Morgunblaðið - 29.08.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 11
MINNSTAÐUR
Tilefni ferðarinnar var að Land-græðslufélagið við Skarðsheiði hafðiopið hús á laugardaginn í Ölveri þarsem boðið var upp á fræðslu um
uppgræðsluna í máli og myndum. Segja má að
frá því að verkefnið hófst hafi það gengið
ótrúlega vel. Það var Guðrún Jónsdóttir, þá-
verandi framkvæmdastjóri Markaðsráðs
Borgarfjarðar, sem heyrði að bændur á svæð-
inu hefðu áhuga á að gera eitthvað til að
græða þetta land upp, enda stór hluti þess or-
foka melar. Hún greip hugmyndina á lofti og
bar hana undir stjórnarformann Markaðs-
ráðs, Kristínu Þorbjörgu Halldórsdóttur, sem
tók henni vel. Þetta var árið 1997. Hjólin fóru
að snúast og árið 1998 var haldinn fyrsti sam-
ráðsfundur með bændum á svæðinu og sagði
Guðrún að strax hafi komið í ljós hvað bænd-
ur á svæðinu voru framsýnir. Eftir þennan
fund var ljóst að allir vildu halda áfram og
samstillt átak Markaðsráðs, Landgræðslu rík-
isins, Skógræktar ríkisins, Búnaðarsambands
Vesturlands og landeigenda á svæðinu hefur
skilað þessum góða og skjóta árangri.
Samstaða landeigenda skipti sköpum
Fram kom á laugardaginn að samstaða
jarðeigenda á öllu þessi svæði hafi skipt sköp-
um svo og þátttaka þeirra í verkefninu og
dugnaður. Um er að ræða 17 jarðir allt frá
Neðra-Skarði í Leirár- og Melahreppi að
Innri-Skeljabrekku í Borgarfjarðarsveit. Árið
2000 var Landgræðslufélagið við Skarðsheiði
stofnað með það að meginverkefni að vinna að
landbótum á örfoka landi við Hafnarfjall.
Unnið er í nánu samstarfið við Landgræðslu
ríkisins með stuðningi frá Vegagerðinni og
ekki síst Pokasjóði sem hefur verið að-
alstyrktaraðili verkefnisins.
Þórunn Pétursdóttir héraðsfulltrúi Land-
græðslu ríkisins sagði að þeir sem ekki hefðu
verið mikið á svæðinu tækju ekki mikið eftir
breytingunum og þætti bara eðlilegt að sjá
allan þennan gróður. Það væru frekar þeir
sem farið hafa mikið um svæðið í gegnum tíð-
ina og fylgst hafa með breytingunum sem
væru undrandi á árangrinum og einnig þeir
sem unnið hafa að þessari uppgræðslu.
Bjartsýnustu menn trúa
varla eigin augum
Andrés Arnalds er einn þeirra og þótt hann
segðist vera mjög bjartsýnn maður hefði hann
aldrei búist við að árangur mundi nást svona
fljótt. Marteinn Njálsson bóndi í Vestri-
Leirárgörðum sagðist muna eftir því að þegar
hann var strákur hefðu kýrnar átt það til að
týnast í skóginum undir fjallinu. Einnig hefði
verið mjög erfitt að smala því kindurnar vildu
skjótast inn í kjarrið og erfitt var að ná þeim
þaðan aftur. Marteinn er á miðjum aldri og
því ekki langt síðan þetta var. Hann segir að
undanhaldið hafi gerst mjög hratt og svæðið
blásið upp á skömmum tíma. Nú hefði það
heldur betur tekið við sér aftur.
