Morgunblaðið - 29.08.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 232. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Gleymdi
stund og stað
Jónas Sen hreifst af söng
Hamrahlíðarkórsins | Menning
Fasteignir | Hvað tilheyrir sameign í fjölbýlishúsi? Nýtt hverfi
í Mosfellsbæ Íþróttir | Yao Ming lék Íslendinga grátt Hand-
arbrotnaði í árekstri við dómarann FH-ingar lutu í gras
BORGARSTJÓRINN í New Orleans fyrir-
skipaði í gær brottflutning allra íbúa borgar-
innar, um 1,4 milljóna manna, en fellibylurinn
Katrín stefndi þá beint á borgina. Var vind-
hraðinn í honum allt að 282 km/klst.
Borgarstjórinn, Ray Nagin, sagði brott-
flutninginn vera einsdæmi í sögu Bandaríkj-
anna en nauðsynlegan. Búist var við að Katrín
skylli af fullum þunga á borgina í dag. Við það
er hugsanlegt að meirihluti borgarinnar fari á
kaf þar sem hún stendur að mestu leyti tvo
metra undir sjávarmáli. Fari svo gæti það tek-
ið nokkra mánuði að dæla sjónum úr borginni
og enn lengri tíma að koma innviðum sam-
félagsins svo sem rafmagns- og vatnsveitum í
lag.
Katrín hafði þegar í gær kostað níu manns
lífið eftir að hún fór yfir Flórída-skaga á
fimmtudag. Hún var þá sjötti fellibylurinn til
að fara yfir Flórída frá því í ágúst á síðasta ári.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna,
ítrekaði einnig nauðsyn þess að íbúar New Or-
leans leituðu sér allir skjóls á öruggum stöðum
og lýsti yfir neyðarástandi í Louisiana-ríki.
Tíu metra háar öldur
Katrín var í gærkvöld flokkuð sem 5. stigs
fellibylur á Safir Simpson-skalanum en það er
efsta stig skalans.
Vindhraði fellibylsins var þá allt að 78 metr-
ar á sekúndu og honum fylgdu um 10 metra há-
ar öldur.
Einungis þrír aðrir fellibyljir hafa náð 5.
stigi Safir Simpsons-skalans frá því mælingar
hófust í Bandaríkjunum, en sá þeirra sem síð-
ast fór um er fellibylurinn Andrew sem gekk
yfir Flórída árið 1992 og kostaði 43 lífið og olli
skemmdum sem metnar voru á um 26 milljarða
Bandaríkjadollara, jafnvirði um 1.700 miljarða
íslenskra króna. Annar var fellibylurinn
Camille sem lagði strönd Mississippi í rúst árið
1969 og varð 256 manns að bana. Sá þriðji er
bylurinn sem fór yfir Flórída Keys á verka-
lýðsdeginum árið 1935, en þá fórust 600 manns.
„Við stöndum frammi fyrir storminum sem
við höfum lengi óttast,“ sagði Ray Nagin er
hann ávarpaði íbúa borgar sinnar.
Þúsundir manna hlýddu kalli borgarstjórans
og flúðu New Orleans í gær en lögreglumenn
stýrðu þungri bílaumferð út úr borginni.
Einnig voru sett upp neyðarskýli á tíu stöð-
um fyrir þá sem ekki höfðu tök á að fara. Um
þúsund manns, barnafjölskyldur, snauðir og
þurfandi, höfðu þegar komið sér fyrir í Super-
dome, stærsta íþróttaleikvangi borgarinnar.
Um alla borg mátti sjá tóm hús þar sem
neglt hafði verið fyrir gluggana og sandpokum
verið raðað upp við allar útidyr til að hindra að
vatn kæmist þar inn.
Allir starfsmenn tuttugu og eins olíuborpalls
á Mexíkóflóa höfðu látið af störfum og flúið
starfsstöðvar sínar, en þar fer fjórðungur allr-
ar olíuframleiðslu Bandaríkjanna fram. Rúm-
lega ein milljón tunna af olíu er framleidd þar
daglega.
Öllum íbúum New Orleans
skipað að yfirgefa borgina
Fjórði stærsti fellibylurinn stefndi á borgina Óttast var að stíflugarðar brystu
Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur
jse@mbl.is
Reuters
Umferð út úr New Orleans var þung í gær, enda var öllum íbúum borgarinnar, 1,4 milljónum manna, skipað að yfirgefa heimili sín.
Megi Guð vera | miðopna
Bagdad. AFP. | Jalal Talabani, forseti
Íraks, sagði í gær að stjórnarskrá
landsins væri tilbúin og að hún yrði
lögð í dóm þjóðarinnar. Áætlað er að
þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin
15. október næstkomandi.
„Bræður okkar, súnní-arabar,
hafa ákaft mótmælt… en enginn get-
ur fullyrt að þeir tali fyrir munn allra
súnníta,“ sagði forsetinn, sem er
Kúrdi.
Sagði hann að þegar þjóðin hefði
lagt blessun sína yfir stjórnar-
skrána, yrði hún að „grundvallarlög-
um landsins“. „Ef þjóðin hafnar
henni, þá skrifum við aðra,“ bætti
hann við.
Íraska þingið kom saman í gær til
að ræða stjórnarskrána, en ekki var
kosið um hana þar. Sheiks Humam
Hammudi, sjíti, var í forsæti í stjórn-
arskrárnefndinni og hann kynnti
stjórnarskrárdrögin fyrir þing-
mönnum áður en þau voru lesin upp-
hátt.
Drögin, sem sjítar og Kúrdar
lögðu fram án samþykkis súnníta,
kveða á um að stjórnkerfi Íraks skuli
vera „lýðræðislegt sambandslýð-
veldi með þingræði“, með íslam sem
„aðaltrúarbrögð“.
Ef tveir þriðju hlutar kjósenda í
minnst þremur héruðum í Írak hafna
stjórnarskránni verður hún ekki
samþykkt. Súnnítar, sem eru í
minnihluta í Írak, eru í meirihluta í
að minnsta kosti fjórum héruðum í
landinu.
Stjórnarskrá Íraks
lögð fyrir þjóðina
Hvert stefnir | 14
UM FIMMTÍU konur munu sitja
heimsfund menningarráðherra sem
hefst á Hótel Nordica í Reykjavík í
dag. Þar af eru um þrjátíu menn-
ingarráðherrar og fulltrúar al-
þjóðasamtaka, s.s. UNIFEM.
Fundurinn er haldinn í tilefni af
75 ára afmæli Vigdísar Finnboga-
dóttur, fyrrverandi forseta Íslands,
fyrr á árinu.
Fundurinn hefst klukkan níu í
dag með ávarpi Þorgerðar K.
Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra. Þá flytur Vigdís Finn-
bogadóttir erindi. Rétt fyrir tíu
flytur Cherie Booth Blair lögfræð-
ingur erindi um málefni kynjanna.
Fundurinn er lokaður almenningi,
nema erindi Booth Blair, sem verð-
ur opið fjölmiðlum.
Fimmtíu konur funda á heims-
fundi ráðherra í Reykjavík
Morgunblaðið/Kristinn
Vigdís Finnbogadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Cherie Booth Blair.
Fasteignir og Íþróttir í dag