Morgunblaðið - 04.08.2005, Qupperneq 12
800 4000 - siminn.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
17
4
10
Uppfærsla á ADSL tengingum stendur nú yfir. Við biðjumst
velvirðingar á þeim truflunum sem af þessu kunna að
skapast.
Eftir uppfærsluna verður Síminn kominn með svokallað
ADSL2+ kerfi sem gefur möguleika á allt að 24 Mb/s hraða
á Netinu ásamt aukinni þjónustu.
Nánari upplýsingar á siminn.is/adsl2+
ADSL kerfi Símans
Uppfærsla á
Fjármögnun í takt við þínar þarfir
ÞÝSKI íþróttavöruframleiðandinn Adidas hefur gert yfirtökutilboð í
einn helsta keppinaut sinn, bandaríska fyrirtækið Reebok. Tilboðið hljóðar
upp á 3,1 milljarð evra, sem samsvarar 243 milljörðum íslenskra króna. Frá
þessu var greint á vefmiðli Financial Times í gær.
Verði þessi samruni samþykktur fækkar forystufyrirtækjum í iðnaðinum
um eitt en bandaríski framleiðandinn Nike verður sem fyrr stærsti aðili á
íþróttavörumarkaði. Adidas verður áfram í öðru sæti en Reebok hefur
hingað til verið þriðji stærsti aðilinn á þessum markaði. Puma kemur síðan
í fjórða sæti en á ansi langt í land til þess að ná Nike og Adidas.
Það er eftir miklu að sækjast fyrir Adidas en stjórnendur fyrirtækisins
hafa lengi haft áhyggjur af því að staða fyrirtækisins sé ekki nægilega
sterk. Samkvæmt FT er líklegt að sala Adidas í Bandaríkjunum muni tvö-
faldast verði samruninn að veruleika.
Reebok hefur gert mjög arðbæra samninga við félög í bandarísku NBA-
og NFL-deildunum en meðal annarra félaga sem Reebok hefur samið við
eru breska knattspyrnuliðið Liverpool sem varð Evrópumeistari í knatt-
spyrnu í vor.
Reuters
Adidas býður í Reebok
Hagnaður á
pappírnum
NORSKI pappírsframleiðandinn
Norske Skog skilaði hagnaði á öðr-
um fjórðungi ársins eftir afleita af-
komu á sama tíma í fyrra. Hagn-
aður tímabilsins nam 31 milljón
norskra króna og er um 243 millj-
óna króna afkomusveiflu að ræða
frá því í fyrra en þá var 212 millj-
óna króna tap á rekstrinum.
Engu að síður urðu sérfræðingar
fyrir vonbrigðum þar sem þeir
bjuggust við betri afkomu.
Velta tímabilsins var 6,4 millj-
arðar norskra króna og hækkaði
hún um 200 milljónir frá fyrra ári.
Murdoch
snýr aftur
ÁSTRALSKI fjölmiðlajöfurinn
Rupert Murdoch mun snúa aftur til
starfa sem útgefandi bandaríska
æsifréttablaðsins New York Post
en sonur hans Lachlan lét af því
starfi fyrir um viku. Frá þessu
greinir AFP-fréttaþjónustan.
Sérfræðingar telja að hér sé
bráðabirgðaráðstöfun á ferð en
Murdoch, sem er orðinn 76 ára, vill
að þeirra mati sýna starfsfólki fram
á að allt sé eins og það á að vera.
Murdoch keypti blaðið árið 1976
og starfaði sem útgefandi þess allt
til ársins 1986.
Lachlan Murdoch var af mörgum
talinn arftaki föður síns sem stjórn-
arformaður News Corp.-samsteyp-
unnar, sem á New York Post, en
hann sagði óvænt upp öllum sínum
ábyrgðarstörfum fyrir um viku.
Fjölmiðlar hafa gert því skóna að
ástæðan sé fjölskylduerjur vegna
erfðaskrár Murdochs hins eldri. Sá
neitar því þó staðfastlega.
E
inar Þór Sverrisson
lögmaður hefur verið
viðriðinn íslenskt at-
hafnalíf frá tvítugs-
aldri. Þrátt fyrir að
vera ekki eldri en 32 ára situr
hann, eða hefur setið, í stjórnum
nokkurra stærstu fyrirtækja
landsins og mun á næstu dögum
taka sæti í stjórn sænska flug-
félagsins FlyMe fyrir hönd félags
íslenskra fjárfesta sem nýlega
keyptu hlut í flugfélaginu.
Einar Þór fæddist árið 1973.
Eftir stutta dvöl í leikskóla gafst
hann upp á honum og krafðist
þess að fá að fara í alvöru skóla.
„Ég var þess vegna alltaf einu ári
á undan, þótt ekki hafi aldursmun-
urinn verið mikill,“ segir Einar
Þór.