Þegar farið var að huga að aðgerðum kom í
ljós að um 2.000 hektarar lands þyrftu að-
hlynningar við. Aðgerðir hófust 1999 og lagt
upp með þrjú meginmarkmið: Að græða upp
land á stórum svæðum í grennd við Hafn-
arfjall í þeim tilgangi að breyta illa förnu
landi í gott nytjaland, að vernda og stuðla að
frekari nýliðun birkis innan Hafnarskógar og
að draga úr vindstyrk á hinum vindasama
vegarkafla undir Hafnarfjalli með skjólbelta-
og skógrækt. Félagið hefur síðan notið fag-
legrar ráðgjafar og aðstoðar frá Landgræðsl-
unni og fjárstyrks frá Pokasjóði eða Um-
hverfissjóði verslunarinnar frá upphafi. Kom
fram að án þess myndarlega stuðnings hefði
þessi árangur ekki náðst. Landgræðslan,
Skógræktin, Vegagerðin og Borgarfjarð-
arsveit hafa einnig veitt verkefninu fjárstuðn-
ing.
Meðalþyngd dilka jókst um 2 kíló
Í ferðinni á laugardaginn sást greinilega
góður árangur raðsáningar og áburðargjafar í
landi Fiskilækjar og einnig hvað áburðargjöf
ein og sér hefur gefið góða raun við að efla
gróður sem fyrir var. Á þessu landi gengur
sauðfé og kom fram í máli Friðriks Aspelund
skógræktarráðunautar, sem tók þátt í verk-
efninu frá upphafi, að í fyrstu hefðu menn
haft miklar áhyggjur af því hve sauðfé sótti í
uppgræðsluna. Hjá bændunum kom hins veg-
ar fram að með beitarstjórnun virðist þetta
hafa verið í góðu lagi. Fé væri ekki hleypt á
svæðið fyrr en gróður væri kominn vel á veg
um 10. júní og engin kind færi þangað eftir
réttir. Baldvin Björnsson í Skorholti, formað-
ur Landgræðslufélagsins, sagði aðspurður að
meðalþyngd dilka hjá honum hefði aukist um
tvö kíló á síðustu árum. Hann vildi þó ekki
fullyrða að það væri uppgræðslunni einni að
þakka.
Hafnarskógur hefur tekið vel við sér, en
hann hefur alveg verið friðaður fyrir beit auk
þess sem borið hefur verið á illa farna bletti
innan hans. Nokkur nýliðun á sér stað, en
Þórunn Pétursdóttir sagði að því miður hefði
ekki tekist að ná fræjum í skóginum. Svo virð-
ist sem eitthvert skordýr nái að éta innan úr
fræbelgjunum. Reynt hefur verið að auka út-
breiðslu Hafnarskógar með því að gróðursetja
mörg þúsund birkiplöntur á Grjóteyrarhæð
ofan við Hafnarskóg.
Skjólbeltarækt hófst sumarið 2000, fyrst á
einu erfiðasta svæðinu á Narfastaðamelum.
Vegna erfiðleika við að koma beltinu þar upp
hefur verið bætt í það bæði árið 2001 og 2002.
Síðan hefur verið haldið áfram með skjól-
beltarækt meðfram þjóðveginum.
Tilraunir með sveppa-
smitaðar birkiplöntur
Auk þess að raðsá grasfræi hefur lúpínu
einnig verið raðsáð á hluta af svæðinu. Í
sumar voru svo um 6.000 birkiplöntur gróð-
ursettar innan um lúpínuna. Áður en þær
voru gróðursettar var þeim dýft í sérstakt
sveppagums, eins og Úlfur Óskarsson líffræð-
ingur kallar það. Úlfur var með kynningu á
svepprótum og áhrifum þeirra og mikilvægi
fyrir trjáplöntur. Hann segir samlífi svepp-
róta og trjáa nauðsynlegt og með því að sjá til
þess að trjáplöntur séu smitaðar með svepp-
rótum fyrir gróðursetningu eigi þær auðveld-
ara með að vaxa og dafna. Í bestu tilfellum
næst fram þrefaldur vaxtarhraði birkiplantna
á rýru landi vegna aukinnar svepprótar á
plöntunum, en nokkurn tíma getur tekið fyrir
plönturnar að mynda sjálfar svepprætur.
