Morgunblaðið - 04.08.2005, Page 7

Morgunblaðið - 04.08.2005, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 B 7  www.heitirpottar.is s. 482 2300RafmagnspottarHitaveitupottarAkureyri - s. 461 3066 Aukin vellíðan í heitum potti s. 568 0340 ll FÓLK ● BOGI Þór Sig- uroddsson hefur tek- ið við fram- kvæmdastjórn hjá Sindra-Stáli hf. en hann keypti nýverið allt hlutafé í félaginu. Bergþór Konráðs- son, sem gegnt hefur starfi fram- kvæmdastjóra, hverfur að sama skapi frá félaginu. Sindra-Stál var stofnað árið 1949. Félagið flytur inn stál, málma, bygg- ingarvörur, festingavörur, vélar og verkfæri. Áætlað er að velta Sindra- Stáls á árinu 2005 verði um 1,8 milljarðar króna. Bogi Þór í Sindra-Stál ● INGÓLFUR Garð- arsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri 3- PLUS hf. en hann hef- ur undanfarna mán- uði starfað sem sölustjóri fyrirtæk- isins. Frá árinu 2000 til ársins 2005 starfaði Ingólfur sem markaðs- og sölustjóri Lyfja & heilsu hf. og árin 1997-2000 sem forstöðumaður markaðsráðgjafar og markaðs- rannsókna hjá Pricewaterhouse- Coopers. Á árunum 1994-1997 starf- aði hann í markaðs- og söludeild Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Ingólfur er viðskiptafræðingur Cand. Oecon. frá Háskóla Íslands og MBA frá Fordham University í New York. Helgi G. Sigurðsson sem starf- að hefur sem framkvæmdastjóri 3- PLUS hf. hefur tekið við sem stjórn- arformaður. 3-PLUS framleiðir og selur leiktæki og þroskandi tölvuleiki fyrir börn frá þriggja ára aldri undir merkjum Dvd- kids. Leikirnir byggja á heimsþekktum teiknimyndapersónum sem leiða barnið í gegnum margvíslegar þrautir og þjálfun. Í enskumælandi löndum er tækið selt í samvinnu við Fisher Price undir merkjum InteractTv. Nýr framkvæmda- stjóri 3-PLUS FLESTIR, sem eitthvað hafa með tölvur að gera, kannast við Linux- stýrikerfið og hugmyndina um frjálsan hugbúnað (e. open source software). Frjáls hugbúnaður er ekki það sama og ókeypis hugbún- aður, heldur felur hugtakið í sér að hver sem er má nota hugbúnaðinn og dreifa honum, svo lengi sem hann birtir eigin breytingar opinberlega og gefur notendum færi á að breyta hinum breytta hugbúnaði. Á ensku hefur orðið „free“ tví- ræða merkingu og getur þýtt hvort heldur sem er „frjáls“ eða „ókeypis“. Af þessum sökum þótti einhverjum ástæða til að útskýra muninn á frjálsum og ókeypis hugbúnaði með eftir farandi dæmi. „Frjáls hugbún- aður er spurning um frelsi, ekki verð. Til að skilja hugtakið á að hugsa um tjáningarfrelsi, ekki ókeypis bjór.“ Má græða á frelsinu Hópur danskra tölvunema við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn ákvað að snúa þessu dæmi á hvolf og búa til frjálsan bjór undir sama regluverki og frjálsum hugbúnaði er dreift. Afraksturinn, Vores Øl (Okk- ar bjór) er líklega fyrsti frjálsi bjór- inn sem birtur er undir Creative Commons Licence-kerfinu. Samkvæmt því má hver sem er nota uppskriftina til að framleiða bjór og jafnvel selja hann öðrum. Eins og áður segir er frelsishugmyndin í þessu tilviki óháð verði bjórsins og því mega framleiðendurnir græða pening á sölu frjálsa bjórsins. Eina kvöðin sem lögð er á framleiðend- urna er að þeir birti opinberlega upp- skriftina sem bjórinn er gerður eftir. Uppskriftina má nálgast á heima- síðunni www.voresoel.dk, en þar má hala niður límmiða á bjórflöskur og annað kynningar- og markaðsefni. Frjáls bjór, en ekki ókeypis ?! %                         !!  " #"   $   % !  &$   '  (    "  ) *+*   *      "  !,   !&'!$   ( ! !!!%    !!"        "  )          (    "  FARÞEGUM Ryanair í júlí fjölg- aði á milli ára. Alls flugu tæplega 3,2 milljónir farþega með írska lágfar- gjaldaflugfélaginu og er það fjölgun um 29% miðað við sama mánuð í fyrra. Sætanýting félagsins var óbreytt á milli ára en hún var 90% sem þýðir að 9 af hverjum 10 sætum sem fyrirtækið býður upp á voru not- uð. Farþegum Ryanair fjölgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.