Árið 1992 útskrifaðist hann frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
og hóf nám við Lagadeild Háskóla
Íslands. „Ég tók aðeins lengri
tíma en flestir í að klára það nám,
enda var ég í fullri vinnu allan
námsferilinn, fyrir utan fyrstu
önnina. Strax eftir þá önn hóf ég
hins vegar störf sem aðstoð-
armaður Pálma Haraldssonar, sem
þá var framkvæmdastjóri Sölu-
félags garðyrkjumanna. Þar vann
ég allan tímann meðan ég lagði
stund á laganám,“ segir Einar.
„Árið 1999, að náminu loknu, hóf
ég störf sem framkvæmdastjóri
Ávaxtahússins Nýtt og ferskt ehf.,
sem var í eigu Pálma og Baugs hf.
Þremur árum síðar, árið 2002,
byrjaði ég í lögmennsku og í fyrra
hóf ég störf hjá Lögmönnum
Mörkinni, þar sem ég er meðeig-
andi.“
Einar segir lögmennskuna og
viðskiptin eiga vel saman. „Mér
finnst lögmennskan og þátttaka í
viðskiptalífinu virka mjög vel sam-
an, enda hef ég unnið mikið á sviði
viðskiptalögfræði, þótt ekki sé það
eingöngu.“ Einar segist hafa mik-
inn áhuga á viðskiptum, enda sitji
hann í stjórnum nokkurra fyr-
irtækja, en hann hefur þó ekki
viljað varpa lögfræðinni fyrir borð
og helga sig alfarið athafnalífinu.
Spennandi flugrekstur
Eins og áður segir situr Einar í
stjórnum nokkurra fyrirtækja.
Þannig situr hann, eða hefur setið,
í stjórnum Skeljungs og Fast-
eignafélagsins Stoða auk þess sem
hann er varamaður í stjórn Baugs
Group.
Tengslin við Pálma Haraldsson
hafa verið sterk frá því að þeir
unnu fyrst saman hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna og nú á dögunum
keypti Fons, félag í eigu Pálma og
Jóhannesar Kristinssonar, 11%
hlut í lágfargjaldaflugfélaginu
sænska FlyMe og mun Einar taka
sæti í stjórn félagsins hinn 15.
ágúst næstkomandi fyrir hönd
Fons.
„Mér líst mjög vel á að taka þátt
í starfsemi flugfélagsins, enda
finnst mér farþegaflug einna mest
spennandi allra viðskipta sem ég
hef komið nálægt, en ég hef setið í
stjórnum bæði Flugleiða og Ice-
land Express og hef því kynnst
þessu nokkuð vel.“
Félagar Einars og vinnufélagar,
sem rætt var við, bera honum al-
mennt vel söguna. „Hann er fastur
fyrir og fylginn sér án þess þó að
vera frekur,“ sagði einn þeirra.
„Það er mjög gott að vinna með
Einari ef maður á annað borð
kann að – og vill – vinna vel,“
sagði annar félagi hans.
Einar segist sjálfur vinna frekar
hratt og geta orðið óþolinmóður
þegar honum þyki aðrir ekki halda
í við sig. „Ég reyni samt alltaf að
taka tillit til annarra og valta ekki
yfir þá,“ segir hann. „Þá leita ég
eftir og hlusta á álit annarra og
ráðleggingar þegar ákvarðanir eru
teknar, en að þeim teknum vil ég
standa við þær og fylgja þeim eft-
ir,“ segir Einar.
Sögur og sagnfræði
Meðal áhugamála Einars eru úti-
vist og ferðalög. „Mér gefst hins
vegar ekki nægur tími núna til að
sinna þessum áhugamálum, enda
er maður með ung börn og hefur
nóg að gera í vinnunni,“ segir
hann. „Ég hef líka afskaplega
gaman að lesa og finnst mjög gott
að hreiðra um mig með góða
skáldsögu eða sagnfræðirit í hönd-
unum.“ Einar segist ekki eiga
neinn sérstakan uppáhaldshöfund,
en hann hafi hins vegar mikinn
áhuga á sögu Íslands á nítjándu
öld.
Eiginkona Einars Þórs er Anna
Jóna Aðalsteinsdóttir og á hann
tvö börn, sjö ára dreng og tveggja
ára stúlku.
Fastur fyrir án þess
að vera frekur
Morgunblaðið/Sverrir
Spennandi rekstur Einar Þór seg-
ist hlakka til að taka sæti í stjórn
sænska FlyMe flugfélagsins, enda
þyki honum flugrekstur einkar
spennandi og skemmtilegur.
Einar Þór Sverrisson
hefur tekið virkan
þátt í íslensku at-
hafnalífi frá tvítugs-
aldri. Bjarni Ólafsson
bregður upp svip-
mynd af Einari.
SVIPMYND
bjarni@mbl.is