Morgunblaðið - 29.08.2005, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mývatnssveit | Farið var í göngur í
Mývatnssveit á fimmtudaginn í leið-
indanorðan slagviðri og þoku. Þann-
ig viðraði ekki skemmtilega á
gangnamenn að þessu sinni en leitir
gengu þó vel. Hópadagurinn var svo
á laugardaginn en þá koma fjall-
menn með hópana til byggða. Réttað
var síðan á sunnudagsmorgun í báð-
um réttum sveitarinnar. Voru þetta
fyrstu réttir þessa hausts á landinu
öllu.
Baldursheimsrétt má muna sinn
fífil fegri. Veldur þar hvoru tveggja
fækkun fjár og ekki síður hitt að
bændur sunnan vatns eru flestir
komnir með fé í lokuð hólf sem hver
hugsar um og smalar fyrir sig. Á
Baldursheimsrétt komu nú aðeins
um 500 fjár og er það einkum fé
bænda á Skútustöðum og Álftagerð-
isbæjum, einnig slæðist alltaf eitt-
hvað með af kindum sem Bárðdæl-
ingar eiga. Féð er geymt nóttina
áður í aðhaldi við réttina. Slæðingur
af fólki kemur þar til réttar og minn-
ist fyrri tíma þegar hátt lét þar í fé
og fólki. Réttarstjóri er Eyþór í
Baldursheimi Pétursson. Bald-
ursheimsrétt var byggð úr stein-
steypu 1934 og er einkar vel hannað
mannvirki, átthyrningur. Veður var
þurrt og stillt þar í gærmorgun, lág-
skýjað og þoka á fjöllum.
Til Reykjahlíðarréttar komu um
2.500 kindur og mikill mannfjöldi
svo skiptir mörgum hundruðum.
Féð er geymt nóttina fyrir í aðhaldi
austan Námafjalls og hefst rekstur
þaðan um kl 6 að morgni réttardags
og er rekið eftir þjóðvegi.
Boðið var upp á veitingar
í Reykjahlíðarrétt
Það þykir góð skemmtun ung-
mennum, að vakna árla á réttardag-
inn og reka féð til réttar. Því er lokið
upp úr kl. 8 og er þá tekin hvíld til kl.
9.30 en þá hefst réttin. Réttarstjóri
er Leifur Hallgrímsson í Vogum.
Veður var stillt og þurrt fyrst í gær-
morgun en kom með regnskúrir er á
leið réttina. Á Hlíðarrétt eru veit-
ingar í tjaldi, þar er hægt að fá sér
kaffi eða súkkulaði og meðlæti og
hefur svo verið í meir en fjóra ára-
tugi.
Um hádegisbil er kliðurinn
hljóðnaður á Baldursheimsrétt og
svo sem upp úr kl. 14 þá er allt
hljóðnað á Hlíðarrétt. En bændur
sýsla áfram við að flytja eða reka fé
sitt heim. Þeirra bíður að velja úr
hópnum sínum fé til slátrunar.
Þannig líður þessi sérstaka athöfn
framhjá á fáum stundum og einhver
íslenskasti dagur ársins er liðinn
einu sinni enn.
Mývetningar réttuðu á tveimur stöðum í gær, fyrstir allra á landinu á þessu hausti
Fækkun fjár setur
mark sitt á réttirnar
Eftir Birki Fanndal
Andinn var góður meðal réttarmanna í Baldursheimsrétt í gærdag.
Morgunblaðið/BFH
Reksturinn kominn í Reykjahlíðarþorp. Það er tilkomumikil sjón þegar gangnamenn koma með féð til byggða.
HERBERGJANÝTING á fjögurra
stjörnu hótelum í Reykjavík var
12,2 prósentustigum verri í júlí-
mánuði í ár en í sama mánuði í
fyrra, á meðan herbergjanýting á
þriggja stjörnu hótelum stendur í
stað. Sérfræðingur Samtaka ferða-
þjónustunnar telur m.a. hátt gengi
og aukið framboð á fjögurra
stjörnu hótelum hafa þessi áhrif.
Meðalnýtingin á herberjum fjög-
urra stjörnu hótela í júlímánuði var
76,1%, en í sama mánuði í fyrra var
hún 88,3%, og er það samdráttur
um 13,8%, eða 12,2 prósentustig.
Nýtingin á þriggja stjörnu hótelum
var hins vegar 89,9% í síðasta mán-
uði, en var 89,7% í júlí 2004. „Þetta
var á mjög sambærilegu róli í
fyrra, 89,7% og 88,3%, þar er bara
rúmlega eins prósentustigs munur
á nýtingu, en í ár halda þriggja
stjörnu hótelin sér, en fjögurra
stjörnu hótelin dala,“ segir Þorleif-
ur Þór Jónsson, hagfræðingur
Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hann segir að skýringarnar á
því að nýtingin sé verri á fjögurra
stjörnu hótelum séu einkum þrjár.
Í fyrsta lagi sé þar genginu um að
kenna, þegar verð á hótelherbergj-
um sé reiknað yfir í dollara eða
aðra erlenda gjaldmiðla sé það
gríðarlega hátt, og því freistist
margir til að fara frekar á þriggja
stjörnu hótel sem annars hefðu
kosið fjórar stjörnur. Að sama
skapi fari margir sem hefðu farið á
þriggja stjörnu hótel á gistiheimili,
og því standi þriggja stjörnu hót-
elin í stað.
Gestirnir súpa hveljur
Í öðru lagi hefur framboð á hót-
elherbergjum í hæsta gæðaflokki
aukist frá fyrra ári, 165 herbergi
hafi bæst við á tveimur nýjum hót-
elum í vor. Að lokum segir Þorleif-
ur að júlímánuður sé einfaldlega
ekki besti mánuðurinn fyrir dýr-
ustu hótelin, þá sé meira um al-
menna ferðamenn og minna um
ráðstefnugesti, og ferðamennirnir
fari frekar á ódýrari hótel.
