáum dálk- sentímetrum í umfjöllum um Start sem trónir óvænt á toppi deildarinn- ar. Umfjöllunin um liðin fjórtán í deildinni skiptist þannig, fyrst heildartala frétta um liðið, þá já- kvæðar fréttir og loks neikvæðar. Rosenborg ............... 1723 (282–1441) Brann ......................... 1602 (84–1518) Vålerenga.................. 1344 (87–1257) Start ........................... 1186 (37–1149) Lyn ............................. 1155 (156–999) Viking ........................ 1143 (79–1064) Odd Grenland............ 1032 (101–931) Fredrikstad ................. 1017 (25–992) Tromsø........................... 995 (82–913) Aalesund ........................ 944 (56–888) Lillestrøm ...................... 858 (47–811) Bodø/Glimt.................... 818 (71–747) Ham-Kam ...................... 805 (31–774) Molde.............................. 567 (30–537) Fjölgun áhorfenda Aukin umfjöllun hefur orðið til þess að mikil áhorfendafjölfun hefur orðið hjá nokkrum liðum þegar keppnistímabilið er hálfnað og hafa t.d. ekki fleiri áhorfendur komið á leiki hjá Brann frá 1977, en þá komu 15.166 áhorfendur að meðaltali á leik. Nú er meðaltalið 15.047 áhorf- endur á leik. Metáhugi á norsku knatt- spyrnunni ÁHUGINN á norsku knattspyrnunni meðal fjölmiðla í Noregi er í takt við þá staðreynd að margir af norsku atvinnumönnunum hafa snúið til baka í norsku úrvalsdeildina. Frá 10. apríl í vor til 4. júlí hefur orðið 20% aukning á umfjöllun norskra fjölmiðla um norsku knatt- spyrnuna og er metáhugi á norska boltanum þetta árið. Jóhannes Harðarson í leik með Start í Noregi. Það er greinilega mikil uppsveiflaí norsku knattspyrnunni. Það hefur verið metaðsókn hjá nánast öll- um liðum í deildinni og það eru komnir meiri peningar í spilið en áð- ur. Liðin hafa fengið meira fé vegna sjónvarpssamninga og síðast en ekki síst hafa margir norskir leikmenn snúið til baka úr atvinnumennsku annars staðar. Koma þeirra hefur aukið áhuga fólks og ekki síður fjöl- miðla,“ sagði Árni Gautur við Morg- unblaðið. Árni Gautur segir aukinn áhuga líka kominn til vegna þess að deildin sé meira spennandi en oft áð- ur en meistaralið Rosenborg situr í nú í 7. sæti deildarinnar eftir 13 um- ferðir, 12 stigum á eftir nýliðum Start. Árni Gautur þekkir vitanlega vel til hjá Rosenborg þar sem hann var í sex ár en hver heldur hann að skýringin sé á slöku gengi liðsins í ár, en byrjun Rosenborg í ár er sú versta í 14 ár? Hlaut að koma að þessu ,,Staða liðsins er ekki góð. Það hlaut að koma að því að Rosenborg gæfi eftir og ég held lið þeirra megi alveg við því að fara í gegnum smá- lægð. Fyrirfram var Rosenborg talið með besta leikmannahópinn en meiðsli hafa sett strik í reikninginn sem og það að þeir nýju leikmenn sem liðið fékk fyrir tímabilið hafa ekki náð sér á strik og þá er aldurinn eitthvað farinn að spila inn í hjá ein- hverjum leikmanna liðsins. Ég held að það þurfi mikið að gerast ef Rosenborg á að vinna titilinn fjór- tánda árið í röð en ég vil samt ekki af- skrifa liðið. Fyrir nokkrum árum þegar ég lék með Rosenborg vorum við tíu stigum á eftir Lyn þegar nokkrar umferðir voru eftir en Rosenborg tókst að vinna alla leikina sem eftir voru og stóð uppi sem meistari. Flestir fyrir utan Þránd- heim vona að annað lið en Rosenborg vinni deildina og ég held að það sé góður möguleiki á því.“ Árni segir að lið Vålerenga, Brann, Viking og Start séu orðin sterkari enda hafi þau kostað töluverðu fyrir tímabilið til að komast í fremstu röð. „Við hjá Vålerenga höfum lagt mikið í sölurnar. Við fengum Steffen Iversen, Ronny Johnsen og nú í vik- unni Tore Andre Flo og þar með er okkar lið orðið mjög sterkt. Deildin er annars bara mjög jöfn og það geta öll liðin tekið stig af hvort öðru. Menn bíða eftir því að Start gefi eftir. Það er erfitt að segja til um hvort lið Start haldi þetta út. Lið þeirra er hins veg- ar mjög vel þjálfað og hefur staðið sig rosalega vel en vonandi fer Start-lið- ið að gefa eftir. Við ætlum okkur auð- vitað að reyna að ná titlinum enda minnugir tímabilsins í fyrra þegar við misstum naumlega af honum eftir baráttu við Rosenborg.“ Mikil uppsveifla segir Árni Gautur ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, segist skynja vel þann aukna áhuga sem hefur verið á norsku knattspyrn- unni. Árni gekk í raðir Vålerenga á síðasta ári eftir að hafa verið í nokkra mánuði hjá Manchester City en þar áður lék hann með Rosenborg þar sem hann hampaði meistaratitlinum sex sinnum. Morgunblaðið/Sverrir Árni Gautur Arason mark- vörður Vålerenga. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is  JAMIE Carragher er í þann mund að skrifa undir nýjan langtímasamn- ing við Liverpool. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið enda tók Carragher stórstígum framförum á síðasta tímabili og var drifkrafturinn í vörn þess.  DIETMAR Hamann hefur einnig framlengt samning sinn við Liver- pool, til eins árs. Þá hefur Djimi Traore samþykkt nýjan samning sem gildir til næstu fjögurra ára.  QUINTON Fortune, leikmaður Manchester United, verður frá vegna meiðsla sex næstu vikurnar. Hann þurfti að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla og missir því af undir- búningstímabilinu og líklega fyrsta leik komandi tímabils, gegn Ever- ton, sem og fyrstu umferð Meistara- deildarinnar.  CHARLTON er að undirbúa 1,5 milljóna punda, jafnvirði 180 millj- óna króna, tilboð í Lee Bowyer, leik- mann Newcastle. Bowyer hóf feril sinn hjá Charlton en var seldur það- an til Leeds fyrir níu árum. Hinn 28 ára Bowyer lenti í slagsmálum við samherja sinn, Kieron Dyer, í miðjum leik á síðasta tímabili, og er ekki lengur í náðinni hjá Graeme Souness, knattspyrnustjóra New- castle.  CRAIG Bellamy gekk í gær til liðs við Blackburn frá Newcastle. Bel- lamy, sem lék sem lánsmaður hjá Celtic á síðustu leiktíð, gerði fjög- urra ára samning við Blackburn en Aston Villa, Everton, og Celtic voru öll á höttunum eftir kröftum leik- mannsins sem er 25 ára.  FINNSKI leikmaðurinn, Alexei Eremenko, hefur vakið athygli fyrir góðan leik með Lecce í efstu deild- inni á Ítalíu, en hann gekk til liðs við félagið síðastliðið sumar. Vitað er að Arsenal hefur áhuga á hinum 22 ára Finna, en hann lét hafa eftir sér að tvö úrvalsdeildarfélög á Englandi hefðu nýverið haft samband við sig. Hann vildi ekki segja hvaða félög um væri að ræða en Lecce hefur sett verðmiða upp á 3 milljónir evra, að jafnvirði 240 milljóna króna, á Erem- enko. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.