Morgunblaðið - 29.08.2005, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Skotveiðimenn rak marga írogastans þegar þeir lásuleiðara Morgunblaðsins áfimmtudag þar sem lög-
brjótar í friðlandi við Vopnafjörð
voru kallaðir skotveiðimenn og síð-
an lýst eftir framtakssamari dýra-
verndarsamtökum til verndar
hreindýrum á Austurlandi. Var þar
stokkið úr einu í annað án sæmi-
lega skiljanlegs samhengis.
„Þessi leiðari Morgunblaðsins
lýsir ótrúlegri vanþekkingu á skot-
veiðum og fordómum í garð skot-
veiðimanna,“ segir Sigmar B.
Hauksson formaður Skotveiðifélags
Íslands. „Þessi atburður við
Vopnafjörð er hreint og klárt lög-
brot og á ekkert skylt við skotveið-
ar. Það er einkennilegt að kalla
slíka menn skotveiðimenn í frétta-
flutningi og leiðara blaðsins þegar
engum dettur í hug að kalla þá
sem fara ólöglega til laxveiða ann-
að en veiðiþjófa. Íslenskir skot-
veiðimenn eru stór hópur, hand-
hafar veiðikorta eru um tíu þúsund
og virkir veiðimenn eru á milli 5–
6.000. Þessi hópur er einstaklega
löghlýðinn eins og sést best á því
að meðan á rjúpnaveiðibanni hefur
staðið þá má telja tilvik um brot á
því banni á fingrum annarrar
handar. Þá hafa skotveiðimenn
verið einstaklega samstarfsfúsir við
Veiðistjórnunarsvið Umhverf-
isstofnunar í útfyllingu veiði-
skýrslna og gert það af slíkum
heilindum að fengist hefur yfirsýn
um veiðiálag á einstaka stofna ís-
lenskra veiðidýra. Það er því mjög
ómaklega að skotveiðimönnum veg-
ið að bendla þá við það afbrot sem
framið var á Vopnafirði og satt að
segja einstaklega klaufalegt að
espa svo stóran hóp löghlýðinna
manna upp á móti sér með því að
telja afbrotið tilefni til þess að
skotveiðimenn almennt athugi sinn
gang. Með sömu rökum mætti
hvetja alla með bílpróf til að at-
huga sinn gang í hvert sinn sem
einhver brýtur umferðarregl-
urnar,“ segir Sigmar B. Hauksson.
Hörð viðbrögð skotveiðimanna
Almennt eru skotveiðimenn að
verða sér æ meðvitaðri um siðferði
við veiðar og er það vel. Viðbrögð
skotveiðimanna við lögbrotinu á
Vopnafirði hafa verið mjög hörð og
menn hafa óspart látið vanþóknun
sína í ljós á spjallvefjum veiði-
manna og sýnir það svo ekki verð-
ur um villst að þrátt fyrir að menn
séu kappsamir og leggi talsvert á
sig við veiðar þá virðast þeir vera
ágætlega meðvitaðir um hvað eru
veiðar og hvað ekki. Það sem gerð-
ist á Vopnafirði á ekkert skylt við
veiðar og umræða í kjölfar þessa
afbrots ætti að vera upplýstari en
svo að hræra saman óskyldum
hlutum sem löglegar skotveiðar
eru annars vegar og hrein og klár
afbrot eru hinsvegar.
Til fróðleiks fylgja hér ummæli
nokkurra veiðimanna af einum
spjallvefjanna.
„Þetta eru svona gaurar sem
koma óorði á skotveiðimenn og
gera það að verkum að margir
bændur líta alla skotveiðimenn
hornauga. Ég skora á þá sem vita
hverjir þetta eru að koma þeim
skilaboðum til lögreglunnar, þeir
eiga ekki annað skilið en að missa
leyfið núna yfir komandi gæsa- og
rjúpnatímabil.“
„Það er víst búið að ná þessum
svokölluðu „veiðimönnum“. Lög-
reglan á Akureyri stöðvaði þá við
komuna þangað. Það er aðeins eitt
að gera við svona mannleysur, það
á að hýða þá opinberlega öðrum til
viðvörunar.“
„Ekki nóg með það að þeir skutu
æðarfugl á friðlandi!! Heldur þegar
að bóndinn náði tali af þeim þá var
afsökunin að þeir héldu að þetta
væru endur!!! Þar skutu þeir af sér
hausinn. Byrjuðu á því að skjóta
sig í báða fætur og enda svo á því
að segja það fullum hálsi að þeir
hafi verið að brjóta lög (þar fór
hausinn)!!! (innsk. Andaveiðitíminn
hefst ekki fyrr en 1. september).