Svepprætur virka eins og útvíkkun á rót-
arkerfinu sem hjálpar plöntunni við að ná í
næringarefni og vatn. Á móti veitir plantan
sveppunum orku.
Skógur vex á örfoka landi
Uppgræðslan við rætur
Hafnarfjalls hefur gengið
betur en bjartsýnustu menn
þorðu að vona. Það sést
vel frá þjóðvegi 1 að ásýnd
landsins hefur tekið
stakkaskiptum. Ásdís
Haraldsdóttir brá sér í
rútuferð með landgræðslu-
fólki, bændum og fleirum
til að skoða árangurinn.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Málin rædd Í skoðunarferðinni virtu þátttakendur fyrir sér þann góða árangur sem náðst hefur við uppgræðslu lands undir Hafnarfjalli.
Árangur Gras og birki hefur tekið vel við sér við áburðargjöf sem beitt hefur verið.
asdish@mbl.is
SJÖFN Ingólfsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar, segir að um það hafi
verið rætt milli Starfsmanna-
félagsins og fulltrúa Reykjavík-
urborgar á vordögum að upp-
sagnarfrestur gæslukvenna
Reykjavíkurborgar hæfist þegar
gæsluvöllum yrði lokað hinn 1.
september. Þær yrðu á launum út
uppsagnarfrestinn án þess að
skila vinnu á móti.
„Ég hef enga ástæðu til að ætla
annað en að þetta haldi,“ segir
Sjöfn en uppsagnarfrestur gæslu-
kvennanna fer eftir starfsaldri;
hann er frá þremur mánuðum
upp í sex mánuði. „Við höfum auk
þess lagt áherslu á það allan tím-
ann að enginn missi vinnu sína
við þetta óski hann eftir áfram-
haldandi starfi,“ bætir hún við.
Aðspurð segir hún að umrætt
fyrirkomulag, þ.e. að vera á laun-
um út uppsagnarfrestinn án þess
að skila vinnu á móti, feli í sér
kjör sem séu umfram kjarasamn-
inga, skv. ýtrasta skilningi
þeirra. Haft var eftir Karólínu
Snorradóttur formanni Félags
gæslukvenna í Morgunblaðinu, að
það sem gæslukonunum hafi stað-
ið til boða sé enginn starfsloka-
samningur heldur sjálfsögð rétt-
indi sem þær eigi inni skv.
kjarasamningum. „Þeir tala um
að þetta sé starfslokasamningur
af því að við þurfum ekki að
vinna uppsagnarfrestinn,“ sagði
hún meðal annars. „Þetta er
kjarasamningur en enginn starfs-
lokasamningur.“
Gæslukonurnar verði á
launum út uppsagnarfrestinn
VESTURLAND
FJÖLÞJÓÐLEG æfing sprengju-
eyðingarsveita, Northern Chall-
enge 2005, hefst í dag, en Land-
helgisgæslan stendur fyrir
æfingunni í samvinnu við varnar-
liðið.
Markmið æfingarinnar er að
líkja eftir raunverulegum hryðju-
verkum sem framin hafa verið í
London, Írak og Afganistan, og
gefa þátttakendum kost á að æfa
viðbrögð við þeim. M.a. verða æfð
viðbrögð við sjálfsmorðssprengju-
árásum og hryðjuverkaspreng-
ingum í flughöfnum, höfnum og
um borð í skipum.
Sex erlendar sprengjueyðing-
arsveitir taka þátt í æfingunni og
að minnsta kosti 50 þátttakendur
koma frá útlöndum, en auk þeirra
eru u.þ.b. 50 þátttakendur frá
Landhelgisgæslunni, lögreglunni
á Keflavíkurflugvelli, öryggissviði
Flugmálastjórnar á Keflavíkur-
flugvelli og Tollgæslunni í
Reykjavík auk varnarliðsins.
Fjölþjóðleg sprengju-
æfing haldin hérlendis