Morgunblaðið - 04.08.2005, Side 6

Morgunblaðið - 04.08.2005, Side 6
6 B FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ  S teypustöðin ehf. hefur ný- lega hafið rekstur bygg- ingarleigu, sem bjóða mun til leigu byggingar- krana, steypumót, vinnu- lyftur og annað sem til þarf við hús- byggingar. Páll Kristjánsson, deildarstjóri byggingarleigunnar, segir þess ekki langt að bíða að velflestir íslenskir verktakar verði með stóran hluta sinna krana, steypumóta og lyfta á leigu. „Það að vera með sæmilegan hluta tækjabúnaðarins í leigu eykur mjög rekstraröryggi verktakafyrirtækja,“ segir Páll. „Verkefni eru misstór og stundum er minna að gera en á öðrum tímum. Verktaki sem kaupir tæki og tól þegar mikið er að gera – eða fyrir stórt verkefni – situr uppi með dautt fé þegar verkefninu lýkur og hægist um hjá honum. Tekjurnar dragast saman en fjármagn hans liggur enn í stórum krönum og steypumótum.“ Páll segir að með því að leigja þau tæki sem upp á vanti aukist rekstr- aröryggi verktaka til muna, því tækin fari aftur til byggingarleigunnar þeg- ar verkinu ljúki. „Kostnaður verktak- ans takmarkast því við lengd verkefn- isins og fjármagn verður ekki lengur bundið í ónotuðum tækjum og tólum.“ Kjarni af tækjum og tólum Páll segir leigu einnig auka rekstr- aröryggi á annan hátt. „Biluð tæki auka á kostnað verktaka bæði af því að viðgerðir kosta sitt og einnig í töp- uðum tíma. Við munum hins vegar gera okkar besta til að minnka slíkan kostnað. Í fyrsta lagi mun verktakinn aldrei bera kostnað af viðgerðum komi til þeirra. Viðhald og viðgerðir eru alfarið á okkar könnu og munu vélamenn okkar heimsækja hvert tæki á tveggja vikna fresti, yfirfara, smyrja og gera annað sem venju- bundið viðhald krefst. Ef svo illa fer að tæki bilar þá koma viðgerðarmenn okkar strax á staðinn og gera við tæk- ið. Viðgerðarkostnaður viðskiptavin- arins verður því enginn og tapaður tími vonandi í lágmarki,“ segir Páll. Páll segist sannfærður um að fram- tíð verktaka- og byggingariðnaðarins liggi í leiguforminu. „Ekki alls fyrir löngu þá var ég í Svíþjóð og menn frá stóru verktakafyrirtæki sögðu mér að þar væru menn nánast hættir að kaupa mót, krana og vinnulyftur, heldur tækju þeir það á leigu fyrir hvert verk.“ Hann segir að eðlilega sé ekki hvert einasta verkfæri í leigu, en að venjulega eigi verktakarnir ákveðinn kjarna af tækjum og tólum sem séu meira eða minna alltaf í notkun, en svo leigi menn það sem upp á vantar fyrir hvert verkefni. „Þetta eykur líka möguleika minni verktaka til að taka að sér verkefni sem undir venjulegum kringumstæð- um væru þeim ofvaxin.“ Steypustöðin hefur á undanförnum árum verið í miklum vexti og hefur markaðshlutdeild hennar aukist ár frá ári. Opnuð hefur verið verslun fyr- ir múrara, Múrbúðin, sem þjónustar múrara. Þá hefur Steypustöðin ný- verið hafi sölu á járnum og lykkjum og fyrir ári hóf hún framleiðslu og sölu á hellum og steinum. Nýjasta út- spilið er svo byggingarleigan, en kjarni starfseminnar er, og hefur allt- af verið sala á steypu. Páll segir markmið Steypustöðvar- innar að geta veitt húsbyggjendum, þá aðallega verktökum, alhliða þjón- ustu varðandi múrverk og steypu. Að verktaki geti keypt – eða leigt – mót, tæki, steypu, járn, steina og hvað það annað sem til þarf til byggingarinnar. „Markhópurinn okkar samanstendur af verktökum, því við gerum ekki ráð fyrir að einstaklingar muni eiga við okkur mikil viðskipti,“ segir Páll. „Við munum ekki, að minnsta kosti til að byrja með, leigja út smærri tæki heldur einbeita okkur að leigu á krön- um, lyftum og steypumótum og slík leiga er aðallega fyrir verktakafyrir- tæki.“ Mikill uppgangur Páll segir byggingarleiguna ekki vera fyrsta fyrirtækið sinnar tegundar hér á landi en að Steypustöðin ætli sér að taka verkefnið mjög föstum tökum og stefni á að verða leiðandi á þessum markaði. „Eðlilega mun starfsemi leigunnar taka mið af meginfram- leiðslu Steypustöðvarinnar, sem er steypan sjálf. Þess vegna spyrjum við okkur hvað það er sem verktakar og múrarar þarfnast. Þess vegna mun- um við, til að byrja með, einbeita okk- ur að steypumótum, lyftum og öðru slíku, sem notað er við húsbygging- ar,“ segir Páll. Dæmi um fyrirtæki, sem tekið hef- ur á leigu krana frá byggingarleig- unni, er verktakafyrirtækið Feðgar