Í heildina séð er þó herbergja-
nýting á hótelum í Reykjavík 1,6%
betri en í fyrra, ef bornar eru sam-
an tölur fyrir fyrstu sjö mánuði
ársins. Þorleifur segir nýtinguna
skaplega, í kringum 65% að með-
altali það sem af er ári, sem sé þó
talsvert slakara en fyrir nokkrum
árum þegar nýtingin fór hátt í 70%
að meðaltali.
Þó nýtingin sé skapleg segir
Þorleifur að rekstrarafkoman sé
þung vegna gengismála, sem geri
mönnum lífið leitt, ekki sé hægt að
velta auknum kostnaði út í verðlag-
ið þegar erlendir gestir súpi hvelj-
ur við að reikna verðið yfir í er-
lendar myntir.
Áberandi verri nýting var á fjögurra stjörnu hótelum í
Reykjavík í síðasta mánuði miðað við júlí í fyrra
Nýtingin fór niður um
12,2 prósentustig í júlí
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
FULLLJÓST var að þegar
gripið var til friðunar rjúpu
haustið 2003, stóð stofninn afar
höllum fæti og of fljótt er að af-
nema friðun nú. Þetta er meðal
þess sem fram kemur í ályktun
frá Fuglavernd um rjúpnaveiði.
„Það hefði átt að friða rjúp-
una að minnsta kosti eitt ár enn,
eins og upphaflega var gert ráð
fyrir,“ segir í ályktuninni. „Frið-
un í tvö ár hefur skilað ótvíræð-
um árangri og því mikil ábyrgð
sem fylgir því að afnema frið-
unina, eins og umhverfisráð-
herra gerir nú. Í fyrsta skipti í
meira en 50 ár virðist rjúpn-
astofninn ætla að ná því flugi
sem hann gerði á fyrri hluta 20.
aldar. Þetta er sögulegt tæki-
færi og það næsta gefst ekki
fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár.“
Fuglavernd telur tillögur Um-
hverfisstofnunar um stjórnun
rjúpnaveiða vera spor fram á
við, en vill ganga sem lengst í
styttingu veiðitíma, og verði
hann þrjár samfelldar vikur, en
ekki rofinn tími eins og lagt er
til. Þá leggur Fuglavernd
áherslu á að rjúpnafriðland á
Reykjanesi verði áfram við lýði,
auk þess sem komið verði á
stóru friðlandi á Norðaustur-
landi og helst í öllum lands-
hlutum. Félagið segist ávallt
hafa hvatt til banns á sölu á
villibráð og tekur eindregið und-
ir tillögur um sölubann á rjúpu.
Hvetur til hófsemi
Fuglavernd hvetur til hófsemi
og minnir á að málið snúist
fyrst og fremst um velferð
rjúpnastofnsins og fálkans, en
ekki hagsmuni veiðimanna,
skotvopnasala og ferðaþjónust-
unnar. Sterkur rjúpnastofn
þjóni best hagsmunum náttúru-
verndar, sem og skynsamlegrar
nýtingar.
Fuglavernd telur of
snemmt að afnema
friðun á rjúpu
Fjárréttir haustið 2005
Réttir Dagsetningar
Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A.-Hún. lau. 3. sept.
Áfangagilsrétt á Landmannaafrétti, Rang. fim. 22. sept.
Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. sun. 28. ágúst
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sun. 18. sept.
Dalsrétt í Mosfellsdal sun. 18. sept.
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. lau. 17. sept.
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. þri. 13./sun. 18. sept.
Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. lau. 10. sept.
Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. fös. 9. sept.
Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp) sun. 18. sept.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sun. 18. sept.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þri. 20. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. lau. 10. sept.
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. lau. 17. sept.
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mán. 19. sept.
Hlíðarrétt í Bólstaðarhlíðarhr. A.-Hún. sun. 11. sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing sun. 28. ágúst
Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. sun. 11. sept.
Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. fös. 16. sept.
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. lau. 3. sept.
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. lau. 17. sept.
Illugastaðarétt í Fnjóskadal, S-Þing sun. 4. sept.
Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. sun. 18. sept.
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. sun. 18. sept.
Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. miðv. 14. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði lau. 10. sept.
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. lau. 3. sept.
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. lau. 3. sept.
Mælifellsrétt í Skagafirði sun. 11. sept.
Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit sun. 11. sept.
Nesmelsrétt í Hvítársíðu lau. 10. sept.
Núparétt í Melasveit, Borg. sun. 11. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðv. 14. sept.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sun. 18. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum lau. 17. sept.
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. lau. 17. sept.
Selflatarrétt í Grafningi, Árn. mán. 19. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mán. 19. sept.
Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. lau. 10. sept.
Skaftártungurétt í Skaftártungu, V.-Skaft. lau. 17. sept.
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. fös. 16. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. lau. 10. sept.
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. lau. 17. sept.
Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. lau. 17. sept.
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mán. 19. sept.
Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sun. 18. sept.
Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. sun. 11. sept.
Staðarrétt í Skagafirði lau. 10. sept.
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. lau. 10. sept.
Svarthamarsrétt á Hvalfj.strönd, Borg sun. 11. sept.
Tungurétt í Svarfaðardal sun. 4. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. fös. 9. og lau. 10. sept.
Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún. fös. 9. sept.
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. lau. 10. sept.
Þórkötlustaðarétt í Grindavík sun. 11. sept.
Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit sun. 11. sept.
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. lau. 10. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mán. 19. sept.
Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. mán. 19. sept.