Morgunblaðið - 29.08.2005, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á einu og hálfu árihafa skuldir heim-ilanna í banka-
kerfinu, hjá Íbúðalána-
sjóði og hjá lífeyrissjóðum
aukist um 186 milljarða
króna. Þetta er 25%
skuldaaukning.
Í árslok 2003 námu lán-
veitingar viðskiptabank-
anna til heimilanna um 188
milljörðum króna. Skuld-
irnar breyttust lítið fram-
an af síðasta ári og um mitt
ár voru þær komnar upp í 192
milljarða. Fyrir réttu ári hófu
bankarnir að bjóða upp á lán til
íbúðakaupa og við það stórjukust
lánveitingar bankanna til heimil-
anna. Lánin stóðu eins og áður
segir í 188 milljörðum um áramót
en voru ári síðar komin upp í rúm-
lega 306 milljarða og hálfu ári síð-
ar (í lok júní sl.) námu þessar lán-
veitingar 433 milljörðum. Stór
hluti þessara lánveitinga er til
kominn vegna þess að fólk hefur
greitt upp lán hjá Íbúðalánasjóði
og tekið ný lán hjá bönkunum.
Heildarútlán Íbúðalánasjóð námu
447 milljörðum í ársbyrjun 2004,
en námu í lok júní sl. 389 millj-
örðum. Sjóðsfélagalán lífeyris-
sjóðanna hafa lítið breyst á þessu
tímabili, en þau nema núna sam-
tals um 90 milljörðum.
Í ársbyrjun 2004 námu lán
heimilanna hjá bönkunum, Íbúða-
lánasjóði og lífeyrissjóðunum 726
milljörðum. Um síðustu áramót
höfðu þessi lán hækkað um u.þ.b.
100 milljarða og námu 828 millj-
örðum. Skuldirnar hafa aukist enn
hraðar það sem af er þessu ári, en
þær námu í lok júní sl. rúmlega
912 milljörðum.
Í skýrslu sem Íbúðalánasjóður
kynnti í sumar kemur fram að
sjóðurinn sé með 56% markaðs-
hlutdeild í húsnæðislánum. Hlut-
deild bankanna sé 31% og lífeyr-
issjóðanna 13%.
Markaðurinn að ná jafnvægi
Velta á fasteignamarkaði jókst
mikið eftir að bankarnir hófu
íbúðalán. Samkvæmt tölum frá
Fasteignamati ríkisins voru 164
íbúðir seldar á höfuðborgarsvæð-
inu síðustu viku ágústmánaðar í
fyrra. Í byrjun október, þegar
bankarnir voru komnir inn á
markaðinn af fullum krafti, voru
hins vegar seldar 298 eignir á einni
viku á höfuðborgarsvæðinu.
Markaðurinn hefur róast mikið
síðan, en á einni viku um miðjan
ágúst sl. voru seldar 136 fasteignir
á höfuðborgarsvæðinu.
Björn Þorri Viktorsson, formað-
ur Félags fasteignasala, segir að
markaðurinn sé að leita jafnvægis.
Það taki lengri tíma nú en áður að
selja eignir. Segja megi að ástand-
ið á markaðinum í fyrra haust og
framan af þessu ári hafi verið
óeðlilegt. Eignir hafi selst á nokkr-
um dögum og verðið hækkað stöð-
ugt. Nú sé að komast meira jafn-
vægi á markaðinn. Eftirspurn
eftir húsnæði sé eftir sem áður
mikil.
Árið 2004 var 10.045 kaupsamn-
ingum um fasteignir þinglýst við
embætti sýslumannanna á höfuð-
borgarsvæðinu. Þetta er 18,7%
aukning frá árinu 2003. Það sem af
er árinu hefur rúmlega 6.000
kaupsamningum á höfuðborgar-
svæðinu verið þinglýst.
Mikill munur er orðinn á bruna-
bótamati fasteigna og markaðs-
verði, en brunabótamatið tekur
mið af byggingavísitölu, sem hefur
hækkað svipað og verðbólga síð-
ustu mánuðina, en markaðsverð
hefur hins vegar hækkað gríðar-
lega að undanförnu. Björn Þorri
segir að þetta hafi samt ekki valdið
kaupendum fasteigna auknum erf-
iðleikum við að fá lán því að eftir að
viðskiptabankarnir hófu að lána til
kaupa á íbúðahúsnæði hafi sveigj-
anleiki í lánaviðskiptum aukist.