Það verður að fara að gera eitt-
hvað róttækt til að koma í veg fyr-
ir svona heimsku. Það virðist líka
vera að flestir geti fengið sér
byssuleyfi. Í þessu tilfelli eru þeir
að brjóta af sér í þrígang, í það
minnsta. Það ætti að taka af þeim
byssuleyfið ævilangt!!!“
„Það er verið að kalla þessa
menn veiðimenn, það haga sér eng-
ir veiðimenn svona. Það eru bara
aular sem haga sér svona.“
Eins og sjá má er mönnum
greinilega heitt í hamsi og skila-
boðin eru skýr og greinileg. Þetta
voru ekki skotveiðimenn heldur
lögbrjótar. Heiðarlegir veiðimenn
kynna sér hvar má stunda skot-
veiðar og hvar ekki, þeir afla sér
tilskilinna leyfa landeigenda og
þeir þekkja friðaðar tegundir frá
þeim sem má veiða og þeir vita
hver er löglegur veiðitími á ein-
stakar tegundir. Þetta er eitt af
fjölmörgum þekkingaratriðum sem
menn verða að tileinka sér á nám-
skeiðum Umhverfisstofnunar þegar
sótt er um veiðileyfi í kjölfar skot-
vopnaleyfis.
„Menntun íslenskra skotveiði-
manna hefur komist í mjög góðan
farveg á undanförnum árum og er
mjög sambærileg við það sem tíðk-
ast á hinum Norðurlöndunum.
Veiðileyfanámskeið Veiðistjórn-
unarsviðs Umhverfisstofnunar eru
ítarleg og prófkröfur nokkuð
strangar; menn verða einfaldlega
að vita hver veiðitíminn er og
þekkja þær tegundir sem má
veiða,“ segir Sigmar B. Hauksson.
„Það sýnir sig líka að þegar menn
eru staðnir að ólöglegum veiðum
þá eru það sjaldnast veiðimenn
með tilskilin réttindi heldur ein-
hverjir réttindalausir og óupplýstir
kjánar.“
Dýravernd og skotveiðar
eru ekki andstæður
Í umræðum um skotveiðar ber
dýravernd gjarnan á góma og fyrir
kemur að skotveiðum og dýravernd
er stillt upp sem andstæðum í stað
þess að sjá þetta sem hliðstæður
sem mjög vel geta farið saman.
Víða erlendis hafa dýraverndar- og
náttúruverndarsamtök tekið hönd-
um saman við samtök skotveiði-
manna og eiga náið samstarf um
skipulag sjálfbærra veiða á þeim
svæðum þar sem fuglum og dýrum
hafa verið tryggð náttúruleg skil-
yrði. Hér fara nefnilega sjónarmið
beggja aðila saman því báðir vilja
tryggja dýrunum sem nátt-
úrulegast umhverfi um leið og
halda verður stofnstærð veiðidýra
innan þeirra marka sem skyn-
samleg eru.
„Mikilvægasti þátturinn, hvað
varðar vöxt og viðgang villtra dýra,
eru ýmsir umhverfisþættir. Í því
sambandi mætti nefna veðurfar og
ýmsar breytingar sem orsakast af
náttúruhamförum eins og eld-
gosum og skógareldum. Á þessa
þætti getur maðurinn ekki haft
nein teljandi áhrif. Annar þáttur
sem hefur haft hvað afdrifaríkastar
afleiðingar fyrir villt dýr heimsins
eru breytingar á umhverfinu af
mannavöldum. Hér er átt við fram-
kvæmdir sem eyðileggja eða gjör-
breyta búsvæðum dýranna. Af
nógu er að taka í þessum efnum.
Þurrkun mýrlendis, eyðing skóga,
akuryrkja, stíflugerð, flutningur
dýrategunda milli svæða, mengun
og mannvirkjagerð. Þessir þættir
hafa undanfarin 100 ár verið alvar-
legasta ógnunin við lífsafkomu
villtra dýra í heiminum.