ehf. Bjarni Bjarnason, annar eiganda Feðga, segir leigu auka rekstrarör- yggi og sveigjanleika fyrirtækisins. Feðgar hafi nýlega keypt einn krana, en hafi þurft einn í viðbót fyrir verk sem fyrirtækið vinnur nú við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. Tilvalið sé að leigja aukakranann í þann tíma sem hans sé þörf og skila honum svo að verkinu loknu. Páll segir eftirspurn eftir þessari þjónustu mikla og segist hann búast við örum vexti byggingarleigunnar. Nýlega gekk byggingarleigan frá samningi um kaup á á þriðja tug Gen- ie-skæra- og spjótalyfta af írska fyr- irtækinu Height for Hire. „Genie- lyfturnar eru að mínu mati Rollsinn í bransanum og við höfum ákveðið að bjóða aðeins Genie-lyftur til leigu,“ segir Páll. „Height for Hire er stærsti kaupandi af Genie-vélum í Evrópu og svo skemmtilega vill til að samning- urinn sem við höfum gert er stærsti kaupsamningur sem þeir hafa gert á árinu,“ segir Páll. Byggingarleigan hefur þegar leigt tíu af áðurnefndum lyftum til Bechtel við Reyðarfjörð. John Ball, forstjóri Height for Hire, segir leigufyrirtæki eins og byggingarleigu Steypustöðvarinnar eiga bjarta framtíð hér á landi. „Það er mikill uppgangur í byggingarstarf- semi hér á landi og þá er ég ekki bara að tala um stórframkvæmdir eins og virkjana- og álversframkvæmdir,“ segir Ball. „Þá eru álverin mikilvægir viðskiptavinir eftir að byggingu þeirra er lokið, sérstaklega varðandi leigu á skæra- og spjótalyftum.“ Páll segist sjálfur búast við örum vexti byggingarleigunnar og segir frekari kaup í undirbúningi. Framtíðin felst í leigunni Ný byggingarleiga Steypustöðvarinnar ehf. tók nýlega til starfa og af því tilefni ræddi Bjarni Ólafsson við Pál Kristjánsson, yfirmann bygging- arleigunnar, sem er sannfærður um kosti leiguformsins. Morgunblaðið/ÞÖK Flensborg Feðgar ehf., sem sjá um framkvæmdir við Flensborgarskóla í Hafnarfirði voru meðal fyrstu viðskiptavina byggingarleigu Steypustöðv- arinnar, en á myndinni sjást þeir Páll Kristjánsson, deildarstjóri bygginarleigunnar, og Bjarni Bjarnason hjá Feðgum. „Eðlilega eiga verktak- arnir ákveðinn kjarna af tækjum og tólum sem eru meira eða minna alltaf í notkun, en svo leigja menn það sem upp á vantar fyrir hvert verkefni.“ bjarni@mbl.is ÍRSKA tækjaleigu- og sölufyr- irtækið Height for Hire var stofnað fyrir tæpum þremur áratugum og er nú stærsta leigufyrirtækið á Ír- landi í byggingariðnaði og fer sölu- deild fyrirtækisins ört vaxandi. John Ball, forstjóri Height for Hire, segir að nú komi um þriðj- ungur tekna fyrirtækisins frá sölu tækja og tóla og sé hún sá þáttur sem hraðast vaxi. „Við erum nú að endurnýja leiguflotann okkar og höfum því verið að selja mikið af tækjum. Flestar eru seldar til minni verk- taka eða leigufyrirtækja sem eru að stíga sín fyrstu skref í geir- anum, eins og byggingarleiga Steypustöðvarinnar er að gera nú,“ segir Ball. „Það má þó ekki skilja það sem svo að við séum að selja hér afgam- alt dót,“ segir Ball. „Öll tækin eru í góðu ástandi, yfirfarin og með sex mánaða ábyrgð frá okkur. Vegna þess að við viljum hafa sem nýjust tæki til leigu eru tækin sem við seljum ekki gömul heldur,“ segir Ball. „Þá getum við líka boðið kaup- endum okkar upp á ráðgjöf varð- andi val á tækjategundum, viðhald og viðgerðir, enda gjörþekkjum við markaðinn og vitum hvað virk- ar og hvað ekki. Við erum eins hlutlausir og ráðgjafar geta verið, því ekki verðum við í samkeppni við byggingarleigu Steypustöðv- arinnar, heldur sjáum fyrir okkur gott samstarf í framtíðinni. Við höfum á okkar ferli gert nokkur mistök og það er ástæðulaust að aðrir læri ekki af mistökum okk- ar.“ Ball segir að miðað við það sem hann hafi séð hér séu Íslendingar ekki jafnlangt komnir og ná- grannaþjóðirnar þegar kemur að leigu í byggingariðnaði. Þess vegna sjái hann mikla vaxtarmögu- leika fyrir fyrirtæki eins og bygg- ingarleigu Steypustöðvarinnar sem byrji snemma og hafi sterka bak- hjarla. Miklir vaxtarmögu- leikar hér á landi Morgunblaðið/Sverrir Félagar Á myndinni sjást Snorri Stefánsson, sölufulltrúi hjá Merkúr, John Ball, forstjóri Height for Hire, Ronan MacLennan, yfirmaður útflutnings- deildar fyrirtækisins, og Páll Kristjánsson, deildarstjóri byggingarleigu Steypustöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.