Gríðarlegur munur á bruna-
bótamati og markaðsverði
Bankarnir hafa ekki samræmd-
ar reglur um lánveitingar til fast-
eignakaupa. Björn Þorri segir að
bankarnir leggi sjálfstætt mat á
lánshæfi viðskiptavina og þetta
mat skipti ekki síður máli en lána-
reglurnar. Bankarnir miði hins
vegar í meginatriðum við bruna-
bótamat að viðbættu lóðamati.
Þegar brunabótamatið sé lágt eigi
lántakendur hins vegar kost á að
kaupa viðbótartryggingu.
„Munur á brunabótamati og
markaðsverði er gríðarlegur í
mörgum tilvikum. Það er í sjálfu
sér ósköp eðlilegt því að bruna-
bótamat á samkvæmt nýjum
reglum ekki að endurspegla mark-
aðsverð eignar. Matið á að endur-
spegla byggingarkostnað að teknu
tilliti til fyrninga vegna aldurs
eignarinnar. Lóðarverð, sem er
orðið mjög hátt hlutfall af bygg-
ingarkostnaði, er ekki tekið inn í
brunabótamatið. Það eru bara hin
efnislegu gæði sem tekin eru inn í
matið. Brunabótamatið er því um
margt úrelt viðmiðun, ein og sér,
fyrir lánveitendur.“
Björn Þorri segir hins vegar að
þessi mikli munur á brunabóta-
mati og markaðsverði fasteigna
hafi ekki aukið vanda íbúðakaup-
enda. Þvert á móti hafi þetta
vandamál minnkað eftir að við-
skiptabankarnir komu inn á íbúða-
markaðinn.
Fréttaskýring | Skuldir heimilanna jukust
hratt í kjölfar íbúðalána bankanna
Heimilin
auka lántökur
Fasteignaverð hefur hækkað mjög mikið.
Mikill munur á brunabóta-
mati og markaðsverði
Brunabótamat endurspeglar
byggingarkostnað ef hús brenn-
ur. Matið tekur ekki tillit til verð-
mætis lóðar eða þess verðmætis
sem hlýst af staðsetningu. Matið
breytist árlega í samræmi við
breytingar á byggingarkostnaði
og breytist auk þess mán-
aðarlega í takt við bygginga-
vísitölu. Á síðustu 12 mánuðum
hækkaði byggingavísitala um
4,3% en fasteignaverð á höfuð-
borgarsvæðinu hefur á sama
tíma hækkað um 40%.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Skuldir heimilanna hafa aukist um 25%
á einu og hálfu ári eða um 186 milljarða
ÞESSIR krakkar reyndu sig við nýju hreystibrautina
í Mosfellsbæ, en hún var tekin í gagnið á menningar-
og útivistardögum sem haldnir voru í bænum um
helgina.
Brautin er við íþróttamiðstöðina að Varmá og geta
gestir í hreyfingarhug nú tekið á því í brautinni að
loknu skokki eða áður en farið er í sund. Brautin er
tvískipt þannig menn geta líka keppt í henni og um
helgina vígðu frægir hreystikappar, þeir Ívar Guð-
mundsson og Arnar Grant, brautina með æsispenn-
andi keppni, auk þess að bekkjarkeppni var haldin á
milli grunnskólabarna.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri segir braut-
ina hafa virkað eins og segull á krakkana og að þau
hafi sýnt ótrúlega hæfni í henni.
„Við litum á þetta sem sniðuga viðbót við íþrótta-
virkin að Varmá. Mosfellsbær er mikill íþrótta- og
útivistabær enda stutt í ósnortna náttúruna og öflugu
íþróttastarfi haldið uppi fyrir alla aldurshópa í bæn-
um,“ segir Ragnheiður.
Morgunblaðið/Kristinn
Hreystibraut fyrir
hrausta Mosfellinga
STJÓRN Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss (LSH) hefur í fyrsta sinn
birt hálfsársuppgjör sjúkrahússins
og kemur þar fram að rekstur þess
sé nokkurn veginn í jafnvægi.
Um tímamót er að ræða því ekki
hefur áður tíðkast, að opinber stofn-
un birti slíkt uppgjör. Í uppgjörinu
kemur m.a. fram að spítalinn glími
við erfiða greiðslustöðu vegna upp-
safnaðs halla fyrri ára. Þá kemur
fram, að íbúum landsins hafi fjölgað,
sérstaklega eldri borgurum en aukn-
ar lífslíkur feli í sér flóknari með-
ferðir sjúklinga. Þá segir að samein-
ing spítalanna í Reykjavík hafi skilað
styrkari spítala þótt hlutfall af fjár-
lögum ríkisins til LSH hafi lækkað
eftir sameininguna.