Náttúruverndarsamtök af ýms-
um toga hafa barist gegn fjölmörg-
um framkvæmdum sem hafa í för
með sér róttækar breytingar á
náttúrunni og eyðingu búsvæða
villtra dýra. Samtök veiðimanna
hafa á síðari árum tekið æ meiri
þátt í þessari baráttu. Í þessu sam-
bandi mætti nefna baráttu Skotvís
fyrir því að Eyjabökkum yrði
þyrmt og að tryggt verði að Þjórs-
árver verði friðuð áfram. Þessi
svæði eru einhver mikilvægustu
búsvæði íslensku gæsastofnanna.
Samtök veiðimanna, einkum í
Bandaríkjunum, en einnig víða
annars staðar í heiminum eins og á
Spáni, hafa á síðari árum látið um-
hverfismál mikið til sín taka. Sam-
tök veiðimanna hafa safnað gríð-
arlegum fjárhæðum sem notaðar
hafa verið til að endurvinna mýr-
lendi og land sem áður hefur verið
nýtt til landbúnaðar. Einnig hafa
samtök veiðimanna, einkum þó
bandarísku samtökin Ducks Un-
limited, komið upp víðáttumiklum
griðasvæðum fyrir villta fugla.“
(Veiðistjórnun og verndun veiði-
dýra. Skotvísblaðið 2005.)
Misskilningur á
eðli dýraverndar
Það er t.a.m. hreinn misskiln-
ingur á eðli dýraverndar að telja
hreindýraveiðar á Íslandi ómann-
úðlegar; þvert á móti eru þær ein-
staklega gott dæmi um vel heppn-
aða veiðistjórnun þar sem
stofnstærðinni er haldið í skefjum
og stofninn er sterkur og heil-
brigður. Þetta eru m.ö.o. sjálf-
bærar veiðar sem er takmarkið við
alla veiðistjórnun hvort sem á við
fiska, fugla eða spendýr. And-
stæðan í þessu samhengi við dýra-
vernd væri að friða hreindýrastofn-
inn algjörlega og láta hann stækka
úr hófi svo dýrin færu að keppa
innbyrðis um beitilönd samhliða
því að þau sæktu æ meira inn á
ræktað land og yrðu þar að plágu
fremur en til yndisauka. Hreindýr
á Íslandi eiga sér enga náttúrulega
óvini og náttúrulegur dauðdagi
þeirra yrði því langur og kvala-
fullur þar sem tennur þeirra eyð-
ast með aldrinum og ellidautt
hreindýr drepst á endanum úr
hungri þar sem það getur ekki bit-
ið lengur. Þá væri tímabært að tala
um dýravernd og mannúðarsjón-
armið en sannleikurinn er því mið-
ur sá að þeir sem stundum taka
hvað stærst upp í sig um dýra-
vernd hafa mestan sinn fróðleik úr
teiknimyndum Walt Disneys og
glápi út um bílrúður.
Skipulag hreindýraveiða á Ís-
landi er til mikils sóma fyrir alla
sem að þeim standa og ætti að
verða fyrirmynd að sjálfbærum
veiðum á öðrum stofnum veiðidýra
eins og er að verða með breyttum
reglum um rjúpnaveiðar og skot-
veiðimenn gera sér vonir um að
verði einnig í náinni framtíð með
íslensku gæsa- og andastofnana
sem leyfilegt er að veiða úr. Sam-
starf og samvinna ásamt upplýstri
umræðu eru lykilorðin sem hafa
ber í heiðri þegar rætt er um lög-
legar skotveiðar á Íslandi. Lögbrot
skyldi hinsvegar útkljá fyrir dóm-
stólum.
SKOTVEIÐAR | HÖRÐ VIÐBRÖGÐ SKOTVEIÐIMANNA VIÐ LÖGBROTINU Á VOPNAFIRÐI
Lögbrjótar eru ekki
skotveiðimenn
Morgunblaðið/Ingó
„Þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með talsverðri líkamlegri
áreynslu, vakandi náttúruskyni og sært dýr liggur ekki eftir að kveldi,“
segir m.a. í siðareglum Skotveiðifélags Íslands.
