Morgunblaðið - 29.08.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• sími 581 2141
Nýir jakkar úr þæfðri ull
Sturtuklefar með
útvarpi, síma og
nuddi, beint úr gámi
Frábært verð
Upplýsingar í
síma 864 1202
á kvöldin
Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is
Sigurstjarnan
Opið virka kl. 11-18, lau. kl. 11-15
öðruvísiFull búð af vörum
Lomonosov postulín, Rússneska
keisarasettið, í matar- og kaffistellum.
Handmálað og 22 karata gyllingu.
Frábærar gjafavörur
Alltaf besta verðið
„JÖKULLINN er að hverfa. Hann
hefur stórminnkað á síðustu árum,
sérstaklega í fyrra og núna,“ segir
Leifur Ágústsson, bóndi í Mávahlíð í
Snæfellsbæ. „Það eru komnar þarna
sprungur sem ekki hafa sést áður
og þær sjást vel frá byggð. Það ber
mest á einni en þær sjást þarna
fleiri.“
Snæfellsjökull rís tignarlegur yfir
bænum en vegna hlýinda und-
anfarin ár hefur jökullinn minnkað
mikið.
„Þetta sést best héðan frá Máva-
hlíð, sem er milli Ólafsvíkur og
Grundarfjarðar,“ segir Leifur. „Svo
sést minnkunin vel frá Stapanum
[Arnarstapa].“
Leifur segist ekki búast við að
jökullinn hverfi strax, en hann
minnki óðum.
„Það er alltaf að hlýna og jökull-
inn er ekki eins fallegur að sjá og
áður,“ segir Leifur. „Það snjóaði
samt á hann fyrir nokkrum dögum,
sem er í fyrra fallinu. Toppurinn er
hvítur núna, en var svartur fyrir
viku.“
Tryggvi Konráðsson, eigandi
Snjófells, ferðaþjónustu á Arn-
arstapa, tekur undir að jökullinn
hafi minnkað og grunnlínan hopað.
Hann segist þó verða var við minni
sprungur við toppinn nú en fyrir tíu
árum.
„Það hefur ekki snjóað tvo síð-
ustu vetur,“ segir hann, „en ég hef
engar áhyggjur af þessu. Hann á
eftir að snjóa aftur.“
Jökullinn í sögu Íslands
„Þetta er Jökullinn, með stórum
staf, í þjóðarvitundinni og Jökullinn
í sögu Íslands,“ segir Oddur Sig-
urðsson, jarðfræðingur hjá Orku-
stofnun. „Hann er víða bara kall-
aður Jökull. „Að fara undir Jökul“,
„að róa undan Jökli“, „byggðin und-
ir Jökli“, „Kristnihald undir Jökli“;
þetta er allt saman Snæfellsjökull,“
segir Oddur og vísar til orðatiltækja
og nafns á einni af skáldsögum Nób-
elsskáldsins.
Oddur segir jökla á Íslandi hafa
minnkað ört síðastliðin tíu ár og
þetta sé mjög áberandi á Snæfells-
jökli. Þar áður hafi hann farið vax-
andi í 25 ár.
„Þar hefur snjór sett svo mikinn
svip á fjallið undanfarna áratugi en
hann hefur nánast alveg horfið og
nú sjáum við bara beran jökulinn,“
segir Oddur. „Það hafa dottið af
honum heilir flákar, til dæmis á
norðaustanverðum jöklinum, á und-
anförnum tveimur árum. Við Geld-
ingafell, sem er fjall upp af Ólafsvík,
hefur dálítil spilda dottið úr sam-
bandi við jökulinn og er að bráðna
sem óðast.“
Oddur segir að Snæfellsjökull sé
mældur á skriðjöklinum Hyrnings-
jökli, sem gengur út úr Snæfells-
jökli til austsuðausturs og að mæl-
ingar sem Jöklarannsóknafélagið
annist sýni mjög skýrt og greinilega
að jökullinn í heild bregðist við í
samræmi við loftslag.
„Þegar það fer hlýnandi byrjar
jökullinn að minnka. Á því er nær
engin töf,“ segir Oddur. „Það er
áberandi að jökullinn hefur minnkað
mjög mikið að undanförnu.“
Hverfur ekki á
einum mannsaldri
Oddur segir að ekki hafi myndast
nýjar sprungur, heldur minnki
skriðið í jöklinum mikið þegar hann
hopi svona ört og þá verði hann
minna sprunginn.
„Hins vegar bráðnar mikið af snjó
ofarlega á jöklinum sem ekki hefur
bráðnað áður og þá koma í ljós
sprungur sem eru kannski minni en
áður en sjást nú betur,“ segir hann.
„Almennt minnka sprungur í jökl-
um sem eru að hopa.“
Oddur telur ekki sérstaka ástæðu
til að hafa áhyggjur af minnkuninni,
jökullinn muni ekki hverfa á einum
mannsaldri.„Það tekur að minnsta
kosti hátt á aðra öld, ef ekki fleiri
aldir fyrir hann að hverfa alveg,
jafnvel þótt hlýnun haldi áfram eins
og verið hefur,“ segir hann. „Það er
þó mikill munur að sjá jökulinn
núna og fyrir til dæmis hundrað ár-
um. Jöklar hafa minnkað núna á
einni öld, álíka mikið og þeir höfðu
stækkað á þremur öldum þar á und-
an. Það eru því geysileg afföll af
jöklum og nú er að koma í ljós land
sem enginn hefur séð síðan um siða-
skipti eða svo. Það er því algjörlega
framandi öllum núlifandi mönnum.“
Aðspurður segist Oddur ekki
telja að jökullinn sé varhugaverðari
yfirferðar en áður, þrátt fyrir að
gamlar sprungur líti dagsins ljós.
„Gamlar sprungur sem koma í
ljós eru ekki eins varasamar og þær
sem koma upp nýjar,“ segir hann.
„Jöklar eru yfirleitt varhugaverðari
þegar þeir fara vaxandi. Þeir eiga
hins vegar til að breyta sér snögg-
lega og það þarf alltaf að fara mjög
varlega á jökli. Það sleppur enginn
við það, annars verða slys. En það
er alveg hægt að komast um hann
með varkárni,“ segir hann og á við
Jökulinn með stórum staf.
Hlýindi undanfarinna ára hafa sett mark sitt á Snæfellsjökul sem fer hratt minnkandi
Land að koma í ljós
sem enginn hefur séð
síðan um siðaskipti
Lengi hafa menn talið að í Snæfellsjökli búi
kynngimagnaður kraftur og frá honum stafar
orka sem erfitt er að útskýra. Hrund Þórs-
dóttir komst þó að því að með hlýnandi veðri
hefur Jökullinn, með stórum staf, þurft að
gefa eftir og á síðustu tíu árum hefur hann
minnkað verulega.
Morgunblaðið/RAX
Svartar malarbrekkur teygja sig upp í jökulhlíðarnar en fyrir aðeins ári voru þær huldar snjó og ís. Margir ferðalangar leggja leið sína á Snæfellsjökul allan ársins hring.
Morgunblaðið/RAX
Þótt Snæfellsjökull hafi hopað mikið á undanförnum árum er hann tignar-
legur og maðurinn er agnarsmár í samanburði við tröllslegt landslagið.
hrund@mbl.is