Gjöld 79 milljónir
umfram tekjur
Gjöld á fyrri helmingi ársins námu
14.367 milljónum króna en tekjur
hafi verið 14.288 milljónum króna.
Voru gjöldin því 79 milljónum króna
umfram tekjur. Nemur það minna
en einu prósenti af rúmlega 14 millj-
arða króna veltu.
Hins vegar kemur fram að
greiðslustaða LSH hafi verið erfið
vegna uppsafnaðs halla frá fyrri ár-
um. Eru skammtímakröfur LSH
samkvæmt efnahagsreikningi 694
milljónir króna og hafa þær aukist
um 50 milljónir frá áramótum.
Skammtímaskuldir sjúkrahússins
eru hins vegar rúmir 1,9 milljarðar.
Segir í uppgjörinu, að tölurnar sýni
glöggt, að greiðslustaðan sé erfið
þrátt fyrir ríflega hálfs milljarðs
króna flýtigreiðslu frá ríkissjóði.
Geri slæm greiðslustaða og myndun
dráttarvaxtakrafna á LSH samskipti
við birgja erfiðari.
Jafnvægi í rekstrarkostnaði
Þá kemur fram, að þrátt fyrir að
jafnvægi hafi náðst hafi þurft að
lækka rekstrarkostnað um 3% á síð-
asta ári. Hafi markmiðið náðst að
einum þriðja. Í ár þurfi hins vegar að
lækka rekstrarkostnað um 2% og er
stutt eftir að það náist. Aðeins tvö
svið sýna kostnað utan fjárheimilda,
en það eru lyflækningasvið I og
slysa- og bráðasvið. Er ástæðan
fjölgun hjartaþræðinga og krans-
æðavíkkana til að ná niður biðlistum,
fleiri sjúklinga á legudeildum vegna
flensufaraldurs og fjölgun á göngu-
deildum og slysa- og bráðamóttöku.
Flest önnur svið LSH eru í samræmi
við fjárheimildir.
Hætt við valaðgerðir
vegna flensu
Í uppgjörinu kemur fram, að
vegna flensufaraldurs á fyrstu mán-
uðum ársins hafi þurft að hætta við
valaðgerðir sökum þess að sjúkling-
ar, sem lögðust inn, voru ýmist með
flensu eða vegna þess að öll legurými
voru upptekin vegna flensu, sem
lagðist þungt á sjúklinga spítalans,
sérstaklega aldraða.
Lífslíkur hafa aukist hér á landi og
hefur þeim sem eru eldri en 67 ára
fjölgað mikið, sérstaklega á höfuð-
borgarsvæðinu. Segir í skýrslunni,
að auknar lífslíkur feli í sér flóknari
meðferð sjúklinga á hverju ári og
bendi allt til þess að kostnaður muni
vaxa að raunvirði samfara bú-
setuþróun og breyttri aldurssam-
setningu þjóðarinnar. Þá sé gert ráð
fyrir því í alþjóðlegum spám, að
fjölgun verði í ákveðnum sjúkdóms-
flokkum, t.d. sé gert ráð fyrir því að
krabbameinssjúklingum fjölgi ár-
lega um 5%. Feli það í sér hækkun
kostnaðar í heilbrigðisþjónustu.
Styrkari spítali eftir
sameiningu
Stjórn LSH segir rekstrarkostnað
hafa nánast staðið í stað frá samein-
ingu spítalanna í Reykjavík þrátt
fyrir lækkun af fjárlögum ríkis til
spítalans. Sýna stjórnunarupplýs-
ingar að í kjölfar sameiningar hafi
náðst umtalsverð framleiðniaukning
sérgreina. Starfsfólki hafi fækkað og
vöktum sömuleiðis. Þá hafi dregið úr
yfirvinnu. Auk þessa hafi útboðum
fjölgað og breyting á innkaupum fyr-
ir spítalann breyst til muna, sem
miði að því að draga úr kostnaði. Þá
segir, að sameining sérgreina sé á
lokastigi og búið sé að endurskipu-
leggja starfsemina að miklu leyti.
Leiti spítalinn eftir því að laða sig að
breyttri aldurssamsetningu og bú-
setuþróun í landinu.
Hálfsársuppgjör LHS birtist í fyrsta sinn
Rekstur spítalans
nánast í jafnvægi