Eftir Hávar Sigurjónsson
havar@mbl.is
KRISTJÁN Rúnar Kristjánsson
eðlisfræðingur varði doktorsritgerð
sína 12. ágúst sl. við raunvís-
indadeild Háskóla Íslands. Heiti rit-
gerðarinnar er Periodic Tachyons
and Charged
Black Holes: Two
Problems in Two
Dimensions. And-
mælendur voru
dr. Paolo Di
Vecchia, prófess-
or við Nordita,
norrænu stofn-
unina í kennilegri
eðlisfræði, og dr.
David Lowe, pró-
fessor við eðlisfræðideild Brown
University í Bandaríkjunum.
Ritgerðin er á sviði kennilegrar
öreindafræði og fjallar meðal annars
um samspil þyngdarfræði og
skammtafræði. Í almennu afstæð-
iskenningunni eru þekktar lausnir á
jöfnum Einsteins sem lýsa svartholi
gæddu massa og rafhleðslu en að
öðru leyti í tómarúmi. Þessar lausnir
eru mjög sérstakar því ef þær eru
framlengdar inn í svartholið koma í
ljós göng sem leiða inn í annan heim
í ákveðnum skilningi. Tilvist þessara
ganga er hins vegar óviss, þar sem
áhrifum skammtafræði hefur verið
sleppt við útleiðslu lausnanna. Sam-
kvæmt skammtafræðinni myndast
aragrúi rafhlaðinna agna í sterku
rafsviði svartholsins og slíkar agnir
breyta hugsanlega innviðum svart-
holsins.
Til að lýsa skammtafræði rafhlað-
ins svarthols þarf að nota þyngd-
arskammtafræði en sú kenning á
enn langt í land og því veit enginn
nákvæmlega hvernig skammtaáhrif
breyta innri gerð sígildra svarthola.
Í ritgerðinni er sett fram tvívítt lík-
an sem gerir okkur kleift að rann-
saka slík skammtaáhrif kerfisbundið
í einfölduðum heimi. Líkanið er leyst
með tölulegum aðferðum, bæði fyrir
sístæð svarthol og svarthol sem
verða til við þyngdarhrun rafhlaðins
efnis. Sístæðu svartholin þarf að
fóðra með straumi af rafhlöðnum
ögnum til að vega á móti afhleðslu
vegna skammtaáhrifa, en tímaháðu
svartholin sem verða til við þyngd-
arhrun afhlaðast með tímanum. Í
ljós kemur að ormagöngin sem er að
finna í sígildu fræðunum falla saman
þegar skammtaáhrif eru tekin með í
reikninginn, svo að tímarúm sem
inniheldur slíkt svarthol minnir
fremur á hefðbundinn alheim með
óhlöðnu svartholi.
Verkefnið var unnið í samstarfi
við dr. Lárus Thorlacius, prófessor
við eðlisfræðiskor Háskóla Íslands,
sem jafnframt er leiðbeinandi, og dr.
Andrei Frolov við Stanford Univers-
ity í Bandaríkjunum. Í doktors-
nefndinni sitja, auk Lárusar, dr.
Þórður Jónsson og dr. Ragnar Sig-
urðsson, en þeir eru báðir vís-
indamenn við Raunvísindastofnun
Háskólans.
Kristján Rúnar Kristjánsson er
fæddur árið 1977. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR árið 1997, B.S.-
prófi í stærðfræði og B.S.-prófi í eðl-
isfræði frá Háskóla Íslands árið 2000
og M.S.-prófi í kennilegri eðlisfræði
frá sama skóla árið 2002. Síðan hefur
Kristján unnið að doktorsritgerðinni
við Raunvísindastofnun Háskólans,
NORDITA í Kaupmannahöfn,
CERN í Sviss og Stanford Univers-
ity í Kaliforníu.
Kristján er sonur Kristjáns Leifs-
sonar verkstjóra og Sigrúnar Þór-
arinsdóttur kennara og er giftur
Stellu Soffíu Jóhannesdóttur bók-
menntafræðingi.
Doktor í
eðlisfræði
Kristján Rúnar
Kristjánsson
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra
hefur skipað Sigurð Helgason, fyrr-
verandi forstjóra Icelandair, for-
mann stjórnar Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands (ÞSSÍ) til fjögurra
ára.
Sigurður tekur við af Birni Inga
Hrafnssyni, aðstoðarmanni forsætis-
ráðherra, sem að eigin ósk hefur lát-
ið af því starfi.
Nýr stjórnar-
formaður ÞSSÍ
♦♦♦